Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.03.2001, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 21 HUGBÚNAÐUR hf. og Toshiba- Tec Europe undirrituðu í vikunni sem leið samningsdrög um kaup hins síðarnefnda á afgreiðslukerf- um frá Hugbúnaði hf. fyrir versl- unarkeðjuna W. Morrisons í Bret- landi og Burger King-veitinga- staðina í Evrópu. Samningurinn við Toshiba-Tec Europe mun skila Hugbúnaði hf. 150 milljónum króna tekjum á næstu 9 mánuðum. Morrisons-verslunarkeðjan er samkvæmt fréttatilkynningu sú 5. stærsta í Bretlandi, rekur þar yfir 100 stórmarkaði. Þróun afgreiðslu- kerfa frá Hugbúnaði hefur átt sér stað hjá Morrisons frá því á síðasta ári. Burger King, ein þekktasta veitingahúsakeðja í heimi, rekur um 500 veitingastaði í Þýskalandi og um 1600 í Bretlandi. Uppsetning Centara-afgreiðslukerfisins er hafin hjá Burger King í Þýskaland og hefur gengið mjög vel. Hugbúnaður og Toshiba-Tec Europe hafa átt samstarf um þróun afgreiðslukerfa Hugbúnaðar um alllangt skeið. Samningurinn milli fyrirtækjanna er eðlilegt framhald af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað undanfarin misseri. Öll starf- semi Toshiba-Tec í Evrópu var ný- lega færð undir einn hatt, Toshiba- Tec Europe, með höfuðstöðvar í Belgíu. Það fyrirkomulag gefur kost á mun víðtækari markaðs- starfsemi á framleiðslu Hugbún- aðar hf. í Evrópu en áður. Samningurinn sem undirritaður var í liðinni viku felur einnig í sér yfirfærslu þekkingar til Toshiba- Tec samsteypunnar í Evrópu með það að markmiði að auka enn frek- ar sölu á afgreiðslukerfum Hug- búnaðar hf. í Evrópu. Fyrirtækin gera sér vonir um verulegan árang- ur af auknu samstarfi. Hugbúnaður og Toshiba-Tec Afgreiðslukerfi seld fyrir 150 milljónir Ingólfur Arnarsson, SPK, Páll Hjaltason, Hugbúnaði hf., Mitsuto Kitahara, forstjóri Toshiba-Tec í Bretlandi, Magnús G. Friðgeirsson, Hugbúnaði, Steen Poirrier, Toshiba-Tec, og Halldór J. Árnason, SPK. HAGNAÐUR Stáltaks hf. sam- stæðu nam rúmri milljón króna á síðasta ári en árið 1999 var 195 milljón króna tap hjá félaginu. Samkvæmt tilkynningu til Verð- bréfaþings Íslands má rekja ástæðu slakrar afkomu félagsins til sveiflu- kenndrar verkefnastöðu á árinu og lægri veltu en áætlað var vegna samdráttar í skipa- og landverkefn- um. Einnig olli hátt gengi fyrri hluta ársins lakari samkeppnis- stöðu. Niðurfærsla viðskiptakrafna og hlutabréfaeignar í öðrum félög- um nam 92 milljónum króna á árinu 2000. Fjármagnskostnaður sam- stæðunnar án niðurfærslu og taps af hlutabréfum var 79 milljónir á árinu 2000 sem er mun hærri en undanfarin ár og skýrist af slæmri greiðslustöðu félagsins fram undir lok ársins ásamt óhagstæðri geng- isþróun lána síðustu mánuði ársins. Kæli- og verktakastarfsemi Kæli- smiðjunnar Frosts var sameinuð rekstri Stáltaks hf og hefur kostn- aður við sameininguna verið gjald- færður á árinu 2000. Í októbermán- uði seldi Stáltak hf fasteignir félagsins að Mýrargötu í Reykjavík. Fasteign félagsins að Funahöfða í Reykjavík var einnig seld á árinu. Allur hagnaður vegna sölu á fast- eignum í Reykjavík er færður sem tekjur af eignasölu undir óregluleg- um tekjum. Félagið seldi alla hluta- fjáreign sína í Dráttarbrautum Reykjavíkur ehf. á árinu. Í síðustu viku var tilkynnt til VÞÍ að Icetech á Íslandi hf. (Kælismiðjan Frost) hafi selt hlutabréf í Stáltaki hf. Eignarhlutur Icetech var 74.362.458 að nafnvirði eða 19,0% en er nú 6.234. Hlutafé félagsins verður skipt á fjölda aðila og verður stærsti hlut- hafinn með um 1,7% hlut í Stáltaki hf. C3 D                      -        #       .  /       &                   01 2          +",'(   *$, *+#!  *)#, *) +, H9 )$, (#!  *+!' )# !). )'( %)%( $  &)!  &%!$  &%')  & !  ' "$ ##!  &' ' "%+                   ! "  ! "  ! "        !+"+)" !+"+)"HH           Rekstur Stáltaks í járnum árið 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.