Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ I nni í hellinum snarkaði eldurinn, flestir lágu á meltunni, nöguðu mamm- útabein eða tíndu af sér lýs og flær. Mönnum leið vel, þeir hölluðu sér út af á grjót- sófanum og nenntu ekki að fara út þegar sí-rexandi leiðindagaurinn í hópnum fór að pata af því að hann sá stjörnuhrap. Hvað kom þeim þetta við? Þeir nýttu sér helgan réttinn til að liggja í leti og láta hann og aðra ofvirka furðufugla um að velta fyrir sér stjörnunum. En hann hafði líka áhuga á dimm- um skýjum sem hann vissi að boð- uðu fárviðri eða athyglisverðum dýraslóðum sem bentu til að góð veiði væri handan við næsta fjall. Þá var hlustað á hann. Þannig hef- ur þetta víst alltaf verið. Við þurfum að hafa einhverja til að velta fyrir sér því sem liggur ekki endilega í augum uppi og er jafnvel svolítið flókið og óljóst. Ágætt er að þeir séu margir og allra best að allir reyni eftir getu. En á að skylda alla til þess að að hafa skoðun á öllum mikilvægum málum, taka afstöðu, rökræða, afla sér upplýsinga? Sumar þjóðir hafa sett í lög að menn eigi að kjósa og jafnvel beitt sektum til að reka fólk upp úr sóf- anum. Ekki virðist þetta breyta nokkru um stjórnarfarið og tryggja skilvirkt og gott lýðræði. Ítalir eru til dæmis með slík lög og almenningur þar í landi vill helst að allt pólitískt vald fari til Brus- sel. Svo illan bifur hafa Ítalir á eigin mönnum. Lýðræðis- og mannréttindi eru ekki eingöngu rétturinn til að nota atkvæðið sitt og láta ekki fara illa með sig heldur eru þau líka rétt- urinn til að fá að vera í friði. Og þá fylgir að sjálfsögðu rétturinn til að láta sig þessa heims valdabrölt litlu varða en taka því sem að manni er rétt. Í stjórnmálum merkir þetta að sitja heima á kjör- degi. Niðurstaðan verður einhver hvort sem er. Ókosturinn við að velja þennan rétt er að sé maður ósáttur við val meirihlutans í kosningum eins og fóru fram í Reykjavík um helgina glatast rétturinn til að kvarta há- stöfum og með mikilli vandlæt- ingu yfir niðurstöðunni. En samt hika margir frammámenn Sjálf- stæðisflokksins ekki við að taka sér þennan rétt. Ein aðalröksemd þeirra á undan atkvæðagreiðsl- unni um flugvöllinn var meðal annars að spurningin væri ekki rétt orðuð. Segja yrði nákvæm- lega hvaða kostur yrði valinn ef völlurinn færi. Annars væri þetta plat. Þeir hvöttu ekki kjósendur til að fara og skila auðu í mót- mælaskyni heldur sögðu þeir rétt- ast að sitja heima. Núna segja þeir að allt of fáir hafi ómakað sig á kjörstað og þetta sé allt marg- falt plat og patt. Það er vandlifað í þessum heimi en kannski leynist í þessari ólund vísir að afdrifaríkum framförum og endurbótum á lýðræðinu. Fyrir næstu alþingiskosningar geri ég ráð fyrir að flokkurinn muni segja okkur vandlega hvaða stjórn- málaflokki eða flokkum hann ætli að starfa með eftir næstu þing- kosningar. Við munum vita að hverju við göngum, engar blekk- ingar, ekkert óvænt hliðarspor þegar atkvæðin eru í höfn. Oft hafa kosningarnar þar sem fjöld- inn greiðir atkvæði verið minna spennandi en eftirleikurinn, þegar flokkarnir ákveða eftir kosningar hverjum þeir vilji mynda meiri- hluta með á Alþingi. Nú er okkur sagt að 37% kosn- ingaþátttaka sé of lítið en hvað hefði verið nóg? Síðast þegar kosið var til Al- þingis var kjörsókn heldur minni en venjulega, hún fór niður undir 80 af hundraði. Hátt í 20% kjós- enda voru á því að engu skipti hverjir yrðu fulltrúar á löggjaf- arsamkundunni en varla hefur nokkrum dottið í hug að segja að niðurstaðan væri ekki jafngild og í fyrri kosningum. Allir Íslend- ingar, 18 ára og eldri, fara sjálf- krafa á kjörskrá og ekkert er gert til að hindra þá í að nota kosninga- réttinn. Sumir kjósa að láta aðra velja fyrir sig þingmenn sem lýsir kannski ekki mikilli ábyrgð- artilfinningu eða skilningi á því að lýðræði sé dýrmæt réttindi en er samt ákveðið val. Sumir þeirra hafa áreiðanlega varið aðgerðaleysið 1999 með því að pólitíkusar væru allir eins, sami rassinn undir þeim öllum, eins og sagt er. Aðrir hafa einfaldlega verið í hópnum sem finnst aðrir hlutir í lífinu skipta máli en kosn- ingar. En samþykki Alþingi að reka alla karlmenn úr landi, hækka tekjuskattinn í 99% eða koma á lífstíðarfangelsi fyrir að veiða þorsk utan kvóta verða só- fakjósendurnir auðvitað að sæta niðurstöðunni. Þeim var alveg sama. Þeir reyndu ekki einu sinni að hafa áhrif. Niðurstaðan á laugardag er of- ur einföld. Borgarfulltrúar vita að núna á því herrans ári 2001 er naumur meirihluti þeirra sem hafa áhuga á málinu þeirrar skoð- unar að völlurinn eigi að fara. Hvað þeir gera við þessar upplýs- ingar er þeirra mál. Engin lög eða reglur skikka þá til að taka tillit til niðurstöðunnar en ef okkur hinum finnst að þeir mistúlki skilaboðin getum við refsað þeim næst. Á níunda áratugnum var kosið um hundahald og reyndar sam- þykkt að banna það. Borg- arstjórnarmeirihluti Sjálfstæð- isflokksins ákvað eftir nokkra umhugsun að hundsa niðurstöð- una í samræmi við efnið og leyfa hundahald gegn því skilyrði að eigendurnir (þessir tvífættu) fengju opinbert leyfi til að sýna sig með vinum sínum opinberlega þegar sinna þyrfti brýnum og mjög aðkallandi þörfum. Þátttakan í hundakosningunni forðum var aðeins 7% og því alveg ljóst samkvæmt mælistikunni sem nú er komin út úr skápnum að ekki fékkst niðurstaða. Samt var mörkuð stefna í málinu af hálfu borgaryfirvalda og hundahald í reynd leyft. Eða vildu kjósendur eingöngu banna fjólubláa hunda? Ólund og skýr svör En samþykki Alþingi að reka alla karl- menn úr landi, hækka tekjuskattinn í 99% eða koma á lífstíðarfangelsi fyrir að veiða þorsk utan kvóta verða sófa- kjósendurnir auðvitað að sæta nið- urstöðunni. Þeim var alveg sama. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SNIGLAVEISLAN eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson verður tekin til sýn- inga í Iðnó í kvöld en sýningin var frumsýnd í byrjun febrúar í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Sýningin á Sniglaveislunni er samstarfs- verkefni Leikfélags Akureyrar og Leikfélags Íslands en þetta er í annað skipti sem félögin seta upp leiksýningu í sameiningu. Fyrra samstarfsverk félaganna var Stjörnur á morgunhimni. Í Snigla- veislunni segir af Gils Thordersen stórkaupmanni. Ársfjórðungslega heldur Gils sjálfum sér mikla veislu og gerist sagan einmitt á slíku kvöldi. Að þessu sinni ber óboðinn gest að garði og verður úr að Gils býður honum að setjast með sér að veisluborði – öldungis grunlaus um erindi gestsins. Smám saman kemur í ljós að gesturinn er ekki allur þar sem hann er séður, átök vaxa og uppgjör er óumflýj- anlegt. Gunnar Eyjólfsson leikur hlut- verk Gils Thordersen en Gunnar fagnaði 75 ára afmæli sínu 24. febrúar sl. Í öðrum hlutverkum eru Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Leikstjóri er Sigurður Sig- urjónsson. Leikmynd og búninga gerir Elín Edda Árnadóttir. Tón- list semur Hilmar Örn Hilmarsson. Lýsingu hannar Halldór Örn Ósk- arsson og Randver Þorláksson er aðstoðarleikstjóri. Að sögn Magnúsar Geirs Þórð- arsonar, leikhússtjóra Leikfélags Íslands, hefur verið uppselt á allar sýningar verksins norðan heiða og er þegar orðið uppselt á fyrstu 10 sýningar verksins í Iðnó. Leikgerðin á Sniglaveislunni er eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Sig- urð Hróarsson. Er þetta fyrsta leikgerðin sem unnin er eftir sög- um Ólafs Jóhanns en áður hefur verið sýnt leikrit hans Fjögur hjörtu í Loftkastalanum 1997. Sniglaveislan í Reykjavík Morgunblaðið/Kristján „Fátt er betra en íslenskir brekkusniglar.“ Gunnar Eyjólfsson í hlutverki sínu í Sniglaveislunni. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna hefur á seinni árum átt vaxandi gengi að fagna og hef- ur tónleikum sveitarinnar fjölgað undir stjórn Ingvars Jónassonar fiðluleikara sem hefur verið að- alstjórnandi sveitarinnar frá upp- hafi, eða frá árinu 1990. Á tónleik- unum sl. sunnudag, 18. mars, var stjórnandi sveitarinnar Oliver Kentish og voru flutt tvö verk eftir hann ásamt ljóðaflokknum Sum- arnætur eftir Hector Berlioz. Tón- leikarnir hófust á Sonnettu, fyrir strengi og hörpu, eftir Oliver Kentish, Verkið er upphaflega samið fyrir píanó en síðar útsett fyrir strengjasveit og hörpu, áheyrilegt og látlaust verk sem er sérlega lagrænt og tóntegunda- bundið, þó með smáívafi ómstreyt- unnar. Það sem nokkuð háir Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna er að blæbrigði, þ.e. tónmótunin, eru oft nokkuð erfið, sérstaklega þegar leika á veikt, svo að tónninn verð- ur svolítið „hræddur“, en stjórn- andinn var sífellt að „sussa“ á hljómsveitina þannig að tóngæðin liðu fyrir það. Annað verkið á efnisskránni voru sex sönglög eftir Berlioz við kvæði eftir Th. Gautier og kallaði tónskáldið þennan lagaflokk Sum- arnætur. Flokkurinn er saminn á árunum 1840–41, og semur hann lögin upphaflega fyrir eina rödd og píanóundirleik en umritar lögin fyrir hljómsveit og tónflytur sum þeirra fyrir mismunandi raddir ár- ið 1856. Sigrún Jónsdóttir söng lögin af þokka en það háði henni að nokkur laganna voru of djúp fyrir hennar rödd enda mun Berl- ioz hafa skipt hljómsveitargerðinni niður á sópran, alt og tenór. Þetta er nokkuð einföld en hljómfalleg tónlist og var bæði söngur og leik- ur hljómsveitarinnar fallega mót- aður að frádregnu því að tónsvið laganna er vart syngjanlegt af einni og sömu manneskjunni svo vel sé. Lokaverk tónleikanna var Trip- tych, hugleiðing fyrir selló og strengi eftir Oliver Kentish og lék Gunnar Kvaran einleikinn. Verkið er einum of viðburðasnautt og mjög mikið notað einraddað ferli og orgelpunkturinn (liggjandi bassi) var vægast sagt ofnotaður. Aðalstefið var í gangandi fjórðap- artsnótumum og til að kóróna allt var stefið leikið umhverft, rétt eins það sé eitthvað nýtt því að Mach- aut (1300–1377) lék sér að slíkum úrvinnsluaðferðum, sem seríalistar 20. aldar fengust við að ráði Schönbergs. Fræðilegar útskýr- ingar á gerð tónverks eru með öllu marklausar fyrir áheyrendur því að það sem heyrist skilst með allt öðrum hætti en eitthvert útspekúl- erað atriði eins og t.d. gagnhverf tónskipan. Tónlist er tímanleg líð- andi, sífelld framvinda sem aldrei er hægt að skynja afturábak, jafn- vel þótt tónmálið sé þannig byggt upp. Gunnar Kvaran lék verkið mjög vel og það var leikur hans allur sem í raun hélt uppi þessu sérlega fábrotna verki sem á köfl- um var áferðarfallegt en í heild mjög viðburðasnautt og ófrumlegt. „Hræddur tónn“ TÓNLIST N e s k i r k j a Verk eftir Oliver Kentish og Hector Berlioz. Einsöngvari: Sigrún Jónsdóttir. Einleikari: Gunnar Kvaran. Stjórnandi: Oliver Kentish. Sunnudagurinn 18. mars, 2001. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÁHUGAMANNA Jón Ásgeirsson HEIMUR skáldsögunnar er yfir- skrift ráðstefnu sem haldin verður í Odda, stofu 101, helgina 24. og 25. mars. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 og er ætluð áhugamönnum um bók- menntir, en það eru Hugvísinda- stofnun og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands sem standa að þinginu. Yfir 30 fræðimenn munu halda stutt erindi hver um eina skáldsögu. Allar skáldsögurnar sem fjallað verður um hafa annaðhvort verið frumsamdar á íslensku á 20. öld eða þýddar á íslensku á síðustu öld. Hver fyrirlesari hefur frjálsar hendur um efnistök og fræðilegt sjónarhorn. Ætlunin er að gefa alla fyrirlestrana út á bók síðar á árinu í ritröð Bókmenntafræðistofnunar, Fræðirit. Á sunnudag hefst dagskrá kl. 10 en þinginu lýkur kl. 16.50. Fyrir- lestrarnir, skáldsögur sem fjallað er um og fyrirlesarar eru kynntir á vefsíðu skáldsagnaþings á http:// www.kistan.is. Skáld- sagnaþing í Odda ÁRLEG samkeppni í flutningi franskra ljóða fyrir nemendur í frönsku í framhaldsskólum fór fram í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík sl. laugardag. Yrsa Þöll Gylfadóttir, Mennta- skólanum við Hamrahlíð, og Jónas Ketilsson, Verslunarskóla Íslands, urðu hlutskörpust 14 keppenda. Yrsa Þöll flutti ljóðið „Un monsieur attendait“ eftir Georges Ulmer og Jónas flutti ljóðið „Vieille chanson“ eftir Jacques Prévert. Menning- ardeild franska sendiráðsins á Ís- landi veitti öllum keppendunum viðurkenningu fyrir þátttökuna. Dómnefndina skipuðu Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Listasafns Kópavogs, Louis Bardol- let, sendiherra Frakklands á Ís- landi, og Eyjólfur Már Sigurðsson, deildarstjóri tungumálamiðstöðvar HÍ. Það er Félag frönskukennara í samstarfi við franska sendiráðið sem skipuleggur keppnina. Morgunblaðið/Jim Smart Yrsa Þöll Gylfadóttir og Jónas Ketilsson urðu hlutskörpust. 14 nemend- ur fluttu frönsk ljóð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.