Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 49 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða starfs- mann í kerfisdeild Starfssvið: ● Rekstur við húsnet Flugmálastjórnar og internetið. ● Þjónusta við starfsmenn. Hæfniskröfur: ● Kunnátta í eftirtöldum forritum nauð- synleg: Ms Office 97 2000. Póstkerfi: Linux Redhat (sendmail), Lotus Notes (hópvinnslukerfið, Gropo). Bókhaldskerfi: Navision Financials. Stýrikerfi: Windows 95, 98, ME Windows Nt Workstation/Server, Windows prof Server. Gagnagrunnar: Sql server 7.0, Access. Netkerfi: TCP/IP net, Switchar, Beinar, Eldveggir (Cisco búnaður). Prentarar: Uppsetning á prenturum á neti. Forritun: Vefforritun/vefsíðugerð, (html, Dhtml), sql + asp. Við leitum að starfsmanni með lipra og þægilega framkomu, mikla þjónustulund og sem á auðvelt með að vinna undir álagi. Laun samkvæmt kjarasamingum starfs- manna ríkisins. Umsóknir: Upplýsingar um starfið gefur Stefanía Harðardóttir, starfsmannahaldi, í síma 569 4100. Umsóknir skulu berast fyrir 3. apríl. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flug- málastjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja ör- yggi í flugi innan lands og utan, að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiða- söguþjónustu fyrir rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlantshafið. Stofnuninni er skipt í fjögur svið, sem samtals hafa um 260 starfsmenn um allt land. Flestir þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flugmála- stjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ÓSKAST KEYPT Bókhald — endurskoðun Óskum eftir að kaupa litla eða meðalstóra bók- haldsstofu. Til greina kemur að gerast meðeig- endur að slíkum rekstri. Svar, merkt: „Bókhald — endurskoðun“, óskast sent auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. mars 2001. KENNSLA Tai-chi Þarftu að efla tengsl líkama og sálar? Námskeið í Tai-chi og Thai-chi sverði verður haldið 28.3.—1.4. Kennari: Khinthitssa frá Búrma. Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga- dóttir, símar 551 9792 og 860 1921. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag og aðalskipulag í Reykjavík Grafarholt, Kirkjustétt 1-3, breyting á deiliskipulagi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðis 1 í Grafarholti. Svæðið sem breytingin varðar afmarkast af Kristnibraut til norðurs, almennum göngustíg til austurs, lóð nr. 5 við Kirkjustétt til suðurs og Kirkjustétt til vesturs. Tillagan gerir ráð fyrir að horfið verði frá byggingu grunnskóla á lóðinni en í stað hans verði byggð sjö 2-5 hæða fjölbýlishús með um 88 íbúðum auk sameiginlegs þjónustuhúss á einni hæð. Bryggjuhverfi, breyting á aðalskipulagi. Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 m.s.br. varðandi Bryggjuhverfi við Grafarvog. Tillagan gerir ráð fyrir að landnotkun hluta athafnarsvæðis í Bryggjuhverfi, nánar tiltekið austasta hluta þess, breytist úr athafnarsvæði í íbúðarsvæði. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deili- skipulagi Bryggjuhverfis við Grafarvog. Tillagan gerir ráð fyrir, í samræmi við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipu- lagi Reykjavíkur 1996-2016 m.s.br., að notkun nokkurra húsa norðan Sævar- höfða, vestan við Naustabryggju, milli Naustabryggju og Tangabryggju, breytist úr hreinu atvinnuhúsnæði ýmist í blöndu af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði eða í hreint íbúðarhúsnæði (hús nr. 1-19 við Naustabryggju, nr. 14, 15 og 15' á gildandi skipulagsuppdrætti). Hús við Tangar- bryggju (nr. 2-12 og 31-33, nr. 15´, 16 og 12 á gildandi skipulagsuppdrætti) verða þó áfram atvinnuhúsnæði. Íbúðum á svæðinu fjölgar um 70. Tillagan gerir einnig ráð fyrir breyttri afmörkun lóða, breyttu bílastæða- fyrirkomulagi og ýmsum minniháttar breytingum. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgar- skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 21. mars til 18. apríl 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 2. maí 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 21. mars 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur ÝMISLEGT Kórskóli Dómkirkjunnar Barnakór Innritun í barnakór Dómkirkjunnar fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 23. mars og þriðju- daginn 27. mars kl. 16—18. Innritað er í tvo aldursflokka, 8—10 ára og 10 ára og eldri. Upplýsingar um æfingatíma við innritun. Kristín Valsdóttir, kórstjóri. STYRKIR Menntamálaráðuneytið Námsvist við alþjóðlega menntaskóla Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við tvo alþjóðlega menntaskóla. Nám við skólana tekur tvö ár og því lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccal- aureate Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Skólarnir eru: Alþjóðlegur menntaskóli í Fjaler í Noregi. Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nemanda. Nem- andi þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur 20.000 norskum krónum á ári og auk þess ferðakostnað. Li Po Chun United World College í Hong Kong. Skólavist býðst fyrir einn nemanda. Nemandi þarf að greiða 25% skólagjalda eða ísl. kr. 450 þús. á ári (uppihaldskostnaður innifalinn), svo og ferðakostnað. Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 2001—2002. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-19 ára. Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 6. apríl næstkomandi. Framhaldsskóla- og full- orðinsfræðsludeild ráðuneytisins veitir nánari upplýsingar í síma 560 9500. Þar er einnig að fá umsóknareyðublöð. Menntamálaráðuneytið, 19. mars 2001. menntamalaraduneyti.is SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Keramiknámskeið Þú getur byrjað þegar þú vilt. Opið hús fyrir alla á miðviku- dagskvöldum kl. 20—23. Keramik fyrir alla, Laugavegi 48b, s. 552 2882. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  1813218   GLITNIR 6001032119 III I.O.O.F. 7  18132171/2  Bk. I.O.O.F. 9  1813218½   HELGAFELL 6001032119 IV/V Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Elísabet Jónsdóttir og Bjarni Gíslason tala. Allir hjartanlega velkomnir. sik.is . Kristnilegt félag heilbrigðisstétta Fundur í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 20.00. Efni: Hjúkrun og kristni- boð. Birna Gerður Jónsdóttir og Valgerður Gísladóttir. Allir velkomnir. Aðalfundur Ferðafélags Ís- lands verður haldinn í F.Í.- salnum, Mörkinni 6, Reykja- vík miðvikud. 28. mars kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Gönguferðir alla sunnudaga, skíðaferðir um páska, pantið tímanlega. Takið þátt í spurningaleikn- um á heimasíðu F.Í. Dagsferðar- miði dreginn út í hverri viku. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.