Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
UNDIRRITAÐUR er landsbyggðar-
maður búsettur í Reykjavík nú um
stundir.
Á næstunni verður mér boðið að
kjósa um hvort flytja skuli Reykjavík-
urflugvöll burt úr Vatnsmýrinni eða
ekki. Valið stendur aðeins um þessa
tvo kosti. Ég get ekki kosið.
Ástæðan er eftirfarandi: Ég er
hallastur undir hina frábæru hug-
mynd þeirra Trausta Valssonar og/
eða Hrafns Gunnlaugssonar að setja
niður flugvöllinn á Lönguskerjum.
Þetta er einfaldlega langbesta hug-
myndin af þeim sem fram hafa komið,
þrátt fyrir kostnað. Ef ekki getur orð-
ið af því að byggja á Lönguskerjunum
vildi ég sjá völlinn áfram í Vatnsmýr-
inni, þó í breyttri mynd. Ef ég greiði
atkvæði um að halda vellinum í Vatns-
mýrinni er ég að gefa til kynna að mér
fyndist það betri lausn en að reisa
hann á Lönguskerjum, sem ekki er
sannleikanum samkvæmt.
Ef ég á hinn bóginn greiði því at-
kvæði að völlurinn verði fluttur á ég á
hættu að atkvæði mitt verði túlkað á
þann veg að ég vilji flytja hann í
Hvassahraun eða til Keflavíkur.
Hvorugt vil ég. Mér finnst ástæðu-
laust að byggja annan völl við hliðina
á Keflavíkurvelli og að flytja innan-
landsflugið til Keflavíkur kemur ekki
til greina frá sjónarhóli landsbyggð-
armanns sem e.t.v. þarf að fara fram
og til baka samdægurs.
Sjálfur hef ég oft, starfs míns
vegna, þurft að taka morgunvél frá
Reykjavík út á land og „kaffivél“ til
baka. Þessi möguleiki væri nánast úr
sögunni væri innanlandsflugið í
Keflavík. Niðurstaðan er því þessi, að
undirritaður getur ekki greitt at-
kvæði um þá valkosti sem í boði eru.
Hitt vekur mér nokkra furðu að
menn skuli nú á þessum tímum
hraðra tæknibreytinga vera svo upp-
teknir af þessum ógnarlöngu flug-
brautum sem nota skal eftir u.þ.b. 20
ár. Er virkilega ekki reiknað með
framförum í flugmálum næstu ára-
tugina? Fyrir áratugum voru fundin
upp flugtæki sem á íslensku nefnast
þyrlur.
Þessi tæki geta lent og hafið sig á
loft lóðrétt og eru nánast einu sam-
göngutæki næstu nágranna okkar í
vestri, auk smábáta. Þessi tæki eru
líklega dýrari í rekstri nú en venjuleg-
ar flugvélar en þurfa þær að verða
það eftir 20 ár þegar t.d. nýtt elds-
neyti hefur verið tekið í notkun, létt-
ari byggingarefni, meira flugöryggi
og ný hönnun? Ég vil leggja til að við
látum af þessum áætlunum um risa-
flugvelli en byggjum rúmgóðan
þyrlupall fyrir allt innanlandsflug
innst á Lönguskerjum og tengibraut
frá Álftanesi inn að Nauthólsvík um
leið. Síðan má byggja varnargarð,
þvert á fjörðinn, utar á Lönguskerj-
um, í áttina til lands.
Hann gæti brotið niður mesta
brimið sem annars kynni að ná inn að
hinni nýju flugstöð. Jafnframt er unnt
að skilja eftir siglingarennu fyrir báta
og skip af ýmsum stærðum og gerð-
um.
Reykjavík, 11. mars 2001.
MAGNÚS H. ÓLAFSSON,
Gautlandi 1, 108 Rvk.
Flug(vallar)þankar
leikmanns
Frá Magnúsi H. Ólafssyni:
HVAÐ er eiginlega að Íslending-
um? Er ekki allt í lagi heima hjá
þeim? Mér er spurn. Á það að bitna
á Össuri og Samfylkingunni hans
þótt honum hafi orðið það á að
bregðast hárrétt við á ögurstundu.
Hvers á Össur að gjalda? Hann er
ekki Súpermann, né heldur er hann
forvitri. Ég á við að hann sér ekki
fyrir óorðna hluti. Hann þarf að
gjalda þess að hafa ekki spurt heil-
brigðismálaráðherra hvernig henni
liði og hvort hún treysti sér til að
standa við hlið hans fyrir framan
sjónvarpsmyndavélar. Hún svarar
kannski „já“, en það er ekki þar
með sagt að hún standi með honum
og Össuri láist að spyrja hvort hún
hafi vottorð, upp á það. Svo heyrist
eitthvert „gurgl“ frá Ingibjörgu
Pálmadóttur og hún fellur fram fyr-
ir sig í fang blaðakonunnar rétt eins
og hún sé að hvísla að henni ein-
hverju „skúbbi“ og þar eð Össur er
ekki forvitinn skýst hann ekki á
milli þeirra til að hlera hverju Ingi-
björg sé að ljúga upp á hann. Hefði
hann verið Súpermann hefðu þær
báðar legið stórslasaðar því hann
bregst við á ljóshraða þegar sá er
gállinn á honum. Össur er ekki
læknismenntaður. Hann er líffræð-
ingur að mennt og hefur að auki
talsvert vit á fiskum og pólitík.
Hefði þjóðin fyrirgefið honum ef
hann hefði gripið fyrir bringspalir
heilbrigðisráðherra og notað á
henni „Heimlich“takið, sem reynist
vel ef kjötbiti stendur í hálsinum á
fólki, en á það til að bráka rifbein
þess? Hvað þá ef hann hefði notað
munn við munn aðferðina. Hann
hefði umsvifalaust verið kærður fyr-
ir kynferðislega áreitni.
Nei, Össur brást hárrétt við.
Hann vissi að það eina rétta var að
skipta sér ekki af því sem honum
kom ekki við og hefði örugglega
gert illt verra. Það á að sæma hann
Fálkaorðunni fyrir að halda ró sinni
og bíða þess að hæfari menn myndi
drífa að (örugglega hefur verið nóg
af læknum þarna í kring til að fylgj-
ast með yfirboðara sínum). Nei, það
er öðru nær. Össur er talinn mis-
kunnarlaus skepna sem glottir yfir
óláni Ingibjargar. Nei, svipurinn á
honum sýnir hvað honum sé létt yfir
að ráðherra sé á lífi og jafnvel fær
um að halda viðtalinu áfram. Eða
kannski honum hafi verið létt yfir
að Ingibjörg hafi náð aftur heilsu.
En allavega var það huggun harmi
gegn að Ingibjörg hafði vit á að láta
sig ekki falla til vinstri í fang Öss-
urar. Hvernig hefði það verið túlkað
og hvernig hefðu viðbrögð hans ver-
ið? Hefði hann vikið sér undan hefði
fylgi Samfylkingar minnkað um
20% en ekki aðeins 10%.
BIRGIR BRAGASON,
Rauðarárstíg 22,
105, Reykjavík.
Hvers á Össur að gjalda?
Frá Birgi Bragasyni: