Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 59
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 59
Miss Jackson Outkast
Road Trippin Red Hot Chili Peppers
Butterfly Crazy Town
It Was’nt Me Shaggy
The Call Backstreet Boys
Stan Eminem & Dido
Last Resort Papa Roach
Út á lífið Lydía Grétarsdóttir
Man Overboard Blink 182
Things I Have Seen Spooks
Gravel Pit Wu Tang Clan
Shiver Coldplay
Love Don’t Cost A Thing Jennifer Lopez
Stuck In A Moment U2
Nobody Wants To Be Lonely Christina Aguilera
& Ricky Martin
My Love Westlife
Farðu í röð Botnleðja
Cant Fight The Moonlight LeAnn Rimes
Don’t Let Me Be The Last To Know Britney Spears
Lítill fugl 200.000 Naglbítar
Vikan 15.03. - 22.03
http://www.danol.is/stimorol
Ýmsir
fylgihlutir
á vélsleða á
tilboðsverði
SLEÐADAGAR
SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa
sent frá sér eftirfarandi ályktun um
Reykjavíkurflugvöll:
„Samtök ferðaþjónustunnar, sem
eru samtök fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu þ.m.t. flugfélaga, minna á
grundvallarþýðingu Reykjavíkur-
flugvallar fyrir greiðar og áreiðan-
legar flugsamgöngur innanlands.
Innanlandsflug er mjög mikilvægur
hlekkur í þjónustu við innlenda og
erlenda ferðamenn og fara 95% af
öllum farþegum um Reykjavík-
urflugvöll og hefur innanlandsflug
farið sívaxandi á undanförnum ár-
um.
Í umræðum um framtíð Reykja-
víkurflugvallar hafa þau sjónarmið
komið fram að flugvöllurinn verði að
víkja fyrir íbúðarbyggð og að núver-
andi staðsetning hans standi
Reykjavíkurborg og þróun byggðar
þar fyrir þrifum. Þessi umræða er
um margt óskiljanleg og hefur verið
bent sérstaklega á mikilvægi flug-
vallarins fyrir almenningssamgöng-
ur og uppbyggingu ferðaþjónustu í
landinu. Hér er ekki einungis um
skipulagsmál Reykavíkur að ræða,
sem aðeins kemur Reykvíkingum
við. Borgin er höfuðborg alls lands-
ins, með þeim forréttindum og
skyldum sem því fylgir. Á Reykja-
víkurflugvelli starfa í dag um 500
einstaklingar, við starfsemi sem
tengist samgöngum og ferðamálum,
þættir sem hafa haft lykiláhrif í mik-
illi uppbyggingu Reykjavíkur á und-
anförnum árum.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa
miklar áhyggjur af afleiðingum þess
að flytja innanlandsflug til Keflavík-
ur, en hafni Reykvíkingar vellinum
er ljóst að hann mun flytjast til
Keflavíkur, aðrir kostir eru óraun-
hæfir. Það er álit SAF, að slíkur
flutningur muni draga verulega úr
notkun á innanlandsflugi og jafnvel
hafa þær afleiðingar að flug leggist
að mestu af.
Ferðaþjónustan hefur á síðustu
árum vaxið mjög hér á landi og gera
allar framtíðarspár ráð fyrir áfram-
haldandi vexti í ferðaþjónustu í
heiminum og eigum við Íslendingar
mikla möguleika á góðum hlut af
þeirri aukningu. Það veldur því væg-
ast sagt vonbrigðum þegar borgar-
yfirvöld lýsa því yfir, að ef þau fái að
ráða þá verði ekki pláss fyrir flug-
tengda ferðaþjónustu í borginni eftir
árið 2016. Ekki færri en 1.100 störf
sem tengjast flugvallarrekstrinum á
einn eða annan hátt eru í hættu. Auk
þess er ljóst að farþegar í innan-
landsflugi nýta sér margvíslega
þjónustu annarra ferðaþjónustufyr-
irtækja í borginni og hafa mörg þessi
fyrirtæki lýst yfir áhyggjum vegna
þessa máls. Hér er því um mikið
hagsmunamál að ræða fyrir ferða-
þjónustuna hér í landinu.
Við hvetjum alla þá sem taka þátt í
atkvæðagreiðslunni um framtíð
Vatnsmýrarinnar nk. laugardag, að
hafa þessa hagsmuni í huga. Hér er
ekki einungis um skipulagsmál
Reykjavíkur að ræða. Við verðum að
hafa í huga uppbyggingu á almenn-
ingssamgöngukerfi landsins, til
hagsbóta fyrir landsmenn alla og þá
gesti sem kjósa að sækja okkur
heim.“
Völlurinn mikilvægur í
þjónustu við ferðamenn
ARKITEKTAFÉLAG Íslands, Fé-
lag íslenskra landslagsarkitekta,
Skipulagsfræðingafélag Íslands,
Tæknifræðingafélag Íslands og
Verkfræðingafélag Íslands hafa sent
frá sér sameiginlega ályktun um
Reykjavík og flugvöllinn:
„Margt hefur verið rætt og ritað
um framtíðarskipulag Reykjavíkur á
undanförnum misserum. Þróun höf-
uðborgarinnar til framtíðar í skipu-
lagslegu samhengi er án efa eitt af
stærstu skipulagmálum landsins í
nánustu framtíð. Framtíðarþróun
hennar hefur áhrif á borgarbúa, höf-
uðborgarsvæðið og landið allt hvað
varðar búsetu, stjórnsýslu, viðskipti
og samgöngur. Unnið er að sameig-
inlegu skipulagi á höfuðborgarsvæð-
inu sem á að sjá fyrir þróun byggðar
frá Hafnarfirði til Kjalarness til árs-
ins 2024. Reykjavík, höfuðborg allra
landsmanna, er þar í brennidepli.
Einnig stendur fyrir dyrum endur-
skoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur.
Ljóst er að mörg mikilvæg málefni
þarf að kanna og ákveða áður en
endanleg niðurstaða fæst um heild-
arskipulag höfuðborgarinnar.
Eitt af þeim málum, sem hvað
mest hafa verið í umræðunni, er
framtíð Reykjavíkurflugvallar og
þróun byggðar í Vatnsmýrinni.
Miklar umræður og skoðanaskipti
eru um framtíð flugvallarins meðal
stjórnmálamanna, opinberra emb-
ættismanna, ýmissa samtaka og al-
mennings. Skiptar skoðanir eru um
hlutverk og staðsetningu flugvallar-
ins. Mörgum spurningum er ósvarað
um það hvert flugvöllurinn myndi
flytjast og einnig um það hvað yrði
gert við landið þar sem hann stend-
ur, þótt ýmsar hugmyndir hafi verið
fram settar. Einnig liggur ekki ljóst
fyrir hvernig endanleg þróun vall-
arins og landsins umhverfi hann yrði
háttað ef hann verður um kyrrt, þótt
þar liggi einnig fyrir tillögur.
Arkitektafélag Íslands, Félag ís-
lenskra landslagsarkitekta, Skipu-
lagsfræðingafélag Íslands, Tækni-
fræðingafélag Íslands og Verk-
fræðingafélag Íslands vilja með
ályktun þessari vekja athygli á mik-
ilvægi málsins og sameiginlegri af-
stöðu sinni. Félögin telja að grund-
vallarupplýsingar skorti og leggja til
að endanleg ákvörðun verði tekin
um framtíðarstaðsetningu Reykja-
víkurflugvallar þegar fram hafa far-
ið ítarlegar og faglegar úttektir á
þeim kostum sem fyrir liggja. Þá
fyrst er hægt að taka endanlega
ákvörðun um staðsetningu Reykja-
víkurflugvallar með tilliti til skipu-
lags-, umhverfis- og kostnaðarsjón-
armiða og með heildarhagsmuni
borgarbúa og landsmanna allra að
leiðarljósi.“
Vilja fresta ákvörðun
í flugvallarmálinu
FORELDRAFÉLAG Digranes-
skóla í Kópavogi stendur fyrir mál-
þingi laugardaginn 17. mars sem er
ætlað foreldrum, kennurum og öðr-
um áhugasömum um skólamál.
Ætlunin er að taka fyrir og ræða
um ýmis mál sem tengjast skólum
og þær leiðir og hugmyndir sem
fagfólk á ólíkum sviðum hefur um
skólastarf. Einnig samstarf heimila
og skóla, skyldur og ábyrgð þeirra í
því sameiginlega átaki að ala og
uppfræða. Í lok hverrar framsögu
geta viðstaddir borið upp spurn-
ingar til frummælanda. Málþingið
er haldið í sal Digranesskóla, en
Digranesskóli er á horni Álfhóls-
vegar og Skálaheiðar í Kópavogi.
Kl. 9.30 verður skráning og afhend-
ing gagna og kl. 10 mun Þóra Þórð-
ardóttir, gjaldkeri foreldrafélagsins,
setja þingið.
Málþing
í Kópavogi
um skóla-
mál
♦ ♦ ♦
Hrei
nsum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Cranio-nám
Norðurland / Akureyri
28. 04 — 3. 05. 2001
Thomas Attlee, DO, MRO, RCST
College of Cranio—Sacral Therapy
Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara
www.simnet.is/cranio
422 7228, 699 8064, 897 7469