Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA las ég grein ífranska dagblaðinuLibération (26.2. 2001)eftir Felix G. Rohatyn, sem var sendiherra Bandaríkj- anna í Frakklandi 1997–200. Greinin var reyndar upphaflega skrifuð fyrir Washington Post og því ætluð samlöndum höfundar, en þýdd og endurbirt á frönsku vegna efnisins. Hún fjallar nefnilega um orðspor Bandaríkjanna í Evrópu. Höfundur telur að meirihluti Frakka og Evrópubúa líti upp til Bandaríkjanna vegna þess að þau séu eins konar trygging fyrir mannréttindum og nútíma lýð- ræði. Og hann bætir við að miklu skipti fyrir Bandaríkin að halda slíkri ímynd og þar með áliti um siðferðilega forystu. Tvennt verði hins vegar til að skaða slíka ímynd siðferðilegrar forystu: dauðarefs- ingar og það ofbeldi sem ríki í bandarísku þjóðfélagi. Ég varð reyndar dálítið hissa þegar þarna var komið í lestri greinarinnar, því að satt best að segja hefur aldrei hvarflað að mér að líta á Bandaríkin sem siðferði- lega forystuþjóð, þrátt fyrir þær háleitu hugsjónir sem birtast í sjálfstæðisyfirlýsingunni 1776 og stjórnarskránni 1787. Ég veit vel að það er ekki til siðs að vitna í Adolf Hitler, en ég held þó að hon- um hafi ratast satt á munn er hann lét einhvern veginn svo um mælt, að stórveldi hefðu einungis hags- muni og gætu ekki látið siðferði þvælast fyrir sér. Ég held að mannkynssagan segi okkur skil- merkilega, að þjóð glati siðferðis- kennd sinni þegar hún verður hernaðarlegt stórveldi og fari reyndar að telja sig hafna yfir því- líka smámuni. Í dæmi Bandaríkj- anna mætti tína til langan lista slíkra viðburða og mála, líkt og í dæmi annarra hernaðarstórvelda. En þá ber auðvitað að hafa í huga og undirstrika rækilega, að þvílíka ábyrgð bera leiðtogar, en ekki al- menningur, – þótt hann sé á stund- um helst til fús að láta blekkjast af fagurgala og þjóðrembu. Bandarískir vinir mínir líta á það sem einkenni um helsjúkt þjóðfélag þegar unglingar koma vopnaðir í skólann sinn og hefja skothríð á félaga sína og kennara eins og þráfaldlega kemur fyrir – og nú síðast nýverið í Santana í Kalíforníu. Á heimili þessa fimm- tán ára morðingja fundust síðan sjö skotvopn. Og þá vaknar auðvit- að sú spurning fyrir hverju þessi fjölskylda hefur talið sig þurfa að verjast með þvílíku vopnasafni. Hin almenna ásókn Bandaríkja- manna í skotvopn og nánast dýrk- un á byssum hlýtur að gera ráð fyrir ofbeldi og manndrápum sem sjálfsögðum hlut. Og reyndar virð- ist sú skoðun útbreidd að líta á byssueign sem mannréttindi. Of- beldishneigðin beinlínis liggur í loftinu, enda ein helsta skemmtun manna. Börn og unglingar taka það ekki upp hjá sjálfum sér án ut- anaðkomandi áhrifa að drepa fólk. Felix G. Rohatyn fer einungisalmennum orðum umbandarískt ofbeldi í grein sinni og einbeitir sér að umfjöllun um dauðarefsingar, – líkt og ekki séu bein tengsl þar á milli. Hann hefur allþungar áhyggjur af því að þær skaði álit Bandaríkjanna í Evrópu. Þar hafi slíkar refsingar verið afnumdar og teljist engan veginn samrýmast siðmenntuðum þjóðfélögum. Og hann bætir því við að refsilöggjöfin bandaríska komi mönnum svo fyrir sjónir að þar séu menn teknir af lífi sem hafi ekki notið nægilegrar lögfræðiað- stoðar, saklausir menn, þroska- heftir og ungt fólk undir lögaldri. Ennfremur séu hlutfallslega miklu fleiri líflátnir sem teljast fátæk- lingar og koma úr minnihlutahóp- um – og þar við bætist að engar tölfræðilegar upplýsingar bendi til þess að dauðarefsingar fæli menn frekar frá afbrotum en annars konar hegning. En vitaskuld eru bein tengsl ámilli almenns ofbeldis,morða og dauðarefsinga. Ef grannt er skoðað mætti jafnvel segja að í hvoru tveggja felist sú sama afstaða að það sé réttlætan- legt að drepa menn. Og þó er á þessu nokkur munur. Flest morð eru framin í hugaræsingi, af því að menn hafa misst stjórn á sjálfum sér. Sum morð eru auðvitað þaul- skipulögð og framin að yfirlögðu ráði – rétt eins og dauðarefsingar. Guðmundur Kamban orðaði þetta svo í eftirspili við hið fræga leikrit sitt Vér morðingjar (1920) er hann lætur Mr. Knight segja: „Ef nokk- urt morð er hryllilegt, þá er það morð sem er framið með köldu blóði, morð sem engar ástríður geta afsakað, af því að engar ástríður leiða til þess – morð rík- isins.“ Við getum auðvitað sagt sem svo, að maður sem fremur hrottalegt morð hafi fyrirgert lífi sínu, en það gefur okkur hinum ekki rétt til þess að drepa hann. Greinarhöfundur bendir á, að þótt Evrópumenn hafi lagt af dauðarefsingar, þá sé hegningar- löggjöf þeirra fjarri því að vera gallalaus. Hann segir réttilega að hvorki Bandaríkjamenn né banda- lagsþjóðir þeirra í Evrópu geti verið stoltir af refsingum sínum og lýsir eftir allsherjar endurskoðun, þar sem leitast verði við að finna eins konar jafnvægi milli betrunar og hegningar. Undir það er auð- velt að taka. Greinarhöfundur hef- ur hins vegar fyrst og fremst áhyggjur af því að dauðarefsingar, byssueign og ofbeldi varpi skugga á „siðferðilega forystu Bandaríkj- anna“. Ég er hræddur um að þar verði fleira að koma til. Og reynd- ar er spurning hvort krafa til slíkr- ar forystu feli ekki blátt áfram í sér óraunsætt og ofmetið sjálfsálit. Mér sýnist að sá sem gerir kröfu til slíks forystuhlutverks þurfi fyrst að endurskoða sjálfsmat sitt. Og það kallar á þá breytingu sem einföldust er og jafnframt erfiðust: breytingu hugarfarsins. Slíkrar hugarfarsbreytingar er reyndar einnig þörf í afstöðu til refsinga. Viðbrögð við afbrotum eiga ekki að spretta af hefndarhug. Hver má drepa? Meðal annarra orða Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Eftir Njörð P. Njarðvík FORYSTUMENN kennara fóru strax í mikla vörn þegar samningar grunnskólakennara og sveitarfélag- anna voru gagnrýndir (og kynning á þeim) af félagsmönnum. Guðrún Ebba fór fyrir vörninni og kom hún margsinnis fram í fjölmiðlum og talaði um að einhver misskiln- ingur hafi tröllriðið kennarasam- félaginu. Og eftir atkvæðagreiðsl- una um samninginn hefur hún borið við að þessi mikli misskiln- ingur hafi valdið því að um 40% félagsmanna hafi hafnað samningn- um, samningi sem hún og aðrir samstarfsmenn hennar höfðu dásamað í tíma og ótíma hvenær sem færi á gafst. Hvað er Guðrún Ebba að meina með misskilningi? Er hún að segja að kennarar séu ekki læsir á samn- inginn? Riðu hún og hennar menn ekki húsum og „kynntu“ samning- inn á u.þ.b. 70 „kynningarfundum“ um land allt? Urðu þessir kynning- arfundir til þess að mikill misskiln- ingur fór af stað? Á þessum „kynningarfundum“, sem frekar voru söluherferð samn- ingsins (í mörgum tilfellum) kom t.d. eftirfarandi fram frá kynning- armönnum: „Þetta eru langbestu samningar sem ég hef tekið þátt í, þó hef ég tekið þátt í mörgum samningum“ og einnig var samn- ingnum líkt við jólapakka og kenn- urum við óþreyjufull börn sem biðu eftir jólagjöfinni sinni. Bera þessi orð þess merki að hlutlaus kynning hafi átt sér stað? Er það misskilningur að...: 1. Handbók sem skólastjórar eiga að vinna eftir við að fram- fylgja samningnum er ekki komin út? 2. Að kosið hafi verið áður en menn væru fullvissir um hvernig túlka ætti hvert einasta atriði í samningnum skv. handbók? 3. Skólastjóri verði að gera grein fyrir 6 klst. viðbót við vikulegan verkstjórnarþátt á vinnuskýrslu. 4. Verkstjórnarþáttur skóla- stjóra hafi aukist um 1 klst. á viku? 5. Sextugur kennari fái ekki greidda yfirvinnu fyrir fyrstu 5 kennslustundirnar sem hann kenn- ir eftir að 19 tíma kennsluskyldu hans lýkur? 6. 55 ára kennari fái ekki greidda yfirvinnu fyrir fyrstu 2 kennslustundirnar sem hann kenn- ir eftir að 24 tíma kennsluskyldu hans lýkur? 7. Samningarnir hafi ekki verið sendir út til félagsmanna þannig að þeir gætu skoðað þá vel og vand- lega og reynt að kynna sér þær grundvallarbreytingar sem samn- ingurinn boðaði? 8. Aðeins rúm vika leið frá því að fyrstu kynningarfundirnir fóru fram og þar til kosið var um samn- inginn? 9. Að sumir kennarar fái kannski engan launaflokk úr potti skóla- stjóra á meðan aðrir fái 5 eða fleiri flokka? 10. Tveir kennarar sem fylla 100% stöðu og eru með jafnlangan starfsaldur, að á þeim geti verið á milli 500.000 kr. – 600.000 kr. mun- ur á ársgrundvelli, bara vegna þess að annar er 23 ára en hinn 46 ára? 11. Kennsludögum hafi verið fjölgað um 10? 12. Starfsdögum hafi verið fjölg- að um 2? 13. Kennsluafsláttur eftir 15 ára kennslu hafi verið afnuminn? 14. Samningamenn kennara hafi fengið ákúrur frá skólastjórum varðandi misvísandi kynningu á samningnum. Um atriði 11 og 12 er nánast spaugilegt að fjalla, en um leið sorglegt. Samningamenn kennara hafa á kynningarfundum sínum tal- að um að heildarvinnutími kennara haldist óbreyttur í samningunum, sem hann gerir með eftirfarandi „hókus-pókus“ brögðum. Þeir hafa sagt að vikulegu vinnuálagi sé létt um 3 klukkustundir á viku vegna þess að nú þurfa kennarar þremur klukkustundum minni tíma til und- irbúnings kennslu. Þessi barnalegu rök eiga kannski við í sandkassa en ekki annars staðar. Með sama hætti mætti taka dæmi um mann sem byggir eitt hús á mánuði og fær greitt eftir því. Yfirmaður þessa manns kemur svo til hans og segir honum að nú fái hann bara 1/2 mán- uð til að byggja hvert hús og þess vegna er hann búinn að minnka vinnuá- lagið um 6 mánuði á ársgrundvelli og geti því bætt við vinnu hjá mannin- um. Samningamenn KÍ áttu að hlusta á félagsmenn sína sem margir hverjir eru þjakaðir af miklu vinnuálagi. Þeir (félagsmennirnir) töluðu ekki um að auka álagið um þessa 12 aukadaga. Finnst þessu fólki það ekki vera áfellisdómur yfir störfum sínum að aðeins 60% hafi sam- þykkt samninginn, reyndar með verkfallshótanir Guðrúnar Ebbu hangandi yfir sér. Var það sjálf- gefið að kennarar færu í verkfall ef samningarnir hefðu verið felldir? Auðvitað hefði bara verið sest aftur við samningaborðið og reynt að semja aftur. Hótanir um vekfall er ekki eitthvað sem menn ættu að hafa í flimting- um. Hvers vegna segja ASÍ menn ekkert yfir þessum „gríðarlegu“ launahækkunum kenn- ara? Það sem gerðist í þessum samningum var það að samningamenn KÍ seldu, á brunaútsölu, áunnin réttindi og marg- háttuð kjör kennara sem líklega aldrei verða fengin aftur. Samninga- menn KÍ verða að gera sér grein fyrir að sá vinnutími sem kennarar ráða sjálfir algerlega yf- ir (sveigjanleiki) eru starfskjör og að minnka þennan tíma er kjara- skerðing. Hver sem er getur samið um hærri laun fyrir meiri vinnu. Þessi samningur er aðför að kjör- um kennara og alls ekki til þess fallinn að fjölga ungu fólki við kennslustörf, né að halda þeim sem fyrir eru. Samninganefnd kennara ætti að skammast sín og hugsa sinn gang alvarlega. Misskilningurinn mikli? Kennarar Þessi samningur er aðför að kjörum kennara, segir Jón Pétur Zimsen, og alls ekki til þess fallinn að fjölga ungu fólki við kennslustörf. Höfundur er grunnskólakennari. Jón Pétur Zimsen Á VEGUM Örveru- fræðifélags Íslands fer fram fyrirlestraröð um veirur og veirusjúk- dóma sem ætluð er al- menningi. Fræðsluer- indi um herpesveirur verður haldið í Lög- bergi fimmtudaginn 22. mars kl. 20:00. Herpesveirur til- heyra stórum flokki veira. Þær eru mjög út- breiddar í náttúrunni og í dag hafa verið greindar fleiri en 100 tegundir herpesveira. Flestar þeirra eru dýraherpesveirur sem ekki sýkja menn. Nú eru þekktar átta herpesveirur sem sýkja menn. Þær eru landlægar um allan heim og flestir sýkjast af þeim einhvern tíma á ævinni. Þær orsaka nokkra af al- gengustu veirusjúkdómum hjá mönnum. Má nefna áblástursveir- urnar sem valda varaáblæstri og kynfæraáblæstri, hlaupabóluveiruna sem veldur hlaupabólu og ristli og Epstein- Barr-veiruna sem veld- ur einkirningasótt. Einkennandi fyrir herpesveirur er að eftir frumsmit leggjast þær í dvala í líkamanum og fylgja einstaklingnum ævilangt. Við ákveðið áreiti eða við veiklun á ónæmiskerfinu geta veirurnar vaknað á nýj- an leik og valdið sjúk- dómseinkennum. Mik- ilvægi herpesveira hefur vaxið sl. ár sam- hliða þróun læknavís- indanna. Lífslíkur ónæmisbældra sjúklinga, t.d. líffæra- þega, krabbameinssjúklinga og al- næmissjúklinga, hafa aukist og hefur það í för með sér að oftar þarf að kljást við sjúkdóma sem endurvakn- ing herpesveira veldur hjá þessum sjúklingum. Mikil framför hefur orðið á síðustu árum í meðhöndlun sumra herpes- veirusýkinga, sérstaklega með til- komu lyfja sem geta dregið úr sjúk- dómseinkennum, bæði vegna frumsýkingar og endurvakningar á veirunni. Í fræðsluerindinu verður fjallað al- mennt um herpesveirur og farið nán- ar í helstu sjúkdóma sem þær valda. Herpesveirur Guðrún E. Baldvinsdóttir Veirur Mikil framför hefur orðið á síðustu árum, segir Guðrún E. Baldvinsdóttir, í með- höndlun sumra herpesveirusýkinga. Höfundur er læknir á Rannsókn- arstofnun Landspítalans, rannsókn- arstofu í veirufræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.