Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI
24 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HLUTDEILD Flugleiða ítaprekstri dótturfélagavar 531 milljón króna ásíðasta ári miðað við 100
milljónir króna árið 1999.
Tap af rekstri Flugfélags Íslands
nam 382 milljónum króna. Tap af
rekstri Flugleiða-Flugfraktar nam
125 milljónum króna, hagnaður
Ferðaskrifstofu Íslands nam 43
milljónum króna og hagnaður Bíla-
leigu Flugleiða nam 1 milljón króna.
Tap Flugleiðahótela nam 40 milljón-
um króna. Kynnisferðir voru reknar
með 9 milljóna króna tapi. Island
Tours GmbH var rekið með 3 millj-
óna tapi, Íslandsferðir með 29 millj-
óna tapi og rekstur Iceland Tours
Ltd. var í járnum. Amadeus Ísland
var hins vegar rekið með 5 milljóna
króna hagnaði, að því er fram kemur
í ársskýrslu Flugleiða.
Í máli Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra Flugleiða, á aðalfundi félags-
ins í gær hefur afkoma Flugfélags
Íslands verið gjörsamlega óviðun-
andi um nokkurt skeið þrátt fyrir
ýmsar aðgerðir til að snúa rekstr-
inum við.
„Segja má að tvíþætt þróun hafi
valdið mestu um vandkvæði í þess-
um rekstri síðastliðin fjögur ár. Um
svipað leyti og félagið var stofnað ár-
ið 1997 opnuðust markaðir í innan-
landsflugi og óhætt er að segja að
samkeppni og offramboð á markaðn-
um hafi kippt grundvellinum undan
afkomu fyrirtækisins. Fargjöld
lækkuðu um allt að 50% og meðal-
fargjald um hér um bil þriðjung.
Fyrirtækið brást við með ýmis kon-
ar hagræðingaraðgerðum, fækkaði
starfsfólki, fækkaði ákvörðunarstöð-
um, samningar náðust um verulega
lækkun leigugjalda á flugvélum og
nýir kjarasamningar tryggja hag-
ræðingu vegna aðskilnaðar flugvéla-
áhafna Flugfélags Íslands og Flug-
leiða. Flest benti því til að tækist að
snúa tapi í hagnað á árinu 2000.
Það gekk ekki eftir. Flugfélagið
varð fyrir þungum búsifjum og þótt
tækist að ná markmiðum um tekjur
á árinu hækkaði kostnaður svo að
tap af rekstrinum varð 382 milljónir
króna, sem er 15% af veltu.“
Gjaldtaka hins opinbera kostaði
30 milljónir á síðasta ári
Að sögn Sigurðar jókst eldsneyt-
iskostnaður um 100 milljónir króna
vegna verðhækkana og gengisbreyt-
inga. Gengisáhrif á flugvélaleigu
kostuðu félagið um 100 milljónir
króna. Launakostnaður umfram
rekstraráætlun var 60 milljónir
króna og ýmis annar kostnaður
hækkaði um hér um bil 100 milljónir
króna frá því sem áætlanir gerðu ráð
fyrir. Hluti af því var ný gjaldtaka
hins opinbera sem kostaði félagið 30
milljónir króna á árinu og mun kosta
60 milljónir á heilu ári. Þessar miklu
sviptingar á markaðnum urðu til
þess að helsti keppinautur Flug-
félags Íslands dró sig út úr þessari
starfsemi á árinu og við það skap-
aðist mikið rót á markaðnum sem
varð félaginu dýrt meðan á því stóð.
Sigurður segir að félagið eigi að
mati stjórnenda þrjá kosti. Í fyrsta
lagi að taka um það ákvörðun að
hætta í innanlandsflugrekstri sem
yrði þá gert í áföngum á tveimur ár-
um.
Í öðru lagi telja stjórnendur kost á
að halda rekstrinum áfram með
miklum breytingum sem unnið hefur
verið að síðustu mánuði. Áætlað er
að rekstrarniðurstaða ársins 2001
verði um 400 milljónum króna betri
en niðurstaða ársins 2000. Megin-
ástæður eru breytingar í tekju- og
kostnaðarliðum.
Gert er ráð fyrir að tekjur aukist
um 15% á árinu en áætlanir gera ráð
fyrir að rekstrargjöld aukist aðeins
um 5%. Þar af er gert ráð fyrir að
farþegatekjur verði 17% hærri en á
síðasta ári. Þjónustusamningur um
sjúkra- og áætlunarflug út frá Ak-
ureyri tryggir félaginu um 110 millj-
ónir króna í tekjur og þjónustu-
samningar við grænlensku stjórnina
um flug á milli Íslands og austur-
strandar Grænlands í vetur og sum-
ar skila 100 milljónum króna.
Sparnaður með rafrænu miða-
sölukerfi er áætlaður 80 milljónir á
ári og hætt verður leiguflugi með
frakt til Bretlands í þessum mánuði
og flugvél skilað. „Dregið verður úr
flugi til Hafnar í Hornafirði vegna
samdráttar í flutningum á þeirri
flugleið. Loks hefur verið endursam-
ið um leigugjöld á Metro flugvélum
félagsins og lækkar fastagreiðsla
verulega. Sparnaður af þessu er um
130 milljónir á árinu,“ að sögn Sig-
urðar.
Hann segir þriðja kostinn, sem
félagið telur sig hafa, háðan kosti
númer tvö. Þessi kostur er að fá
fleiri sterka hluthafa að félaginu.
Það er vitaskuld háð því að hægt sé
að sýna jákvæða afkomu af rekstr-
inum. Markmiðið væri að vera áfram
í þessari starfsemi en deila áhættu
og ábata með öðrum.
„Það er alveg ljóst að árið 2001 er
úrslitaár í rekstri Flugfélags Íslands
og fylgst er mjög náið með rekstr-
inum frá degi til dags. Það sem af er
hefur starfsemin verið eftir áætlun,
en framundan eru þeir mánuðir þar
sem gert er ráð fyrir mestum rekstr-
arbata. Ég hef mikla trú á að þessi
markmið náist og að loks verði unnt
að snúa þessum rekstri í hagnað,“
segir Sigurður.
Lækka verður kostnað
og auka tekjur
Hörður Sigurgestsson, stjórnar-
formaður Flugleiða, sagði í ræðu
sinni á aðalfundinum að afkoma
félagsins væri óviðunandi og ástæða
væri til að staldra einkum við tvennt.
Annars vegar endurspegli afkoman
afar neikvæða þróun ytri þátta á
borð við eldsneytisverð og gengi
sem félagið sér ekki fyrir né getur
frekar en önnur fyrirtæki haft áhrif
á. Viðbrögðin felast í að lækka
kostnað enn frekar og auka fram-
leiðni, t.d. með aukinni nýtingu. Í
reynd felst síðan aðalmöguleikinn til
að ná rekstrarjafnvægi á ný í því að
auka tekjurnar. Slíkt taki Flugleiðir,
líkt og aðra, nokkurn tíma, og gangi
misjafnlega eftir mörkuðum.
„Hins vegar endurspeglar þessi
óviðunandi afkoma einnig breytingu
á kostnaðarsamsetningu fyrirtækis-
ins. Á þeim árum sem grundvöllur
var lagður að endurmótun fyrirtæk-
isins og endurnýjun flugflotans var
hinn fasti kostnaður í rekstrinum
hlutfallslega hár veginn á móti hin-
um breytilega kostnaði. Nú á síðustu
árum, og einkum á síðasta ári, hefur
orðið grundvallarbreyting hér á.
Breytilegur kostnaður hefur hækk-
að sérstaklega vegna hækkunar
eldsneytisverðs en einnig vegna
hækkunar á Bandaríkjadal og hluta
af launum. Það veldur því að flug
sem áður borgaði sig gerir það ekki
lengur. Dæmi mætti taka að flug
sem áður þurfti 50% sætanýtingu
þarf nú allt að 75% nýtingu.
Breytt kostnaðarsamsetning eins
og ég hef greint hér að framan kallar
á nýja afstöðu gagnvart markaði.
Hún kallar á aðlögun að breyttum
kringumstæðum. Hún kallar á var-
anlega aukna nýtingu flugvélanna.
Hún kallar á samdrátt þann tíma
ársins sem eftirspurnin er minni.
Hún kallar á skoðun á því að draga
saman flugstarfsemina þar sem af-
koman er rýrust. Staðan rýrir mögu-
leika okkar að fást við ný verkefni
þar sem tíma tekur að leiða í ljós
hvort hægt er að ná viðunandi arð-
semi af nýjum verkefnum.“
Fleiri fyrirtæki að fást við svipuð
vandamál og Flugleiðir
Hörður segir að þegar rætt sé um
vaxandi innlendan kostnað, þá eink-
um laun, sé ekki þar með sagt að
laun á Íslandi séu hærri en annars
staðar. „Það getur líka þýtt að
kostnaður verði of hár miðað við
hluta þess markaðar sem félagið
starfar á. Það er heldur ekki hægt að
segja að laun séu of há ef aðrar
starfsgreinar á Íslandi geta borið
þau. Það er hins vegar fullvíst að það
mun ekki standast til lengri tíma að
laun hér á landi hækki umfram það
sem gerist í nágrenninu.
Það er alveg ljóst þegar horft er á
íslenskt efnahagslíf að það eru fleiri
fyrirtæki sem eru að fást við svipuð
vandamál eða viðfangsefni og Flug-
leiðir. Sem dæmi mætti taka fimm
stærstu útgerðarfyrirtæki landsins,
þau sem sagt hafa þegar frá afkomu
s.l. árs. Velta þeirra er samanlagt
um 20 milljarðar króna. Afkoma
þeirra fyrir skatta var tap að upp-
hæð 1,3 milljarðar króna. Þar vegur
þungt hækkun á eldsneyti og gengi,“
að sögn Harðar.
Hann segir að í fyrsta sinn á lið-
lega áratug geri Flugleiðir ekki ráð
fyrir vexti í áætlunarflugi milli landa
en á síðasta ári flutti félagið 1,4
milljónir farþega.
Meginmarkmiðið í flugrekstrinum
á næstu misserum sé að tryggja
betri arðsemi af mikilli fjárfestingu í
flugflota og markaðsstarfi. Til þess
að það takist þurfi að auka tekjurn-
ar, fyrst og fremst með því að ná
hærra hlutfalli þeirra farþega sem
greiða bestu fargjöldin og gefa besta
von um vöxt, að sögn stjórnarfor-
manns Flugleiða. Það séu ferða-
menn á leið til Íslands og farþegar í
viðskiptaerindum. Hluti af þessu
viðfangsefni er að ná viðvarandi
betri nýtingu flugflotans.
Rekstraráætlun Flugleiða og
dótturfélaga fyrir árið 2001 gerir ráð
fyrir miklum umskiptum í starfsem-
inni og hagnaði af rekstrinum en ár-
ið 2000 var Flugleiðasamstæðan
rekin með 939 milljóna króna tapi.
Aðgerðir sem félagið beitir til að
bæta afkomuna eru annars vegar í
móðurfélaginu og miða að því að
styrkja afkomu leiðakerfis í milli-
landaflugi og ná fram hagræðingu í
rekstri tæknideildar. „Hins vegar
eru þær í rekstri dótturfélaga og
byggja á þeirri meginkröfu að öll
fyrirtæki og rekstrareiningar sam-
stæðunnar skili hagnaði. Þar sem
því er ekki að heilsa er verið að gera
umfangsmiklar breytingar, draga
saman eða hætta rekstri sem ekki
skilar viðunandi arði,“ að sögn Harð-
ar Sigurgestssonar.
Þrír nýir í stjórn Flugleiða
Á aðalfundinum voru Hörður Sig-
urgestsson, Grétar Br. Kristjáns-
son, Benedikt Sveinsson, Garðar
Halldórsson, Haukur Alfreðsson, og
Jón Ingvarsson endurkjörnir í
stjórn Flugleiða. Úr stjórn fóru
Indriði Pálsson, Árni Vilhjálmsson
og Gunnar Jóhannsson en nýir í
stjórn voru kjörnir Birgir Rafn
Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson
og Pálmi Haraldsson.
Samþykkt var að greiða hluthöf-
um 6% arð.
Gunnar Helgason, hæstaréttar-
lögmaður, lagði fram þrjár tillögur á
aðalfundi Flugleiða og voru þær all-
ar samþykktar.
Samkvæmt þeirri fyrstu beinir að-
alfundur Flugleiða þeim tilmælum
til stjórnar félagsins að hún láti
kanna hug stjórnvalda til einkavæð-
ingar flugumferðarstjórnunarinnar
á Norður-Atlantshafi. Jafnframt
verði kannaðir möguleikar á að
stofna fyrirtæki sem hefði að mark-
miði að taka þátt í útboði á slíkum
rekstri.
Sigurður Helgason sagði einka-
væðingu Flugumferðarstjórnar
mjög mikilvægt mál og Ísland væri
ekki fyrsta landið þar sem þetta
væri athugað. Ef opinber yfirvöld
treysti sér ekki til þess að reka flug-
umferðarstjórn hér þá sé viðeigandi
að Flugleiðir og aðrir fjárfestar fari í
að kanna útboð á starfsemi sem
þessari. Flugleiðir muni fylgjast vel
með þróun einkavæðingar í Bret-
landi og Írlandi og sagðist hann telja
mjög mikilvægt að flugumferðar-
stjórnin yrði rekin út frá Íslandi.
Kannað með útboð á viðhaldi
fyrir Landhelgisgæsluna
Önnur tillaga Gunnars hljóðaði á
þá leið að því verði beint til stjórnar
Flugleiða að hún láti kanna hug
stjórnvalda til að láta fara fram út-
boð á viðhaldsverkefnum Landhelg-
isgæslunnar í því augnamiði að ná
fram hagræði og sparnaði í rekstri
og útgjöldum þeirrar stofnunar.
Jafnframt verði kannaðir mögu-
leikar Flugleiða á að bjóða í slík
verkefni með það fyrir augum að ná
fram hagræðingu í rekstri viðhalds-
stöðvarinnar í Keflavík.
Sigurður sagði að rætt hefði verið
um að flytja viðhald Landhelgis-
gæslunnar til Flugleiða en ekki hefði
verið sýndur neinn sérstakur áhugi
á því hingað til. Sigurður sagði að
hann myndi taka það upp við for-
svarsmenn Flugfélags Íslands að
þeir efni til viðræðna við Landhelg-
isgæsluna um hvort möguleiki sé á
samlegðaráhrifum með sameigin-
legu viðhaldi og annarri starfsemi.
Gunnar lagði einnig fram tillögu
um að aðalfundur Flugleiða beini því
til stjórnar félagsins að hún láti
kanna möguleika á þátttöku félags-
ins í flugvélaviðhaldi Nató og Varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Forstjóri Flugleiða segir að Flug-
leiðir séu í viðræðum við Varnarliðið
ásamt utanríkisráðuneytinu um ol-
íuhöfnina í Helguvík og hann teldi að
þetta gæti verið mál sem tekið yrði
upp við Varnarliðið í framhaldi af
þeim viðræðum.
Gunnar Helgason gerði ummæli
starfsmanns Kaupþings síðastliðið
sumar um Flugleiðir að umtalsefni
undir liðnum önnur mál á aðalfund-
inum. „Þann 17. ágúst síðastliðinn
þá lét verðbréfafyrirtækið Kaupþing
fara frá sér fréttatilkynningu varð-
andi stöðu Flugleiða hf. í tilefni milli-
uppgjörs frá félaginu með þessari
fyrirsögn: Greining vegna birtingar
milliuppgjörs. Gerð er grein fyrir
helstu efnisatriðum uppgjörsins.
Dregnar fram helstu niðurstöður.
Aðvörunarkallið, einskonar bruna-
útboð, er framsett einart og mark-
visst sjónarhorn. Greiningardeild
Kaupþings mælir með sölu á bréfum
Flugleiða. Ekki er óeðlilegt að líta
svo á að þessi greiningarniðurstaða
Kaupþings jafngildi dómi, eins kon-
ar Salomonsdómi, um hlutgengi og
markaðsvirði eigenda hlutabréfa í
Flugleiðum hf. og þar búi að baki
djúpstæð þekking, framtíðarsýn og
njörvuð spá fram á við af hálfu vé-
fréttarinnar, það er að segja Kaup-
þings um rekstrarumhverfi og veg-
ferð Flugleiða um ókomna tíð. Af
þeim sökum sé ráðlegt að losa sig við
þessa hlutaeign. Hún sé ekki ásetj-
andi eins og sagt var um skepnuhald
í búrekstri forðum.“
Gunnar tók annað dæmi af um-
mælum Kaupþings um Flugleiðir.
Um er að ræða frétt sem birtist í
Ríkisútvarpinu miðvikudaginn 28.
febrúar sl. og fjallað var um afkomu
Flugleiða á síðasta ári. „Fréttamað-
urinn spyr sérfræðinginn frá sápu-
kúlufyrirtækinu hvað hann segi um
þetta. Þá kemur eftirfarandi og tak-
ið nú eftir. Hann svaraði: Markaðs-
virði félagsins er svo lágt að það
fengist meira fyrir að leysa félagið
upp en að selja hlutabréf í því.“
Gunnar sagði þetta einstök vinnu-
brögð og að þau dæmdu sig sjálf.
„Ég vil líka benda á eitt. Að fyrir-
tæki þetta gegnir í starfsemi sinni
raunverulega tvöföldu hlutverki.
Það er að segja hlutverki fjárfestis
og hlutverki sem er fólgið í ráðgjöf
til hins almenna borgara sem leitar
fyrir sér um hagstæð kaup á hluta-
bréfum og verðbréfum. Ég velti fyr-
ir mér, júrískt eður ei, siðvæðingu
slíkrar starfsemi,“ sagði Gunnar
Helgason ennfremur.
Morgunblaðið/Þorkell
Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær: Aðild Flugleiða að flugrekstr-
arbandalögum sem hafa verið mjög áberandi í umræðunni hefur ekki verið á dagskrá og er ekki á dagskrá.
Árið 2001 ræður
úrslitum í rekstri
Flugfélags Íslands
Forstjóri og stjórn-
arformaður Flugleiða
ræddu slæma afkomu
Flugleiðasamstæðunnar
á aðalfundi félagsins í
gær. Kom fram í máli
þeirra að afkoma síðasta
árs hefði verið óvið-
unandi en áætlanir
gerðu ráð fyrir viðsnún-
ingi úr tapi í hagnað í ár.