Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 25 SPURNINGIN um þjóðarstolt hef- ur nú enn einu sinni orðið þýzkum stjórnmálamönnum tilefni til æsi- legrar umræðu, meira en hálfri öld eftir endalok „Þriðja ríkisins“ og áratug eftir sameiningu landsins. Umhverfisráðherrann Jürgen Trittin hrinti deilunni af stað er hann í síðustu viku líkti Laurenz Meyer, framkvæmdastjóra kristilegra demókrata (CDU), við nýnazista fyr- ir að hafa látið út úr sér að hann væri stoltur af því að vera Þjóðverji. Græninginn Trittin baðst afsökun- ar á ummælunum en var fjarverandi umræðu á þingi um málið á föstudag og anzaði ekki kröfum úr röðum stjórnarandstöðuþingmanna um að hann segði af sér ráðherraembætti. Johannes Rau, forseti Þýzkalands, hellti olíu á eldinn þegar hann lýsti því yfir að þýzkur borgari gæti verið ánægður með að vera þýzkur, en ekki stoltur. Forsetinn, sem gegnir litlu öðru en táknrænu hlutverki í þýzkum stjórnmálum og hefð er orð- in fyrir að líta á sem eins konar mál- pípu siðferðilegrar samvizku þjóðar- innar, sagði að ekki væri rétt að finna til stolts vegna þjóðernisins; slíkt væri aðeins við hæfi þegar um eigin afrek manna væri að ræða. Thomas Goppel, framkvæmda- stjóri CSU, hins bæverska systur- flokks CDU, brást við þessum orðum forsetans, sem er jafnaðarmaður, með því að draga í efa að maður, sem ekki segðist geta verið stoltur af þjóðerni sínu, væri í réttu hlutverki sem þjóðhöfðingi. Gerhard Schröder kanzlari bland- aði sér í umræðuna á mánudag, og valdi orð sín greinilega af kostgæfni. „Ég er stoltur af því sem íbúarnir hafa áorkað og af hinni lýðræðislegu menningu. Og á þennan hátt er ég þýzkur föðurlandssinni, sem er stolt- ur af landi sínu,“ sagði Schröder í Süddeutsche Zeitung. Hið áhrifaríka blað Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) sagði Trittin líta út fyrir að vera ein- angraðan í „sjúklegri afneitun sinni á föðurlandsást“ og benti á að æ fleiri stjórnmálamenn, ekki aðeins á hægri vængnum, leyfðu sér nú að lýsa stolti af landi sínu. Að sögn blaðsins er þetta afleiðing umræðu sem spannst í fyrra út frá hugtakinu „leiðandi menning“ („Leitkultur“), sem einn af frammámönnum kristi- legra demókrata sagði eðlilegt að innflytjendur löguðu sig að. Friedrich Merz, formaður þing- flokks CDU á Sambandsþinginu í Berlín, maðurinn sem kom af stað deilunni um „leiðandi menninguna“, hefur sagt að flokkurinn hyggist í þessari viku leggja á þingi Rhein- land-Pfalz fram tillögu um vantraust á hendur Trittin umhverfisráðherra. Að sögn Peter Lösche, prófessors í stjórnmálafræði við háskólann í Göttingen, er „daður“ frammá- manna CDU við föðurlandsást og þjóðarstolt til þess ætlað að vinna flokknum atkvæði einkum í Baden- Württemberg, þar sem hinn þjóð- ernissinnaði Lýðveldisflokkur hefur notið trausts fylgis um tíunda hvers kjósanda síðustu kjörtímabilin. Forseti sakaður um skort á þjóðarstolti Berlín. Reuters. GRÍÐARSTÓR olíuborpallur bras- ilíska ríkisolíufélagsins Petrobras sökk í gær og var myndin tekin skömmu áður en hann hvarf í Atl- antshafið. Sprenging varð í einni af stoðum pallsins í liðinni viku og er vitað að tveir starfsmenn fórust, átta að auki er enn saknað. Pall- urinn, sem nefndur var P-36, skemmdist mikið, hallinn varð um 30 gráður en sérfræðingar dældu vetni í flothylki hans og tókst einn- ig að fjarlægja um 4.100 tonn af vatni úr pallinum. Slæmt veður kom í veg fyrir frekari aðgerðir og svo fór að hann sökk. Um 1,5 millj- ónir lítra af olíu eru í pallinum og óttast menn að olían geti valdið miklum náttúruspjöllum þegar hún lekur út í sjóinn. Reuters Borpallur sokkinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.