Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 37
Hefur þú séð heimasíðu
Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyrar?
www.hrafnseyri.is
Hrafnseyrarnefnd Vestfirska forlagið
ÓMAR Ragnarsson
sagði í fréttum sjón-
varpsins nýlega að ef
austur- vesturflug-
brautin í Vatnsmýri
yrði lengd nægilega
mikið, þá væri hægt
að nota hana í 85%
lendinga og flugtaks.
Ég verð að segja að
það finnst mér athygl-
isvert. Keflavíkurflug-
völlur þetta nálægt
gæti tekið við hinum
25%. Flestir gætu un-
að þeirri niðurstöðu í
flugvallarmálinu. Þá
væri aðeins spurning-
in hvort verktakinn og
flugvallaryfirvöld gætu breytt
verkinu þannig að það fé sem verið
er að keyra í suður-norðurbrautina
nýttist í lengingu og gerð vegsvala
þ.e. brúar undir flugbrautina. Þetta
yrðu svipaðar vegsvalir og eru á
Óshlíðarvegi.
Þeir sem hafa komið til Tampa á
Flórída hafa séð þannig fyrirkomu-
lag.
Framkvæmdin á Reykjavíkur-
flugvelli er dýr og hún verður ekki
afskrifuð á 16 árum. Margir hafa
fárast yfir minni sóun á almannafé,
heldur en hér stefnir í að 16–20 ár-
um liðnum.
Ég hef flogið mjög mikið hér inn-
anlands sem farþegi og oft þegar
komið er hér inn yfir Reykjavík
virðist mér Vatnsmýrin vera eini
bletturinn sem lendandi er á. Ég
hef oft tekið eftir að yfir Álftanesi
eru dimm él og Bessastaðir utan
sjónmáls, þó bjart sé yfir Vatns-
mýrinni. Þetta rifjaðist upp fyrir
mér þegar ég var niður í Ráðhúsi á
sunnudaginn, því ók ég út á Álfta-
nes og fékk mér göngutúr inn að
þeim bletti sem talað er um að
byggja flugvöll á. Það var stór-
straumsfjara en þó aðeins byrjað
að falla að. Með aðfallinu kom volg
gola af hafinu að suðvestanverðu en
þegar ég kom inn undir innsta
skerið í svonefndum Lönguskerj-
um, til móts við gömlu olíubryggj-
una hjá Skeljungi tók ég eftir vind-
bárum Áltanesmegin við skerin en
logn var fyrir innan þau og út af
flugbrautinni. Þegar lengra kom út
á nesið var þessi austan- eða norð-
austangola sterkari og hún kom út
Fossvoginn.
Ég gat mér þess til að Golf-
straumurinn bæri með sér rakt loft
hér upp að svæðinu og þar sem
kaldur norðaustan- eða austanvind-
ur mætir þessu raka lofti frýs rak-
inn og breytist í él, þetta sama hef
ég einnig séð yfir Engey og Örfiris-
ey og þar úti á sundunum.
Mín ágiskun er sú að flugvöllur á
Bessastaðanesi yrði a.m.k. eins oft
lokaður og ein löng vestur-austur-
braut ef Ómar Ragnasson fór með
rétt mál sem ég efa ekki.
Það er landsbyggðinni mjög mik-
ið hagsmunamál að hafa gott að-
gengi að höfuðborginni og hafa
margir bent á það. Akureyringar,
Ísfirðingar og Vestmannaeyingar
eru ekki hálfnaðir með ferðatímann
þegar komið er til Keflavíkur auk
þess sem það kostar mikið að fara á
milli RVK og KEF. Ég held að þró-
unin yrði sú að margar stofnanir
sem sinna erindum landsbyggðar
myndu opna útibú í Keflavík þann-
ig að margir þyrftu
ekki til Reykjavíkur.
Síðan myndu þeir
fljúga til Englands eða
Írlands með Go fyrir
10.000 kr. og gista á
hótelum úti sem eru
ódýrari en hótel í
Reykjavík, gera þar
sín innkaup og stunda
menningarlífið þar. Í
heimleiðinni kæmu
þau við í útibúinu og
fengju úrlausn sinna
mála þar og síðan
heim fyrir minni
kostnað heldur en að
keyra til RVK, gista
og kaupa mat.
Margar höfuðborgir eru að reyna
að koma sér upp eins góðum flug-
völlum nálægt miðborgum og hægt
er vegna viðskiptalífsins. Í London
var einn slíkur byggður á Thames-
árbökkum, einn er úti í vatninu við
miðborg Chicago, Tampa-flugvöll-
ur sem var nýr 1980 og er byggður
ofan á borginni og bílarnir fara
undir brautirnar. Hong Kong reisti
stærðar flugvöll á uppfyllingu og
Tókýóbúar eru að reyna pramma
sem flugvöll út af miðborg Tókýó. Í
sjónvarpsþætti og umræðum á eftir
nú um helgina, kom þetta einnig
fram, þeir flugvellir sem þar voru
nefndir voru 5–9 km frá miðborg-
unum sem ekki þykja miklar vega-
lengdir.
Eins og fyrr getur kemur hlýr
Golfstraumurinn hér upp að suð-
vesturströndinni og hér í skjóli af
Reykjanesskaganum er eitthvert
byggilegasta land á Íslandi. Þess
vegna stækkaði byggðin mest hér.
Því neðar sem við byggjum því
hlýrra er.
Bessastaðahreppur
og Reykjavík sameinist
Ég geri því að tillögu minni að
Álftanes, þ.e. Bessastaðahreppur
og Reykjavík, sameinist og að gerð
verði landfylling með 100 m breið-
um skipaskurði inn álinn suðvest-
anvert við Löngusker og á hann
verði sett ein eða tvær lyftubrýr.
Þannig myndi stærra svæði nýtast í
þær miðbæjarhugmyndir sem uppi
hefur verið á mjög svo sambæri-
legu landi. Annar skurður mjórri í
gegum Lambhúsatjörn í gegnum
eyðið og út í Skógtjörn og út í haf
sem aðeins yrði fær litlum bátum.
Sá skurður myndi halda Arnar-
nesvoginum hreinum og hringrás
myndaðist sem héldu öllu hreinu og
vonandi minni lagnaðarís. Þarna
myndi myndast mjög gott svæði
fyrir seglbretti, sjóskíðaiðkun,
kajakróður og einnig fyrir vélsleða.
Auk þess sem Kópavogshöfn myndi
nýtast eftir sem áður.
Kjósum flugvöll
í Vatnsmýri
Marsellíus
Guðmundsson
Höfundur er fyrrverandi verkstjóri.
Flugvöllur
Mér virðist Vatnsmýrin,
segir Marsellíus
Guðmundsson, vera
eini bletturinn sem
lendandi er á.
UNDANFARNAR
vikur hefur mikil um-
ræða farið fram um
væntanlegar kosning-
ar um framtíð Reykja-
víkurflugvallar. Í þess-
ari annars yfirgrips-
miklu umfjöllun hefur
lítið verið rætt um þá
aðferð sem nota á við
framkvæmd kosning-
anna og talningu at-
kvæða, fyrir utan þá
skemmtilegu hliðar-
verkun rafrænna
kosninga að niðustöð-
ur munu liggja fyrir
örfáum mínútum eftir
að kjörstöðum er lok-
að. Ekkert hefur verið fjallað um
hvernig borgararnir eiga að geta
fylgst með framkvæmd kosning-
anna. Þeim er sagt að tölvukerfið,
sem notað verður, sé fullkomlega
öruggt og að enginn möguleiki sé á
því að átt verði við niðurstöðurnar.
Ég er nokkuð viss um að svo sé en
mig langar, svona til gamans, að
velta fyrir mér mögulegum afleið-
ingum rafrænna kosninga.
Eftirlit með rafrænum
kosningum
Ímyndum okkur að kosið væri
með rafrænum hætti til Alþingis
eða sveitarstjórna. Í slíkum kosn-
ingum mega stjórnmálaflokkar
fylgjast með framkvæmd og taln-
ingu atkvæða og fylgjast fulltrúar
þeirra með þegar innsigli eru rofin
á kjörkössum og þegar atkvæðin
eru talin. Þeir eru því viðstaddir
allt talningarferlið og geta séð
þegar og ef eitthvað óeðlilegt er á
seyði. Svona er því ekki farið með
rafrænar kosningar.
Þar fer talningin
fram inni í tölvum og
fulltrúarnir geta með
engu móti séð hvern-
ig það er gert heldur
verða þeir að gera
sér að góðu að sjá
niðurstöðurnar á
tölvuskjá. Auðvitað
er hægt að hafa það
þannig að hver fylk-
ing sendi sinn sér-
fræðing til að fara yf-
ir forritin og
tölvukerfið í heild.
Ég tel það einfald-
lega ekki fullnægj-
andi eftirlit. Í svo
mikilvægum kosningum sem Al-
þingis- og sveitarstjórnarkosning-
um er ekki aðeins nauðsynlegt að
rétt niðurstaða fáist heldur einnig
að almenningur geti verið viss um
að rétt niðurstaða hafi fengist.
Vald kerfisstjóra
Svo að enn lengra sé haldið inn í
land vænissýkinnar þá er hollt að
velta þeirri staðreynd fyrir sér að
öll tölvukerfi eiga það sameiginlegt
að að minnsta kosti einn maður,
svokallaður kerfisstjóri (e. system
administrator), hefur yfirumsjón
með kerfinu og þeim forritum sem
á því eru keyrð. Hann hefur að-
gang að öllum þáttum kerfisins og
getur því, tæknilega séð, breytt
niðurstöðum kosninga. Þegar kosið
er með rafrænum hætti geta
fulltrúar pólitískra samtaka ekki
lengur fylgst með talningu en þeir
geta fylgst með því hve margir
kjósa. Það skiptir hins vegar litlu
máli þegar kerfisstjórinn getur
breytt niðurstöðum þannig að 100
atkvæði, sem greidd eru einum
flokknum falli öðrum flokki í
skaut. Heildarfjöldi atkvæða er
enn sá sami og stjórnmálaflokk-
arnir engu nær um það sem gerst
hefur.
Lokaorð
Ég vil taka það skýrt fram að ég
hef fulla trú á því að framkvæmd
flugvallarkosninganna verði með
eðlilegum hætti enda eru kosn-
ingasvik sem betur fer lítið þekkt
hér á landi. Ég tel hins vegar
ástæðu til að fólk velti því fyrir sér
hvort þetta sé heppileg aðferð við
framkvæmd kosninga því, eins og
ég hef áður nefnt, þá er nauðsyn-
legt að stjórnmálaflokkar hafi
möguleika á að ganga úr skugga
um að allt sé með felldu. Ekki er
síður mikilvægt að hinn almenni
borgari skilji kosninga- og talning-
arkerfi það sem notað er og að
hann geti verið viss um að heið-
arlega hafi verið að kosningunum
staðið.
Rafrænar
kosningar
Bjarni
Ólafsson
Flugvöllur
Í svo mikilvægum kosn-
ingum sem alþingis- og
sveitarstjórnarkosn-
ingum er ekki aðeins
nauðsynlegt að rétt nið-
urstaða fáist, segir
Bjarni Ólafsson,
heldur einnig að al-
menningur geti verið
viss um að rétt nið-
urstaða hafi fengist.
Höfundur er laganemi.
Í UMRÆÐUM um
flugvallarmálið hefur
lítið verið fjallað um þá
staðreynd að þegar er
hafinn undirbúningur
að byggingu þriðja
flugvallarins á suðvest-
urhorninu, miðja vegu
milli Keflavíkur og
Reykjavíkur. Bygg-
ingu hans á að vera
lokið innan fimm ára
og hann er ætlaður fyr-
ir æfinga- og kennslu-
flug sem verður flutt
frá Reykjavík, hvernig
svo sem kosningarnar
n.k. laugardag fara. En
það er einmitt æfinga- og kennslu-
flugið sem veldur íbúum í nágrenni
flugvallarins hvað mestri truflun að
ógleymdri slysahættunni sem því
hringsóli fylgir.
Flugmálayfirvöld hafa ekki haft
hátt um þennan flugvöll, segja hann
verða lítinn og ódýran og samgöngu-
ráðherra kýs einfaldlega að gleyma
æfinga-, kennslu- og einkaflugi (sem
er stærsti þáttur flugumferðarinn-
ar!) þegar hann segir kostina aðeins
vera tvo: Reykjavík og Keflavík.
Æfinga- og kennsluflug getur nefni-
lega aldrei verið í sam-
býli við alþjóðaflugvöll
í Keflavík, hvað þá her-
flugvöll, eins og Kefla-
víkurflugvöllur því
miður ennþá er.
Á nýjum flugvelli
fyrir æfinga- og
kennsluflug verður að
sjálfsögðu að gera ráð
fyrir öryggisþjónustu,
svo sem slökkviliði og
flugturni. Það er líka
víst að nýi flugvöllur-
inn verður með tvær
brautir en ekki eina
svo hægt verði að æfa
þar lendingar og flug-
tök án tillits til vindstefnu. Og loks
er víst að einkaflugmenn munu
fagna þessum flugvelli og keppast
um að tryggja sér flugskýli þar en
pláss undir ný skýli í Reykjavík er
löngu uppurið.
Og þá vantar ekkert nema flug-
stöð til þess að þessi nýi flugvöllur
geti þjónað innanlandsfluginu. Og
það er einmitt flugstöð sem vantar á
Reykjavíkurflugvöll og samgöngu-
ráðherra hyggst byggja þar á næstu
árum.
Þó niðurstaða kosninganna verði
sú að Reykjavíkurflugvöllur verði
ekki fluttur eftir 2016 þá verður
engu að síður innan fimm ára byggð-
ur þriðji flugvöllurinn í Hvassa-
hrauni eða Kapelluhrauni. Þessi
flugvöllur verður í aðeins 15–20 mín-
útna akstursfjarlægð frá Mjóddinni,
sem er miðja höfuðborgarsvæðisins,
og mun geta með litlum tilkostnaði,
þ.e. byggingu flugstöðvar og nýrra
vega, þjónað innanlandsfluginu jafn
vel og betur en Reykjavíkurflugvöll-
ur gerir nú.
Farþegar í innanlandsflugi munu
þannig eiga góðan kost í vændum
þótt meirihluti Reykvíkinga kjósi
flugvöllinn burt úr byggðinni – ör-
yggisins vegna!
Þurfum við
þrjá flugvelli?
Álfheiður Ingadóttir
Flugvöllur
Á nýjum flugvelli fyrir
æfinga- og kennsluflug,
segir Álfheiður Inga-
dóttir, verður að sjálf-
sögðu að gera ráð fyrir
öryggisþjónustu, svo
sem slökkviliði
og flugturni.
Höfundur var formaður nefndar
sem mat hættu af Reykjavík-
urflugvelli 1991.