Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 63 ATLI Harðarson er einn skarpasti og frumlegasti heimspekingur Ís- lands og eru flestar af greinum hans stórathyglisverðar. En svo bregðast krosstré sem önnur, rit- gerð hans „Ein hugleiðing um hrís- grjónagraut með rúsínum og kan- elsykri“ (Lesbók 10/2) er ekki upp á marga fiska. Hún er vissulega vel skrifuð og skemmtileg en innihald- ið er harla rýrt. Atli skrifar í hrein- ræktuðum pollíönnu- og pangloss- stíl um hnattvæðingu, hennar djarfi nýheimur er bestur allra mögulegra heima. Verst er þó til- hneiging höfundar til að gera and- stæðinga hnattvæðingarinnar tor- tryggilega án nokkurra raka. Þannig gerir Atli að því skóna að þessir menn séu afdalakarlar og -kerlingar. Til að kóróna allt saman leyfi afdalaskríllinn sér þá ósvinnu að vera á móti stórfyrirtækjum, heyr á endemi! Ég hef eitt og annað við þessa skoðun Atla að athuga. Eitt er fyr- ir sig að afdalamennska hefur ýmsa kosti, meðan afdalir voru og hétu bjó þar fólk sem oft var betur að sér en hin sjónvarpsóða plebba- kynslóð sem nú vex úr grasi í Reykjavík. Annað er hitt að stór- fyrirtækin og hnattvæðingin eru ekki heilagar kýr. Í bók Þjóð- verjanna Hans-Peter Martins og Harald Schumanns Gildra hnatt- væðingarinnar (Die Globalisier- ungsfälle ) fá fyrirtækin og hnatt- væðingin á baukinn. Í stuttu máli sagt þá telja höfundar að hnatt- væðingin leiði til þess að fjölþjóða- fyrirtæki eigi alls kosti við starfs- fólk sitt. Séu starfsmenn með múður hóti fyrirtækin einfaldlega að flytja starfsemi sína annað. Þannig tókst þýska fyrirtækinu Viessman að neyða starfsmenn sína til að sætta sig við að vinna þrjá tíma ókeypis í viku hverri með því að hóta að flytja reksturinn til Tékklands. Íbúar þess lands hafa ekki orðið feitir á viðskiptum sín- um við stórfyrirtækin ef marka má orð Þjóðverjanna tveggja. Eftir að Volkswagen keypti Skoda-verk- smiðjurnar jókst framleiðni þeirra um 30% á fáeinum árum en kjör starfsfólksins bötnuðu lítið. Þegar fólkið gerðist svo djarft að biðja um launahækkun þá hótuðu eig- endurnir að flytja starfsemina til Mexíkó. Ekki er nóg með að stórfyrir- tæki svínbeygi starfsmenn sína, þau hafa líka ráð ríkisstjórna í hendi sér, segja Martin og Schu- mann. Þess eru dæmi að fyrirtækin hafi kúgað fé út úr skattgreiðend- um, heimtað niðurgreiðslur og fríð- indi, að öðrum kosti flytji þau fyr- irtækin til annarra landa (ef rétt er fæ ég ekki séð annað en að hnatt- væðingin sé hættuleg hinum frjálsa markaði). Auk þess geta þau að miklu leyti ráðið skattahlutfalli í ríkjum, þau berji í gegn skattfríð- indi sjálfum sér til handa með þeim afleiðingum að skattastefna lýð- ræðisríkja markast að allverulegu leyti af þeim (fyrirtækjunm). Þá þýðir lítið að láta borgarana greiða atkvæði um skattahlutfallið eins og Atli vill. Fjölþjóðafyrirtækin ógna því bæði lýðræðinu og markaðnum. Það fylgir svo sögunni að Martin og Schumann eru ekki meiri af- dalakarlar en svo að þeir telja að liður í lausn vandans sé að gera Evrópusambandið að raunverulegu ríki sem stjórnað sé með lýðræð- islegum hætti. Það er því vel hægt að vera gagrýninn á fjölþjóðafyr- irtæki án þess að vera þjóðremb- ungur. Enginn getur borið þjóðrembu á milljarðamæringinn George Soros en hann telur að hnattvæðing fjár- málamarkaðarins geti leitt til al- varlegrar efnahagskreppu. Soros er undir áhrifum frá hagfræðingn- um Daniel C. Korten. Korten segir að Adam Smith hafi haft á réttu standa er hann sagði að markaður- inn virkaði ekki nema til væri sæmilega öflugt ríkisvald sem gæti séð um að „umferðarreglur“ við- skiptanna væru virtar. Slíku valdi er ekki til að dreifa á hinum al- þjóðlega fjármálamarkaði, segja þeir Korten og Soros. Fái fjár- málaspekúlantar (eins og Soros sjálfur) að valsa frjálsir getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf alheimsins. Þess vegna þarf einhvers konar yfirþjóðlegt vald sem getur stjórnað „umferð“ fjárins á alþjóðamörkuðum. Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs og hægrimaður, tek- ur undir þessi orð Kortens og Sor- os. Hann segir að ein helsta veilan við hnattvæðingu samtímans sé sú að fyrirtækin þurfi yfirleitt ekki að greiða fyrir umhverfisspjöll sem hljótast af flutningum. Þetta er ekki aðeins skaðlegt umhverfinu heldur líka efnahagslífinu því markaðurinn virki ekki almenni- lega nema seljandi borgi allan kostnaðinn við að koma vöru sinni á framfæri. Núverandi skipan mála gerir það hagkvæmara fyrir fyr- irtækin að flytja vörur yfir langar vegalengdir því þau þurfa ekki að borga markaðsverð fyrir flutn- ingana. Því er þessi skipan þjóð- hagslega óhagkvæm og umhverfinu hættuleg. Í ofan á lag hyglir skip- anin stórfyrirtækjum sem hafa ráð á stórfelldum flutningum milli landa og leiðir því til aukinnar samþjöppunar auðmagns. Ég ætla ekki að leggja dóm á staðhæfingar þessara manna, að- eins benda á að menn geta vel ver- ið gagnrýnir á hnattvæðingu og stórfyrirtæki án þess að vera heimalingar. Hnattvæðingin er margþætt fyrirbæri með kostum og göllum eins og fleira, aðeins glópar dýrka „glóbaliseringu“. Greina ber milli skynsamlegrar hnattvæðingar og „glópa-lisering- ar“. Hið síðastnefnda er fyrir Póllí- önnurnar, sem sjá hnattvæðinguna í rósrauðum litum, og Pangloss- anna sem telja sig búa í hinum besta allra mögulegra hnattvæddra heima. STEFÁN SNÆVARR, kennir heimspeki í Noregi. „Glópa-lísering“Frá Stefáni Snævarr: Full búð af dönskum og þýskum sumarfatnaði Laugavegi 84 sími 551 0756 Vinningar komu á eftirtalin númer: Ferð fyrir tvo til Benidorm, Mallorka eða Portúgal að verðmæti kr. 190.000 nr. 81189 og 70853. Ferð fyrir tvo til Dublinar að verðmæti kr. 80.000 nr. 30568, 83930, 70512 og 52694. Næsti aukaútdráttur verður miðvikudaginn 21. mars nk. Slysavarnafélagið Landsbjörg Dregið var í fyrsta og öðrum aukaútdrætti Slysavarnafélagsins Landsbjargar 7. og 14. mars sl. Flokksþing framsóknarmanna Engin uppgötvun 19. ald- arinnar hefur reynst jafn þýðingarmikil þeirri að allar skapaðar skepnur geta meira og minna breyst eftir því hvernig með þær er farið. Menn fundu að lífið allt, hver vera, hver tegund, var mjúk og mótanleg. Mikið mátti gera eftir því sem að var unnið, gera ein- staklingana misjafna, stundum sterka og full- komna, stundum veika og lítilsgilda, stundum nokk- uð af hvoru tveggja. Fátt gat gert menn bjartsýnni en þessi skoðun. Fyrr var nauð aumingjanna óbæt- andi. Sumir þóttust útvald- ir, vera fæddir til að vera gæfumenn, njóta lífsins og drottna í heiminum. Aðrir, þeir veiku, þeir kúguðu, héldu þeir góðu menn að ættu að vera eilífir þjónar og undirlægjur þeirra sterku, gerðir vegna þeirra. Til þessara manna, til þeirra þjáðu, kom kenn- ingin um breytileik lífsins eins og hressandi fagnað- arboðskapur. Fátæklingur- inn, kúgaður og smáður, dreginn úr ósigri í ósigur, skildi nú að hann var líka maður. Í honum bjó líka manndómsneisti sem gat logað og lýst ef hans var réttilega gætt. Þá fundu þeir sem skildu hvað hér var á seiði að fyrir hverjum manni var um lífið að tefla, að hverjum þeim sem ekki gat etið af lífsins tré var hörmungin vís. Jónas Jónsson frá Hriflu, 1911. Frá átakshópi öryrkja • Tryggingabætur verði hækkaðar verulega til að íslensk þjóð geti skammlaust borið sig saman við þær lýðræðisþjóðir sem sam bærilegar eru henni að þjóðar- tekjum. • Dregið verði verulega úr þeim harðneskjulegu tekjutengingum sem öryrkjum er gert að búa við - tekjutengingum sem eiga ríkan þátt í að brjóta niður einstakl- inga og fjölskyldur. Horfið verði algjörlega frá tengingu við tekjur maka. • Skattleysismörk verði hækkuð og horfið að fullu frá skattlagningu húsaleigubóta. • Öryrkjum verði skilað að fullu og öllu þeim niðurgreiðslum sem þeir áður nutu til lyfjakaupa, símanotkunar og bifreiðakaupa - nauðsynja sem varða öryrkja meira en flesta aðra og vega hlutfallslega mun þyngra í heildarútgjöldum þeirra. • Ítarlegra upplýsinga verði aflað um þann margvíslega sparnað sem hlytist af eflingu almanna- trygginga og niðurstöður kynntar eigi síðar en hálfu ári fyrir næstu þingkosningar. Átakshópur öryrkja. 20 0 01 1 Jónas Jónsson frá Hriflu Garðatorgi, sími 565 6550. Nýkomnar úlpur og stuttkápur Verð frá kr. 7.698 Tilboðsverð á stuttum jökkum og síðbuxum Verð frá kr 3.498
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.