Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁHRIF hinna miklu hækkana á olíuverði koma fram með marg- víslegum hætti. Í dag- legu lífi fólks birtast þessar hækkanir hvað helst í auknum útgjöld- um vegna rekstrar fjöl- skyldubílsins. Í at- vinnurekstrinum verða menn fyrir miklum bú- sifjum vegna olíuverðs- hækkana, sem auka út- gjöld margra atvinnu- greina og nægir að nefna útgerðir og verk- taka í því sambandi. Það hefur hins vegar farið minna fyrir um- ræðunni um áhrif olíuverðshækkana á kjör þess fólks sem ekki á þess kost að kaupa orku frá veitukerfum orku- fyrirtækjanna í landinu. Fyrir þetta fólk er hér hins vegar um að ræða grafalvarlegt mál, sem kemur þyngra við heimilispyngjuna en hjá öðrum. Í svari iðnaðarráðherra við fyrir- spurn minni á Alþingi fyrir skemmstu var varpað ljósi á málið. Fram kom að það væru alls 115 býli sem ekki eru tengd veitukerfum orkufyrirtækjanna. Þar af eru um 70 með heimarafstöðvar. Fjöldi þeirra býla sem hafa hvorki heimaraf- stöðvar né tengjast samveitu orkufyrir- tækjanna er því áætl- aður 45. Talið er að 20 séu í ábúð en 25 í eyði, en stundum eru eyði- býlin þó nýtt til búsetu, hluta úr ári, svo sem vegna hlunnindanytja. Sé litið á skiptingu þessara býla eftir lands- hlutum kemur í ljós að þau eru 2 á Vesturlandi, 3 til 6 á Vestfjörðum, 3 á Norðurlandi vestra, 6 á Norður- landi eystra 2 á Austurlandi og 2 á Suðurlandi. Húshitunarkostn- aðurinn a.m.k. þrefaldur Orkukostnaður fólks sem býr við þessar aðstæður hefur aukist um helming vegna olíuverðshækkan- anna á tveimur árum. Sé miðað við meðaltalstölur um orkunotkun vegna húshitunar má áætla að kostn- aður þeirra heimila sem verða að nota olíu til húshitunar sé á ári um 220 þúsund krónur. Miðað við sambærilegar forsend- ur er talið að húshitunarkostnaður á orkuveitusvæði RARIK sé tæpar 80 þúsund krónur. Hér munar gríðar- lega miklu. Það stappar nærri að þrefalt dýrara sé að kynda með olíu en ef menn eiga þess kost að nýta innlenda orkugjafa frá orkuveitu- svæðunum. Mismunurinn er í mörg- um tilvikum ennþá meiri sé verð- lagning borin saman við mörg hitaveitusvæðin í landinu. Nauðsynlegt að bregast við Nauðsynlegt er að bregðast við þessu. Fyrir mörgum árum var efnt til sérstaks átaks til þess að auðvelda fólki aðgang að innlendum orkugjöf- um. Verulegu almannafé var til þess varið að leggja dreifilínur í því skyni. Af þeim tölum sem við höfum nú und- ir höndum er ljóst að það hefur geng- ið vel og þorri landsmanna á þess nú kost að nýta innlenda orkugjafa sem nýttir hafa verið í krafti almannafjár. Unnið að úrbótum Eftir situr hins vegar lítill hópur fólks – í ýmsum tilvikum sennilega þar sem tekjumöguleikar eru ekki miklir eða margbreytilegir – sem nú hefur orðið illilega fyrir barðinu á ol- íuverðssprengingu úti í heimi. Við þurfum því að finna leiðir til þess að lækka útgjöld þessa fólks, án þess þó að það letji nýtingu innlendra orku- gjafa. Það er ljóst að kostnaðurinn við slíkar aðgerðir yrði í raun sáralít- ill, í ljósi þess hve um tiltölulega fá heimili er að ræða. En ljóst er þó að þær kæmu í góðar þarfir. Í umræðum á Alþingi um þetta mál kom fram að ákveðið hefði verið, eftir að fyrirspurnin hefði ýtt við málinu, „að kanna stöðu þessara mála frekar og gera tillögur um að- gerðir vegna lögbýla sem ekki eru tengd veitukerfum orkufyrirtækj- anna“, eins og orðrétt sagði í ræðu iðnaðarráðherra. Þessu ber að fagna og vænta þess að út úr því komi bragarbót fyrir þennan hóp sem svo illilega hefur orðið fyrir barðinu á að- stæðum sem enginn hér á landi fær við ráðið. Hin gleymdu áhrif olíuverðshækkananna Einar K. Guðfinnsson Olíuverð Eftir situr lítill hópur fólks sem nú hefur orðið fyrir barðinu á olíuverðssprengingu úti í heimi. Einar K. Guðfinnsson segir að finna þurfi leiðir til þess að lækka útgjöld þessa fólks. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. SIGLINGAFÉLAGIÐ Ýmir var stofnað 4. mars 1971 og er því ný- orðið 30 ára. Sem einn af stofn- endum og var- astj.maður þar í nokkur ár, hafði ég töluverðar áhyggjur af aðstöðuleysi félags- ins sem er ekki í takt við kröfur tímans og er slitin og úr sér gengin. Þarna hefur nánast engin upp- bygging verið sl. 10– 15 ár og getur þá hver séð hve bágborin aðstaðan er orðin. Íþróttafélag, sem tek- ur þátt í siglingamót- um á sumrin bæði í barna- og unglinga- starfinu sem og í eldri deildinni þarf eins og öll önnur íþróttafélög æfingaað- stöðu til þess að sinna starfi sínu. Í rauninni er ég mjög hissa á hve marga meistaratitla íþróttafélagið hefur hlotið í gegnum árin, miðað við aðstöðuna. Siglingaíþróttin er fjölskyldu- íþrótt, þar getur öll fjölskyldan verið saman að sinna íþróttaáhuga sínum. Á sumrin hafa verið námskeið á vegum Siglingafél. Ýmis fyrir börn í samstarfi við Kópavogsbæ en bærinn hefur boðið upp á nám- skeið fyrir börn á hverju sumri, t.d. hesta-, leikja- og siglinganám- skeið o.fl. Námskeiðin hafa verið mjög vel sótt, sérstaklega af börn- um á aldrinum 7–11 ára. Börnin fá þarna gullið tækifæri til þess að kynnast ýmsum öðrum íþróttum heldur en boltaíþróttum. Að mínu mati hefur siglingaíþróttinni ekki verið sýnd sú virðing sem hún í raun á rétt á. Gætum að því að við Íslendingar erum siglingaþjóð frá upp- hafi sögu okkar. Við sóttum lífið í sjóinn í margar aldir og enn í dag er það sjórinn sem heldur í okkur lífinu. Þess vegna ætti sjórinn að vera í miklu meira samhengi við skólagöngu okkar heldur en er í dag. Nú tala ég út frá höfuð- borgarsvæðinu því að auðvitað er þetta öðruvísi úti á landi þar sem börnin fá að kynnast sjónum á annan hátt. Fyrir u.þ.b. fjórum árum var ég beðin um að stofna aðstöðunefnd innan Siglingafél. Ýmis og hefur nefndin nú starfað í rúm þrjú ár. Þessi nefnd hefur skoðað ýmsa að- stöðumöguleika fyrir félagið m.a. með heimsóknum til annarra sigl- ingafélaga. Ekkert þessara forma hentaði okkur vegna gífurlegs kostnaðar. Hætta væri á að starfið lognaðist út af ef ekkert væri að gert. Einhvers staðar þurftum við að ná í fé eða gera eitthvað annað til bjargar þessari góðu og heil- brigðu íþróttastarfsemi. Þá kviknaði hugmyndin smám saman hjá mér um „bryggju- hverfi“ og hafði ég í framhaldi af því samband við verktakafyrirtæk- ið BYGG ehf. BYGG tók hugmyndinni vel og ákváðum við að þeir hefðu sam- band við Björgun ehf. og Björn Ólafs, starfandi arkitekt í Frakk- landi, til að vinna hugmynd að bryggjuhverfi á lóð sem Ými er ætluð undir starfsemi sína ásamt landfyllingu í framhaldi af henni. Þessir aðilar hafa áður unnið hug- mynd að bryggjuhverfi í Garðabæ. Einnig hefur Björgun ehf. í sam- vinnu við Björn Ólafs, hannað bryggjuhverfi í Grafarvogi sem hefur fengið mikið lof í umræðunni um skipulagsmál. Nú eru lausleg drög að hug- myndinni komin á blað og tel ég marga góða kosti felast í henni eins og t.d.: 1. Fallegt og reisulegt hverfi í háum gæðaflokki með afar fallegu útsýni í norður til fjalla og yfir voginn sem kemur í stað niður- nídds atvinnuhverfis. 2. Siglingafélagið fær myndar- lega aðstöðu fyrir barna- og ung- lingastarf sitt ásamt aðstöðu fyrir allt áhugafólk um siglingar og sjó- inn sem á skyldleika við útivist í þéttbýli. 3. Ákveðin endurnýjun og styrk- ing byggðar á utanverðu Kársnesi í nokkru samhengi við íbúðar- byggð austast og innst í Fossvogi og í framhaldi af íbúðarhverfi ofar á nesinu. 4. Svæðinu er ekki einungis ætl- að að vera fallegt og skemmtilegt íbúðarhverfi, heldur einnig aðlað- andi og ánægjulegur staður til að heimsækja fyrir Kópavogsbúa al- mennt t.d. með veitingasölu í tengslum við siglingaklúbb, að- stöðu fyrir listamenn og aðra sem hafa löngun til að mála bryggjulíf og náttúru, göngustíg með sjó o.fl. Þarna mætti hugsa sér að Nátt- úrufræðistofa Kópavogs hefði að- stöðu fyrir sjávarsafn, þar sem al- menningur hefði greiðan aðgang að fræðsluefni sem tengist sjónum og að skólar hefðu aðstöðu til vett- vangsrannsókna, jafnvel Háskól- inn. Bryggjuhverfishugmyndin felur í sér um 350–400 íbúðir eða um 1.000 nýja íbúa. Hugmyndin hefur fengið kynn- ingu í bæjarráði Kópavogs sem sendi hana til skipulagsnefndar. Erindið var á dagskrá skipulags- nefndar 6. mars sl. og leist nefnd- inni vel á hugmyndina og hefur falið tæknideild að taka hana til nánari skoðunar. Nánari skoðun hjá tæknideild merkir m.a.: Að skoða umferðarmynstur Kársnesbrautar og gatna þar í grennd og gera spá varðandi um- ferð með tilkomu nýrrar byggðar. Að skoða nýtingu leik- og grunnskóla með tilkomu nýrrar byggðar og aðra þjónustu t.d. íþróttamála, strætisvagnaþj. o.fl. Komið hefur fram sú umræða í skipulagsnefnd Kópavogs í tengslum við endurskoðun Aðal- skipulags Kópavogs og gerð svæð- isskipulags fyrir höfuðborgarsvæð- ið m.t.t. þéttingar byggðar á höfðuborgarsvæðinu að þétta mætti byggð í vesturbæ Kópavogs. Undirrituð sem á sæti í skipulags- nefnd bæjarins fyrir Sjálfstæðis- flokkinn man ekki til þess að hug- mynd hafi komið fram um landfyllingu og byggð út í sjó og þá síður bryggjuhverfi á fundum nefndarinnar, eins og kemur fram í viðtali Mbl. við formann skipu- lagsnefndar 9. mars 2001. Alfarið er þessi hugmynd mín fram sprottin til þess að bæta að- stöðu siglingaíþróttarinnar og hún kviknar í því umhverfi en ekki í skipulagsnefnd. Lítil uppbygging íbúðarbyggðar hefur verið undanfarin ár í vest- urbæ Kópavogs. Ástæður eru að mestu þær að allur þungi nýbygg- inga í Kópavogi hefur farið fram í austurbæ, þ.e. Smárinn, Lindir, Salir og nú síðast Elliðavatns- hverfi sem er í mótun. Með tilkomu þessa nýja hverfis mun verða breyting á ásýnd vest- urbæjar Kópavogs. Þarna verður falleg og skemmtileg byggð eða hverfi sem kemur til með að styrkja byggð í vesturbæ. Ef við ætlum að halda áfram styrkingu vesturbæjar í framtíð- inni er hægt að horfa á suðurnesið, Kópavogsmegin, þ.e. jörð ríkisins við Kópavogshæli. Að endingu vænti ég þess að hægt verði að bæta aðgengi fólks úr vesturbæ að íþróttasvæðum bæjarins í austurbæ, þ.e. í Kópa- vogsdal og Fossvogsdal sem léttir einnig aðgengi úr austurbæ t.d. að siglingaaðstöðu í vesturbæ. Bryggjuhverfi í Kópavogi Margrét Björnsdóttir Skipulagsmál Bryggjuhverfi í Kópa- vogi á utanverðu Kárs- nesi, segir Margrét Björnsdóttir, mun verða lyftistöng fyrir sigl- ingaíþróttina. Höfundur er í skipulagsnefnd Kópa- vogs og varabæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi. INFLÚENSA er af- ar smitandi og bráður öndunarfærasjúkdóm- ur sem orsakast af inflúensuveirum A eða B. Árlega veldur inflú- ensa faröldrum sem ganga meira og minna yfir alla heimsbyggð- ina. Á norðurhveli jarð- ar gengur inflúensa venjulega frá nóvem- ber til mars. Hér á landi er inflúensa ár- viss, oftast hefst hún kringum áramót. Fólk í öllum aldurshópum getur átt á hættu að sýkjast og vegna stöðugra breytinga sem verða á inflúensuveirum getur fólk sýkst ár eftir ár. Á þessari öld hafa þrívegis komið fram nýjar gerðir inflúensuveira sem fólk hefur haft litla eða enga mótstöðu gegn. Þessar veirur hafa valdið alheimsfaröldr- um. Alvarlegust var „spænska veikin“ 1918 en talið er að allt að 40 milljónir manna hafi látist af völdum henn- ar. Inflúensu A veirur sýkja nokkrar mismun- andi dýrategundir auk manna svo sem svín, hesta og vatnafugla. Af og til yfirstíga inflú- ensu A veirur í dýrum tegundaþröskuldinn og sýkja menn. Talið er að „spænska veikin“ hafi átt uppruna sinn í svín- um en „Asíu-inflúensa“ 1957 og „Hong Kong-flensa“ 1968 eru taldar upprunnar frá fuglum. Staðir þar sem fuglar, svín og menn búa í miklu návígi eru hugsanlega mikilvægir við að skapa ákjósanlegt umhverfi fyrir breytingar á inflúensuveirum. Bólusetningar eru helsta vörn gegn inflúensu. Auk þess sem unnið er að endurbótum og þróun á bólu- efnum hafa á síðustu árum komið fram ný lyf við inflúensu. Í fræðsluerindi fyrirlestraraðar Örverufræðifélags Íslands um veirur og veirusjúkdóma, 22. mars kl. 20:00 í Lögbergi, verður fjallað al- mennt um inflúensu, þróun inflú- ensuveira og varna gegn þeim. Inflúensa Sigríður Elefsen Höfundur er líffræðingur, Rann- sóknarstofnun Landspítalans, rannsóknarstofu í veirufræði. Veirur Á síðustu árum, segir Sigríður Elefsen, hafa komið fram ný lyf við inflúensu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.