Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 39
LAGT er til í drögum að ályktun
flokksþings framsóknarmanna um
sjávarútvegsmál að tekið verði upp
hóflegt gjald fyrir afnotarétt af
aflaheimildum er taki mið af af-
komu sjávarútvegsins. Áhersla er
lögð á að við endurskoðun á lögum
um stjórn fiskveiða verði byggt á
því samkomulagi sem náðist í Auð-
lindanefndinni.
Fjölmargar ályktanir liggja fyrir
flokksþinginu. Jón Kristjánsson al-
þingismaður sagði að á síðasta
flokksþingi hefði verið lögð fram
og samþykkt mjög ítarleg stefnu-
skrá enda hefði það þing verið
haldið skömmu fyrir alþingiskosn-
ingar. Við undirbúning þessa þings
hefði verið lagt til grundvallar að
hafa ályktanirnar styttri og af-
markaðri. Menn væru að talsverðu
leyti að byggja á þeirri vinnu sem
unnin var fyrir flokksþingið 1998.
Ekki væri verið að leggja til miklar
breytingar á stefnu flokksins. Jón
sagðist ekki eiga von á hörðum
deilum á þinginu. Búið væri að ná
sátt um stefnuna í Evrópumálum.
Þess væri ekki að vænta að tekist
yrði á um stefnuna í umhverfismál-
um líkt og gerðist á síðasta flokks-
þingi.
Áfram byggt á aflamarks-
og smábátakerfi
Oft hefur verið skipst á skoð-
unum um sjávarútvegsmál á
flokksþingum framsóknarmanna
og búist er við að svo verði einnig
nú. Í drögum að ályktun sem ligg-
ur fyrir þinginu er lögð áhersla á
að við endurskoðun laga um stjórn
fiskveiða verði hvort tveggja að líta
til þess að sjávarútvegurinn hafi
mjög mikla þýðingu fyrir almenn
lífskjör þjóðarinnar og þess að
greinin veiti beint og óbeint tugum
þúsunda Íslendinga vinnu í byggð-
arlögum þar sem atvinnulíf sé ein-
hæft og fátt um störf að öðru leyti.
Lagt er til „að áfram verði byggt á
tvískiptu kerfi, aflamarkskerfi ann-
ars vegar og hins vegar smábáta-
kerfi sem verði blandað aflamarks-
kerfi og sóknarmarkskerfi.“
Fjallað er um störf Auðlinda-
nefndar og lýst yfir stuðningi við
niðurstöðu hennar. Lagt er til „að
við endurskoðun á lögum um stjórn
fiskveiða verði byggt á því sam-
komulagi sem náðist í Auðlinda-
nefnd. Tekið verði upp hóflegt
gjald fyrir afnotarétt af aflaheim-
ildum er taki mið af afkomu sjáv-
arútvegsins. Tekjur af aflaheimild-
um renni í ríkissjóð.“
Þá er í ályktuninni lagt til að
byggðakvóti verði aukinn til að
styrkja grundvöll minni sjávar-
byggða.
Kristinn H. Gunnars-
son, formaður þing-
flokks framsóknar-
manna, lagði fram
tillögur á miðstjórnar-
fundi flokksins í síðasta
mánuði. Hann vill að
flokksþingið lýsi sig fylgjandi svo-
kallaðri fyrningarleið, en hún
gengur út á að ákveðinn hundraðs-
hluti veiðiheimildanna verði fyrnd-
ur hvert ár þar til allar aflaheim-
ildir hafa verið innkallaðar.
Kristinn leggur til að fyrndum afla-
heimildum verði ráðstafað til
ákveðins tíma með því að selja þær
á markaði eða uppboði. Handhöf-
um veiðiheimildanna verði eftir
sem áður heimilt að selja þær.
Kristinn vill ennfremur að sveit-
arfélögum verði fengið forræði yfir
þriðjungi til fjórðungi veiðiheimild-
anna og þau hafi tekjur af þeim.
Miðstjórn Framsóknarflokksins
lagði til að hugmyndum Kristins
yrði vísað til sjávarútvegsnefndar
flokksþingsins. Reikna má með að
þar verði tekist á um þær sem og
aðrar tillögur um breytingar á
sjávarútvegsstefnunni.
Ekki búist við átökum um
Evrópumál eða umhverfismál
Á síðasta flokksþingi urðu harð-
ar deilur um ályktun um umhverf-
ismál þar sem m.a. var tekist á um
hvort Fljótsdalsvirkjun ætti að
fara í umhverfismat. Ekki er búist
við að deilt verði hart um umhverf-
ismál á þessu þingi enda aðstæður
núna aðrar en fyrir tveimur árum
þegar mjög hart var tekist á um
virkjanaáform á Austurlandi í sam-
félaginu. Í drögum flokksþingsins
er ekkert fjallað um uppbyggingu
stóriðju eða virkjanir á Austur-
landi. Einungis segir að í ramma-
áætlun um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma, sem á að vera lokið
2002, sé brýnt að taka tillit til nátt-
úru- og umhverfishagsmuna.
Miklar umræður hafa verið um
Evrópumál innan Framsóknar-
flokksins í rúmt ár, en að frum-
kvæði formanns flokksins var sett
á laggirnar sérstök Evrópunefnd
til að marka stefnuna í Evrópu-
málum til framtíðar. Líklegt má
telja að skýrsla nefndarinnar verði
rædd á fundinum, en ekki er þó
endilega víst að um hana verði
harðar deilur. Guðni Ágústsson,
sem er mjög andsnúinn því að Ís-
land sæki um aðild að Evrópusam-
bandinu, sagði t.d. í samtali við
Morgunblaðið að hann væri sáttur
við skýrsluna og þá ályktun sem
lægi fyrir flokksþinginu. Sátt væri
innan Framsóknarflokksins um
hvernig ætti að vinna að málinu á
næstu árum.
Segja má að Evrópunefndin hafi
komist að málamiðlunarsamkomu-
lagi um að leggja áherslu á að
styðjast áfram við EES-samning-
inn og styrkja hann eins og kostur
er. Tekið er fram í niðurstöðukafla
skýrslunnar að ekki sé hægt að úti-
loka aðild að Evrópusambandinu
um alla framtíð og lagt er til að
unnið verði að því að skilgreina
samningsmarkmið Íslands óháð því
hvort teknar verði upp viðræður
við ESB.
Í drögum að ályktun flokks-
þingsins um utanríkismál segir
þetta eitt um Evrópumál: „Utan-
ríkisráðherra verði falið að vinna
að málefnum Íslands í Evrópusam-
starfi í samræmi við niðurstöðu
skýrslu Evrópunefndar Framsókn-
arflokksins.“
Tekjutengingar einn af horn-
steinum velferðarkerfisins
Í þeim drögum að ályktunum
sem liggja fyrir þinginu er fjallað
talsvert um lífeyrismál og málefni
aldraðra. „Nauðsynlegt
er að endurskoða lífs-
kjör fatlaðra og lífeyr-
isþega því ljóst er að
margir búa við kröpp
kjör. Þeir eiga að njóta
hlutdeildar í efnahags-
batanum og hafa ráðstöfunarfé
sem dugar til eðlilegrar þátttöku í
samfélaginu. Tekjutenging opin-
berra framlaga og stuðnings við
hópa og einstaklinga er einn af
hornsteinum íslenska velferðar-
kerfisins og meginforsenda þess að
unnt sé að beina aðstoð samfélags-
ins í meira mæli til þeirra sem
mest þurfa á henni að halda. Áhrif
tekjutenginga mega þó ekki verða
til þess að draga úr sjálfsvirðingu
og sjálfsbjargarviðleitni einstak-
linganna.“
Lagt er til að hugað verði sér-
staklega að leiðum til að bæta
stöðu ungra öryrkja. Ennfremur er
lagt til að kannað verði hvort tíma-
bært sé að lífeyrissjóðirnir taki al-
farið yfir umsýslu og ábyrgð á líf-
eyrisgreiðslum til lífeyrisþega.
Búist er við að tekist verði á um
sjávarútvegsmál á flokksþinginu
Lagt til að tekið
verði upp hóflegt
auðlindagjald
Byggt verði
á niðurstöðu
Auðlinda-
nefndar
tvísýnt hvort Finnur eða Siv sigr-
uðu í kjöri varaformanns.
Á flokksþinginu vann Finnur hins
vegar stöðugt á og fyrir kjörið
höfðu allir gert sér grein fyrir því að
hann myndi vinna. Eitt af því sem
hjálpaði Finni var að stuðnings-
menn hans sögðu við þingfulltrúa að
hann mætti ekki við því áfalli að
falla í varaformannskjöri. Hann
væri búinn að heyja erfiða baráttu í
virkjanamálum og hefði fengið
ágjöf frá andstæðingum flokksins í
bankamálum. Ljóst var að margir
þingfulltrúar óttuðust að andstæð-
ingar flokksins myndu notfæra sér
veika stöðu Finns sem ráðherra ef
hann tapaði fyrir Siv.
Líklegt er að Guðni muni reyna
að nota svipuð rök núna og segja að
það veiki hann pólitískt ef hann sem
ráðherra með 14 ára þingferil tapar
fyrir þingmanni sem hafi setið rúmt
ár á Alþingi. Það á eftir að koma í
ljós hvort þessi rök hrífa á flokks-
þinginu. Þótt umrót hafi verið í
kringum landbúnaðarmálin að und-
anförnu hefur Guðni almennt siglt
lygnan sjó eftir að hann varð ráð-
herra og ekki sjálfsagt að hægt sé
að líta svo á að það yrði sérstakt
áfall fyrir flokkinn þó að annar yrði
kjörinn varaformaður líkt og sagt
var þegar Finnur var að heyja sína
kosningabaráttu.
Þeir sem Morgunblaðið ræddi við
sögðu að framboð Jónínu hefði
fengið ágætar viðtökur og stuðn-
ingsmenn hennar töldu líklegt að
hún myndi vinna áfram að kjörinu,
sérstaklega ef þungavigtarmenn í
flokknum færu að beita sér í hennar
þágu. Möguleikar Jónínu í varafor-
mannskjörinu felast ekki síst í því
að henni takist að hrífa þingfulltrúa
með sér á flokksþinginu og skapa
stemmningu í kringum framboðið.
Halldór Ásgrímsson hefur ekki
tekið afstöðu opinberlega til fram-
bjóðenda, en athyglisvert er að
Guðni Ágústsson sá ástæðu til þess í
sjónvarpsviðtali fyrir skömmu að
vara sérstaklega við því að flokks-
forystan færi að skipta sér af vara-
formannskjörinu. Skilja mátti á
honum að hann ætti ekki von á að
slík afskipti myndu styrkja framboð
hans.
Heimildarmenn Morgunblaðsins
sögðu að þó að í varaformanns-
kjörinu væru að takast á tveir þing-
menn í Reykjavík við þingmann af
landsbyggðinni væri ekki hægt að
stilla málum þannig upp að lands-
byggðin og höfuðborgarsvæðið
væru að takast á í þessu kjöri. Fylgi
Guðna væri að vísu öflugt á lands-
byggðinni, en hann ætti einnig
stuðning í Reykjavík og Kópavogi.
Jónína gæti að sama skapi gert sér
vonir um ágætan stuðning meðal
landsbyggðarfulltrúa. Mönnum bar
einnig saman um að Jónína gæti
heldur ekki treyst á órofa fylgi
kvenna.
Reyknesingar takast
á í ritarakjöri
Athygli hefur einnig beinst að
kjöri ritara Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar
Árnason, sem bæði eru þingmenn
flokksins í Reykjaneskjördæmi,
hafa boðið sig fram til þessa emb-
ættis. Nöfn þeirra beggja voru
nefnd í tengslum við varaformanns-
kjörið en þau ákváðu að taka ekki
þann slag. Siv bauð sig fram á móti
Finni Ingólfssyni 1998 og hefur án
efa metið það svo að ekki væri þessi
virði að taka þá áhættu að tapa aft-
ur nú. Það væri skynsamlegra fyrir
hana að gefa sér tíma til að styrkja
betur stöðu sína innan flokksins.
Hjálmar varð fyrri til að bjóða sig
fram til ritara og má telja víst að
hann hafi ekki átt von á að Siv, sem
er samþingmaður hans á Reykja-
nesi, keppti við hann um embættið.
Hjálmar hefði undir venjulegum
kringumstæðum átt að geta verið
viss um sigur í ritarakjöri, en þeir
sem Morgunblaðið ræddi við reikn-
uðu flestir með sigri Sivjar. Hún
hefði unnið mjög skipulega að sínu
framboði. Það skipti einnig máli að
ef Guðni yrði kjörinn varaformaður
myndu mjög margir flokksmenn
telja nauðsynlegt að kjósa konu sem
ritara. Þess vegna myndi sigur
Guðna í varaformannskjöri auka
sigurlíkur Sivjar.
harðri gagnrýni á stefnu Fram-
sóknarflokksins í stóriðju- og
virkjanamálum á síðasta kjör-
tímabili. Á síðasta flokksþingi
barðist hann t.d. hart fyrir því
að flokksþingið lýsti stuðningi
við ályktun um að Fljótsdals-
virkjun færi í umhverfismat.
Ljóst er að margir framsókn-
armenn voru óánægðir með
framgöngu Ólafs í þessu máli,
en virkjanamálin voru flokks-
forystunni mjög erfið áróðurs-
lega á þessum tíma. Ólíklegt er
að þessir framsóknarmenn
kjósi hann núna, en að sama
skapi verður að telja líklegt að
samherjar hans í umhverfis-
málum styðji hann í kjörinu.
Staða Guðna sterk
við upphaf þings
Guðni hefur eins og áður segir
verið þingmaður í 14 ár. Það er at-
hyglisvert að í tíð Guðna hefur fylgi
Framsóknarflokksins á Suðurlandi
verið nokkuð traust. Það jókst t.d.
lítillega í kjördæminu í síðustu
kosningum á sama tíma og flokk-
urinn var almennt að tapa fylgi.
Stuðningsmenn Guðna segja að
þetta sýni að honum takist að fá fólk
til fylgis við flokkinn, enda sé einn
af hans helstu kostum að hann sé
einlægur og lagið að tala við fólk.
Þeim sem Morgunblaðið ræddi
við í vikunni bar flestum saman um
að staða Guðna væri sterk nú við
upphaf þings. Ekki voru hins vegar
allir á því að hann gæti bókað sigur.
Stemmningin á flokksþinginu gæti
skipt miklu máli og frammistaða
frambjóðenda gæti ráðið miklu. Í
þessu sambandi má minna á að við
upphaf síðasta flokksþings var talið
Ljóst er að Ólafur Örn á erfitt
uppdráttar í varaformannskjörinu.
Öllum sem Morgunblaðið ræddi við
bar saman um að afar litlar líkur
væru á að hann næði kjöri. Ólafur
hefur hins vegar unnið skipulega að
framboði sínu frá því hann tók
ákvörðun um framboð og m.a. farið
um landið og haft samband við
marga þingfulltrúa.
Ljóst er að Ólafi Erni er umhug-
að um að hann verði í forystu fyrir
Framsóknarflokkinn í Reykjavík í
næstu alþingiskosningum, en hann
er fyrsti þingmaður flokksins í kjör-
dæminu eftir að Finnur Ingólfsson
hætti á þinginu. Skjótur uppgangur
Jónínu innan flokksins felur því
óneitanlega í sér nokkra ógnun fyr-
ir stöðu Ólafs. Hvort framboð Ólafs
mun styrkja stöðu hans innan
flokksins og þar með samkeppni
hans við Jónínu er að sjálfsögðu háð
útkomu hans í varformannskjörinu.
Ólafur Örn hélt uppi nokkuð
lamaður
estir sam-
efnilegur
fi komið
flokksins
hún hafi
nnfremur
yfirbragð
ttari“ og
orystunni
stæðingar
rinu ein-
ans fengi
unglama-
i á sínum
emst ein-
málum og
gðarinnar.
ga breiða
að hann
á höfuð-
brýnt sé
töðu sína.
ag með ræðu Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins
na vegna
ar varafor-
s og ritara
0 fulltrúar eiga seturétt á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag.
Jónína
Bjartmarz
Ólafur Örn
Haraldsson
starfi flokksins. Laganefnd flokksins vill að enn
meiri áhersla verið lögð á þetta og leggur til að
kveðið verði í lögum á um að ritari flokksins
megi ekki vera ráðherra. Skiptar skoðanir eru
um þessa tillögu og hafa t.d. bæði Siv og Hjálm-
ar lýst andstöðu við hana. Raunar gengur Siv
út frá því að þessari tillögu verði hafnað á
þinginu.
Laganefndin leggur einnig til við flokks-
þingið að fækkað verði í framkvæmdastjórn
flokksins og í henni sitji aðeins formaður, vara-
formaður, ritari, formaður þingflokks og fram-
kvæmdastjóri flokksins.
farið fram sjálfstæð kosning á
hvert embætti, þ.e.a.s. fyrst er kos-
r, þá varaformaður, svo ritari,
.frv. Nú er lagt til að kosið verði í
samtímis. Líklegt þykir að ef kos-
ð gamla laginu komi úrslit í vara-
ri til með að hafa einhver áhrif á
ritara. Ljóst er að verði Guðni
osinn varaformaður muni margir
nlegt að kona verði kosin ritari en
ætti keppa Hjálmar Árnason og Siv
ir.
verkefni ritara í Framsókn-
hefur jafnan verið að sinna innra
ætu haft áhrif á kosninguna