Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 37 TÍUNDA einkasýning Katrínar Sigurðardóttur fjallar um rými, eða réttara sagt upplifun af óvenjulegu rými. Hún hefur lengi kannað áhrif mismunandi stærðarhlutfalla á skynjun okkar svo sem þegar við stöndum frammi fyrir módeli af raunveruleikanum í smækkuðum hlutföllum. Á Kjarvalsstöðum sýndi hún minnkaðar myndir af hverfinu norðan við safnið, og í Listasafni ASÍ lágu akbrautir um allan salinn og upp eftir veggjunum. Þessi smækkaða mynd af veru- leikanum virkar undarlega á okkur, rétt eins og við værum ekki á staðn- um nema til hálfs. Hér kemur til stund og staður; tími og rými; og það hvernig við skoðum tilveruna ætíð í tengslum við staðsetningu okkar í henni. Smækkuð mynd af henni verð- ur ætíð í ætt við fjarlægð í tíma. Hvergi kemur það betur í ljós en þegar við horfum út um rúðu á flug- vél sem hefur sig til flugs. Fjarlægðin frá húsum og landslagi á jörðu niðri virkar ekki aðeins sem víddarbrigði heldur jafnframt sem tímabreytir. Hjá Sævari Karli hefur Katrín komið fyrir miklu smíðaverki inni í salnum sem gestir ganga inn í sem umhverfisverk í formi skýlis. Á þessu völundarhúsi eru op sem leiða gesti út fyrir hýsið þar sem tröppur á ýms- um stöðum gefa honum tækifæri til að skyggnast upp á þak byggingar- innar. Þar uppi hefur Katrín nefni- lega komið fyrir fjallalandslagi líku því sem sjá má úr flugvél sem flýgur yfir mörkum hafs og lands. Með því að leiða gestinn upp tröppur á ýmsum stöðum fær hann mismunandi sjónarhorn á fjalla- hringinn og upplifir misjafna dýpt- arskynjun. Raunverulegt loftið í sýningasaln- um og skörp lýsingin eykur þessa dýptarvirkni til muna svo engu er lík- ara en fjarvíddin að hvarfpunkti sé margir tugir kílómetra. Þetta eru sérkennileg áhrif og merkileg upplifun. Eins og við var að búast er fjallalandslag Katrínar gert með því næmi og þeirri fyrirhyggju sem setur mark sitt á svo mörg verk hennar. Þar fer saman einstök um- hyggja fyrir smáatriðum andspænis náttúrulegum hráleik undirstöðunn- ar. Verkið verður í senn mjög voldugt og stórskorið um leið og ákveðnir hlutar þess eru fínlegir og nostur- samlega mótaðir. Tök Katrínar á margslunginni formgerð umhverfisbyggingar sinn- ar eru til marks um aukna vissu hennar í sinni sök. Með því að tefla saman margs konar víddum í einu og sama verkinu opnar hún sér nýja leið sem virðist í fljótu bragði bjóða upp á óendanlega möguleika. Reyndar má sjá í þessu verki óminn af fjalli því sem hún gerði eitt sinn úr viðargrind og teppi og hægt var að skoða að utan sem innan. Hjá Sævari Karli virðast allar forsendur þó ákveðnari og snarpari. Verkið hittir í mark með því að gefa gestinum tækifæri til að upplifa merkilegt ferli með óvæntum niðurstöðum við hvert fótmál. Landslag undir rjáfri Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Fjallalandslag Katrínar Sigurðardóttur frá ákveðnum sjónarhól í Gall- eríi Sævars Karls. Skörp lýsing eykur dýptarvirknina til muna. MYNDLIST G a l l e r í S æ v a r s K a r l s Til 29. mars. Opið á verslunartíma. BLÖNDUÐ TÆKNI – KATRÍN SIGURÐAR- DÓTTIR Halldór Björn Runólfsson  HRAFNKELS saga Freysgoða er komin út í skólaútgáfu og er miðuð við grunnskólann. Í bókinni eru ítar- legri orðskýring- ar en áður hafa tíðkast og fjölda- mörg verkefni af ýmsu tagi fylgja hverjum kafla, s.s. eftirspurningar og kortagerðar- verkefni sem miða að því að nemendur geti gert sér grein fyr- ir því hvar sagan gerist og hvernig sögusviðið færist frá einum lands- hluta til annars. Hverjum kafla fylgir líka umræðuefni þar sem álitamál úr sögunni eru tekin til skoðunar. Bók- inni lýkur á eftirmála þar sem fjallað er um fornritin og sögu þeirra og síð- an er þar umfjöllun um Hrafnkels sögu sérstaklega. Bókinni fylgir kennarahandbók sem er tæpar 90 bls. Þar er fyrst fjallað um kennslu fornsagna í grunn- skólum á Íslandi og vitnað í námskrár sem komið hafa út eftir miðja 20. öld. Þá er kafli um sérstöðu þessarar skólaútgáfu. Í þriðja kaflanum er sagt frá helstu kennsluaðferðum sem hentað gætu við kennslu sögunnar og fjórði kaflinn er um verkefni í bókinni og hvernig best sé að gera þeim skil. Þar er vísað í fjölda heimilda. Kennarahandbókinni fylgja 12 kort sem ætlast er til að séu ljósrituð fyrir nemendur. Útgefandi er Iðnú – bókaútgáfa. Ragnar Ingi Aðalsteinsson sá um út- gáfuna. Kennslubókin er 114 bls. Nýjar bækur Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.