Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.03.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Ern- ir, Snorri Sturluson, Vigri, Þerney, Örfir- isey, Freri og Gissur Ár koma í dag. Mánafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ak- ureyrin kom í gær. Fuglberg fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Samsöngur með Árelíu, Hans og Hafliða. Framtalsaðstoð verður veitt fimmtudaginn 22. mars, skráning í síma 562-2571. Árskógar 4. Kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahús- inu að Varmá kl. 10–11 á laugard. Jóga kl. 13.30– 14.30 á föstud. í dval- arheimilinu Hlaðhömr- um. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opin, kl. 9.45 leikfimi, kl. 13.30 göngu- hópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt kl. 13. Brids kl. 13.30 „Grænlenskir dagar“: Fjörukráin býður félagsmönnum í Félagi eldri borgara í Hafn- arfirði á Grænlenska daga í Fjörukránni sunnudaginn 18. mars kl. 15.30. Grænlands- kynning og kaffiveit- ingar. Skrásetning í Hraunseli og aðgöngu- miðar afhentir þar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. Nýtt símanúmer, 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýnir „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum, þekktum verkum. Sýn- ingar eru á mið- vikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17 í Ás- garði, Glæsibæ. Ath. allra síðustu sýningar. Miðapantanir í símum 588 2111, 568 9082 og 551 2203. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ás- garði kl. 10 á mið- vikudagsmorgun. Bald- vin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau á skrifstofu FEB fimmtudaginn 22. mars kl. 11–12. Panta þarf tíma. Dagsferð verður farin í Grindavík–Bláa lónið–Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ás- garði, Glæsibæ. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Ath. Opnunartími skrif- stofu FEB er kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588 2111. Félagsstarf, Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, kl. 12 matur, kl. 14 messa, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, kaffiveitingar eftir messu. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, spilasalur opinn frá hádegi. Aðstoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars, skráning hafin. Mánu- daginn 26. mars kemur Hrafnistukórinn í heim- sókn. Veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Gullsmári, Gullsmára 13. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Ferð í Listasafn Ís- lands miðvikudaginn 21. mars kl. 14.30. Farið verður með rútu, skrán- ing í síma 588 9335. Norðurbrún 1. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 10 boccia, kl. 13.30 stund við píanóið. Aðstoð við skattframtal verður miðvikudaginn 21. mars. Þeir sem voru búnir að panta tíma halda tímunum. Nánari uppl. í s. 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn. Kl. 14.30 dansað við lagaval Halldóru, rjóma- pönnukökur með kaffinu. Allir velkomnir. Heimboð á bókamarkað Iðunnar og Fróða á Suð- urlandsbraut 8, miðviku- daginn 21. mars. Lagt af stað frá Vesturgötu kl. 13.15. Upplýsingar og skráning í síma 562 7077, eða í af- greiðslu. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og meðlæti. Póstmenn, eft- irlaunadeild, hittast í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á morgun, laugardag, kl. 14. Árnesingafélagið í Reykjavík. Messukaffi í safnaðarheimili Kópa- vogskirkju n.k. sunnu- dag kl. 15. Hefst með guðsþjónustu kl. 14. Minnst 100 ára afmælis Tómasar Guðmunds- sonar skálds frá Efri- Brú í Grímsnesi með upplestri og söng. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. Í dag er föstudagur 16. mars, 75. dagur ársins 2001. Gvendardagur. Orð dagsins: Og nú fel ég yður Guði og orði náðar hans, sem mátt- ugt er að uppbyggja yður og gefa yður arfleifð með öllum þeim, sem helgaðir eru. (Post. 20, 32.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 dökk, 4 sveia, 7 kven- mannsnafn, 8 trylltur, 9 guð, 11 skip, 13 stafn á skipi,14 huldumaður, 15 brún, 17 landsvæði, 20 ástæður, 22 gleðjast, 23 mergð, 24 skartgripur- inn, 25 sefur. LÓÐRÉTT: 1 kvenvarg, 2 erfið, 3 hreint, 4 í fjósi, 5 samtala, 6 ákveð, 10 góla, 12 mat- hák, 13 augnalok, 15 ójafnan, 16 krók, 18 ber, 19 með tölu, 20 fornafn, 21 málmur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fársjúkur, 8 leiði, 9 gadds, 10 gái, 11 tugga, 13 renna, 15 músar, 18 sigur, 21 ólm, 22 gjall, 23 ellin, 24 flugeldur. Lóðrétt: 2 áning, 3 seiga, 4 úrgir, 5 undin, 6 glit, 7 aska, 12 góa, 14 efi, 15 megn, 16 stall, 17 róleg, 18 smell, 19 guldu, 20 rann. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VÍKVERJI tekur heils hugarundir með ferðaþjónustubænd- um, sem kröfðust þess á Búnaðar- þingi á dögunum að fá að selja eigin afurðir heima við. Í greinargerð með ályktun Búnaðarþings segir að al- gengt sé í nálægum löndum, þar sem bændur stunda ferðaþjónustu, og „jafnvel stolt hvers bónda að selja af- urðir búa sinna gestum þeim er þjón- ustu kaupa“. Bændur telja þarna vera tækifæri til að kynna og halda á lofti þjóðlegri matarhefð og Víkverji er alveg hjartanlega sammála. Vík- verji hefur haft mjög gaman af að fara um landbúnaðarhéruð í t.d. Þýzkalandi, Sviss, Frakklandi og Ítalíu og kaupa landbúnaðarvörur beint af bændum, sem selja fram- leiðslu sína með miklu stolti, hvort heldur það er ostur, pylsa, vín eða brauð. Sumum þessum afurðum fylgir löng og skemmtileg fjölskyldusaga, sem sögð er um leið og viðskiptin eiga sér stað og Víkverja finnst landbún- aðarafurðir oft beztu „minjagripirn- ir“ sem hægt er að hafa með sér heim úr ferðalagi, þótt ekki verði þeir yf- irleitt langlífir í ísskápnum. VÍKVERJA hefur löngum runniðtil rifja að úti um land hefur ger- ilsneydd og vakúmpökkuð fjölda- framleiðsla verið eina matvaran í boði víðast hvar í verzlunum. Og þeir, sem vilja fá sér í svanginn á ferðalögum um þjóðvegi landsins, furða sig flestir á því að á boðstólum skuli aðallega vera hamborgarar og pylsur, fram- reiddar í plastklæddum sjoppum, þegar allt um kring eru matarkistur af fugli, fiski og stutt í ferskt hráefni hjá bændum. Enn vantar tilfinnan- lega litla, vistlega veitingastaði, sem bjóða upp á rétti sem eru búnir til úr hráefni úr nágrenninu – en þar er svo sannarlega af nógu að taka. Víkverja finnst að sameina megi í auknum mæli húsvernd og „matarferðaþjón- ustu“ með því að bjóða upp á íslenzk- an mat í gömlum, uppgerðum húsum og fá þeim þannig verðugt hlutverk. x x x TÆKIFÆRIN liggja víðar en íferðaþjónustunni; það má líka bæta þjónustuna við neytendur al- mennt. Auðvitað ætti í miklu meira mæli að ýta undir samkeppni í land- búnaðargeiranum með því að einstök bú fái að markaðssetja vörur sínar undir eigin nafni. Krafa neytenda um að vita uppruna vörunnar verður sí- fellt háværari. Er nokkuð óeðlilegt við að neytendur spyrji frá hvaða bæ þær séu ættaðar, lambalundirnar sem þeir kaupa úti í búð? Er nokkuð athugavert við að bændur, sem ná af- burðaárangri í t.d. sauðfjárrækt eða nautgriparækt, njóti þess með því að vörur þeirra séu markaðssettar sem sérstök gæðavara? Er ekki löngu komið nóg af að allir leggi inn í sömu mjólkur- og kjötsúpuna? x x x KANNSKI náum við því einhverntímann að á umbúðum íslenzkr- ar matvöru verði sagt frá fjölskyldu- hefðinni, sem liggi að baki lambakjöt- inu með þessu sérstaka bragði, eða því hvernig menn hafi mann fram af manni lagt sig fram um að verka harðfisk eða hákarl með tilteknum hætti. Neytendur kunna að meta per- sónulega nálgun af því tagi. Einstak- lingar, örnefni og ættir mættu gjarn- an verða meira áberandi í mark- aðssetningunni í stað kaupfélaga og afurðastöðva. Á UNDANFÖRNUM ár- um hafa alþingismenn talað af mikilli ábyrgð um byggðaþróun og staðið fyr- ir markvissum flutningum á stofnunum og fyrirtækj- um ríkisins til landsbyggð- arinnar. Við þurfum án taf- ar byggðarkjarna er getur staðist samanburðinn við Reykjavík, þenslan á höfuð- borgarsvæðinu og glæp- samlegt fasteignaverð stað- festir það. Með tilliti til þessa og þeirra framfara sem orðnar eru í samskipt- um vegna fjarskipta þá er lausnin skýr. Þingmenn, ég skora á ykkur að halda áfram flutningi ríkisfyrir- tækja og stofnana út á landsbyggðina; flytjið Al- þingi til Akureyrar. Einnig má benda á þá hættu sem Alþingi stafar af flugum- ferð frá Reykjavíkurflug- velli og nauðsyn þess að flytja Alþingi úr núverandi húsnæði. Notum tækifærið! Brynjólfur. Þakkir ÉG undirrituð vil koma á framfæri þakklæti til fyrir- tækja og einstaklinga fyrir pennana sem mér hafa ver- ið sendir. Alltaf eru not fyr- ir meira. Þetta er tóm- stundagaman hjá mér. Þegar maður situr í hjóla- stól og þó sérstaklega á vet- urna er gaman að dunda við að setja þá í möppur og ég set þá alla í möppur og merki þá frá hverjum þeir eru. Ástarþakkir, Helga Bergmann, Hátúni 12, Rvík. Launhelgi lyganna eftir Baugalín ÁSTÆÐA þess að ég sest niður og skrifa þetta bréf er sú að ég fékk bókina Laun- helgi Lyganna eftir Bauga- lín í jólagjöf og snart hún mig mjög djúpt. Ég hef ver- ið að hugsa um hana síðan og tel að það sé rík ástæða fyrir því að fólk viti af þess- ari bók, því hún kemur inná nánast allt það sem hulið er innan einkaheims fjölskyld- unnar. Og þá á ég ekki við flölskyldu Baugalínar held- ur allra þeirra sem hafa annaðhvort upplifað svipað eða eiga vini sem gengið hafa í gegnum álíka og seg- ir frá í bókinni. Reyndar hef ég verið að bíða eftir því að þeir sem hafa eitthvað með meðferð unglinga og barna að gera vekji athygli á bók- inni, en því miður hef ég ekki tekið eftir því. Ég benti vinkonu minni á bók- ina og hún fékk hana senda að sunnan og sagði mér að hún hefði ekki getað hætt að lesa, heimilisverkin hefðu setið á hakanum og hún hefði hreinlega hrært í pottinum með annari hend- inni en haldið á bókinni með hinni og verið heppin að maturinn brann ekki við. Núna segist hún skilja miklu betur hvað átt er við þegar talað er um misnotk- un á börnum. Við erum sammála um að réttarúr- bætur sem Baugalín talar um í bókinni séu löngu tímabærar enda lögin eins og þau eru í dag ekki börn- um bjóðandi. Hver gætir réttar þeirra? Ég vill bara segja við Baugalín að þessi bók er meistarastykki og verður vonandi til að opna augu allra sem eitthvað vilja gera til góðs í svona málum. Ég hvet alla sál- fræðinga og sálfræðinema til að lesa Launhelgi Lyg- anna. Það tapar enginn á því. Kannski er þetta bókin sem alltaf vantaði en eng- inn þorði að skrifa. Ogga. Niðrandi orðatiltæki ÉG hef oft furðað mig á því að þegar þjálfara fótbolta- liðs eða handboltaliðs geng- ur ekki vel og félögin vilja losna við hann er þetta orðatiltæki notað: hann var rekinn. Mér finnst þetta niðurlægjandi og óvirðing við þjálfarann, sem er bú- inn að gera sitt besta. Því má ekki segja „látinn fara“ eða „leystur frá störfum“? Mér finnst það mannúð- legra, það er að segja, er nokkuð til sem er mannúð- legt í okkar þjóðfélagi? Það virðist allt ganga út á pen- inga, ekki hugsjón. Því mið- ur finnst mér íþróttir hafa þróast þannig. P.Þ. Dýrahald Jósefína er týnd JÓSEFÍNA er týnd. Hún hvarf frá Laufásvegi 7 föstudagskvöldið 9. mars sl. og hennar er saknað sár- lega heima hjá sér. Hún er lítil og fíngerð, bröndótt með hvítan maga og loppur og nokkra hvíta bletti. Hún á það til að mjálma mikið, svo ef einhver hefur heyrt eða séð til hennar, vinsam- lega hafið samband í síma 562-3888 eða 692-6446. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Alþingi til Akureyrar, ábending til þingmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.