Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 26
ERLENT
26 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÓTTI manna um að uppreisn al-
banskra skæruliða geti þróast í alls-
herjarstríð á Balkanskaga jókst á
miðvikudag, þegar átökin í Make-
dóníu bárust til Tetovo, næststærstu
borgar landsins. Þá hafa albanskir
skæruliðar í suðurhluta Serbíu hert
árásir sínar á fyrstu mánuðum þessa
árs, svo Atlantshafsbandalagið
(NATO) hefur séð sig tilneytt að
auka viðbúnað á svæðinu og heimilað
Júgóslavíustjórn að senda hersveitir
þangað.
Í raun er um að ræða aðskildar
uppreisnir tveggja skæruliðahreyf-
inga á tveimur svæðum. Annars veg-
ar í suðurhluta hlutlausa svæðisins
svonefnda við mörk Kosovo-héraðs
og Serbíu, nálægt landamærum
Makedóníu, og hins vegar nokkru
vestar, í Makedóníu við landamærin
að Kosovo. Hreyfingarnar, UCPMB
og UCK, eiga það sameiginlegt að
berjast fyrir auknum réttindum Alb-
ana, annars vegar innan Júgóslav-
neska ríkisins og hins vegar í
Makedóníu. Talið er að fyrrverandi
félagar í Frelsisher Kosovo, sem var
leystur upp eftir að NATO tók við
stjórn héraðsins, styðji báðar skæru-
liðahreyfingar, berjist með þeim og
útvegi þeim vopn og vistir.
UCPMB á hlutlausa svæðinu
Í suðurhluta hlutlausa svæðisins
við mörk Serbíu og Kosovo-héraðs
hefur Frelsisher Presevo, Medvedja
og Bujanovac (UCPMB) látið að sér
kveða. Svæðið er fimm km breitt og
var lýst hlutlaust að loknum átök-
unum í Kosovo árið 1999. Átti það að
gegna hlutverki nokkurs konar
„stuðpúða“ milli júgóslavneska hers-
ins og hersveita NATO í Kosovo.
Samkvæmt vopnahléssamkomulag-
inu var einungis léttvopnuðum
serbneskum lögreglumönnum heim-
ilt að vakta svæðið og skæruliðar
hafa því getað hafst þar við nær
óáreittir.
Í suðurhluta hlutlausa svæðisins
búa um 70 þúsund Albanar og
skæruliðar UCPMB berjast fyrir
sjálfsákvörðunarrétti þeirra og
hugsanlega sameiningu við Kosovo,
ef héraðið fengi sjálfstæði. Talið er
að skæruliðarnir séu nokkur hundr-
uð, jafnvel um tvö þúsund, en þeir
hófu baráttu sína í byrjun síðasta
árs.
UCPMB samdi á mánudag við
Júgóslavíustjórn um tímabundið
vopnahlé. Á mánudag komust
stjórnvöld í Belgrad jafnframt að
samkomulagi við NATO um að senda
herlið inn á hlutlausa svæðið í fyrsta
sinn síðan átökunum lauk, í því skyni
að flæma skæruliða þaðan. Hófu her-
sveitirnar innreið sína á miðvikudag.
UCK í Makedóníu
Þjóðfrelsisherinn (UCK), um 200
manna skæruliðahópur sem starfar í
Makedóníu, hefur síðan í janúar á
þessu ári lent í endurteknum átökum
við makedóníska hermenn, lögreglu-
menn og landamæraverði við landa-
mærin að Kosovo. UCK-hreyfingin
er byggð á leifum nokkurra minni
hreyfinga albanskra aðskilnaðar-
sinna, sem höfðu starfað síðan
snemma á 10. áratugnum, en talið er
að hreyfingin sé ekki eins skipulögð
og UCPMB.
Átökin höfðu aðallega átt sér stað í
námunda við bæina Tearce og
Tanusevci, nálægt landamærunum,
en á miðvikudag bárust þau til Te-
tovo, sem er í um 40 km fjarlægð
þaðan. Óttast er að átökin breiðist
enn frekar út í vesturhluta Maked-
óníu, þar sem stærstur hluti hinna
600 þúsunda Albana í landinu hefur
búsetu. Talið er að skæruliðar hafi
það að markmiði að sameina vest-
urhéruð Makedóníu við Kosovo, í
þeirri von að héraðinu verði á end-
anum veitt sjálfstæði.
UCK gaf í vikunni út yfirlýsingu,
þar sem stefnumál hreyfingarinnar
eru sett fram. Krefjast skæru-
liðarnir þess meðal annars að ný
stjórnarskrá verði sett í Makedóníu
þar sem albönskum íbúum landsins
verði veitt jöfn réttindi á við Maked-
óníumenn og að alþjóðlegir aðilar
taki að sér að miðla málum.
NATO gagnrýnt fyrir
seinagang
Erfitt er að meta að hve miklu
leyti albanskir íbúar í Kosovo og
Makedóníu styðja þessar skæruliða-
hreyfingar eða hversu mikil hætta
stafar af baráttu þeirra.
En margir hafa gagnrýnt NATO
fyrir að hafa brugðist of seint við
hættunni. Friðargæslusveitir banda-
lagsins (KFOR) héldu sig í fyrstu al-
gerlega innan yfirlýsts verksviðs
síns og létu nægja að sprengja til
dæmis upp vegi að landamærunum
til að torvelda för skæruliða. Und-
anfarna viku hafa afskiptin aukist.
Slíkt er ekki áhættulaust og gæti
skapað friðargæsluliðinu óvild alb-
anskra íbúa. En flest bendir nú til að
aðgerðaleysi hafi enn meiri hættu í
för með sér.
Harðnandi árásir albanskra skæruliða í Serbíu og Makedóníu
Vekja ugg um nýtt
stríð á Balkanskaga
Reuters
Íbúar Tetovo yfirgefa heimili sín í gær.
Ýmsir óttast að upp-
reisn albanskra skæru-
liða í Makedóníu og suð-
urhluta Serbíu, sem nú
hefur staðið í rúmt ár,
geti þróast í nýtt alls-
herjarstríð á Balkan-
skaga. En hverjir eru
skæruliðarnir og fyrir
hverju berjast þeir?
3
4
7
"
'.
!
"#$% !
3
& '(
+
&)%!
*#+,# !%
"+-!
!"#
$%&'&( %
56789:;<:
.% #+%$
"#$%!&%/
&
+
!
+ #%!
7
"
).
VARNARMÁLARÁÐHERRA Ind-
lands, George Fernandes, sagði af
sér embætti í gær. Afsögnin tengist
mútuhneykslinu svokallaða sem
skekið hefur indversku ríkisstjórn-
ina undanfarna daga. Einn stjórnar-
flokkur samsteypustjórnar Atal
Behari Vajpayee forsætisráðherra
dró sig út úr ríkisstjórninni fyrr í
gærdag vegna málsins. Jaya Jaitley,
formaður Samata-flokksins sem á
aðild að ríkisstjórninni, sagði og
embætti sínu lausu í gær.
Vonir ríkisstjórnarinnar um að af-
sögn Fernandes yrði til þess að
lægja gagnrýnisraddir stjórnarand-
stæðinga urðu þó fljótlega að engu,
þeir vilja að ríkisstjórnin segi af sér.
Hneykslið blossaði upp sl. þriðju-
dag þegar myndband liðsmanna
fréttavefjarins tehelka.com var sýnt.
Í því sáust háttsettir foringjar í
hernum og emb-
ættismenn
stjórnarflokk-
anna taka við
peninga-
greiðslum gegn
loforðum um að
mæla með vopna-
sölu fyrirtækisins
West End. Fyrir-
tækið var hins
vegar hugarsmíð
fréttamanna sem þóttust vera
vopnasalar.
Afsagnarræðu Fernandes var
sjónvarpað á indversku ríkissjón-
varpsstöðinni. Í henni segir Fernan-
des ástæðu afsagnarinnar vera þá að
hann vilji styrkja „baráttuþrek hers-
ins og koma í veg fyrir frekara tjón
varnarmála landsins.“ Fernandes
sagðist hvetja forsætisráðherra til
þess að rannsaka allar ásakanir sem
kviknað hefðu um varnarmál í kjöl-
far málsins. Fernandes vísaði því á
bug að hann hefði hagað sér ótil-
hlýðilega í embætti og sagðist hafa
barist gegn spillingu í sinni embætt-
istíð.
Áður en Fernandes tilkynnti um
afsögn sína átti forsætisráðherrann
fund með K.R. Narayanan, forseta
Indlands þar sem þeir ræddu
ástandið. Vajpayee hafði áður hafnað
tilboði Fernandes um að segja af sér
en þrýstingur jókst sífellt á hann um
að skipta um skoðun.
Aðeins einn stjórnarflokka ríkis-
stjórnarinnar hefur ekki lýst yfir
stuðningi við Vajpayee. Stjórnmála-
flokkurinn Trinamool Kongress, dró
sig út úr ríkisstjórn í gær. Flokk-
urinn á erfiðar kosningar fyrir hönd-
um í heimaríki sínu í V-Bengal. Úr-
sögnin hefur ekki mikil áhrif á
ríkisstjórnina sem er með öruggan
meirihluta á þingi.
„Ríkisstjórnin verður
að segja af sér“
Stjórnarandstæðingar héldu uppi
harðorðri gagnrýni á ríkisstjórnina í
gær. „Ásakanir um að forsætisráð-
herrann sé flæktur í hneykslið hafa
kviknað. Ríkisstjórnin verður að
segja af sér. Það er ekki svigrúm til
samningaviðræðna,“ sagði Kapil
Sinal, leiðtogi stærsta stjórnarand-
stöðuflokkins, Kongressflokksins.
Bangaru Laxman sagði sl. þriðju-
dag af sér embætti sem formaður
flokks hindúista, BJP, sem er öflug-
asti stjórnarflokkurinn. Bæði hann
og Jaitley segjast hafa verið fórnar-
lömb rógsherferðar. Þau sjást bæði
taka við peningum í myndbandinu.
Stjórnarflokkur dregur sig úr ríkisstjórn Indlands í kjölfar mútuhneykslis
Varnarmálaráðherra segir af sér
Nýju-Delhi. AFP, AP.
George
Fernandes
BOSSE Ringholm, fjármálaráð-
herra Svíþjóðar, hefur verið harð-
lega gagnrýndur af flokkssystkinum
sínum fyrir þá ætlun sína að hyggj-
ast festa kaup á
lóðinni sem ein-
býlishús hans
stendur á.
Jafnaðarmenn
hafa gagnrýnt þá
ákvörðun borgar-
stjórnar Stokk-
hólms sem gerir
húseigendum
kleift að kaupa
lóðir þær sem
húsin standa á
fyrir helming af því verði sem lóða-
matið segir til um. Þessi ákvörðun
var tekin 1999 af núverandi meiri-
hluta borgarstjórnar sem hægri-
flokkarnir mynda.
Að því er fram kemur í sænsku
dagblöðunum Dagens Nyheter og
Aftonbladet sýndi Ringholm strax
þá um haustið áhuga á að kaupa lóð-
inasem er í Enskede-hverfinu í suð-
urhluta Stokkhólms. Þá var lóðamat-
ið 400.000 skr., andvirði 3,5 milljóna
ísl. kr.
Á dögunum fékk ráðherrann svo
bréf frá borgaryfirvöldum sem buðu
honum að kaupa lóðina á helming
þessa verðs, eða 1,7 milljónir ísl. kr.
Ringholm sagði í samtali við
sænsku fréttastofuna TT að hann
hefði ákveðið að taka tilboðinu. „Ég
ákvað það fyrir einu og hálfu ári síð-
an en borgaryfirvöld hafa dregið það
að senda mér formlegt tilboð.“
Ringholm leigir nú lóð hússins
síns fyrir um 86.000 ísl. kr. árlega.
Leigulóðir í Stokkhólmi eiga rætur
sínar að rekja til upphafs 20. aldar-
innar en þá leigðu bæjaryfirvöld fá-
tækum íbúum lóðir fyrir lítið fé þar
sem þeir gátu reist hús sín. Lóðirnar
voru leigðar til langs tíma en leigan
hefur snarhækkað hin síðari ár.
Of lágt verð á lóðunum
Sænskir stjórnmálaflokkar deila
ekki um sölu á lóðunum, það er verð-
ið sem fer fyrir brjóstið á þeim. Síð-
ast þegar jafnaðarmenn fóru með
völd í borgarstjórn Stokkhólms voru
þær seldar fyrir 73% af lóðamati.
Sl. áramót hækkaði lóðamat lóða í
eigu borgarinnar um 60-100% og er
mat lóðar Ringholm nú t.d. 7 millj-
ónir ísl. kr. Ringholm segist taka
undir það að kaupverðið sé of lágt,
hins vegar verði sömu reglur að
gilda fyrir alla.
Málið þykir að sumu leyti minna á
mál Lailu Freivald, fyrrverandi
dómsmálaráðherra og flokkssystur
Ringholm, sem neyddist til að segja
af sér embætti í fyrra þegar upp
komst að hún hugðist kaupa leigu-
íbúð þá sem hún bjó í og var í eigu
húsnæðisfyrirtækis í eigu borgar-
innar. Jafnaðarmenn höfðu lýst sig
alfarið á móti því að leiguíbúðir þess-
ar yrðu seldar íbúum en ákvörðun
um það var tekin af meirihluta borg-
arstjórnarinnar.
Ringholm sagði í samtali við Af-
tonbladet að hann hefði alls ekki í
hyggju að segja af sér. Annika Billst-
röm, leiðtogi minnihluta jafnaðar-
manna í borgarstjórn, var mjög
harðorð í garð Freivald á sínum
tíma. Hún gagnrýnir ákvörðun
Ringholm, en þó ekki eins og Frei-
vald. Að sögn Billström beinist
gagnrýni hennar einkum að meiri-
hlutanum. Fyrir hans tilstilli hefði
bærinn nú orðið af 4.400 milljónum
skr., andvirði 38 milljarða ísl. kr.,
sem hefði mátt nota í mikilvæga
hluti.
Fjármálaráð-
herra Svíþjóðar
Gagnrýnd-
ur vegna
fyrirhug-
aðra lóða-
kaupa
Stokkhólmi. Reuters.
Bosse
Ringholm