Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 20
AKUREYRI
20 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
Stjörnudansleikur
laugardagskvöld
Hljómsveitin BSG
Björgvin Halldórsson • Sigríður Beinteinsdóttir
Grétar Örvarsson • Kristján Grétarsson
Kristinn Svavarsson
BSG Á AKUREYRI
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju-
skóli á morgun, laugardag kl. 11 í
Svalbarðskirkju. Kyrrðarstund kl.
21 á sunnudagskvöld. Guðsþjónusta í
Grenivíkurkirkju kl. 14 á sunnudag.
Kirkjustarf
MAGNÚS V. Arnarsson hjá Björg-
unarsveitinni Súlum á Akureyri
sagði að vissulega hefði ýmislegt
mátt betur fara varðandi flutning
manns sem slasaðist á vélsleða í
fyrrakvöld á svonefndri Þröm sem
skiptir Glerárdal og Skjóldal. Eink-
um ætti það við um þá ákvörðun
björgunarsveitarmanna að einblína
um of á flutning mannsins með þyrlu
af slysstað og á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri. Þegar leitað hefði
verið eftir aðstoð þyrlunnar hefði
verið bjart á slysstað en myrkur
skollið á þegar hún kom á staðinn um
miðnætti. Aðstæður hefðu því verið
þannig að ekki reyndist unnt að
lenda þyrlunni og í kjölfarið var mað-
urinn fluttur landleiðina á sjúkrahús.
Maðurinn brákaði hryggjarlið í
slysinu að sögn læknis á Bæklunar-
deild FSA. Hann er þó ekki talinn al-
varlega slasaður og er líðan hans eft-
ir atvikum góð.
Óhappið átti sér stað um kl. 16.30 í
fyrradag, en þá var stór hópur vél-
sleðamanna staddur á Glerárdal,
m.a. 6-7 menn úr Lögreglunni á Ak-
ureyri og Björgunarsveitinni Súlum,
en hinn slasaði var í hópi með nokkr-
um félögum sínum, 7-8 mönnum.
Lögreglu- og björgunarsveitarmenn
voru lagðir af stað heimleiðis þegar
óhappið varð en félagi mannsins hélt
á eftir þeim þannig að þeir sneru til
baka. Magnús sagði að strax hefði
drifið að fjölda fólks sem var á svæð-
inu, enda sólskin og gott veður og
margir því haldið til fjalla að lokinni
vinnu.
Magnús sagði að aðstæður hefðu
verið með þeim hætti að maðurinn lá
nokkuð slasaður neðan við mjög
bratta brekku, á henni væri mest um
45 gráða halli og hækkunin um 200
metrar. Hlúð hefði verið að mann-
inum og strax tekin sú ákvörðun að
ekki væri annað forsvaranlegt en að
reyna besta kost við flutning hans á
sjúkrahús, þ.e. með þyrlu. Ekki hefði
reynst mögulegt að koma jeppa
þarna frameftir. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar var í útkalli vegna annars
vélsleðamanns þegar óskað var eftir
aðstoð hennar og síðar kom upp bil-
un þannig að senda átti minni þyrl-
una. Óskað var eftir að læknir yrði á
staðnum og voru tveir læknar sóttir
til Akureyrar og fluttir á slysstað.
Þangað voru þeir komnir um kl.
22.30 og var það mat þeirra að sögn
Magnúsar að óæskilegt væri að mað-
urinn yrði fluttur landleiðina á sleða.
Því hafi menn einblínt á þyrluflutn-
inginn.
Svartamyrkur var á slysstað um
miðnætti þegar þyrlan kom þangað
og eftir að aðstæður höfðu verið
kannaðar kom í ljós að ógerlegt væri
að lenda á staðnum.
Magnús sagði að þá hefði verið
unnið hratt í því að flytja manninn
landleiðina og spilvír úr snjóbíl sem
þarna var og tugir metra af köðlum
notaðir við að koma manninum upp
brekkuna á sleða. „Reynt var að fara
eins mjúklega og mögulegt var við
flutninginn upp þessa snarbröttu
brekku. Við vorum rúma tvo tíma að
koma börunum upp brekkuna. Síðan
var snjóbíllinn um klukkutíma frá
slysstað og niður að sjúkrabílnum,“
sagði Magnús.
Hann sagði að allt að 25 manns
hefðu verið á svæðinu og allir boðnir
og búnir að leggja fram aðstoð sína.
Stefán Birgisson sem var á ferð
með hinum slasaða sagði að menn
hefðu verið að stökkva fram af stórri
hengju þegar óhappið átti sér stað.
Hinn slasaði lenti ofan í förum eftir
annan sleða þegar hann kom niður
úr stökkinu og við það hefði komið
mikið högg á sleðann.
„Hann missti nánast meðvitund
við höggið, féll fram á stýrið og sleð-
inn rann stjórnlaust niður brekk-
una,“ sagði Stefán.
Morgunblaðið/Stefán Birgisson
Vélsleðamenn njóta veðurblíðunnar í nágrenni slysstaðarins á Glerárdal, skömmu fyrir slysið á miðvikudag.
Slasaður vélsleðamaður sóttur niður snarbratta brekku á Glerárdal
Kapp var
lagt á flutning
með þyrlu
!"
KRISTILEGA barnastarfið (Child
Evangelism Fellowship) efnir til
námskeiðs um kristilegt barnastarf
á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63 á Ak-
ureyri næstkomandi mánudag, 19.
mars frá kl. 20 til 22. Einnig verður
námskeið á morgun, laugardag í sal
Kristilega starfsins í Núpalind í
Kópavogi.
Á námskeiðinu verður Roy Harr-
ison, svæðisstjóri Kristilega barna-
starfsins í Evrópu og mun hann
kynna félagsskapinn auk þess sem
ýmiss konar efni verður til sölu.
Þessi félagsskapur starfar í um 150
löndum og er óháður kristilegur
félagsskapur sem einbeitir sér að því
að börn í sem flestum löndum fái að
heyra fagnaðarerindið. Haldin eru
margs konar námskeið á vegum
félagsins m.a. þar sem fólki í barna-
og unglingastarfi er kennt og þá er á
þess vegum framleitt ýmiss konar
kennsluefni.
Efni þessa námskeiðs fjallar um
hvernig hægt sé að ná til barna sem
ekki koma í sunnudagaskóla eða á
kristilega fundi. Námskeiðin verða
túlkuð á íslensku og er aðgangur að
þeim ókeypis.
Námskeið í
kristilegu
barnastarfi
FRAMKVÆMDARÁÐ Akureyrar
hefur samþykkt að taka tilboði Malar
og sands hf. í gatnagerð og lagnir í
Nesjahverfi, áfanga II B.
Alls bárust sex tilboð í verkið en
Möl og sandur átti lægsta tilboðið,
um 7,4 milljónir króna, rúmlega 64%
af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp
á rúmar 11,5 milljónir króna. Öll til-
boðin voru undir kostnaðaráætlun og
þar af voru fjögur þeirra undir 76% af
kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið
kom frá Árna Helgasyni, rúmar 10,7
milljónir króna, eða um 93% af kostn-
aðaráætlun.
Þá hefur framkvæmdaráð sam-
þykkt að taka tilboði SS Byggis í
framkvæmdir við 2. áfanga Giljaskóla
en eins og fram hefur komið átti fyr-
irtækið lægsta tilboðið í verkið.
Alls bárust þrjú tilboð í fram-
kvæmdir við Giljaskóla en SS Byggir
bauðst til að vinna verkið fyrir um
300 milljónir króna, sem er um 91%
af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætl-
un verksins hljóðar upp á um 330
milljónir króna.
Nesjahverfi
Samið við
Möl og sand
FJÓRAR umsóknir bárust um stöðu
vímuvarnarfulltrúa Akureyrar en
frestur til að sækja um stöðuna rann
út nýlega. Þeir sem sóttu um eru Al-
dís Sigurðardóttir, Ísafirði, Bryndís
Arnardóttir, Akureyri, Helgi Gísla-
son, Hafnarfirði, og Snjólaug Birg-
issóttir, Bandaríkjunum.
Um er að ræða nýtt starf á Ak-
ureyri, en það er samstarfsverkefni
Akureyrarbæjar, KA og Akureyrar-
kirkju. Hlutverk vímuvarnarfulltrú-
ans er m.a. að halda utan um og ann-
ast vímu- og forvarnarstarf á vegum
Akureyrarbæjar og umræddra
félaga sem og annarra félaga og
skóla á Akureyri sem að þessum
málum vilja vinna.
Gert er ráð fyrir að vímuvarnar-
fulltrúinn taki til starfa á Akureyri
nú í vor.
Vímuvarnarfulltrúi
Fjórir sóttu
um starfið
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur-
eyrar hefur samþykkt styrki til 14
íþróttafélaga í bænum vegna félags-
og tómstundastarfa, að upphæð
rúmlega 9,3 milljónir króna. Þá sam-
þykkti ráðið jafnframt að leggja
framlag að upphæð 1,7 milljónir
króna í afreks- og styrktarsjóð.
Greiðslur styrkveitinganna eru
háðar því að fyrir liggi ársreikning-
ur viðkomandi félags fyrir árið 2000.
Hæstu styrkina fengu stóru félögin
Þór og KA, samtals 3 milljónir króna
hvort félag, en Hestamannafélagið
Léttir og Golfklúbbur Akureyrar
fengu 800.000 krónur hvort félag.
Ungmennafélag Akureyrar og
Akureyrarmaraþon fengu úthlutað
450.000 krónum, Siglingaklúbburinn
Nökkvi og Bílaklúbbur Akureyrar
fengu 250.000 krónur hvort félag.
Skotfélag Akureyrar fékk 200.000
krónur, Sundfélagið Óðinn 150.000
krónur, Íþróttafélagið Akur,
Íþróttafélagið Eik, Fimleikaráð Ak-
ureyrar og Tennis- og badminton-
félag Akureyrar 100.000 krónur
hvert félag og Kraftlyftingafélag
Akureyrar fékk 50.000 krónur í
styrk.
ÍTA samþykkir styrki til íþróttafélaga
Rúmar 9 milljónir króna til
félags- og tómstundastarfa