Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFNARFJÖRÐUR mun ekki halda áfram að falla frá kaupskyldu á íbúðum í félagslega íbúðakerfinu eftir dóm Héraðsdóms Reykjaness um að bænum sé það óheimilt, en nær fullvíst er að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði næsta víst að niðurstöðu Héraðsdóms yrði áfrýj- að þótt ekki væri búið að taka um það formlega ákvörðun enn. „Þetta þýðir auðvitað að við höld- um ekki áfram að heimila frjálsa sölu og bíðum niðurstöðu því nú er dómur fallinn og auðvitað verða bæjaryfirvöld að hlíta honum,“ sagði Magnús. Hann bætti því að bærinn myndi jafnframt reyna að gera betur grein fyrir sjónarmiðum sínum í þessum efnum, en þau væru í raun og veru eingöngu í takt við það sem ákveðið hefði verið með lögunum frá 1998 um að leggja niður félagslega hús- næðiskerfið. Það fólk sem hefði val- ið að fara inn í það kerfi sæti þar niðurnjörvað. Það greiddi ákveðið gjald við það að fara úr félagslega húsnæðiskerfinu vegna hærri vaxta sem eru á húsbréfalánum og viðbót- arlánum en á lánum í félagslega íbúðakerfinu. Ríkið tapaði því í raun og veru ekkert á þessu. „Ef eitthvað er þá hagnast ríkið á því að fólkið fari út úr kerfinu inn í annað lánakerfi, en á móti hugs- uðum við að það væri nauðsynlegt að fólkið fengi að njóta söluhagn- aðarins af íbúðinni til þess að geta staðið jafnfætis öðrum,“ sagði Magnús. Hann benti jafnframt á að vextir í félagslega íbúðakerfinu væru 2,4% en vextir af viðbótarlánum væru 5,7%. Viðbrögð Hafnarfjarðarbæjar vegna dóms héraðsdóms Ekki haldið áfram að falla frá kaupskyldu BUBBI Morthens og Geir Magn- ússon, forstjóri Olíufélagsins hf. Esso, undirrituðu í gær samning um samstarfsverkefnið: Veldu rétt! – Esso og Bubbi gegn fíkniefnum. Samningurinn var undirritaður á Hlemmi og við það tækifæri var nýtt lag eftir Bubba sem hann hefur tileinkað átakinu spilað. Lagið heit- ir: „Þú valdir rétt.“ Verkefnið felst í forvörnum gegn fíkniefnum en Bubbi hyggst heim- sækja grunnskóla, félags- miðstöðvar og fleiri samkomustaði um land allt og spjalla við börn og unglinga um vímuefni; fíkniefni og áfengi. Þá er ráðgert að halda þrenna tónleika á þessu ári í tengslum við átakið. Við undirritun samningsins sagð- ist Bubbi þekkja fíkniefni af eigin raun en sjálfur hefði hann verið fí- kill í 15 ár. Hann hefði séð hvaða áhrif fíkniefnin hafa. „Frá 1980 er ég búinn að missa tólf kunningja og vini. Þeir hafa annaðhvort lent í því að vera drepn- ir eða þá að þeir hafa tekið líf sitt sjálfir eða dáið vegna þess að þeir hafa tekið of stóran skammt,“ sagði Bubbi. Hann hefði reynslu af þess- um málum og gæti því sagt börnum og unglingum hvað biði þeirra sem neyttu fíkniefna. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, sagði að undirritun samn- ingsins mætti líkja við það að Bubbi hefði afhent trúnaðarbréf sem for- varnasendiherra gegn fíkniefnum. Í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu kemur fram að safnkortshafar Esso fá 80 aura afslátt af verði hvers lítra af eldsneyti. Þessi af- sláttur verður aukinn um 10 aura og sú viðbótarfjárhæð mun renna til baráttu gegn fíkniefnum næsta árið. Sú fjárhæð sem safnast til júníloka rennur til Foreldrahússins við Vonarstræti en búast má við að þá hafi um 500 þús. safnast á þenn- an hátt. Á heimasíðunni bubbi.esso.is er m.a. hægt að lesa fréttir af verkefn- inu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., Esso, og Bubbi Morthens undirrituðu í gær samning um verkefnið: Veldu rétt! Bubbi og Esso berjast gegn fíkniefnum hans nýjar vistir og síðan aftur á Hveravöllum. Guðmundur býst við að enda leiðangurinn í Vopnafirði í byrjun apríl ef allt gengur að ósk- um. GUÐMUNDUR Eyjólfsson skíða- göngumaður hefur stigið sín fyrstu skref í leiðangrinum „Frá strönd til strandar 2001“ en flogið var með göngukappann til Hornvíkur á Vestfjörðum á miðvikudag, þar sem leiðangurinn hófst. Framundan er 600 km leið yfir hálendi Íslands og er lokaáfangastaðurinn Vopna- fjörður. Á Brú í Hrútafirði bíða Ljósmynd/Ómar Ragnarsson Lagður af stað í leiðangur NÆSTU helgar verður vetrarferða- mennska í Eyjafirði kynnt í versl- uninni Nanoq í Kringlunni í Reykja- vík. Að kynningunni standa ýmis fyrirtæki í ferðaþjónustu við Eyja- fjörð í samvinnu við Atvinnuþróun- arfélag Eyjafjarðar og Nanoq. Kynningin verður á afgreiðslutíma Nanoq. Fjölbreytt vetrarferða- mennska í Grýtubakkahreppi Kynningin hefst föstudaginn 16. mars og laugardaginn 17. mars, en þá verða fulltrúar sjö fyrirtækja í Grýtubakkahreppi (Grenivík) í Na- noq og veita allar upplýsingar um fjölbreytta möguleika til vetrar- ferðamennsku í sveitarfélaginu. Fyrirtækin sjö eru Gamli bærinn í Laufási, Fjörðungar ehf., sem eru með gönguferðir um Fjörður og Látraströnd, matvöruverslunin og skyndibitastaðurinn Jónsabúð á Grenivík, Bergvin Jóhannsson á Ás- hóli, sem meðal annars býður upp á akstur með hópa út í Fjörður, Flat- eyjardal og Látraströnd, gistiheim- ilið Miðgarðar á Grenivík, Pólarhest- ar, sem bjóða upp á lengri og styttri hestaferðir, og síðast en ekki síst Kaldbaksferðir ehf., sem bjóða upp á ferðir með snjótroðara upp á Kald- bak og gefst fólki þá tækifæri til þess að fara aftur niður snævi þaktar hlíð- ar fjallsins á skíðum, brettum eða aftur með snjótroðaranum. Grýtubakkahreppur hefur verið að sækja mjög í sig veðrið í ferða- þjónustu, jafnt að vetri sem sumri, og þetta kynningarátak í Nanoq er liður í því að sækja enn frekar fram. Um næstu helgar heldur kynn- ingarátak í vetrarferðamennsku í Eyjafirði áfram í Nanoq. Dagana 23. og 24. mars kynna Dalvíkingar og Ólafsfirðingar það sem þeir hafa að bjóða gestum yfir vetrarmánuðina, og 30. og 31. mars er röðin síðan komin að kynningu Akureyrar, sem er Vetraríþróttamiðstöð Íslands, á vetrarferðamennsku í bænum og í næsta nágrenni hans. Miðað við mörg önnur héruð landsins hefur verið óvenjumikill snjór í Eyjafirði í vetur og hefur úti- vistarfólk nýtt hann sem kostur er. Haldi svo fram sem horfir er útlitið sérstaklega gott fyrir vetrarferða- mennsku í Eyjafirði um komandi páska. Átak til að kynna ferða- mennsku við Eyjafjörð Sjálfstæðisflokkurinn fengi 50% atkvæða í alþingiskosningum ef kosið yrði núna, samkvæmt niðurstöðum könnunar DV um fylgi stjórnmálaflokkanna. Flokkurinn fékk 45,7% í síð- ustu alþingiskosningum. Samfylkingin, sem fékk 29% fylgi í kosningunum, fengi núna 16% en Vinstri-grænir, sem fengu 9,4% fylgi, fengju núna 18,7%. Fylgi Framsóknar- flokksins færi úr 10,4% í síð- ustu kosningum í 9,1% en Frjálslyndi flokkurinn myndi bæta við sig, færi úr 4,2% í 4,5%. Listi anarkista fengi 1,7% á móti 0,3% í síðustu kosning- um. Þeir sem svöruðu voru 418 manns úr Reykjavíkurkjör- dæmi. Skoðanakönnun DV Sjálf- stæðis- flokkur með 50% fylgi ÍSLANDSPÓSTUR ætlar að færa smávörulager fyrirtækisins frá Reykjavík til Blönduóss fyrir 1. júní nk. Jafnframt verður innkaupum á al- mennum rekstrarvörum breytt þann- ig að í stað þess að aðalstöðvar fyr- irtækisins í Reykjavík sjái um innkaupin mun hvert pósthús og starfsstöð Íslandspósts úti á landi sjá um að kaupa rekstrarvörurnar. Á smávörulagernum eru ýmsar vörur sem sérmerktar eru fyrirtæk- inu geymdar. Hörður Jónsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Íslandspósts segir að með því að færa smávörulager fyrirtækisins á Blönduós sé starfsemi þess á staðn- um styrkt. „Við erum með fjóra starfsmenn á Blönduósi í dag. Þetta þýðir að við þurfum ekki að draga saman seglin eða fækka starfsmönn- um,“ sagði Hörður. Tveir vinna á smávörulagernum í Reykjavík en þeim verður boðið upp á önnur störf hjá fyrirtækinu. Hörður segir að flutningar á vörum til og frá Blönduósi skapi engan auka- kostnað enda reki fyrirtækið sitt eigið flutningskerfi. Lagerinn verður í nú- verandi húsnæði Íslandspósts á Blönduósi. Aðspurður um hvort áform væru um að fækka starfsmönnum Íslands- pósts sagði Hörður að rekstur fyrir- tækisins væri í sífelldri endurskoðun. Engin ákvörðun lægi fyrir um slíkt. Hörður segir að í tengslum við flutning lagersins til Blönduóss muni öll kaup á almennum rekstrarvörum, s.s. á skrifstofu- og hreinlætisvörum verða flutt í heimabyggð en Íslands- póstur er með starfsemi á 73 stöðum á landsbyggðinni. „Þetta er okkar út- spil til að stuðla að meiri verslun á landsbyggðinni,“ sagði Hörður. Þetta yrði fyrirtækinu eitthvað dýrara en einnig hlytist af þessu nokkur hag- ræðing. Smávörulager Ís- landspósts verður á Blönduósi DR. GÍSLI Gunnarsson hagsögu- fræðingur flytur fyrirlestur á Skriðuklaustri sunnudaginn 18. mars um jarðeignir og efnahag við lok 17. aldar. Sérstök áhersla verður lögð á efnahagsástand á Austurlandi með tilliti til eignarhalds á jörðum í fjórðungnum. Fyrirlesturinn hefst kl. 15. Að- gangur er ókeypis. Klausturkaffi verður opið að loknum fyrirlestri. Skriðuklaustur Fyrirlestur um efnahag á 17. öld ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.