Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÚNA Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, segir að langflestar konur, sem leita að- stoðar hjá Stígamótum eftir nauðg- un, beri lítið traust til réttarkerf- isins og hafi mjög skýrar hugmyndir um að frásagnir þeirra af atburðum muni þykja vafasamar. Þannig telji flest fórnarlömbin að ekki sé unnt að ná rétti sínum með því að kæra verknaðinn. Auk þess geti sum mál verið erfið þegar konur greina frá nauðgunum þegar langt er um liðið, allt frá nokkrum dögum upp fleiri ár. „Þar af leiðandi eru ekki til staðar sönnunargögn sem væri hægt að nýta,“ segir Rúna. „Hugsanlegir áverkar geta verið horfnir og konur grípa stundum til þess ráðs að losa sig við fötin sem þær klæddust þeg- ar þeim var nauðgað og þvo sér ákaflega. Með þessu geta horfið mikilvæg sönnunargögn eins og hár, sæði, húð og slíkt. En jafnvel þótt þessi sönnunargögn væru fyrir hendi er ekki allur vandi leystur því sjaldnast eru vitni að nauðgunum,“ segir Rúna og bendir á þá staðreynd að nauðgarar eru í langflestum til- vikum nákomnir fórnarlambinu. Af frásögnum kvenna megi ráða að árásin hafi verið undirbúin t.d. með því að nauðgarinn tryggði að hann væri einn með konunni. „Nauðganir verða oftast við þessar aðstæður og þess vegna stendur oft orð gegn orði í nauðgunarkærum. Það hvetur ekki konur til að kæra,“ segir hún. Ábyrgðinni ekki velt yfir á árásarmennina „Þar að auki er sífellt verið að flytja konum þau skilaboð með ein- um eða öðrum hætti, að þær sem ekki passa sig, séu hinar seku. Í stað þess að velta ábyrgðinni yfir á árás- armennina eru konur sífellt áminnt- ar um að drekka ekki, klæða sig ekki á þann hátt að þær „bjóði upp á“ áreiti og sækja ekki vafasama veitingastaði. Sú skömm og sektar- kennd, sem tæplega 90% nauðgun- arfórnarlamba þjást af, er studd af allri umræðu í þjóðfélaginu á þess- um nótum og einnig því, að þær sem kæra nauðgun ná ekki rétti sínum.“ Rúna upplýsir að árið 1991 leiddi ein nauðgunarkæra af 16 til ákæru. Árið 1999, þegar 160 nauðgunar- fórnarlömb leituðu aðstoðar hjá Stígamótum og neyðarmóttökunni á Akrueyri og Reykjavík, leiddu fimm kærur af 65 til ákæru og fjórar ákæranna enduðu með sakfellingu fyrir dómi. „Þessar málalyktir eru auðvitað skýr skilaboð til kvenna um að það sé mjög erfitt að ná fram rétti sínum. Þær konur, sem sýna þann kjark að kæra, upplifa að þeim sé ekki trúað og áfallið sem fylgir því er mikið.“ En hvernig er hægt að fá rétt- arkerfið til að ná utan um þessi mál? Rúna bendir á jákvæða þróun í um- ræðu á alþjóðavettvangi og nefnir að í Noregi hefur verið innleitt laga- ákvæði um svokallaða nauðgun af gáleysi. „Nauðgun af gáleysi hljóm- ar auðvitað undarlega, en ástæðan fyrir innleiðingu þessa ákvæðis var sá mikli fjöldi sakborninga sem var sýknaður þegar þeir báru því við að þeir hefðu „talið“ að konan vildi samfarir – þegar hún var í raun sof- andi, rænulaus eða einhverra hluta vegna ófær um að gefa samþykki sitt. Þá má nefna að í Bandaríkj- unum hefur kynferðislegt sjálfræði kvenna verið viðurkennt, en það þýðir að virða skuli það ef kona er ekki í ástandi til að segja af eða á um það hvort hún kæri sig um kyn- líf.“ Um átta ár eru liðin frá því Neyð- armóttaka vegna nauðgunar á þá- verandi Sjúkrahúsi Reykjavíkur var stofnuð. Neyðarmóttaka er einnig á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Flest fórnarlömb á Neyðar- móttökunni 16–25 ára Á Neyðarmóttökunni sem er á slysa- og bráðamóttöku á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, Reykjavík, starfar neyðarteymi læknis, hjúkrunarfræðings og ráð- gjafa sem kallað er út þegar fórn- arlamb nauðgunar þarf á aðhlynn- ingu að halda. Langalgengast er að fórnarlömb nauðgana hringi og fái tíma. Hvert mál er metið fyrir sig með tilliti til þess hversu fljótt fórn- arlambið þarf að komast í skoðun. Þjónustan er ókeypis og nýtur for- gangs og er fyrir bæði konur og karla. Ríflega önnur hver kona leitar á Neyðarmóttökuna mjög fljótlega eftir nauðgun, eða 2–4 klukkustund- um eftir árásina og flest tilvik koma upp um helgar. Tölur frá Neyðar- móttökunni sýna að flestar konur sem þangað koma eru á aldrinum 16–25 ára og oftar en ekki þekkja þær eitthvað til meints geranda. Boðið er upp á læknisskoðun og réttarlæknisfræðilega skoðun, veitt er sálfræðileg ráðgjöf auk þess sem kona getur óskað eftir lögmanni á staðinn til að láta upplýsa sig um lögfræðileg atriði, hvort sem hún ætlar að kæra verknaðinn eða ekki. Ef nauðgunin er kærð er stundum kallaður til lögreglumaður sem tek- ur frumskýrslu af þolandanum og lögmaðurinn annast réttargæslu fyrir kærandann og leggur fram miskabótakröfu í málinu. Sakargögn úr réttarlæknisfræði- legu rannsókninni eru geymd í lok- uðu kerfi og færð til lögreglu ef nauðgunin er kærð. „Ákvörðun um að kæra getur verið erfið því sönn- unarbyrðin í nauðgunarmálum er erfið,“ segir Eyrún Jónsdóttir, um- sjónarhjúkrunarfræðingur Neyðar- móttökunnar í Fossvogi. „Vilji kona kæra er hún studd í þeirri ákvörðun hér í móttökunni og neyðarteymið dregur frásögn hennar aldrei í efa.“ Hún vekur athygli á því að neyð- arteymið samanstendur af fagaðil- um sem veiti þjónustu sem slíkir en gegni ekki hlutverki grasrótarsam- taka þegar hún er innt eftir skoðuná þeirri hugmynd að hafa innanborðs einhvern sem þekkir af eigin raun áhrif nauðgunar. Í framhaldi af fyrstu heimsókn skjólstæðinga á Neyðarmóttökuna er þeim boðið upp á sálfræðiviðtöl, alls tíu klukkustundir, þeim að kostnaðarlausu, en þörf kvenna í kjölfar áfalls vegna nauðgunar er þó mismikil og einstaklingsbundið hvort þær vilja nýta sér hana. „Um 80% kvenna verða fyrir áfallaröskun eftir nauðgun en það eru ýmis andleg og líkamleg og félagsleg vandamál og geðraskanir sem geta varað í langan tíma. Það er eitt hlutverka okkar að hjálpa þeim að komast yfir áfallið og fá tilfinn- ingu um eigin heilleika og komast í sátt við sjálfar sig svo skömm, sekt- arkennd og sjálfsásakanir, sem er mjög algeng í kjölfar nauðgunar, brjóti þær síður niður,“ segir Ey- rún. Þriðjungur málanna kærður Að svo miklu leyti sem hún þekkir til, hafa orðið nokkrar breytingar í nauðgunarmálum hérlendis undan- farin ár. Í fyrsta lagi má nefna að færri konur sem leita til Neyðar- móttökunnar kæra nauðgunina. „Mörg undangengin ár hefur um helmingur kvennanna kært nauðg- unina en í fyrra brá svo við að þriðj- ungur þeirra mála sem við komum að, var kærður. Það er margt sem getur valdið þessari fækkun. Við fáum sífellt fleiri tilvik þar sem kon- um sem dáið hafa áfengisdauða hef- ur verið nauðgað. Mjög mikilvægt er alltaf að koma sem fyrst eftir at- burð og ekki síst ef um er að ræða hugsanlega lyfjabyrlun, til að hægt sé að taka blóðsýni til áfengis- eða lyfjamælinga.“ Eyrún segir í fram- haldi af þessu að lyfjamál, sem eru tilkynnt of seint, þoli biðina á meðan verið er að kalla saman neyðarteym- ið, enda sé talið að sönnunargögn séu þá þegar horfin. „Það má heldur ekki gleyma því að margar konur eru hræddar við hefndir af hálfu of- beldismannsins, sem hefur e.t.v. uppi hótanir við þær,“ segir hún. „Enn ein ástæða þess að færri kon- ur kæra er einfaldlega sú að það er ekki uppörvandi fyrir konur að sjá hver verða afdrif nauðgunarmála í réttarkerfinu.“ Eyrún getur þess einnig að hóp- nauðganir virðast vera að færast í vöxt. „Við sjáum merki um meiri ásetning en áður. Það hefur orðið aukning á þeim nauðgunarmálum þar sem eru margir gerendur. Það kann að vera að vaxandi klámum- ræða hérlendis og hlutgerving á konum hafi þarna áhrif, þar sem verið er að lítillækka og misnota konur.“ Réttarkerfið nýtur lítils trausts meðal fórnarlamba nauðgana Orð standa gegn orði Nauðgarar eru í langflestum tilvikum nákomnir fórnarlambinu og oft er árásin undirbúin. Nauðganir standa einnig í nánum tengslum við skemmtanalíf enda koma flest tilvik upp um helgar. Sviðsett mynd bandarískrar miðstöðvar ber þau skilaboð að fimmta hver nauðgun eigi sér aðdraganda á borð við þann sem sést á myndinni. Eitt af hverjum tíu nauðgunarmálum sem bárust Stígamótum í fyrra komst til op- inberra aðila. Ástæð- urnar liggja m.a. í því að mál eru oft fyrnd þegar þau koma loks upp á yf- irborðið en einnig er al- gengt að fórnarlömb nauðgana treysti sér ekki í gegnum yfir- heyrslu og réttarkerfið. FRAM hefur komið að afdrif 85,7% þeirra nauðgunarmála sem bárust Stígamótum í fyrra, urðu þau að kæra var ekki borin fram til lögreglu. 380 einstaklingar, þar af 96% konur, leituðu til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis. Tæplega 700 fórn- arlömb hafa komið á neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála á Landspítalann í Fossvogi á átta ára starfstíma deildarinnar og flest eru fórnarlömbin á aldrinum 16 til 25 ára. Þetta eru meðal fjölmargra staðreynda um nauðgunarmál hérlendis. Í eftirfarandi frásögn konu, sem var nauðgað fyrir hálfu öðru ári, kemur fram að kærumál hennar var látið falla niður vegna skorts á sönnunargögnum. Konan kemur fram undir nafnleynd í þessari grein, en hún segir að sennilega hefði málið betur verið ókært ef hún hefði vitað um það sem beið hennar í kæruferl- inu. „Með þessum skrifum vil ég vekja athygli á seinagangi og einkennilegri afgreiðslu dómskerfisins í nauðgunarmálum. Fyrir 17 mánuðum síðan varð ég fórnarlamb lyfja- nauðgunar. Ég var hvött til þess að leita til neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Þar starfar fimm manna teymi sem kallað er saman í svona tilvikum. Ég hringdi undir hádegi en varð að bíða til kl 4 en það tók þennan tíma að kalla teymið saman. Þetta er allt yndislegt fólk og á þakkir skilið fyrir móttökurnar, en það sem mér finnst vanta er ein manneskja með reynslu, þ.e.a.s. sem hefur upplifað þessar hörmungar. Það er ekki nóg að hafa skírteini upp á vasann ef reynsluna vantar. Það var lagt að mér að kæra til lögreglu, en ef ég hefði vitað um það sem ég átti að eftir að ganga í gegnum á því ferli, hefði ég sennilega aldrei farið af stað. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn fannst maðurinn ekki og eftir lögbundna 6 mán- uði var málið sent til dómsmálaráðuneyt- isins sem óupplýst, ásamt bótakröfu. Þegar mig fór að lengja eftir svari og spurðist fyrir, var mér sagt að bótakrafan væri ein- hvers staðar í kerfinu. Ég pantaði viðtal við dómsmálaráðherra, en þá kom í ljós að hún vissi ekki að óupplýst mál væru bóta- skyld. En það er í lögum frá 1995. Ekki löngu síðar rakst ég á manninn, hann var á gangi en ég var akandi með syni mínum. Ég lét lögreglu strax vita, en fékk engin viðbrögð af því að ég vissi ekki hvað mað- urinn hét, eins og lögreglan orðaði það. Það var ekki fyrr en ég fékk samband við varðstjóra að þeir tóku við sér. Ég var búin að fylgja honum eftir á meðan, en þessi seinagangur varð til þess að hann slapp. Það var svo síðastliðið haust að sonur minn sá hann og þá var brugðist strax við. Eftir skýrslutökur á báða bóga var málið sent lögfræðideild ríkislögreglustjóra með þeim tilmælum að málið yrði sent ríkissaksókn- ara sem fyrst. Eftir langa bið spurðist ég fyrir, en fékk þau svör að ekki hefði unnist tími til þess að líta á málið, en var lofað að það yrði gert sem fyrst. Málið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum Skömmu síðar kom rothöggið. Ég fékk bréf, ekki í mínu nafni heldur afrit af bréfi til mannsins sem ég kærði þess efnis að málið yrði fellt niður. Þarna upplifði ég í raun og veru nauðgun aftur. Að því sem hafði þurft að þola og kærunni minni skyldi ekki vera sýnd sú virðing að tjá mér þessa niðurstöðu í bréfi stíluðu á mitt nafn. Mér leið eins og ég væri allt í einu orðinn gerandinn í málinu. Lögfræðingurinn minn fór fram á skrif- lega skýringu sem yrði stíluð á mitt nafn. Bréfið kom, en litlar útskýringar aðrar en þær að vegna skorts á sönnunargögnum væri málið fellt niður. Sem sagt þarna var orð gegn orði, þrátt fyrir að ég teldi mín rök nokkuð sterk. Að lokum vona ég að þessi skrif mín verði til þess að vekja, þó ekki væri nema einn af þessum ráðamönnum til umhugs- unar. Þegar tölur um afdrif nauðgunar- mála eru skoðaðar og að fenginni þessari reynslu er ekki óeðlilegt að spyrja: til hvers erum við að kæra?“ „Til hvers erum við að kæra?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.