Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KRÍUNNI er ekki að fækka á
Seltjarnarnesi, eins og menn
þó álitu til skamms tíma, held-
ur er varpstofninn orðinn
helmingi stærri en var árið
1986; það ár taldi hann 900
varppör, en í fyrrasumar um
1.850 pör. Hins vegar er kríu-
varpið í Gróttu nú hrunið og er
ástæðan talin vera koma
minks í eyjuna. Árið 1996 voru
kríuhreiður í Gróttu um 1.100
talsins, ári síðar aðeins færri,
árið 1998 var ekki talið, en
1999 voru þau komin niður í
100 og árið 2000 þó orðin 200.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Jóhanns Óla Hilmars-
sonar fuglafræðings, sem
hann vann að beiðni Umhverf-
isnefndar Seltjarnarnesbæjar
og fólst í því að kanna fjölda og
dreifingu varpfugla á Sel-
tjarnarnesi sumarið 2000. Jafn
ítarleg könnun á fuglalífi hefur
ekki verið gerð síðan 1986,
þegar unnið var að náttúrufar-
súttekt á Nesinu, en þrisvar
síðan hefur fuglalíf í Gróttu
verið kannað, 1996, 1997 og
1999, með höfuðáherslu á kríu-
varpið. Auk þess var kríuvarp
í Suðurnesi skráð lauslega
sumarið 1999.
Samkvæmt rannsókn Jó-
hanns Óla var kríuvarpið lang-
þéttast í Suðurnesi, alls um
1.400 hreiður og þar af helm-
ingurinn í óræktarlandi í Dal.
Á Framnesinu voru tvö vörp,
annað á Snoppu og hitt austur
af Bakkatjörn. Varpið á
Snoppu var beggja vegna veg-
arins norðan kartöflugarð-
anna og var hluti þess í görð-
unum sjálfum og nágrenni
þeirra (um 130 hreiður), en um
70 hreiður voru í óræktartúni
norðan vegar. Einungis voru
áætluð um 50 hreiður í varp-
inu við Bakkatjörn.
Þær breytingar sem eru
hvað umtalsverðastar á dreif-
ingu varpfugla á Seltjarnar-
nesi eru tilfærsla og stækkun
á kríuvarpinu, segir Jóhann
Óli í skýrslu sinni. Kríum hafði
fjölgað í Gróttu frá 1986, þeg-
ar áætlað var að um 450 pör
yrpu þar, fram til 1996, þegar
varpið var metið 1.152 hreiður.
Það reyndist vera 824 hreiður
árið eftir. Ekki var talið 1998,
en 1999 var varpið hrunið,
komið niður í 150–200 hreiður,
og svipaður fjöldi fannst þar
svo árið 2000. Breytingar
höfðu líka orðið á æðarvarpinu
í Gróttu, það var um eða rétt
rúmlega 30 hreiður 1996 og
1997, en aðeins 10–15 hreiður
1999 og 2000. Varpið hafði líka
færst nokkuð til, 1996–1997
var það mest upp við sjó-
varnargarðinn vestan megin í
Gróttu, en 1999–2000 aðallega
inni á eynni, í kríuvarpinu.
Hettumáfsvarpið, sem taldi 70
og 40 hreiður 1996 og 1997,
var alveg horfið. Minkur
fannst í Gróttu 1999 og 2000.
Flest rök hníga að því, að hann
hafi hrakið fuglana úr eyjunni.
Mikil fjölgun varð í kríu-
varpinu í Suðurnesi frá 1986
og mest á árinu 1999 og virðist
sem Gróttukríurnar hafi flutt
sig um set. Í samtali við starfs-
mann og nokkra gesti golf-
skálans 7. júlí 1999 var Jó-
hanni tjáð, að áberandi
aukning hefði orðið í kríuvarp-
inu á Suðurnesi á því ári.
Nefndu þeir nokkra bletti þar
sem kríum hefði fjölgað, t.d. í
Dal og á austanverðu nesinu,
eða þær hefðu hreinlega num-
ið nýtt land, t.d. á milli brauta.
Voru þeir ekki sérlega hrifnir
af þessari þróun, töldu innan-
félagsmenn klúbbsins venjast
fuglunum, en gestir fengjust
jafnvel ekki til að spila á vell-
inum.
Kríuvarpið við austanverða
Bakkatjörn hafði minnkað úr
200 hreiðrum 1.986 í 50 hreið-
ur 2000. Aftur á móti hafði
varpið í kartöflugörðunum
stækkað úr 50–60 hreiðrum
árið 1986 í 200 hreiður árið
2000. Á heildina litið hefur tala
kríuhreiðra á Seltjarnarnesi
tvöfaldast frá árinu 1986 til
ársins 2000.
Enn þrengt að
fuglum á Seltjarnarnesi
Að því er fram kemur í
skýrslu Jóhanns Óla Hilmars-
sonar er enn þrengt að fuglum
á Seltjarnarnesi, nú síðast
með ýmsum framkvæmdum í
Suðurnesi. Síðla árs 2000 hafi
mold verið losuð í Dal (Dæld-
um) að frumkvæði Golfklúbbs-
ins, að því er virðist í óþökk
bæjaryfirvalda. Sjóvarnar-
garður hafi verið byggður um-
hverfis Suðurnes og síðan
gerður göngustígur innan
hans. Þessar framkvæmdir
hafi gengið á varpland kríu og
fleiri fugla, en séu þó mjög til
bóta fyrir gesti og gangandi.
Þeir sem vilji ganga hring um
Suðurnes þurfi nú ekki lengur
að þræða grýtta fjöruna eða
flatir golfvallarins. Í nóvem-
ber 2000 hafi Bakkatjörn og
nánasta umhverfi hennar ver-
ið friðlýst og sé það stórt skref
fram á við fyrir umhverfis-
vernd á Seltjarnarnesi. Með
friðlýsingu þurfi að tryggja
raunverulegan frið í móunum
austan og norðan tjarnarinn-
ar, en þeir séu nú orðnir mik-
ilvægasta varpland á Fram-
nesinu, ásamt með Dal
(Dældum) í Suðurnesi og
Gróttu.
Þá segir Jóhann Óli, að
hundar hafi verið til vandræða
í varpinu 1999 og 2000. Fylgja
þurfi hundabanninu eftir um
varptímann og uppfræða
hundaeigendur um skaða
þann og truflun sem hundar
geti valdið meðal fuglanna.
Árviss minkaleit
Árviss minkaleit snemma á
vorin sé nauðsynleg í eynni og
sem víðast á Seltjarnarnesi,
þar sem varp er þétt. Verði
hægt að halda minki frá
Framnesinu megi búast við
því að varpið í Gróttu rétti úr
kútnum á ný. Einnig þurfi að
fylgjast rækilega með kríu-
varpinu og leggur Jóhann Óli
til enn nákvæmari talningu
næsta sumar. Á veturna dvel-
ur krían á hafsvæðinu um-
hverfis Suðurskautslandið, og
þá ýmist Atlantshafs- eða
Kyrrahafsmegin. Samkvæmt
þjóðtrúnni birtist hún á Ís-
landi um krossmessu á vori (1.
maí) og fær ekki röddina fyrr
en hún er búin að krækja sér í
hreistur af laxi eða silungi.
Hún er sögð mesti ferðalang-
ur dýraríkisins, flýgur að með-
altali um 40.000 km á ári milli
búsetusvæðanna á suður- og
norðurhveli. Það samsvarar
því að fara umhverfis jörðu við
miðbaug.
Í nýrri skýrslu kemur fram að minkur er búinn að spilla kríuvarpinu í Gróttu
Kríu hefur fjölgað veru-
lega á Seltjarnarnesi
-
- 0 0 ! 2 0
3
4
5
%
#
6
5
-$
-$ %
7
8
5
* #
* +,
'..
').
9..
9..
!-#%
'%%
5
* :;:"% <
,%%%
,!'-(
5
:
:"%
-$
.
/ +,
0/
/
+
1 0 &,
%%%
* 0+
2
Morgunblaðið/Jóhann Óli
Krían má sín lítils gagn-
vart minknum, þrátt fyrir
oddhvasst nef sitt og
megn hljóð á stundum.
Seltjarnarnes
JÓNAS Snæbjörnsson, um-
dæmisstjóri Vegagerðarinnar
á Reykjanesi, segir að Kópa-
vogsbær hafi lýst áhuga á að
fjármagna flýtingu fyrsta
áfanga í tvöföldun Reykjanes-
brautar. Unnið er að undir-
búningi umhverfismats og
segir Jónas að stefnt sé að því
að hraða vinnunni þannig að
unnt verði að flýta fram-
kvæmdum. Viðræður um það
eru þó skammt á veg komnar.
Eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær hafa
Verkfræðistofan Hnit og
Vinnustofan Þverá gert grein-
argerð með frumdrögum að
breikkun Reykjanesbrautar
milli Fífuhvammsvegar og
Kaplakrika þar sem fram
kemur að aðkallandi sé að ráð-
ast sem fyrst í fyrsta áfanga
tvöföldunar, þ.e. á kafla
skammt sunnan Fífuhvamms-
vegar og suður fyrir Arnar-
nesveg, til að mæta þeirri
aukningu umferðar sem fyr-
irsjáanlegt er að verði í haust
vegna opnunar verslunar-
kjarna í Smáralind.
Jónas Snæbjörnsson sagði
að Vegagerðin væri bundin af
vegaáætlun, sem gerir ráð fyr-
ir að unnið verði við fyrsta
áfanga á árunum 2003 og 2004.
Fordæmi eru hins vegar
fyrir því að framkvæmdum sé
flýtt að frumkvæði sveitar-
félaga enda sé fjárveiting fyrir
hendi á vegaáætlun og sveit-
arfélagið afli lánsfjár. Jónas
segir Vegagerðina jákvæða
gagnvart því að sú leið verði
farin í þessu máli ef hægt er.
Erindi frá Kópavogsbæ
„Við höfum fengið erindi frá
Kópavogsbæ um að skoða
þetta. Formlegar viðæður eru
ekki í gangi en þeir hafa boðað
að þeir munu tala við okkur,“
sagði Jónas.
Ákvörðun um flýtingu fram-
kvæmda verði hins vegar ekki
tekin nema að höfðu samráði
og fengnu leyfi samgöngu-
ráðuneytis og Alþingis.
Lykillinn að flýtingu fram-
kvæmdanna yrði að Kópa-
vogsbær gengist fyrir lánveit-
ingum þannig að fé til að
greiða framkvæmdakostnað-
inn yrði handbært fyrr en
vegaáætlun kveður á um og
kosti framkvæmdirnar þannig
til skamms tíma.
Jónas sagði að í slíkum til-
vikum væri venjan sú að sveit-
arfélagið bæri allan þann fjár-
magnskostnað sem flýting
framkvæmdanna hefði í för
með sér.
Áætlaður kostnaður við
framkvæmdir í fyrsta áfanga
er 670 milljónir króna og mið-
að við að framkvæmdum verði
flýtt og þær hefjist í haust í
kjölfar lánveitinga á vegum
Kópavogsbæjar mun kostnað-
ur bæjarins nema þeim vöxt-
um og fjármagnsgjöldum sem
falla til frá því að framkvæmd-
ir hefjast næsta haust og uns
framlög samkvæmt vegaáætl-
un fara að skila sér á árunum
2003–2004.
Umhverfismat undirbúið
Jónas sagði að næsta skref í
málinu væri gerð umhverfis-
mats. Undirbúningur þess
stendur yfir en ekki er búið að
ráða ráðgjafarfyrirtæki til að
annast gerð þess.
Hann segir að þótt ekki
veitti af tímanum til 2003 reyni
Vegagerðin að flýta því þannig
að hægt verði, að einhverju
leyti a.m.k., að verða við ósk-
um Kópavogsbúa um fyrsta
áfanga. Ekkert sé hins vegar í
gangi varðandi undirbúning á
flýtingu framkvæmda við ann-
an áfanga, sem samkvæmt
vegaáætlun á að vinna árið
2006 og nær frá Arnarnesvegi
að Vífilsstaðavegi, eða 3.
áfanga, sem vinna á 2008 og
nær milli Vífilsstaðavegar og
Kaplakrika.
Fyrsti áfangi breikkunar Reykjanesbrautar
Kópavogur sýnir
áhuga á að fjár-
magna flýtingu
Kópavogur
BÍLASTÆÐUM
við Austurstræti
mun fækka um 14
að loknum þeim
framkvæmdum
sem þar eru að
hefjast um þessar
mundir. ÍSTAK hf.
annast fram-
kvæmdirnar og
hefur Austurstræti
verið lokað fyrir
umferð frá Póst-
hússtræti.
Framkvæmd-
irnar munu kosta
um 230 m. kr. og
eiga að standa
langt fram á sum-
ar, en þó á þeim að
vera lokið að hluta
fyrir 17. júní þann-
ig að þá verði búið
að fullgera kafla
frá Aðalstræti við
Vallarstræti og að Vest-
urgötu og á Hafnarstræti frá
Aðalstræti að Naustum.
Auk þess að endurnýja
lagnir verða gangstéttir og
akbrautir hellulagðar.
Sigurður Skarphéðinsson
gatnamálastjóri sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að m.a.
yrði bílastæðum við Austur-
stræti breytt á þann veg að í
stað skásettra stæða kæmu
stæði samhliða götunni. Ská-
sett stæði verða einnig aflögð
í Pósthússtræti en í staðinn
verður leyft að leggja sam-
hliða umferð beggja vegna
götunnar, að loknum fram-
kvæmdum. Vegna þess mun
stæðum á svæðinu fækka um
14 frá því sem nú er.
Sigurður sagði að í dag
væru stæði á svæðinu 56 tals-
ins en yrðu 42 eftir breyt-
ingar.
Hann sagði að skipulag
það sem unnið er eftir og er
frá árinu 1984 gerði ráð fyrir
40 stæðum á svæðinu en við
úrvinnslu hefði tekist að
fjölga stæðum um tvö frá því
lágmarki.
Á fundi í samgöngunefnd
borgarinnar nýlega lét Kjart-
an Magnússon borgarfulltrúi
bóka að hann hefði miklar
efasemdir um þá aðgerð að
fækka almennum bílastæðum
í Aðalstræti og Austurstræti
um 14 við núverandi að-
stæður. „Ég tel fyrirliggjandi
tillögur ekki vera til þess
fallnar að styrkja Miðbæinn í
sessi sem blómlega miðstöð
verslunar og þjónustu,“ segir
í bókun Kjartans.
Sigurður sagði að vissu-
lega væri kvartað undan bíla-
stæðaskorti í miðborginni en
stefnt væri að því að leysa
þau mál með bílastæða-
húsum. Hann sagði að borg-
inni bærust athugasemdir
þegar fyrir dyrum stæði að
takmarka umferð um fjöl-
farnar verslunargötur vegna
framkvæmda, ekki síst frá
eigendum fyrirtækja, en
skaðabótaábyrgð hefði aldrei
lent á borginni vegna þess.
Um tímabundið ástand væri
að ræða og að loknum end-
urbótum sköpuðust for-
sendur fyrir meiri umsvifum.
Starfsmenn Ístaks hafa lokað Austurstræti við Pósthússtræti.
Austurstræti lokað
Miðborg
Morgunblaðið/Golli