Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 11 VEL viðraði á dorgveiðimenn á ísi lögðu Hólmavatni á Hallkels- staðaheiði síðastliðinn laugardag. Að sögn Sigurðar Þorlákssonar veiðimanns var óvenjumargt um manninn á vatninu, enda er veiði talin góð í því og þá var veðrið ekki til að fæla fólk frá. Einkum er veidd bleikja í vatninu, sem tekur aðallega á rækju, þótt menn prófi líka aðrar tegundir beitu. Veiðileyfi eru seld á bænum Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði og er vel fært jeppum um þessar mundir að vatninu frá bænum. Ísinn á vatninu er um 70 cm þykkur og bora veiðimenn gat á hann með handsnúnum bor. Síð- an er kastað út og beðið eftir að bíti á. Sumir eru heppnir við veið- arnar, t.a.m. dró Sigurður og hans fólk sjö bleikjur upp um ís- inn á tveimur klukkustundum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Dorgveiði á Hólmavatni SIGURÐUR Oddur Ragnarsson, bóndi á Oddastöðum í Lundar- reykjadal í Borgarfirði, gekk nýlega fram á átta dauð hross á Okinu. Sjö af þeim voru í eigu Sigurðar. Hann telur víst að hrossin, sem hafði verið saknað frá því um áramótin, hafi fælst við flugelda og tekið stefnuna upp á fjall þar sem talið er að þau hafi króknað. Sigurður saknar enn sex hrossa og er ekki vitað hvar þau eru nið- urkomin. Hrossin voru á afrétt milli jóla og nýárs. Um síðustu helgi fann Snorri Jóhannesson á Auðarstöðum mikla blóðslóð við rætur Oksins og taldi hugsanlegt að hross hefði slas- ast við að falla fram af öxl Oksins. Á sunnudagsmorgni fór Sigurður við þriðja mann til að vitja hestanna. Fóru þeir upp á öxl Oksins og fundu þar hræ sex hrossa hálf í kafi í snjó og klaka. Tvö fundust síðan við ræt- ur Oksins sem líklega hafa hrakist undan veðri. „Líklegasta skýringin er sú að þau hafi farið þangað strax á gamlaárs- kvöld. Það er eðli hrossa að hlaupa á brattann þegar þau tryllast. Nokkur dæmi eru um það. Þau hafa senni- lega farið norðan við Oköxlina. Ég hef trú á því að þegar þau trylltust hafi þau hlaupið upp brattann sem er 500-600 metra klif. Þau hafa verið sveitt í brunagaddi og norðanátt þegar þau komu upp og ég trúi því að þau hafi króknað,“ segir Sigurður. Margra milljóna tjón Hann segir að það hafi verið óhugnanlegt að koma að hræjunum og tjón hans er tilfinnanlegt. Þarna voru miklir kynbótahestar, þar á meðal fylfull hryssa undan Kolfinni, og einnig reiðhestar. Tjónið nemur nokkrum milljónum króna. Sigurður gagnrýnir hina miklu skotgleði landsmanna um áramót og segir að þetta tíðkist hvergi í siðuðum lönd- um. Kom að hræjum átta hesta á Oki                                     FJALLAÐ var um úrslit og vægi kosninganna um framtíð Vatnsmýr- arinnar og staðsetningu Reykjavík- urflugvallar í borgarráði í gær og lögðu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Reykjavíkurlistinn fram bókanir um málið. Í bókun Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að niðurstaðan sé engan veginn bindandi en í bókun R-listans er hins vegar talið eðlilegt að sú af- staða sem kom fram á meðal borg- arbúa í kosningunni endurspeglist í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis- ins. „Þó að væntingar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni hafi ekki gengið eftir er niðurstaðan engu að síður sú að aldrei áður hafa jafnmargir borgarbúar látið í ljós vilja sinn á tilteknu borgarmáli með jafnafger- andi hætti,“ segir í bókun R-listans. Borgarráð samþykkti á fundi hinn 13. febrúar að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar yrði bindandi að því fullnægðu að 75% atkvæðabærra manna tækju þátt í atkvæðagreiðsl- unni eða að 50% atkvæðisbærra manna greiddu öðrum valkostinum í kosningunni atkvæði sitt. Í bókun R-listans segir ennfrem- ur: „Miðað við samþykkt borgarráðs hinn 13. febrúar sl. er borgarstjóri ekki bundinn af kosningaúrslitunum. Í niðurstöðunni felst þó mikilvæg leiðsögn til borgarfulltrúa um af- stöðu meirihluta þeirra borgarbúa sem nýttu sér lýðræðislegan rétt sinn. Eðlilegt er að sú afstaða end- urspeglist í svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins, sem nú er í und- irbúningi og endurskoðuðu aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar eftir árið 2016. Samhliða þeirri vinnu hljóta að fara fram viðræður við samgönguyfirvöld um frágang flug- vallarsvæðisins og framtíðarstað- setningu innanlandsflugsins á höfuð- borgarsvæðinu.“ Í bókun Sjálfstæðisflokksins segir að úrslit atkvæðagreiðslunnar sé mikill ósigur fyrir borgarstjóra sem hefði lagt allt undir í málinu. „Dræm þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni sýnir að borgarbúar sáu í gegn- um það sjónarspil, sem R-listinn hef- ur viðhaft í málinu. Auk þess skilar atkvæðagreiðslan ekki marktækri niðurstöðu,“ segir í bókuninni. „Borgarráð samþykkti reglur fyrir- fram um með hvaða hætti niðurstöð- ur atkvæðagreiðslunnar gætu orðið bindandi. Niðurstaðan er því víðs- fjarri samþykktinni og telst engan veginn bindandi. Leikreglum verður ekki breytt eftir á. Það er siðferði- lega rangt að vinna þvert gegn því sem leikreglurnar kváðu á um. Við- brögð borgarstjóra í fjölmiðlum eftir að úrslit lágu fyrir eru til marks um þau miklu vonbrigði, sem úrslitin ollu samfylkingarmönnum innan R- listans og jafnframt tilraun til að fela þann ágreining sem nú er uppi hjá meirihlutanum.“ Á fundinum í gær lagði Sjálfstæð- isflokkurinn einnig fram fyrirspurn um heildarkostnað borgarinnar af atkvæðagreiðslunni, sem og kostnað við gerð og dreifingu rits um fram- tíðarborgina. Deilt um úrslit og vægi flug- vallarkosninga í borgarráði UNGIR karlmenn voru í miklum meirihluta þeirra sem sviptir voru ökuréttindum á síðasta ári vegna umferðarpunkta. Sjö af hverjum tíu sem urðu að sjá á eftir ökuskírtein- inu voru karlmenn á aldrinum 17-20 ára, 20% voru karlmenn á aldrinum 21-24 ára. Þetta kemur m.a. fram í samantekt ríkislögreglustjóra á um- ferðarpunktum og sektum. Í fyrra sendi lögreglan í Reykjavík út um 12.500 sektarboð og rúmlega 2000 sektargerðir. Ef sektarboð er ekki greitt er það sent til héraðs- dóms þar sem dómari staðfestir sektina í flestum tilfellum. Sektin kallast þá dómsáritað sektarboð. Sektargerðum fjölgaði um 40% á síð- asta ári en á yfirliti um innheimtu sekta segir að aukningin helgist fyrst og fremst af auknu eftirliti með ölvunarakstri á síðasta ári. Lögreglan í Reykjavík lagði á sektir fyrir rúmlega 220 milljónir á síðasta ári. Af þeim hafa tæplega 147 milljónir verið innheimtar. Það er 30 milljón króna aukning frá árinu 1999. Í yfirlitinu segir að álagning sekta hafi verið sérstaklega mikil á síðari hluta árs og því sé ekki búið að láta reyna á innheimtu þeirra að fullu. Sektirnar renna til ríkissjóðs. 182 sviptir ökuréttindum í fyrra Ungir karlmenn fá flesta punkta                       ! "   " # #   $% % # #  # ÍSLANDSSÍMI hefur boðið við- skiptavinum sínum upp á heimsend- ingu á símum og símakorti þeim að kostnaðarlausu, að því er segir í fréttatilkynningu frá Íslandssíma. Þjónustan er boðin þeim sem hringja í Íslandssíma og hefja far- símaviðskipti við fyrirtækið. Ís- landssími býður viðskiptavinum sín- um heimsendingu samdægurs á höfuðborgarsvæðinu ef hringt er fyrir kl. 20. Að sögn Péturs Péturssonar upp- lýsinga- og kynningarfulltrúa Ís- landssíma er ekki vitað til þess að þessi þjónusta standi til boða annars staðar í heiminum. Samið hefur ver- ið við DXpress, nýtt hraðsendingar- fyrirtæki, um að sinna þjónustunni fyrir Íslandssíma. Hraðsendlarnir sjá um að skipta um kort í símum, ef nýr er ekki keyptur, og færa síma- númer sem kunna að vera á gamla símakortinu yfir á það nýja. Boðið er upp á að greiða fyrir nýja símann með greiðslukorti. Einnig er boðið upp á nýja síma á sérstökum greiðslukjörum eða léttgreiðslum. Ná til 97% landsmanna Íslandssími býður líka upp á heim- sendingarþjónustu á landsbyggðinni viðskiptavinum sínum að kostnaðar- lausu. Þar mun Íslandspóstur sinna afhendingu símakorta og síma. Íslandssími rekur dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og í Eyjafirði. Á öðrum svæðum er veitt þjónusta á kerfi Landssímans og er Íslandssími því í stakk búinn að þjóna 97% landsmanna. Heim- sendingar- þjónusta á símum og kortum Ný þjónusta Íslandssíma HLJÓÐKERFI Félagsheimilisins Gunnarshólma í Austur-Landeyjum var stolið aðfaranótt sunnudags. Samkomu í félagsheimilinu lauk um kl. 4 um nóttina en þegar komið var að húsinu kl. 9 um morguninn hafði verið brotist þar inn. Þjófarnir brutu rúðu í kjallara og fóru síðan um skólabyggingu til að komast inn í félagsheimilið. Þar tóku þeir geislaspilara, magnara, segul- band o.fl. Auk þess höfðu þeir á brott með sér tvo stóra hátalara og fjóra minni. Tjónið er metið á nokkur hundruð þúsund krónur. Þjófarnir brutu einnig upp peningakassa og tóku þar talsverða fjárhæð. Þeir sem gætu veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli. Hljóðkerfi stolið úr félagsheimili FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam- fylkingarinnar hefur samþykkt að landsfundur Samfylkingarinnar árið 2001 verði haldinn dagana 16.–18. nóvember á Grand Hóteli í Reykja- vík. Er þetta gert í anda samþykktar stofnfundar sem kvað á um að fyrsti eiginlegi landsfundur flokksins skyldi haldinn nú í haust. Vinna er nú þegar hafin við und- irbúning landsfundarins og í undir- búningsnefnd sitja; Ása Richards- dóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Einar Már Sigurðarson, Ingvar Sverrisson, Margrét S. Björnsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Samfylkingin Landsfundur í nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.