Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI 22 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB mun leggja til við ríkisstjórnir aðild- arlanda ESB að greiðslur fjarskipta- fyrirtækja vegna úthlutana á leyfum til að reka þriðju kynslóðar farsíma- kerfi verði teknar til skoðunar. Framkvæmdastjórnin hefur áhyggjur af gríðarlegri aukningu skulda fyrirtækjanna í kjölfar upp- boða á leyfum til að reka svokölluð UMTS-kerfi, betur þekkt sem 3G. Viðskiptaumhverfi fjarskiptafyrir- tækjanna hefur breyst mjög til hins verra undanfarna mánuði. Hækk- andi skuldir hafa leitt til lækkandi hlutabréfaverðs og fyrirtæki í þess- um geira hafa lækkað hlutfallslega mest að undanförnu. Fjárfestar hafa áhyggjur af miklum kostnaði, ekki einungis vegna kaupa á leyfum held- ur einnig vegna uppbyggingar á kerfum sem tengjast 3G. Vegna þessa hefur hlutabréfaverð þeirra lækkað meira en gerist og gengur og fjármagnskostnaður hækkað veru- lega. Ofan á þetta bætist svo óvissan um hvort slíkar fjárfestingar séu réttlætanlegar vegna þess að það er alls óvíst hvernig neytendur koma til með að nýta sér þá möguleika sem 3G býður upp. Vandamálið orðið víðfeðmara Vandamálið í fjarskiptageiranum er ekki lengur bundið við þá aðila sem fengu úthlutað leyfum. Erics- son, Nokia, Alcatel og önnur fyrir- tæki sem framleiða nauðsynlegan búnað fyrir kerfin sem þriðja kyn- slóðin byggir á hafa öll tilkynnt um að sala þeirra sé minni en gert var ráð fyrir í áætlunum. Áður var talið víst að þessi fyrirtæki yrðu þau sem stæðu með pálmann í höndunum þegar pantanir myndu byrja að ber- ast í búnað fyrir 3G. Leyfishafar virðast ekki vera tilbúnir í fjárfest- ingar strax miðað við þá óvissu sem ríkir. Framkvæmdastjórnin vill að rík- isstjórnir aðildarlandanna athugi hvernig sé hægt að gera fyrirtækj- unum auðveldara með að koma 3G af stað, til dæmis með frestun á greiðslum fyrir leyfin eða gera fyr- irtækjunum kleift að nýta sameigin- lega kerfin. Það myndi gera fyrir- tækjunum mögulegt að setja upp kerfin með minni tilkostnaði. Fram- kvæmdastjórnin er hrædd um að samkeppnishæfni Evrópu minnki ef ekki tekst að koma þriðju kynslóð farsíma á laggirnar eins fljótt og auðið er. Evrópa eigi það á hættu að að verða skilin eftir í tækniþróun miðað við Bandaríkin og Japan. Mismunandi aðferðir flækja málin Það verður án efa erfitt að komast að einhvers konar samkomulagi í þessu máli við ríkisstjórnir aðildar- landa ESB. Ríkisstjórnirnar hafa tekið fegins hendi það fé sem fengist hefur fyrir leyfin og benda má á þá staðreynd að fyrirtækin sjálf hafi tekið áhættuna. Ef einhverjar breyt- ingar verða gerðar á leyfisfyrir- komulaginu eða greiðslum fyrir leyf- in má einnig segja að með því sé brotið á þeim fyrirtækjum sem buðu í leyfin í upphafi en fengu ekki eða hættu við að bjóða vegna þess að þeim þótti kostnaður of mikill. Málið er því mjög flókið og ekki síst vegna þess að mismunandi aðferðir við út- hlutun leyfa voru notaðar í aðildar- ríkjum ESB. Erkki Liikanen, sem fer með mál- efni frumkvöðla og upplýsingatækni í framkvæmdastjórn ESB, segir í yf- irlýsingu um þetta mál að 3G sé í nánustu framtíð eini raunhæfi mögu- leikinn fyrir þráðlaus fjarskipti. Kerfið bjóði upp á mikla möguleika sem hægt sé að nýta á marga vegu. Því sé ný þjónusta og nýir mögu- leikar á miðlun upplýsinga lykillinn að velgengni 3G. Framkvæmda- stjórnin bendir á að nauðsynlegt sé að móta heilsteypta stefnu í sam- bandinu um allt er lúti að fjarskipta- málum. Þróunin varðandi úthlutanir 3G leyfa síðustu misseri hafi sýnt fram á mikilvægi þess að auka sam- vinnu milli landanna og samræma stefnu þeirra á þessu sviði í Evrópu. Þriðja kynslóð farsíma veldur vandræðum Stokkhólmur. Morgunblaðið. Í RÆÐU Tryggva Pálssonar, stjórn- arformanns Verðbréfaþings Íslands, á aðalfundi félagsins kom meðal ann- ars fram að liðið ár hafi verið hið við- burðaríkasta í fimmtán ára sögu félagsins. Þingið hafi á miðju ári ákveðið að taka þátt í NOREX-sam- starfinu, í lok október hafi verið tekið upp nýtt viðskiptakerfi, SAXESS, og loks hafi á miðju árinu orðið fram- kvæmdastjóraskipti hjá félaginu. Vaxandi viðskipti með verðbréf á milli landa „Kauphallarrekstur hefur verið líf- leg atvinnugrein síðastliðin misseri. Þar hefur borið mest á sívaxandi við- skiptum með verðbréf á milli landa, auknu samstarfi kauphalla og jafnvel samruna kauphalla milli landa. Í ljósi þessara aðstæðna taldi stjórnin aug- ljóst að framtíðarhagsmunum þings- ins og íslensks fjármagnsmarkaðar væri betur borgið með því að taka upp samstarf við eina eða fleiri er- lendar kauphallir en búa áfram við einangraðan verðbréfamarkað. Það var einróma niðurstaða að samstarf norrænu kauphallanna innan NOREX myndi best þjóna hagsmun- um þingsins og íslenskum verðbréfa- markaði. Það vó einnig þungt að NOREX-kauphallirnar nota sænska viðskiptakerfið SAXESS sem þykir mjög gott.“ Tryggvi sagði að þátttakan í NOREX og ekki síst aðgangurinn að SAXESS-viðskiptakerfinu auðveldi þingaðilum mjög að flytja sig á milli landa. Þannig hafi einn erlendur aðili verið samþykktur sem þingaðili hér þó enn sé ekki búið að ganga frá öll- um formsatriðum í sambandi við verðbréfavörslu. Þá séu tveir íslensk- ir þingaðilar þegar aðilar að kaup- höllunum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. „Þótt stjórn Verðbréfaþingsins sé sannfærð um að ákvörðunin um að- ildina að NOREX hafi verið hárrétt þá þurfa hluthafar að heyra það um- búðalaust að um sambúð er að ræða en ekki heilagt hjónaband. Áfram þarf að fylgjast vel með þróun kaup- halla og tæknilausna og því geta menn þurft að skipta um skoðun ef aðstæður breytast. Eitt umhugsun- arefnið er hvort samstarf sjálfstæðra kauphalla innan NOREX geti átt framtíð fyrir sér, einkum ef niður- staðan annars staðar í Evrópu og um heim allan verður samruni kauphalla fremur en samstarf. Samruni undir sænskum merkjum? Bent hefur verið á að samstarf af þessu tagi gangi ekki til lengdar ef það muni einkennast um of af mála- miðlunum og svifaseinum viðbrögð- um við breyttum aðstæðum. Þeir sem þessu halda fram telja að eina raunhæfa lausnin sé samruni nor- rænu kauphallanna. Í þessu sam- bandi má rifja upp að fyrr á þessu ári kom fram að hugsanlega kynni móð- urfélag sænsku kauphallarinnar að vilja kaupa aðrar norrænar kauphall- ir. Þetta félag á þegar rúmlega 15% af hlutafé finnsku kauphallarinnar og reyndi, að vísu árangurslaust, að kaupa kauphöllina í Lundúnum með því að leggja fram óvinveitt yfirtöku- tilboð, hið fyrsta sinnar tegundar í þessari atvinnugrein.“ Tryggvi sagði að menn þyrftu einnig að hugsa til þess að eignarhald Verðbréfaþings Íslands sé ekki meitlað í steininn. Þegar þinginu hafi verið breytt í hlutafélag fyrir rúmum tveimur árum hafi náðst um það sátt að ekki skyldi raska jafnvægi milli hluthafahópanna. Þessi sátt hluthaf- anna sé innsigluð í stofnsamningi og samþykktum þingsins. Hömlur á meðferð hluta í félaginu muni þó ekki haldast lengur en til loka ársins 2002 nema tveir þriðju hlutar hluthafa greiði atkvæði gegn slíkri breytingu. „Ég ber fulla virðingu fyrir þeim sjónarmiðum sem uppi voru við stofnun hlutafélagsins 1999. Þingið hefur notið góðs af þeirri sátt sem þá náðist um eignarhaldið. Ég ber jafn- mikla virðingu fyrir þeirri framsýni stofnenda hlutafélagsins að gera ráð fyrir að hömlum yrði aflétt eftir að- lögunartímann. Rétt eins og þingið skráir ekki hlutafélög þar sem höml- ur eru lagðar á meðferð hluta þá tel ég að þingið sjálft eigi ekki að búa við slíkar takmarkanir. Þegar hömlum hefur verið aflétt er enginn knúinn til þess að selja sinn hlut en breytingar á eignarhaldi kunna að verða mik- ilvægar við að tryggja viðskiptalega hagsmuni þingsins á komandi árum.“ Stjórn Verðbréfaþings Íslands skipa Tryggvi Pálsson, Jón Arnalds, Róbert Agnarsson, Sigurður Atli Jónsson, Þorgeir Eyjólfsson, Þorkell Sigurlaugsson og Bjarni Ármanns- son sem kemur nýr inn í stað Ingólfs Helgasonar. Samruni vænlegri en samstarf kauphalla Morgunblaðið/Þorkell Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Verðbréfaþings Íslands. Aðalfundur Verðbréfaþings Íslands JÓN Óskar Sólnes, hjá greiningu Kaupþings, segir að velta Baugs hafi aukist um 6,1% milli ára, sem sýni að stórfyrirtæki eins og Baugur kunni að eiga erfitt um vik að vaxa jafn hratt og áður á innlendum markaði. Til samanburðar hafi rekstrartekjur aukist um hartnær þriðjung milli áranna 1998 og 1999. Þetta sé raunar í samræmi við yf- irlýsingar stjórnar félagsins þar sem fram komi að nú sé svo komið að Baugur hafi að mestu lokið upp- byggingarstarfi og fjárfestingum í bili hér á landi. Þar með talin sé Smáralind sem félagið geri sér mikl- ar vonir um en þar muni bætast við fjölbreytt verslunarsvæði allt að 18.000 fermetrar að stærð. „Fram kemur í tilkynningu með ársupp- gjöri,“ segir Jón Óskar, „að mark- mið Baugs sé að vaxa um 10% á ári og verður félagið því að gera betur í ár en á liðnu ári.“ Framlegð fyrir afskriftir og fjármagnsliði tekur stökk „Þrátt fyrir að vöxtur hafi aðeins verið 6,1% á síðasta ári, vekur at- hygli að afar vel hefur tekist til við að halda niðri kostnaði. Baugur hef- ur þráfaldlega lýst því yfir að stefnt sé að aukinni EBITDA framlegð, þ.e. framlegð fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, með að minnsta kosti þrenns konar hætti, það er að auka hlutfall sérvöru í heildarvörusölu, halda rekstrar- og launakostnaði niðri og að fara sem stystar leiðir í að ná hagstæðum innkaupum á birgðum, svo og með aukinni hag- ræðingu í birgðastýringu. Ekki verður annað séð af niðurstöðutölum ársuppgjörsins en að bærilega hafi tekist til enda eykst hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði stórum og er nú 1.721 milljón króna miðað við 1.300 milljónir króna árið á und- an sem er 32,4% hækkun. EBITDA framlegð af rekstrartekjum eykst í 6,5% úr 5,2% sem er mikið stökk í jafn umsvifamiklum rekstri.“ Jón Óskar segir Baug hafa mátt þola talsvert launaskrið sem teljast verði að mörgu leyti skiljanlegt mið- að við þenslu á vinnumarkaði á síð- asta ári. Á móti komi að rekstrar- kostnaður breytist óverulega þrátt fyrir aukna veltu. Þá lækki kostn- aðarverð seldra vara talsvert sem hlutfall af tekjum og virðist þar sér- varan vera farin að segja til sín. Skakkaföll vegna gengismunar „Þrátt fyrir ágætan rekstrarár- angur dregst hagnaður saman frá fyrra ári og hlýtur það að valda von- brigðum,“ segir Jón Óskar. Hann bendir á að hagnaður hafi lækkað milli ára, en þar veki fjármagnslið- irnir athygli og einnig það hversu mikið afskriftir hækki. Þannig sé á afskriftarhliðinni viðskiptavild af- skrifuð um 148 milljónir króna, með- al annars vegna yfirverðs á Tíu ell- efu og Útilífi. Hvað sjálf fjár- magnsgjöldin varðar megi sjá að Baugur verði fyrir skakkaföllum vegna gengismunar eins og flest ís- lensk fyrirtæki á síðasta ári en hann sé nú neikvæður um 237 milljónir króna en hafi fært félaginu bókfærð- an 37 milljóna króna hagnað árið áð- ur. Aukin skuldsetning og hærri vextir séu einnig farin að taka sinn toll og vaxtagjöld hækki um 95 millj- ónir króna milli ára. Ljóst sé því að veiking íslensku krónunnar og hækkun vaxta hafi sett stórt strik í reikninginn og dregið úr heildar- hagnaði hjá Baugi þrátt fyrir að kjarnarekstur hafi batnað verulega. „Í ljósi þessa og almennra vænt- inga um að meiri stöðugleika muni gæta almennt í efnahagsmálum á þessu ári, ekki síst hvað varðar gengi krónunnar, telur Kaupþing ágætar horfur í rekstri Baugs á árinu,“ segir Jón Óskar. Ágætar horfur eru í rekstri Baugs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.