Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 44

Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anne MarieBjarnason fædd- ist í Wilsted sem er skammt frá Bremen í Þýskalandi 2. apríl 1914. Hún lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 11. mars síðastlið- inn. Faðir hennar var Alfried Ernst Leopold Jerke, læknir og dýralækn- ir, enskur í aðra ættina en þýskur í hina. Móðir hennar var Berthilde Cath- arine Onkla Folkra Heilsinde Jerke, fædd Schmitz, yfirhjúkrunarkona. Hún var spænsk í aðra ætt- ina og þýsk í hina. Dóttir Anne Mar- ie er Mónika Páls- dóttir, f. í Hamborg 26. nóvember 1945. Anne Marie gift- ist Jóni Bjarnasyni, f. 1901, d. 1961, frá Hellnaseli í Aðaldal og gengu þau í hjónaband 16. ágúst 1952. Sonur þeirra Jóns er Bjarni, f. 7. apríl 1953. Barna- börnin eru þrjú. Útför Anne Marie fór fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 20. mars. Við systkinin viljum minnast móður okkar með nokkrum atriðum úr lífshlaupi hennar. Við skírn hlaut móðir okkar nafn- ið Isolde Annemarie Jerke en því virðist hafa verið breytt þegar hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt. Fjölskylda hennar flutti snemma til Seehausen sem er við Bremen, þar sem móðir okkar ólst upp. Afi lést í mótorhjólaslysi er hann var í sjúkraútkalli um 1935 en amma varð bráðkvödd úr hjarta- slagi skömmu síðar. Móðir okkar gekk í kvennaskóla og lauk stúdentsprófi 1930. Árið 1936 fer hún til starfa og náms hjá Ríkishælinu Strecknitz í Lübeck og tók þar próf tveim árum seinna sem hjúkrunarkona með geðhjúkrun sem sérsvið. Þetta nám fékk hún aldrei viðurkennt hérlendis, sem henni sárnaði mjög. Starfaði hún þar áfram til 1941 en þá lét hún af störfum þar vegna heilsubrests. Stríðið var skollið á með öllum sín- um hörmungum og mátti móðir okkar m.a. þola að grafast í húsa- rústum eftir loftárás. Í stríðinu starfaði hún á veðurstofu tengdri hernum. Veðurstofan var þar sem varð hernámssvæði Sovétríkjanna en þaðan tókst henni að sleppa vest- ur við lok stríðsins með tvær ferða- töskur. Var innihald þeirra það eina sem ekki glataðist móður okkar af veraldlegum eigum í hildarleik stríðsins. Fátækt og skortur hrjáði Þjóðverja eftir stríð og leituðu margir nýrrar framtíðar á fjarlæg- um slóðum. Móður okkar, þá búandi í Hamborg, gafst kostur á að fara til starfa til Englands og til Íslands, sem hún valdi, og kom hún hingað til lands síðla árs 1949 á togaranum Bjarna riddara. Mónika, sem þá var fjögurra ára, varð eftir í Hamborg að sinni. Eftir komuna hingað starfaði móðir okkar fyrst á Landakoti en svo á Kleppsspítala. Á Landakoti kynntist hún Jóni, sem hún síðar giftist. Um haustið 1952 sótti hún Móniku til Hamborgar. Fór hún út með skipi 10. september og kom svo til baka 24. október. Upp úr 1955 hóf móðir okkar störf að nýju við hjúkrun, þá á Hvítabandinu, og vann þar þar til það var lagt af sem sjúkrahús. Við tók vinna á deild A4 á Borgarspít- alanum og starfaði hún þar til 1979 að hún hætti vegna heilsubrests. Við höldum að óhætt sé að full- yrða að hún hafi verið vel liðin af sjúklingum og þó nokkuð má finna af þakklætisskrifum frá sjúklingum í þeim pappírum sem hún hefur haldið til haga. Árið 1979 flutti móðir okkar til Hafnarfjarðar. Árið 1989 fékk hún inni í þjónustuíbúðum aldraðra þar sem hún bjó þar til hún fékk blóð- tappa við heila 1996. Varð hún ófær um að búa ein í kjölfarið. Eftir áfall- ið var hún rænd máli að mestu. Fékk hún fljótlega inni á Sólvangi, þar sem hún bjó svo til æviloka. Hlutskipti móður okkar í lífinu var oft erfitt. Við systkinin þekkjum hörmungar styrjaldarinnar aðeins af afspurn en móðir okkar bar um- merki á hörundi um þann næring- arskort sem endalokum stríðsins fylgdi. Hún bar alltaf mikinn kvíð- boga fyrir áramótum vegna þess hvað púðurhvellirnir minntu hana óþyrmilega á verri tíð. Hún mátti standa fyrir heimilinu ein eftir að pabbi féll frá. Ýmsir erfiðleikar urðu en verst var samt sú hætta að fjölskyldan yrði húsnæðislaus en lengi voru horfur dökkar fyrir 1970 enda mikill húsnæðisskortur. Alltaf rættist samt úr öllu þótt stundum stefndi í óefni. Móðir okkar unni myndlist, sér- staklega í klassískum stíl. Hún var áttundi ættliður frá spænska mál- aranum Diego Velazquez en ósagt skal látið hvort sá uppruni hafi haft nokkur áhrif á áhuga hennar á list- um. Tónlist skipti móður okkar alla tíð miklu máli. Hún stundaði tónlist- arnám áður en hún kom til landsins en hérlendis gekk hún til Sigurðar Demetz Franzsonar og stundaði söngnám hjá honum. Söng hún op- inberlega við ýmis tækifæri, m.a. nokkrum sinnum á páskum í Dóm- kirkjunni. Við systkinin viljum enda með sérstöku og innilegu þakklæti til starfsfólks Sólvangs fyrir þá umönnun sem móður okkar var veitt þar síðustu ár ævi sinnar. Mónika Pálsdóttir, Bjarni Jónsson. ANNE MARIE BJARNASON Hún Óla systir er dá- in. Eins og hendi sé veifað er hún hrifin frá okkur. Örlögin höguðu því þannig til að við syst- urnar ólumst ekki upp saman. Það var því mikil tilhlökkun og eftirvænting þeg- ÓLÖF SNORRADÓTTIR ✝ Ólöf Snorradótt-ir fæddist 15. október 1943 á Akur- eyri. Hún lést 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garpsdals- kirkju 10. mars. ar Óla kom í fyrsta skipti í heimsókn á Nesveginn. Ég var sex ára og Óla 17 ára. Óla hafði engin vettlinga- tök heldur tók litlu systur sína í fangið og fór að speglinum í ganginum og sagði: „Mamma, finnst þér ekki við Magga Rúna vera líkar?“ Það var ekki hægt að fá meiri viðurkenningu frá stóru systur en þessa. Upp frá þessari stundu elskaði ég Ólu og hlakkaði alltaf til heimsókna hennar. Nokkrum árum seinna bjó Óla hjá okkur ásamt ungum syni sín- um og hún hafði alltaf tíma fyrir litlu systur sína. Hún kenndi mér margar vísur og fór yfir heimalærdóminn með mér og mér er til efs að nokkur hafi verið betur lesinn undir skólann en ég ein- mitt þá. Óla færði með sér hlátur og gleði hvert sem hún kom. Hún hafði mikla ánægju af söng og var alltaf syngjandi við vinnu sína. Bestu minningarnar eru einmitt frá því þegar Óla tók upp gítarinn og söng gamla slagara. Söngurinn færði hana nær fólki og hún skemmti oft á mannamótum í sveitinni. Helsta ástríða hennar fyrir utan sönginn var að fegra umhverfi sitt og það gekk kraftaverki næst hvað hún gat fengið garðinn sinn til að blómstra þrátt fyrir harða vetur og köld vor. Ef til vill er það einmitt einkennandi fyrir hennar líf að harðir vetur og köld vor skiptust á við bjartar sum- arnætur með gleði í hjarta. Minning Ólu mun lifa meðal ást- vina hennar og öll erum við ríkari af kynnum okkar við hana. Guð gefi Halldóri og börnum hennar styrk í sorg sinni. Ég kveð þig, kæra systir, hvíl í friði. Margrét Sigrún Jónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.                                          ! "" ##$ %  &        ' (     ' &   )       ! "     #  "$ "   #   %    %"& #'  (%) *+,) %  "$ -+   %"' .  / 0 *             ( -&  1 23  24.+5/67 89)%" /  5 8%% : 8)#.  &  &   +        , &     "" ##$ -    &    .    .  &   !      /   !        +,     (% +,    5  ! "5 % 4)(% +, % 0  2+;   ;(% +,   ;'+ <$   8 # (% +,   -+ (% +, %   +,"  5     , %"      0      =8 >0& ? %),     -+,.;!   2/-+,.,0            !     ;??( ;@1>21? **! 5  "AB % 4 &  &    0  1      2 ) 8  % 3.  % ;'#C 5   </) % 8 #     )   ) % ;)-+,. +    D  )   3'  "5 % %"   , 0 3   .       .     2    4  &   &    4               1 8 2( ;!     ",   "0 "$ -,)  #     .  -' +8    -' %   "  #   ."% (%"8 % -,)( %  E. ( 5%    '   %"   , 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.