Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 65 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert djarfur bæði til orðs og æðis og lætur fátt standa í veginum fyrir því að þú komir áhugamálum þínum í höfn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að búa þig undir breytingar á vinnustað þínum og þarft að tileinka þér ný vinnubrögð. Vertu jákvæður og opinn og þá mun þér ganga allt í haginn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Oft er lítið að marka það sem sagt er um menn og málefni og því skaltu fara varlega í því að hlaupa eftir óvarlegum ummælum annarra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Allskonar sögusagnir eru á gangi í kringum þig en þú skalt ekki láta svo lítið sem hlusta á þær því það er bara tímasóun fyrir utan þá and- styggð sem Gróa á Leiti jafn- an vekur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er eins og allir séu upp- teknir við eigin ófarir. Láttu fólk um að leysa vandamál sín sjálft og sinntu sjálfur eigin málum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt erfiðleikar skjóti upp kollinum hér og þar eru þeir bara til að sigrast á og þú hef- ur gaman af þeirri glímu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þig kunni að langa til þess að draga þig inn í skel þína skaltu ekki láta undan þeirri freistingu heldur þvert á móti gera þig gildandi með samstarfsmönnum þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það gæti virst sem hlutirnir gengju of auðveldlega fyrir sig en sannleikurinn er sá að þú heldur fast utan um at- burðarásina og lætur enga vitleysu henda. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er auðveldari kostur að velja beinu sléttu brautina en stundum kalla mál á það að menn hafi kjark til þess að brjóta nýjar leiðir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að snúa öllum hlutum þér í hag og vertu ekki að sýta það þótt eitthvað fari öðruvísi en þú hefðir helst kosið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér veitist eitthvað erfitt að halda þig að verki í dag en þú skalt nú samt gera þitt besta og skila þínu dagsverki þótt minna verði um tilþrif en venjulega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þeir eru margir sem vilja taka þátt í samtökum sem þú íhugar nú að stofna til. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að gæta tungu þinn- ar í annarra viðurvist því oft má satt kjurrt liggja. En verðir þú að tala þá færðu orð þín í tilhlýðilegan búning. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Íslenskt ástaljóð Litla fagra, ljúfa vina, lífstrú mín er bundin þér. Sjáðu hvernig sólin brosir sigurglöð við þér og mér. Allt, sem ég um ævi mína unnið hef í ljóði og tón, verður hismi, ef hjartað, vina, hefur gleymt að elska frón. Í augum þínum unaðsbláu, augunum, sem ljóma best, sé ég landið, litla vina, landið, sem ég elska mest. Litla fagra, ljúfa vina, lífið fer að kalla á þig, mundu þá að þú ert landið, og þá hefurðu elskað mig. Beðist er velvirðingar á villum í fyrri birtingu. Vilhjálmur frá Skáholti. SPIL með Berkowitz og Cohen sjást reglulega í bridsdálkum og tímarit- um enda mynda þeir sterkt par, sem spilar á öllum helstu mótum í Bandaríkunum og víðar. Í spili dagsins er Berk- owitz í aðalhlutverki sem sagnhafi í sjö laufum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ – ♥ K74 ♦ ÁK862 ♣ KDG53 Vestur Austur ♠ 7 ♠ DG1065432 ♥ D109852 ♥ G ♦ 54 ♦ DG107 ♣9742 ♣ – Suður ♠ ÁK98 ♥ Á63 ♦ 93 ♣Á1086 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 spaðar * 4 spaðar 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 7 lauf Allir pass * láglitir Þetta er gullfalleg al- slemma, en fjögurra spaða sögn austurs á hættunni benti til að leg- an væri villt og því væri full ástæða til vand- virkni. Vestur kom út með einspilið í spaða. Berkowitz henti hjarta úr borði og tók slaginn heima með ás. Hann spil- aði laufsexu á kóng og þá kom tromplegan í ljós. Næst tók sagnhafi ÁK í tígli og stakk tígul með tíunni heima og aftur fékk hann slæm tíðindi, þegar vestur henti hjarta. Nú var orðin veruleg hætta á að gefa slag á tromp. En Berk- owitz leysti málið þannig: Hann spilaði spaðakóng. Vestur gat ekki hagnast á því að trompa, því þá yrði yfirtrompað og síðan væri einfalt mál að fría tígulinn og ná trompun- um af vestri. Vestur henti því hjarta og tígull fór úr borði. Nú var spaði stunginn, hjarta- kóngur tekinn og síðasti tígullinn trompaður með laufásnum. Laufáttan kom næst – nían frá vestri og gosinn úr borði. Loks var farið heim á hjartaás og tromp vest- urs – 74 – fönguð með D5 blinds. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 16. mars, verður sjötugur Guð- jón Tómasson, Álftamýri 53, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín Ísleifsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 70 ÁRA afmæli. Í dagföstudaginn 16. mars er sjötugur Helgi Jónasson, fyrrverandi fræðslustjóri, Hæðarbyggð 7, Garðabæ. Helgi og eiginkona hans, Erla Sigurjónsdóttir, verða að heiman á afmælisdaginn. STAÐAN kom upp á Cappelle la Grande-skák- mótinu sem lauk fyrir skömmu. Einn af mörgum ungum stórmeisturum Frakka, Laurent Fress- inet (2581), hafði svart gegn gamla refnum Davor Komljenovic (2512) frá Króatíu. 26...Rh3+! 27.gxh3 Hvítur var einnig í miklum vanda staddur eftir 27.Kh1 Rxf2+. 27...Dg5+ 28.Dg4 28.Bg2 er svarað með 28...Bf3 28...Bxg4 og hvítur gafst upp. Íslandsmót fram- haldsskólasveita hefst kl. 19.00 16. mars í húsakynnum Taflfélags Reykja- víkur. 17. mars verður T.R. með skemmtikvöld sem hefst kl. 20.00. 18. mars heldur T.R. netskák- mót sem verður haldið á ICC. Nánari upplýsingar er hægt að fá áskak.is. Skákfélagið Grand rokk mun í samvinnu við Við- skiptanetið standa fyrir mótaröð í hraðskák. Und- anrásir verða tefldar 17. mars og 24. mars. Úrslita- keppnin fer fram 31. mars. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. COSPER MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Yfirhafnir Útsala 50% afsláttur Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Síðustu dagar Aldrei meira úrval af nýjum brúðarkjólum Allir fylgihlutir, undirföt o.fl. Ítölsk föt fyrir herra FATALEIGA GARÐABÆJAR sími 565 6680 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & glerjum. Islam í sögu og samtíð Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson. Fjögurra kvölda námskeið um sögu, trú og þjóðfélag Islam haldið í Hafnarfjarðarkirkju. Námskeiðið hefst fimmtudag eftir páska Upplýsingar og skráning í síma 555 1295 eða á srthorh@ismennt.is á horni Laugavegs og Klapparstígs sími 552 2515 Sígild verslu n Full búð af nýjum vörum 15% vikutilboð af kirsuberja- húsgögnum og Funkis-stólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.