Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 27 Verkefni embættisins hafa aukist stöðugt með árunum og munu halda áfram að vaxa. Athygli vekur að starfsstöðvar embættis sýslumanns eru á víð og dreif á svæðinu á alls sex stöðum. „Okkar draumur er að fækka þessum starfsstöðvum og komast á einn stað,“ segir Jóhann. Sprengjuleit Að sögn hans taka gildi alþjóðleg- ar reglur um sprengjuleit í öllum brottfararfarangri í lok ársins 2002. Hugsanlega verður þá einnig skylt að gerð verði sprengjuleit í öll- um farangri í tengiflugi. Þar yrði um viðamikið verkefni að ræða, að sögn Jóhanns, því þá þyrfti ekki aðeins að fara fram vegabréfaskoðun á farþeg- um frá Ameríku sem millilenda hér, heldur leita að sprengjum í öllum farangri. Taka þarf í notkun dýran búnað þegar sprengjuleitin kemur til framkvæmda sem áætlað hefur verið að kosti nálægt 100 millj. kr. „Vonandi mun þessi leit aðeins ná til brottfararfarangurs, en það mun skýrast á næstu mánuðum,“ segir Jóhann. Flugleiðir eru að byggja nýja fraktmiðstöð á Keflavíkurflugvelli sem mun einnig hafa miklar breyt- ingar í för með sér fyrir embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Í dag fer öll tollafgreiðsla á fraktflugi fram í Reykjavík en til umræðu er að hugsanlega verði tollafgreiðsla á allri flugfrakt flutt til Keflavíkur- flugvallar í áföngum. Mikil þjálfun og námskeið vegna Schengen Undirbúningur fyrir gildistöku Schengen hefur verið mikill. Starfs- menn hafa sótt námskeið og fengið þjálfun m.a. í Lögregluskólanum, sem hefur staðið fyrir stærsta menntunarátaki á sviði löggæslu sem ráðist hefur verið í undir styrkri stjórn Arnars Guðmundssonar, skólastjóra og Eiríks Hreins Helga- sonar, yfirlögregluþjóns, að sögn Jó- hanns. Skömmu eftir síðustu áramót var Upplýsingakerfi Schengen svo tekið í notkun við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli og hafa landa- mæraverðir fengið sérstaka þjálfun í notkun þess og við að bera kennsl á fölsuð skilríki o.fl. Fullkominn tæknibúnaður til skoðunar á skilríkjum Miklar breytingar verða á starfs- aðstöðu lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli þegar nýja Suðurbygging flugstöðvarinnar verður tekin í notk- un. Þar hefur m.a. verið komið fyrir fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á í dag til skoðunar á ferðaskil- ríkjum, með rafeindasmásjá, að- gangi að gagnabanka o.fl. Tekinn hefur verið í notkun sjálfvirkur tölvulesari vegabréfa við landa- mærahliðin, sem flettir sjálfkrafa upp í Schengen-upplýsingakerfinu, þar sem skráðir eru eftirlýstir menn, óæskilegir útlendingar, fölsuð skil- ríki o.fl. Gerir búnaðurinn viðvart ef í ljós kemur að viðkomandi er skráð- ur í gagnabanka Schengen-land- anna. „Aðgangurinn að upplýsingakerf- inu er gríðarlega mikilvægur og öll sú lögreglusamvinna sem fylgir þátt- töku í Schengen,“ segir Jóhann. „Sú nána samvinna fer fram í gegnum upplýsingakerfið og ekki síður með notkun handbóka sem not- aðar eru í lögreglusamvinnu Scheng- en-landanna. Við fáum beinan að- gang að upplýsingum og verðum með símanúmer hjá öllum starfs- félögum á flugstöðvum innan alls svæðisins og þurfum ekki að fara í gegnum þungt miðstýrt kerfi með fyrispurnir. Nýlegt atvik sýnir hvað þetta get- ur verið mikilvægt. Fyrir skömmu kom maður frá Georgíu til Íslands á finnsku vegabréfi. Lögreglumaður í landamærahliðinu skoðaði vegabréf ið en fann ekkert athugavert við það. Hann hafði þó á tilfinningunni að ekki væri allt eins og það ætti að vera og tók því upp símann og hringdi beint í starfsbróður sinn á flugvellinum í Helsinki, sem fletti manninum upp. Kom í ljós að hann hefði gerst brotlegur við lög í Finn- landi og skv. lýsingu væri maðurinn með ör á upphandlegg. Það var kannað en í ljós kom að hann var ekki með ör. Maðurinn var þá tekinn í yfirheyrslu þar sem hann játaði að hann ætti ekki þetta vegabréf heldur kunningi hans sem var nauðalíkur honum. Hafði hann ætlað sér að komast til Kanada á þessu vegabréfi. Þetta gerðist allt á nokkrum mínút- um en sýnir hversu mikilvægt það er að eiga beinan aðgang að starfs- bræðrum í flugstöðvum í öðrum löndum,“ segir Jóhann. Fíkniefnadeild tollgæslunnar styrkt Efri hæð nýbyggingar flugstöðv- arinnar verður svokallað Schengen- svæði, þ.e. fyrir flugfarþega sem ferðast milli aðildarlanda Schengen. Þeir munu ekki sæta neinu landa- mæraeftirliti við komuna til lands- ins. Margir hafa lýst áhyggjum af að auðveldara verði að smygla fíkniefn- um til landsins við niðurfellingu vegabréfaeftirlits innan Schengen- svæðisins. Jóhann fullyrðir að í engu verði dregið úr eftirliti með innflutningi fíkniefna um Keflavíkurflugvöll þrátt fyrir afnám persónueftirlits á landamærum Schengen-landanna. Eftirlitsmyndavélum fjölgað „Eðli málsins samkvæmt er erfitt fyrir mig að segja frá því hvað við ætlum að gera. Það hefur farið fram óhemjumikið starf hér hjá embætt- inu við að styrkja fíkniefnadeild toll- gæslunnar. Þá má benda á að hluti þeirrar þjálfunar sem menn fá við landamæraeftirlit er hliðstæð þjálf- un við fíkniefnaeftirlit. Víða erlendis starfa þessar deildir saman. Fíkni- efnadeildin hér hefur tekið fólk sem grunað er um fíkniefnamisferli sem hefur reynst vera ólöglegir innflytj- endur og landamæraeftirlitið hefur tekið menn sem grunaðir eru um að vera ólölegir innflytjendur og komið í ljós að eru að flytja fíkniefni. Ég tel að öll sú þjálfun sem hefur farið fram styrki okkur í þessu,“ segir hann. Meðal aðgerða sem gripið verður til er fjölgun eftirlitsmyndavéla í flugstöðinni úr 24 í 64. „Verið er að kanna kaup á fullkomnum hugbún- aði sem tengdur verður við mynda- vélakerfið. Búnaðurinn gefur ýmsa möguleika við að hafa hendur í hári brotamanna. Hugsa mætti sér að eftirlýst fólk eða fólk í farbanni verði sett inn í kerfið og ef það ber fyrir vélarnar gefur búnaðurinn merki. Ef af þessum kaupum verður, verður vitaskuld fyrst að leita leyfis Per- sónuverndar varðandi notkun. Þetta er mjög spennandi mál og mun skýr- ast á næstu vikum hvort af þessu verður. Breska lögreglan er þegar farin að nota þennan búnað með góð- um árangri,“ segir Jóhann. Geta tekið upp landamæraeftirlit með stuttum fyrirvara Heimilt er skv. Schengen-samn- ingnum að taka á ný upp tímabundið landamæraeftirlit með farþegum sem koma frá aðildarlöndum Schengen ef þörf krefur. Að sögn Jóhanns verður hægt að grípa til slíkra ráðstafana með nánast engum fyrirvara og láta farþegana fara í gegnum landamærahliðin. „Slíkt hafa önnur ríki gert ef að- stæður krefjast og það sama munum við gera,“ segir hann. Í byrjun verður mögulegt að manna 14 landamærahlið í flugstöð- inni og segir Jóhann að með því sé tryggt að framfylgja megi öruggu eftirliti við vegabréfaskoðun án þess að farþegar verði fyrir töfum, jafnvel á mestu annatímum. Eftirlitsmynda- vélar fylgist með farþegum við landamærahliðin og ef biðraðir myndast verði strax hægt að bregð- ast við því með því að fjölga í hlið- unum. „Þessi flugvöllur verður vonandi til fyrirmyndar sem tengiflugvöllur inn í Evrópu,“ segir Jóhann R. Bene- diktsson sýslumaður. Morgunblaðið/Golli Nýja suðurbyggingin er að hluta klædd með gleri og íslensku graníti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.