Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 55
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Símar 567 9110 og 893 8638
www.utfarir.is
runar@utfarir.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
✝ Ingileif SigríðurZoëga (Inga)
fæddist í Reykjavík
19. nóvember 1927.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 6. mars síðast-
liðinn. Foreldar
hennar voru Geir G.
Zoëga vegamála-
stjóri, f. 28. sept.
1885, d. 4. jan. 1959,
og Hólmfríður
Zoëga, f. 5. maí 1894,
d. 7. júlí 1982. Systk-
ini Ingu eru Helga, f.
7. júlí 1917, d. 10.
sept. 1932, Bryndís, f. 7. júlí 1917,
d. 2. sept. 2000, Geir Agnar, f. 8.
júní 1919, Gunnar, f. 7. mars 1923,
og Áslaug f. 26. janúar 1926.
Inga giftist 31. mars 1962 Jóni
Magnússyni skrifstofustjóra, f. 26.
júní 1917, d. 15. ágúst 1972. For-
eldrar hans voru Magnús Jónsson,
sparisjóðsstjóri í Borgarnesi, og
Guðrún Jónsdóttir organisti.
Dóttir Ingu og Jóns er Bryndís
Helga, BA í frönsku og sagnfræði
frá HÍ, f. 27. ágúst 1962. Maki
hennar er Guðmund-
ur Kristinn Ingvars-
son viðskiptafræð-
ingur, f. 14. okt.
1959. Foreldrar
hans eru Ása Ás-
geirsdóttir, f. 23.
maí 1935, og Ingvar
Kristinsson verslun-
armaður, f. 8. jan.
1935, d. 5. sept. 1986.
Börn Bryndísar
Helgu og Guðmund-
ar Kristins eru Ás-
laug Inga, f. 9. ágúst
1989, Jón Orri, f. 9.
febrúar 1992, og
Unnur Þórdís, f. 3. nóvember
1997. Fyrir átti Guðmundur Sig-
nýju, f. 7. júní 1982.
Inga lauk prófi frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík árið 1945 og
handavinnukennaraprófi frá
Kennaraskólanum í Reykjavík ár-
ið 1953. Hún starfaði sem handa-
vinnukennari við Melaskólann í
Reykjavík frá árinu 1953.
Útför Ingu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku amma. Nú hvílir þú í friði og
ró á himni háum og horfir niður til
okkar.
Engillinn sem þú bjóst til og gafst
okkur er núna í glugganum hjá okkur
og við systkinin erum í peysunum
sem þú prjónaðir á okkur.
Við vitum að nú ert þú glöð og
ánægð í þessum nýja heimi og seinna
hittum við þig aftur á ný.
Þú varst alltaf svo góð og vildir allt-
af dekra mikið við okkur. Þú keyrðir
mig alltaf í píanótíma og sagðir mér
margt skemmtilegt á leiðinni.
Þú bauðst okkur oft á ýmsa veit-
ingastaði, þótt þú værir búin að vera
og værir svona mikið veik í fætinum.
Þú kenndir okkur líka að sauma og
prjóna ýmsa hluti heima hjá þér í
Skaftahlíðinni.
Elsku amma, við systkinin þökkum
fyrir allar samverustundirnar og
kveðjum þig með söknuði.
Áslaug Inga og Jón Orri.
Í æsku var líf mitt á margan hátt
samofið lífi Ingu frænku eins og við
systkinin kölluðum hana móðursystur
okkar. Inga bjó lengi í föðurhúsum,
fyrst á Túngötu og seinna á Laug-
arásveginum. Fjöldi heimsókna til afa
og ömmu gaf því tilefni til margvís-
legra samskipta og heimsóknir henn-
ar á heimili fjölskyldu minnar á Vest-
urbrún voru margar.
Landfræðileg nálægð gerði það
auðvelt fyrir mig og bróður minn Pál
að hlaupa frá Vesturbrúninni niður á
Laugarásveginn og leita hjálpar hjá
Ingu frænku. Þegar illa viðraði til að
bera út Morgunblaðið, málgagn allra
landsmanna í hverfinu, var hún okkur
stoð og stytta. Þá keyrði hún okkur
bræður um hverfið með þungan
pakkann. Ekki man ég eftir því að
Inga hafi sagt nei, þó svo við værum
snemma á fótum og langur vinnudag-
ur fram undan hjá henni við kennslu í
Melaskólanum – og gott að lúra að-
eins lengur.
Við bræður leituðum þannig gjarn-
an til Ingu frænku, og seinna einnig
til Jóns eiginmanns hennar, þegar
mikið lá við. Ein jólin vildum við kom-
ast hjá því að gefa hvor öðrum sömu
jólagjöfina. Hver var betri en Inga til
að tryggja að sama bókin yrði ekki
keypt? Fyrst fór Páll inn með Ingu í
Eymundsson í Austurstræti og var
fljótur til baka, greinilega nokkuð
ánægður með kaupin. Þegar ég kom
inn í bókabúðina var ég líka fljótur að
velja bók fyrir bróður minn en Inga
var þver og leiðinleg. Henni fannst lít-
ið til bókarvalsins koma, sagði að
þetta væri ekkert skemmtileg bók og
Páli myndi áreiðanlega ekki líka hún.
Að lokum gafst Inga upp fyrir ágangi
mínum, eftir dágóða stund. Það var
ekki að furða að jólasveinninn færði
okkur bræðrum sömu bókina, Ellefu
strákar og einn knöttur. Ekki ásakaði
ég Ingu fyrir að hafa brugðist trausti
okkar í þetta sinn, enda við ofurefli að
etja.
Við fráfall Ingu hafa margar sam-
eiginlegar minningar komið upp í
hugann og margar þeirra ljóslifandi.
Nokkrar þeirra náði ég reyndar að
rifja upp með henni á sjúkrahúsinu.
Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm sá ég
brosið og glettnina sem ég þekkti frá
því í gamla daga. Ég og fjölskylda
mín þökkum Ingu frænku samfylgd-
ina og sendum Bryndísi Helgu, Kidda
og börnum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Geir Gunnlaugsson.
Kveðja frá Melaskóla
Með þessum orðum viljum við
kveðja fyrrverandi samstarfsmann
okkar, Ingu Zoëga.
Inga kenndi handavinnu við skól-
ann um áratuga skeið.
Við eigum margar góðar minningar
um Ingu. Hún var samviskusöm í
starfi og var okkur hjálpsöm og ráða-
góð ef á þurfti að halda. Inga bar hag
nemenda sinna ætíð fyrir brjósti.
Við vottum Bryndísi og öðrum ætt-
ingjum innilega samúð.
Starfsfólk Melaskóla.
INGILEIF
SIGRÍÐUR ZOËGA
✝ HólmfríðurÁrnadóttir fædd-
ist í Hlíð á Langanesi
19. febrúar 1926.
Hún lést að heimili
sínu 8. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Árni
Hermann Guðnason,
f. 8. júlí 1891, og
Kristbjörg Ástfríður
Sigurðardóttir, f. 30.
ágúst 1893, bæði lát-
in. Systkini hennar
eru: 1) Jón Aðalberg,
f. 11.10. 1915, látinn.
2) Árni Þorkels, f.
30.12. 1917, látinn, ekkja hans er
Helga Gunnólfsdóttir, búsett í
Keflavík, og eignuðust þau ellefu
börn, eitt lést í bernsku. 3) Þor-
kell, f. 18.5. 1920, unnusta hans
var Sigríður Guðbrandsdóttir,
bæði látin, þau eignuðust einn
son. 4) Björgvin, f. 25.2. 1924, bú-
settur í Keflavík, kona hans er
Sigríður Sigurðar-
dóttir, eiga þau fjög-
ur börn. Tvíbura-
systur, f. 25.6. 1933,
6) Svala, lést í
bernsku, og 7) Kol-
finna, búsett á Húsa-
vík, maður hennar
er Njáll Trausti
Þórðarson, þau eiga
fimm dætur. Upp-
eldissystir Hólm-
fríðar er Erla Guð-
rún, f. 23.2. 1931,
búsett í Bandaríkj-
unum. Hólmfríður
bjó hjá Kolfinnu
systur sinni þar til árið 1979 er
hún hóf sambúð með Valdimar
Sveinbjarnarsyni, f. 15.8. 1931, en
hann lést 1996. Þá fluttist hún á
Hlévang, dvalarheimili aldraðra í
Keflavík.
Útför Hólmfríðar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Sofnuð ertu systir góð
söngur hljóðnar líka,
gleðisöng og gaman ljóð
gjarnan vildir flíka.
Ávallt varstu boðin, búin
barn að hugga tel,
systurbörnin svæfðir lúin
og sinntir alltaf vel.
Nú er allt svo nöturkalt
nálægð dauða kenni,
þakka fyrir allt og allt
þó yfir sporin fenni.
Horfin systir hrein og bein
horfnir gleðifundir,
minningarnar á ég ein
um okkar kæru stundir.
Þín systir,
Kolfinna.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Í dag kveðjum við alveg yndislega
konu, hana Fríðu okkar. Fríða var
okkur sem góð amma og munum við
minnast hennar sem slíkrar. Sú ein-
staka sál sem hún var er nú kölluð til
að þjóna drottni sínum.
Fríða var barn í hjarta sínu og
fengum við systur að njóta þess í
æsku. Hún las fyrir okkur, söng og
hafði sjálf mjög gaman af. Hún bjó
stóran hluta ævi sinnar á heimili okk-
ar og vorum við svo lánsamar að njóta
hennar. Hún var hrein og bein og faldi
ekki tilfinningar sínar. Ef hún varð
reið gustaði af henni en stutt var í fal-
lega brosið. Þegar hún var glöð, söng
hún og trallaði og smitaði okkur hin.
Fríða var félagslynd, átti marga
kunningja og góða vini sem reyndust
henni vel. Þeim viljum við þakka. Hún
var dugleg að heimsækja þá sem voru
henni kærir. Oft var hún búin að fara
á þrjá staði og átti tvo eða þrjá eftir.
Hún var því æði oft búin að ganga bæ-
inn á enda.
Í höndunum skapaði hún ýmislegt
og var afar stolt af verkum sínum.
Alltaf vildi hún gefa og gleðja aðra.
Henni þótti vænt um fólkið sitt sem
var henni svo kært. Fríða var einstök
kona með stórt hjarta en samt svo
brothætt. Hún sem var stór hluti af
okkar lífi, kveður nú svo brátt. Við vit-
um að hún mun alltaf vera með okkur
og lifa í hjarta okkar. Börn okkar
minnast hennar með hlýhug. Við vilj-
um þakka foreldrum okkar fyrir að
hafa boðið henni heimilið sitt og sýnt
henni ást og umhyggju. Þið hafið hlúð
vel að þessu barni guðs.
Ljósið er slokknað, minningin eftir ein,
áfram skal halda, en bíða verk að
morgni.
Sem liðast úr berginu lindin svo björt
og hrein,
lifir í hugskoti æsku dagurinn horfni.
Þú varst mér sem amma, sem annaðist,
gladdi og gaf,
greiddir hvern vanda, raulaðir sönglög
á kvöldin.
Ég man það svo vel hve örþreytt og sæl
ég svaf,
þú signdir og blessaðir, það voru
verkagjöldin.
Þegar lít ég til baka og hugsa um
horfinn dag,
og hendurnar þínar sem struku svo blítt
um vanga.
Um minningu þína, sem er mér sem ljúf-
lings lag,
þú lausn hefur hlotið og frið eftir vegferð
stranga.
Blessi þig Drottinn og leiði um ljóssins stig,
láti vonirnar rætast, sem ei uppfyllast
máttu á jörðu.
Vorsólar geislar ætíð umlyki þig,
þú varst ávallt í hópi þeirra sem
kærleiksverk gjörðu.
(Guðm. G. Halldórsson.)
Guð blessi þig, elsku Fríða.
Ástfríður Svala,
Árný Dalrós, Jóhanna,
Þórdís Anna og Kolfinna.
HÓLMFRÍÐUR
ÁRNADÓTTIR
✝ Ólafur Þor-steinsson fæddist
á Akureyri 12.
febrúar 1935. Hann
lést á Landspítalan-
um 7. mars síðastlið-
inn. Foreldar hans
voru hjónin Bryn-
hildur Ólafsdóttur
og Þorsteinn Magn-
ússon, sem eru bæði
látin. Ólafur var
fjórði í röð sex
systkina. Elst var
Gabríella, nú látin,
Friðbjörg, Jenný,
Magnús og Sig-
mundur.
Hinn 25. ágúst 1964 kvæntist
Ólafur eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Guðrúnu Jóhanns-
dóttur, og eignuðust
þau sex börn. Þau
eru Jóhann Sigur-
björn, Kristinn
Helgi, Ólafur Jónat-
an, Guðmundur
Karl, Oddur Steinn
Skagfjörð og Bryn-
hildur. Fyrir hjóna-
band eignaðist Ólaf-
ur dóttur, Eygló.
Barnabörn Ólafs
eru orðin tólf.
Útför Ólafs fer
fram frá Grindavíkurkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Í dag verður bróðir minn Ólafur
jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju.
Hann lést eftir stutta legu á hjarta-
deild Landspítalans. Alla þá sem til
hans þekktu setti hljóða við þá stað-
reynd að Óli væri dáinn. Þessi lág-
vaxni og fínlegi maður, sem öllum
vildi gott gera og var ávallt að gefa af
sínu, þótt ekki ætti hann mikið sjálf-
ur.
Mikill samgangur var á milli okkar
Óla, hann kíkti nánast á hverjum
degi inn hjá okkur Bjarna.
Óli bróðir var hafsjór af fróðleik,
vissi nánast allt og þekkti til flestra.
Hann var skemmtilegur, góðhjartað-
ur og hjálplegur, ekki síst þeim sem
minna máttu sín. Heimili hans og
Gunnu stóð opið öllum þeim sem til
þeirra sóttu. Núna er heimur okkar
fátækari, þar sem ekki er Óli. Engar
sögur verða sagðar af Óla, sem með
sínum séstaka frásagnarhætti hélt
okkur iðandi af eftirvæntingu um
það hvernig endir sögunnar yrði. Oft
var mikið hlegið, en eins og sagt er,
þá er stutt á milli hláturs og gráts, og
nú er komið að kveðjustund.
Við biðjum fyrir samúðarkveðjur
til Gunnu og allra barna Óla. Megi
Guð blessa minningu hans.
Jenný og fjölskylda.
ÓLAFUR
ÞORSTEINSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina