Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 33
DEREK Mundell opnar sýningu á
vatnslitamyndum í Galleríi
Reykjavík, Skólavörðustíg 16, á
morgun, laugardag.
Derek Mundell fæddist hinn 17.
mars 1951 og ólst upp í bænum
Ryde á Wighteyju undan suður-
strönd Englands. Hann lauk BS-
prófi í landbúnaðarvísindum árið
1972, settist að á Íslandi haustið
1976 og hefur búið hér síðan með
fjölskyldu sinni. Hann starfar við
markaðs- og sölumál hjá SR-mjöli.
Teikning og málun hafa ætíð
verið hugðarefni Dereks. Í fimm-
tán ár hefur áhuginn mest beinst
að málun með vatnslitum. Derek
hefur sótt fjölda myndlistarnám-
skeiða og lengi unnið með hópi
áhugamanna er hist hafa í módel-
tímum. Derek hefur áður tekið
þátt í samsýningu 48 myndlistar-
manna í Galleríi Fold (1996).
Myndirnar á sýningunni eru
rúmlega 30 talsins. Flestar eru
þær módelmyndir og uppstillingar
en í eldri myndunum hefur Derek
málað sérstæða staði og sérkenni í
landslaginu.
„Einhvers staðar varð ég að
byrja og hvers vegna ekki að opna
fyrstu einkasýningu mína á 50 ára
afmælinu? Með aðstoð og þolin-
mæði margra góðra kennara hef
ég smám saman kynnst þessari
grein málaralistarinnar sem talin
er enskust þeirra allra. Ég hef ver-
ið að einfalda verk mín að undan-
förnu og reyna að láta þau tala sínu
máli. Það sést á sýningunni þar
sem ég að gamni mínu hef einnig
sett eldri myndir og gef þannig til
kynna vissa þróunarsögu,“ segir
Derek.
Sýningin stendur til 31. mars.
Opið er alla virka daga kl. 13–18,
laugardaga kl. 11–16 og sunnudag-
inn 18. mars kl. 14–17.
Vatnslitamyndir í
Galleríi Reykjavík
Derek Mundell við eitt verka sinna.
MÁL og menning/Edda – miðlun
og útgáfa hefur gefið út bókina
Learning Icelandic, kennslubók í ís-
lensku fyrir útlendinga.
Þetta er grunnbók og miðað er við
að byrjendur, hvort heldur þeir eru í
bekkjarkennslu eða sjálfsnámi. Bók-
in skiptist í 15 leskafla, heildarglósu-
lista og ítarlega málfræði með fjölda
dæma. Í hverjum kafla eru tekin fyrir
afmörkuð atriði í málfræðinni og þau
æfð bæði skriflega og með hlustun.
Orðaforði hverrar blaðsíðu er glós-
aður neðst á síðunni. Allar skýringar,
fyrirmæli, glósur og málfræðin eru á
ensku. Fjöldi teikninga og korta
prýðir bókina. Svör við æfingum eru
aftast í bókinni. Hlustunarefni á
geisladiski fylgir hverri bók.
Auður Einarsdóttir, Guðrún Theo-
dórsdóttir, María Garðarsdóttir og
Sigríður Þorvaldsdóttir sömdu efnið.
Bókin er 160 bls., prentsmiðjan
Grafík hf. sá um prentvinnslu.
Margrét E Laxness gerði kápu,
teikningar og útlit, og Ólafur Valsson
kort. Verð bókarinnar er 3.980 kr.
Nýjar bækur
alltaf á fimmtudögum
Eftirlits- og öryggiskerfi fyrir
heimili, stofnanir og fyrirtæki
Fjölbreytt úrval af eftirlitsmyndavélum til inni- og
útinotkunar, skjáir í lit eða sv/hv og myndbandstæki,
sem taka upp allt að 960 klst.
Bjóðum ennfemur úrval innbrota-, öryggis- og
brunaviðvörunarkerfa.
Veitum tæknilega ráðgjöf við val og uppsetningu!
Mjög hagst
ætt
verð!
www.ef.is