Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 2
8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s  Teiknimyndasögur  Myndir  Þrautir  Brandarar  Sögur  Pennavinir Tindastóll í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins/C3 Ólafur og Ívar leika til úrslita með Brentford í Cardiff/C1 4 SÍÐUR 4 SÍÐUR Í VERINU í dag er sagt frá verðmæti loðnuafurða á vetrarvertíðinni, áformum um styrjueldi á Íslandi og auknum áhuga á handfæraveiðum. Einnig eru í blaðinu upplýsingar um aflabrögð og markaði. Morgun- blaðinu í dag fylgir ferming- arblað Aco. FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUMAÐUR slasaðist talsvert í andliti og hlaut slæman heilahristing þegar fimmtán ára piltur sparkaði í höfuð hans aðfara- nótt sunnudags. Drengurinn lagði á flótta en vitni að árásinni hlupu drenginn uppi og stöðvuðu hann eft- ir að hann hafði fallið niður af háum kanti og fótbrotnað. Geir Jón Þór- isson yfirlögregluþjónn segir að at- burðir af þessu tagi hafi færst í vöxt og verið tíðari en áður allt frá því síð- astliðið haust. Hann segir að litið sé alvarlegum augum á hluti sem þessa. Lögreglumaðurinn sem í hlut átti er fjölskyldumaður. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var tilkynnt um að hópur pilta væri að brjóta rúður í Foldaskóla í Grafarvogi skömmu fyrir kl. 1. Þegar lögreglan kom á vettvang var hópurinn á bak og burt en fjórar rúður höfðu verið brotnar. Skömmu síðar var tilkynnt um að piltar væru að stela úr bifreið skammt frá. Eigandi bílsins hugðist verja eigur sínar en fékk spark í fót- legg. Annar maður sem kom honum til aðstoðar var sleginn með hnefa í andlitið. Nokkru síðar ók lögreglan fram á hóp 15–18 ára pilta á gatnamótum Gagnvegar og Fjallkonuvegar sem pössuðu við lýsingu sem gefin hafði verið af piltunum við Foldaskóla. „Piltarnir voru þarna á spjalli við að- ila sem voru þar á bíl. Ég ræddi við þá en þeir byrjuðu með uppsteyt. Ég ætlaði að taka annan þeirra frá hópn- um og ræða við hann en hann ýtti við mér og félagi hans hjálpaði honum. Þetta leiddi til handtöku en ég var einn að fást við þá tvo því félagi minn hafði veitt öðrum úr hópnum eftirför þegar þeir forðuðu sér á hlaupum. Ég náði að snúa þann eldri niður í jörðina og er klofvega yfir honum þegar sá yngri kom hlaupandi að mér og sparkaði í ennið á mér. Ég vankaðist við höggið en náði að handjárna þann eldri. Strákarnir í bílnum sáu þegar drengurinn spark- aði í höfuðið á mér og hlupu á eftir honum niður brekku,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson lögreglumaður. Jón Gunnar var á sjúkrahúsi fram til kl. 8 á sunnudagsmorgun. Hann fékk heilahristing, kastaði upp og vankaðist mikið. Hann hefur ekki ennþá náð sér að fullu og er undir eftirliti lækna. Yfirleitt fólk undir áhrifum „Það er engin launung á því að það hefur töluvert borið á því að lög- reglumenn hafa verið slasaðir við störf sín og við handtöku á fólki í haust og það sem af er þessu ári. Sem betur fer hefur það ekki verið alvarlegt fram að þessu en þó tals- verður skaði,“ segir Geir Jón Þór- isson yfirlögregluþjónn. Hann segir að mörg tilfelli hafi komið upp á skömmum tíma. Atburðir sem þess- ir hafi alltaf átt sér stað af og til en þeir hafi verið tíðari nú en áður. Hann segir að þarna eigi hlut menn á öllum aldri. „Það sem veldur þessu er ákveðið virðingarleysi og háttalag sem mönnum finnst að sé í lagi að sýna lögreglu en við lítum mjög alvarleg- um augum. Yfirleitt á hér í hlut fólk sem er undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Í þessu tilfelli var verið að handtaka félaga árásarmannsins og hann ætlaði að hjálpa honum. Það er nokkuð oft sem þetta gerist. Einnig getur það gerst að handtekinn aðili streitist á móti og getur slasað lög- reglumann, en oftast eru menn að skipta sér af störfum lögreglu. Þetta mál sætir rannsókn og í framhaldi af því verður það sent ríkissaksóknara sem ákærir í málinu,“ segir Geir Jón. Hann segir að lögreglumenn verði af þessum sökum að sýna enn meiri varúð við handtökur en hefur verið gert. Geir Jón segir að hér sé um að ræða hegningarlagabrot sem getur varðað allt að sex ára fangelsi og ætti alvara málsins því öllum að vera ljós. Jón Gunnar Þórhallsson lög- reglumaður varð fyrir árás að- faranótt 18. mars sl. Vankaðist við höggið en tókst að handjárna þann eldri Líkamsárásir á lögreglumenn hafa færst í vöxt að undanförnu STARFSFÓLK flugfélagsins Suður- flugs ehf. og slökkviliðsmenn A- vaktar Slökkviliðsins á Keflavík- urflugvelli fengu í gær góðan glaðn- ing fyrir vel unnin störf eftir flugóhapp á Keflavíkurflugvelli 3. mars sl. Roger Woolsey, eigandi Lear Jet 35, lítillar þotu sem fórst næstum þegar hjólbarði sprakk í flugtaki, afhenti glaðninginn sem samanstóð af ýmsu góðgæti í veg- legum körfum. Þotan var í sjúkraflugi þegar óhappið varð og hafði millilent hér á leið sinni frá Kenýa til Washington í Bandaríkjunum. Í flugtaki sprakk hjólbarði með þeim afleiðingum að hjólabúnaður vélarinnar hægra megin fór undan vélinni. Vélin sner- ist heilan hring á vellinum og tókst flugmönnum með naumindum að stöðva hana við enda flugbraut- arinnar. Taldist það kraftaverki næst að ekki hlaust af stórslys, en sex manns voru um borð í vélinni og sluppu allir ómeiddir. Tjökkuðu upp vélina Strax eftir óhappið komu liðs- menn A-vaktar Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli á vettvang, tjökkuðu vélina upp á loftpúðum og drógu hana inn í flugskýli Flugleiða án þess að skemma vélina meira en orðið var. Þessi vinnubrögð heilluðu mjög Roger Woolsey, sem hefur horft upp á aðra vél flugfélags síns, American Jet International, sem lenti í sams konar óhappi erlendis, nánast eyðilagða í meðförum björg- unarmanna sem beittu annars konar aðferðum við að fjarlægja vélina af vettvangi. Þá var brugðið yfir vélina krossböndum og hún hífð upp með áður greindum afleiðingum. Með vinnubrögðum slökkviliðsins var því komið í veg fyrir gríðartjón. Tals- vert puð fylgdi því að draga vélina af vettvangi í 10 stiga frosti og leið- indaveðri og tók verkið sex tíma. Vélin var dregin áfram af bíl og ann- ar ýtti á eftir auk þess sem fótgang- andi slökkviliðsmenn fylgdust með tjakknum á leiðinni. Þáttur Suðurflugs fólst síðan í því að aðstoða við að koma vélinni í skýli og liðsinna eigendum vélarinnar m.a. með því að koma þeim í sam- band við rannsóknarnefnd flugslysa og afgreiða nýja vél daginn eftir. Gert er ráð fyrir að vélinni verði flogið af landi brott í dag, miðviku- dag, að loknum viðgerðum. Þakkað fyrir fagmannleg vinnubrögð eftir flugóhapp Morgunblaðið/Þorkell Roger E. Woolsey afhendir Jónasi Marteinssyni, varðstjóra hjá Slökkvi- liði Keflavíkurflugvallar, og Sigurði Arasyni varaslökkviliðsstjóra níð- þunga körfu með snakki og alls kyns sósum frá Texas. LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók í gær sextán ára pilt fyrir að skjóta úr loftskammbyssu að börnum að leik með þeim afleiðingum að ein kúlan lenti í sex ára barni. Meiðsli barnsins voru ekki það mikil að það þyrfti að- hlynningu á slysadeild, að sögn lög- reglunnar. Pilturinn skaut af byss- unni út um glugga heima hjá sér og olli tiltæki hans nokkuri skelfingu meðal barnanna. Lögreglan færði piltinn til yfirheyrslu og lagði hald á byssuna sem er leyfisskyld. Piltinum var síðan sleppt að loknum yfir- heyrslum en málið er í rannsókn lög- reglu og verður sent barnaverndaryf- irvöldum til meðferðar. Kúlur í byssunni eru litlar blýkúlur og segir lögreglan að lendi þær í aug- um fólks geti hlotist af töluverður skaði þar sem byssan sé kraftmikil. Skaut á börn með loftbyssu RÍKHARÐ H. Hördal forvörður er látinn á fimmtugasta og fimmta aldursári af völdum umferðarslyss sem hann varð fyrir í Helsinki í Finnlandi fyrir nokkrum vikum. Ríkharð fædd- ist í Lundar í Manitoba í Kan- ada 18. desem- ber árið 1946 sonur hjónanna Jocelyn Hördal og Óskars Hör- dal, en þau voru af íslensku bergi brotin. Ríkharð lauk prófi í forvörslu málverka frá Konunglegu listaaka- demíunni í Kaupmannahöfn árið 1982 og vann á viðgerðadeild Munch-safnsins í Ósló það ár og á viðgerðadeild Stedilijk-safnsins í Amsterdam árið 1989. Ríkharð starfaði við málverka- viðgerðir hjá eigin fyrirtæki, Morkinskinnu, frá árinu 1983, en hefur síðustu árin starfað við for- vörslu í Helsinki í Finnlandi. Eftirlifandi eiginkona Ríkharðs er Álfheiður Björk Einarsdóttir sérkennari og eiga þau eina dóttur. Lést eftir umferð- arslys Ríkharð H. Hördal GUÐMUNDUR Eyjólfsson skíða- göngumaður gekk 20 km í gær í leiðangrinum „Frá strönd til strandar 2001“ og tjaldaði á Heið- arbæjaheiði. Gærdagurinn var erfiður og landslagið mishæðótt. Þá braut hann skíðastaf og dráttarkjálki sleðans brotnaði, en böndin eru heil og eiga að duga áfram. Hann á von á birgðum í Brú í Hrútafirði og þar mun hann fá nýjan skíðastaf og efni til að laga kjálkann. Hann á ófarna 72 km niður að Brú og vonast til að komast þangað á föstudag. Erfiður dagur hjá Guðmundi HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo ábúendur bújarðar í A-Húnavatns- sýslu og Bændasamtök Íslands til að greiða tveim eigendum fjórða parts sömu jarðar 698 þúsund krónur, ásamt vöxtum fyrir að hafa selt greiðslumark jarðarinnar árið 1997 án vitneskju fyrrgreindra eig- enda. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ábúendurnir, aðaláfrýjendur í málinu, hafi selt allt greiðslumark- ið án þess að leita samþykkis fjórð- ungseigendanna, gagnáfrýjenda, þótt þeim væri fullkunnugt um að þeir væru þinglýstir eigendur hluta lögbýlis. Var því fallist á kröfu gagnáfrýjenda um að aðaláfrýjend- um bæri að bæta þeim tjónið. Greiðslumark Sala án samþykkis bótaskyld ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.