Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 21
HUGBÚNAÐUR hf. og Toshiba-
Tec Europe undirrituðu í vikunni
sem leið samningsdrög um kaup
hins síðarnefnda á afgreiðslukerf-
um frá Hugbúnaði hf. fyrir versl-
unarkeðjuna W. Morrisons í Bret-
landi og Burger King-veitinga-
staðina í Evrópu. Samningurinn við
Toshiba-Tec Europe mun skila
Hugbúnaði hf. 150 milljónum króna
tekjum á næstu 9 mánuðum.
Morrisons-verslunarkeðjan er
samkvæmt fréttatilkynningu sú 5.
stærsta í Bretlandi, rekur þar yfir
100 stórmarkaði. Þróun afgreiðslu-
kerfa frá Hugbúnaði hefur átt sér
stað hjá Morrisons frá því á síðasta
ári.
Burger King, ein þekktasta
veitingahúsakeðja í heimi, rekur
um 500 veitingastaði í Þýskalandi
og um 1600 í Bretlandi. Uppsetning
Centara-afgreiðslukerfisins er
hafin hjá Burger King í Þýskaland
og hefur gengið mjög vel.
Hugbúnaður og Toshiba-Tec
Europe hafa átt samstarf um þróun
afgreiðslukerfa Hugbúnaðar um
alllangt skeið. Samningurinn milli
fyrirtækjanna er eðlilegt framhald
af þeirri vinnu sem hefur átt sér
stað undanfarin misseri. Öll starf-
semi Toshiba-Tec í Evrópu var ný-
lega færð undir einn hatt, Toshiba-
Tec Europe, með höfuðstöðvar í
Belgíu. Það fyrirkomulag gefur
kost á mun víðtækari markaðs-
starfsemi á framleiðslu Hugbún-
aðar hf. í Evrópu en áður.
Samningurinn sem undirritaður
var í liðinni viku felur einnig í sér
yfirfærslu þekkingar til Toshiba-
Tec samsteypunnar í Evrópu með
það að markmiði að auka enn frek-
ar sölu á afgreiðslukerfum Hug-
búnaðar hf. í Evrópu. Fyrirtækin
gera sér vonir um verulegan árang-
ur af auknu samstarfi.
Hugbúnaður og Toshiba-Tec
Afgreiðslukerfi seld
fyrir 150 milljónir
Ingólfur Arnarsson, SPK, Páll Hjaltason, Hugbúnaði hf., Mitsuto Kitahara,
forstjóri Toshiba-Tec í Bretlandi, Magnús G. Friðgeirsson, Hugbúnaði,
Steen Poirrier, Toshiba-Tec, og Halldór J. Árnason, SPK.
HAGNAÐUR Stáltaks hf. sam-
stæðu nam rúmri milljón króna á
síðasta ári en árið 1999 var 195
milljón króna tap hjá félaginu.
Samkvæmt tilkynningu til Verð-
bréfaþings Íslands má rekja ástæðu
slakrar afkomu félagsins til sveiflu-
kenndrar verkefnastöðu á árinu og
lægri veltu en áætlað var vegna
samdráttar í skipa- og landverkefn-
um. Einnig olli hátt gengi fyrri
hluta ársins lakari samkeppnis-
stöðu. Niðurfærsla viðskiptakrafna
og hlutabréfaeignar í öðrum félög-
um nam 92 milljónum króna á árinu
2000. Fjármagnskostnaður sam-
stæðunnar án niðurfærslu og taps
af hlutabréfum var 79 milljónir á
árinu 2000 sem er mun hærri en
undanfarin ár og skýrist af slæmri
greiðslustöðu félagsins fram undir
lok ársins ásamt óhagstæðri geng-
isþróun lána síðustu mánuði ársins.
Kæli- og verktakastarfsemi Kæli-
smiðjunnar Frosts var sameinuð
rekstri Stáltaks hf og hefur kostn-
aður við sameininguna verið gjald-
færður á árinu 2000. Í októbermán-
uði seldi Stáltak hf fasteignir
félagsins að Mýrargötu í Reykjavík.
Fasteign félagsins að Funahöfða í
Reykjavík var einnig seld á árinu.
Allur hagnaður vegna sölu á fast-
eignum í Reykjavík er færður sem
tekjur af eignasölu undir óregluleg-
um tekjum. Félagið seldi alla hluta-
fjáreign sína í Dráttarbrautum
Reykjavíkur ehf. á árinu. Í síðustu
viku var tilkynnt til VÞÍ að Icetech
á Íslandi hf. (Kælismiðjan Frost)
hafi selt hlutabréf í Stáltaki hf.
Eignarhlutur Icetech var 74.362.458
að nafnvirði eða 19,0% en er nú
6.234. Hlutafé félagsins verður skipt
á fjölda aðila og verður stærsti hlut-
hafinn með um 1,7% hlut í Stáltaki
hf.
C3 D
-
# .
/
&
01 2
+",'(
*$,
*+#!
*)#,
*)
+,
H9
)$,
(#!
*+!'
)#
!).
)'(
%)%(
$
&)!
&%!$
&%')
&
!
'
"$
##!
&'
'
"%+
! "
! "
! "
!+"+)" !+"+)"HH
Rekstur Stáltaks í
járnum árið 2000