Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                  !"   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HUGTAKIÐ kynþáttur er ekki svo ýkja gamalt í hugmyndasögu Vest- urlanda. Upp úr landafundum og í aðdraganda þeirra var framandi fólk á framandi stöðum fyrst og fremst heiðingjar í hugum Evrópu- manna. Upp úr landafundum eykst vöxtur og viðgangur náttúrufræða. Með vísindabyltingunni á nítjándu öld og Darwin hafa náttúruvísindin ef svo má segja leyst skaparann af hólmi. Náttúrulögmálin standa óh- áð guði. Náttúran kemur í stað guðs. Hlutur kynstofnsins eflist og hlutur nýrrar elítu, hvítra karla undir gunnreifum fánum vísinda- og nytjahyggju. Samkvæmt skyn- semistrúnni þóttu konur og börn ekki beysnar skynsemisverur fremur en húsdýrin. Messíasarkenningar á borð við pósitífisma, framfaratrú, nytja- hyggju, frjálshyggju, femínisma, guðspeki og kommúnisma líta dagsins ljós á nítjándu öldinni og hreinræktaður rasismi grefur einnig um sig í hinni mekanísku heimsmynd. Félagslegur freudismi og libido gerir sig gildandi. Femín- istar og kynhverfir eru líffræðileg stærð og menningarafurð 20. aldar samkvæmt góðum og gegnum skilningi. En hvað ætli skammstöf- unin D.D.R. komi þessum hlutum við? Segir a.m.k. einhverja sögu um enn aðra menningarafurð, vel- vaxta og stælta lýðræðisást. Þroskaferli ungbarna vindur fram hvarvetna á jörðunni á sama hátt. 18 mánaða ungbarn, þriggja ára og fjögurra stígur sömu skref- in í þroska án tillits til litarháttar eða hnattstöðu. Langanir og þrár eru einráðar á frumbernskuskeið- inu. Það er vart fyrr en á fjögurra ára aldrinum að vit og þekking nægir litlu manneskjunni til að bæði efa og trúa. Þriggja ára barn veldur því ekki. Reynsla fólks mót- ast á einn mögulegan veg hver sem við erum og hvar sem við erum, hvort heldur við erum karlkyns eða kvenkyns, svört, gul, rauð eða hvít, vegna þess að við, sem burð- umst með mennska vitund, erum einnar gerðar. Við lærum ólíkt öðrum lífverum inn á heim tungu- málsins, tjáum okkur hvert við annað, gleðjumst eins og hryggj- umst. Öll lútum við því að verða að deyja. Nú til dags er allt sem máli skiptir greypt í litninga og ætti því öllu samkvæmt að óma í vitund okkar allra jafnt sekra og sak- lausra, missterkt þó. Niður með kynþáttahyggju hvort heldur hún birtist í sjálfbirgingi, aðdáun, fyr- irlitningu eða hatri. JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30. Hugtakið kynþáttur er ónýt mælieining Frá Jóni Bergsteinssyni: ÁFORM um að setja landfyllingu í Arnarnesvog kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ef litið er á kort sem íbúum Garðabæjar áskotnaðist fyrir nokkrum árum um aðalskipu- lag bæjarins 1995–2015, er ekki eitt strik sem gefur til kynna landfyll- ingu í voginum. Árið 2000 voru samt komin fram áform um að gera slíkt og á árinu 2001 eru þessar vanga- veltur í gangi og hugsanlegar fram- kvæmdir komnar í umhverfismat. Þetta eru vinnubrögð sem erfitt er að sætta sig við. Lausn á vandamáli Aðalskipulagið fjallar um byggð fyrir meira en 8.000 íbúa til viðbótar við þá 8.000 sem þegar búa í bænum. Það vantar því ekki land fyrir fleiri íbúa í Garðabæ. Það er þegar til frá náttúrunnar hendi. Vissulega er gaman að eiga heima við sjó og landfylling myndi stækka svæði þar sem menn gætu búið við sjó, en það er ekki eins og beðið hafi verið eftir þessari lausn til að bjarga byggðamálum og bæjarbragnum í Garðabæ. Landfylling er ekki lausn á neinu fyrir Garðabæ heldur fyrir- huguð lausn á vandamáli Björgunar og Bygg sem vantar hreint og beint verkefni. Þeir taka höndum saman við arkitekta og fasteignasala og ætla að græða peninga. Til þess er leikurinn gerður. Arnnesingar hafa áhuga á um- hverfi sínu eins og t.d. Reykvíkingar, sem hafa áhuga á því hvað verður um Reykjavíkurflugvöll og ég rétt vona að Reykvíkingar fari ekki að leggja flugvöll úti í Lönguskerjum. Land- fyllingar í Skerjafirði, þar með talið í Arnarnesvogi, eru algjört virðingar- leysi við þá staðreynd að fjörðurinn er á Náttúruminjaskrá og á skrá Al- þjóða fuglaverndunarsambandsins (Bird Life international). Ég vil í því sambandi benda á grein Ólafs K. Nielsens: „Fuglarnir, Skerjafjörður og Arnarnesvogur“ í Mbl. 24-11-00. Enn er lag Heimurinn er víða orðinn ljótur. Menn vilja búa saman í þéttbýli og það verður alltaf að fórna einhverju fyrir tilheyrandi mannvirki; vegi, bensínstöðvar, íbúðir … Það skortir hins vegar ekki land á Íslandi og ekki í Garðabæ. Landfyllingar í Reykja- vík eru engin rök fyrir landfyllingum í Garðabæ. Það er engu líkara en landfyllingar séu að komast í tísku, líkt og loðdýrarækt og fiskeldi á sín- um tíma. Menn eiga að reyna eftir fremsta megni að lifa í takt við nátt- úruna og enn er lag í Garðabæ og reyndar á Íslandi yfirleitt. Ég krefst þess að bæjarstjórn Garðabæjar hlusti eftir óskum íbú- anna og láti ekki þurfandi verktaka og fasteignasala hafa sig að ginning- arfífli. ANNA MARÍA GEIRSDÓTTIR, Blikanesi 17. Nei takk við land- fyllingu í Skerjafirði Frá Önnu Maríu Geirsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.