Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 20
VIÐSKIPTI 20 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Aðalfundur SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn miðvikudaginn 28. mars 2001 í Ársal Hótels Sögu Samkeppni og sóknarfæri 14:30 Skráning og afhending gagna 15:00 Setning - Ræða formanns Tryggvi Jónsson, formaður stjórnar SVÞ. - Ávarp Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra. Erindi - Hin kalda hönd Óli Björn Kárason, ritstjóri DV. - Viðskiptasérleyfi (Franchise) - Rekstrarform næstu kynslóðar fyrirtækja Karin Ericsson, framkvæmdastjóri Svenska Franchiseföreningen 16:30 Kaffihlé 17:00 Hefðbundin aðalfundarstörf TÓMAS Kristjánsson framkvæmda- stjóri hjá Íslandsbanka-FBA hefur selt 5,5 milljónir króna að nafnverði hlutafjár í Íslandsbanka-FBA hf. á verðinu kr. 4,2. Söluverð hlutarins nemur 23,1 milljón. Eignarhlutur Tómasar eftir söluna er kr. 24.685.095 krónur að nafnverði. Svanbjörn Thoroddsen fram- kvæmdastjóri hefur selt 7 milljónir króna að nafnverði hlutafjár í Ís- landsbanka-FBA hf. á verðinu kr. 4,2. Söluverð hlutarins er 29,4 millj- ónir króna. Eignarhlutur Svanbjörns eftir söl- una er 22.377.945 krónur. Viðskiptin fóru fram miðvikudag- inn 14. mars sl. Starfsmenn selja í Íslands- banka-FBA FLUGLEIÐIR hafa gert samning að verðmæti rúmlega 170 milljónir króna við breska flugfélagið Air Scandic. Samningurinn felur í sér að Flugleiðir munu annast flug á vegum breska félagsins 3 daga vikunnar frá miðjum apríl til loka október. Ein af Boeing 757-þotum Flugleiða mun annast flugið. Vél- inni verður flogið af flugmönnum Flugleiða, og munu flugfreyjur og flugþjónar félagsins jafnframt starfa um borð á einhverjum leið- anna. Air Scandic er leiguflugfélag sem rekur tvær Airbus-breiðþotur, og flýgur fyrir breskar ferðaskrif- stofur. Flugið sem Flugleiðir munu annast er til áfangastaða við Miðjarðarhafið. Auk vélar Flug- leiða mun Boeing 757-vél frá Finnair fljúga á vegum Air Scand- ic í sumar. Flugleiðir hófu að fljúga leiguflug á vegum erlendra aðila í fyrra eftir nokkurra ára hlé, þegar félagið gerði samning við þýska leiguflugfélagið Condor. Félagið hyggst bæta við verkefn- um af þessu tagi eftir því sem tækifæri bjóðast. Flugleiðir í leiguflug fyrir Air Scandic LÍNA.NET er greinilega á réttri leið fyrst stjórnendur Landssímans líta á fyrirtækið sem sinn harðasta samkeppnisaðila, að sögn Eiríks Bragasonar, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. Spurður um ummæli Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns Lands- símans, á aðalfundi félagsins síðast- liðinn mánudag, segir Eiríkur ástæðu fyrir stjórnendur Línu.Nets til að vera upp með sér. Friðrik sagði meðal annars á aðal- fundi Landssímans að hin nýju fjar- skiptafélög, annars vegar Lína.Net, sem er að stærstum hluta í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, og hins veg- ar Fjarski, sem annast símanet Landsvirkjunar, eigi að bera allan sinn fjárfestingar- og rekstrarkostn- aða sjálf og að orkukerfið eigi ekki á nokkurn hátt að bera þann kostnað uppi. Friðrik sagði brýnt að opinber- ir aðilar tefji ekki eða trufli mikil- vægan framgang samkeppnina. Eiríkur segist ekki átta sig á hvað Friðrik eigi við með ummælum sín- um. Lína.Net sé rekið sem hluta- félag og ákveðið hlutafé hafi verið greitt inn í fyrirtækið. Það hafi ekk- ert með orkukerfið að gera. Ummæli Friðriks ættu hugsanlega rétt á sér ef það fjármagn sem Orkuveitan hafi greitt í Línu.Net væri tapað fé, en svo sé ekki. Hlutur Orkuveitunnar í Línu.Neti fer hugsanlega í 52% í vor „Varðandi verð á þjónustu Línu.- Nets verður að vekja athygli á þrennu,“ segir Eiríkur. „Þegar ljósleiðaranet Línu.Nets var lagt, sem er stærstur hluti af fjárfestingu fyrirtækisins, voru not- aðar mjög hagkvæmar og nýstárleg- ar vinnuaðferðir. Kostnaðurinn við okkar kerfi er u.þ.b. helmingur af því sem það hefði kostað Landssímann með hefðbundnum vinnuaðferðum. Í öðru lagi hefur verið horft mikið til framtíðar við hönnun á kerfi Línu.- Nets. Fjöldi ljósþráða og tengimögu- leikar ljósleiðarakerfis Línu.Nets eru tíu sinnu fleiri en hefðbundinn ljósleiðari Landssímans. Í þriðja lagi er rekstrarkostnaður Línu.Nets margfalt lægri en rekstrarkostnaður Landssímans. Starfsmannafjöldi Línu.Nets er til að mynda einn hundraðasti af starfsmannafjölda Landssímans. Auk þess erum við með nýtt kerfi sem er mun ódýrara í rekstri en eldri kerfi. Þetta allt til samans veldur því að við getum boð- ið miklu öflugri þjónustu á hag- kvæmara verði en Landssíminn.“ Varðandi eignarhaldið á Línu.Neti segir Eiríkur nauðsynlegt að vekja athygli á því að fyrirtækið sé eins og hálfs árs gamalt. Í upphafi hafi það verið 100% í eigu Orkuveitu Reykja- víkur. Þessi hlutur hafi minnkað verulega og með hlutafjárútboði, sem fyrirhugað sé í vor, muni hlutur Orkuveitunnar hugsanlega fara nið- ur í 52%. „Mér sýnist Landssíminn þurfa að hafa sig allan við ef hann ætlar ekki að standa Línu.Neti langt að baki hvað þetta varðar“. Guðmundur Ingi Ásmundsson, framkvæmdastjóri Fjarska, fjar- skiptafyrirtækis Landsvirkjunar, segir að tilgangurinn með því að stofna Fjarska hafi verið að aðgreina rekstur fjarskiptastarfsemi Lands- virkjunar frá öðrum rekstri hennar. Þannig sé þessi rekstur ekki borinn uppi af orkustarfsemi Landsvirkjun- ar. Guðmundur segir fyrirtækið einkahlutafélag Landsvirkjunar og rétt að hefja starfsemi. Að öðru leyti vill hann ekkert segja um ummæli Friðriks Pálssonar. Orkukerfið og nýju fjarskiptafélögin, Lína.Net og Fjarski Rekstur aðskilinn frá starfsemi móðurfélaga GRANDI hf. var rekinn með 96 millj- óna króna tapi á síðasta ári, en árið 1999 var 708 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins. Þetta er viðsnún- ingur sem nemur rúmum 800 millj- ónum króna. Afkoman er 21 milljón króna lakari en meðaltal þess sem fjögur fjármálafyrirtæki spáðu félag- inu. „Árið var í sjálfu sér áfallalaust og rekstur af eigin starfsemi kom ágæt- lega út,“ segir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda. Hann bendir á að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði sé 891 milljón króna, sem sé um 23% af veltu. Sama megi segja um veltufé félagsins, það sé um 652 milljónir króna eða um 17% af veltu, sem sé svipað og árið á undan. „Það sem aðeins íþyngdi okkur í al- mennum rekstri á síðasta ári var tvennt, olíuhækkunin og mjöl- og lýs- isverð,“ segir Brynjólfur. „Það sem svo kemur til frádráttar er gengistap- ið, sem var 573 milljónir króna og þar að auki eru áhrif hlutdeildarfélag- anna neikvæð en voru jákvæð árið áð- ur. Þetta endurspeglar að við eigum stóra hluti í sjávarútvegsfyrirtækj- um.“ Hann bætir því við að bolfisk- veiðin hafi gengið ágætlega, en fram- an af ári hafi gengishækkun krón- unnar verið óhagstæð fyrir útflutn- inginn. Frestun verkfalls var ekki endilega tímabær Brynjólfur segist nokkuð bjart- sýnn á afkomu yfirstandandi árs ef verkfall setji ekki strik í reikninginn. „Það er mjög bagalegt fyrir Granda ef verkfall verður í apríl þeg- ar veiði á úthafskarfa hefst. Úthafs- karfaheimildirnar eru 45 þúsund tonn og í þeim veiðum felast mikil verð- mæti. Veiðin hefur yfirleitt verið það mikil seinnihluta apríl og fram í júní að langt verkfall yrði okkur afar dýrt. Ég tel að frestun á verkfalli nú hafi ekki endilega verið tímabær. Ég hefði frekar viljað takast á við kjarasamn- ingana núna og hef verið að því. Frestun á verkfalli fram í úthafs- karfatímabil kemur sér illa fyrir okk- ur.“ Þegar litið er á þróun langtíma- skulda síðustu fimm ára sést að þær hafa rúmlega tvöfaldast í 5,8 milljarða króna. Brynjólfur segir þetta ekki vera áhyggjuefni. Eiginfjárhlutfallið hafi ekki lækkað mikið og mikið veltu- fé sé frá rekstri, sex til sjö hundruð milljónir árlega. Þetta sé notað til að greiða niður lán eða fjárfesta. Á und- anförnum árum hafi ekki verið fjár- fest í kvóta heldur í öðrum fyrirtækj- um og endurbótum á skipum og tækjum til að auka hagkvæmni þeirra. Fyrir um fimm árum hafi félagið gert út átta skip en geri nú út fimm þrátt fyrir að veitt sé sama magn. Spurður um yfirstandandi ár segir Brynjólfur að öll merki séu jákvæð. Verð á mörkuðum sé tiltölulega stöð- ugt og eftirspurn hafi styrkst, þannig að árið líti ágætlega út. Heildarafli togara Granda var rúm- lega 30 þúsund tonn sem er heldur meira en árið 1999. Nótaskip Faxa- mjöls hf. voru með um 35 þúsund tonn samanborið við um 40 þúsund tonn árið áður. Umfangsmiklar endurbætur voru gerðar á Faxa RE 9 á árinu 2000 og kostuðu þær um 480 milljónir króna. Skipið var lengt um rúmlega 10 metra, sett í það aflmeiri vél og fleira. Faxamjöl hf. er dótturfélag Granda og var það rekið með 218 milljóna króna halla á síðasta ári. Áhrif hlutdeildarfélaga veldur vonbrigðum Esther Finnbogadóttir, greining- ardeild Kaupþings, segir rekstraraf- komu Granda fyrir árið 2000 ekki koma á óvart enda taki hún mjög mið af þróun ytri aðstæðna á síðasta ári, eins og hjá öðrum sjávarútvegsfyrir- tækjum. „Fjármagnsliðir vega þungt, eru neikvæðir um 593 milljónir króna,“ segir Esther, „en þar er um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári. Gengisþróunin skilar þó að öðru óbreyttu hærri tekjum á yfir- standandi ári og hefur því jákvæð áhrif á reksturinn til lengri tíma litið. Heildartekjur aukast um rúm 6% á milli ára en rekstrargjöld aukast um 4,6% á milli ára. Framlegðin eykst um nærri 30 milljónir króna frá fyrra ári en stendur nær því í stað sem hlutfall af tekjum. Framlegðarhlutfall land- vinnslu dregst nokkuð saman frá því á árinu 1999, en er þó með betra móti miðað við það sem gerist í greininni. Framlegðarhlutfall útgerðar hækkar nokkuð á milli ára. Áhrif hlutdeild- arfélaga veldur vonbrigðum en þau skiluðu 182 milljóna króna hagnaði á síðasta ári.“ Góður fjárfestingarkostur til lengri tíma í sjávarútvegi Esther segir fjármunamyndun félagsins góða, veltufé frá rekstri aukist um 6% á milli ára. Markaðs- virði félagsins sé í dag um 9,5 sinnum veltufé félagsins eða um 6,2 milljarðar króna. „Í samanburði við önnur sjáv- arútvegsfyrirtæki verða bréf Granda talin góður fjárfestingarkostur til lengri tíma litið og horfur í heildina eru ágætar. Sé litið til kvótastöðu og þeirrar arðsemi sem félagið skilar, telst hún með því betra sem gerist í greininni. Í heildina litið getur upp- gjör félagsins vart talist gott en sé lit- ið framhjá fjármagnsliðum sést að eigin rekstur félagsins er að skila við- unandi niðurstöðu,“ segir Esther. Fyrir aðalfundi Granda liggur til- laga um 9% arðgreiðslu fyrir árið 2000, en 11% arður var greiddur fyrir árið 1999. Hluthafar í félaginu voru 1.043 um síðustu áramót og hlutafé 1.479 milljónir króna. 96 milljóna króna tap hjá Granda hf.  C3  D                                          &                                    !"#$% !"&&'  '()  *%$! *+!  #+  88EFG !"$$) ,"&(+  (%) &-$, !(-+. *)-'. )#%  ! "#$!  !$  " " %#"  &'$  %'% ($ ' !#)!  %! $*)) ($*'+ "$*'+ ")                   ! "  ! "  ! "        !+"+)" !+"+)"HH         ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.