Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 1
75. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. MARS 2001 ÓDEIGUR Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði í gær að pal- estínska uppreisnin myndi halda áfram þrátt fyrir eldflaugaárásir Ísraela á bækistöðvar palestínskra öryggissveita. Þrír Palestínumenn féllu í átökum á Gaza-svæðinu í gær, þar af voru tveir unglingar. Átta tán- ingar særðust í átökunum. Ísraelar beittu skriðdrekum til árásar á palestínskt hverfi í borginni Hebron á Vesturbakkanum í gær, í kjölfar þess að palestínskir byssu- menn í hverfinu skutu inn í gyðinga- hverfi í borginni. Lagði þykkan reyk frá tveim húsum eftir skriðdreka- árásina. Í eldflaugaárásinni sem Ísraelar gerðu sl. miðvikudagskvöld brotn- uðu rúður í íbúðarhúsi Arafats í Gaza-borg. Aðalskotmarkið var bækistöðvar Sveitar 17, leyniþjón- ustu Palestínumanna á Gaza-svæð- inu, og í borginni Ramallah á Vest- urbakkanum. Einn liðsmaður Sveitar 17 féll og tugir Palestínu- manna særðust í árásinni. Arafat sagði um árásina að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefði gert 100 daga áætlun um að knésetja Palestínumenn. En Arafat sagði að uppreisnin myndi halda áfram þar til stofnað hefði verið sjálfstætt palestínskt ríki. Sharon gaf í skyn í gær að frekari aðgerða væri að vænta. Hann sagði að öryggi ísraelskra borgara yrði ekki tryggt „á einni nóttu eða einum degi.“ Síðan í september sl. hafa 446 manns fallið í átökum Ísraela og Pal- estínumanna, þar af 365 Palestínu- menn. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að bæði Ísraelar og Palestínumenn yrðu að gera afger- andi ráðstafanir til að hemja ástand mála. Hvatti hann Ísraela til að tak- marka beitingu vopnavalds og Ara- fat til að fordæma ofbeldisaðgerðir tæpitungulaust. Bush sagði enn fremur í gær að hann myndi ekki reyna að þröngva deiluaðilum til samkomulags. Frá því Bush tók við forsetaembættinu í janúar sl. hefur hann lagt áherslu á það að stjórn sín myndi ekki beita sér jafnmikið í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs og stjórn Bills Clintons hefði gert. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við Ísraela á Gaza Arafat segir upp- reisn halda áfram Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP. Reuters Ísraelskur hermaður handtekur Palestínumann í borginni Hebron. MAKEDÓNSKA stjórnin og alb- anskir skæruliðar neituðu því í gær að hafa staðið að baki sprengjuárás á þorp í Kosovo sem varð þremur að aldurtila og særði tíu. Þorpið er um þrjá km frá makedónsku landamær- unum. KFOR, herlið Atlantshafs- bandalagsins í Kosovo, harmaði í gær atburðinn og Hans Hækkerup, yfirmaður stjórnar SÞ í Kosovo, sagði árásina hræðilega. Þetta er í fyrsta sinn sem átök makedónska hersins og albanskra skæruliða berast með svo afdrifarík- um hætti yfir landamærin til Kos- ovo. Einstök dæmi eru um sprengjur og skot yfir landamærin, þúsundir flóttamanna hafa leitað skjóls í suð- urhluta héraðsins og sést hefur til skæruliða frá Makedóníu í Kosovo. En árásin á þorpið Krivenik í gær stóð yfir í hálfa aðra klukkustund og féllu tíu sprengjur á það. Hvorki Makedónar né Albanir taka ábyrgð á árásinni, þeir síðar- nefndu segjast ekki búa yfir vopnum sem dragi svo langt. Til að taka af allan vafa hafa makedónsk yfirvöld hins vegar fyrirskipað rannsókn á málinu en KFOR rannsakar sprengjugígana einnig. Eftirlitssveitir KFOR sáu til hóps manna á landamærunum í gærmorg- un en er hermennirnir nálguðust hópinn var sprengjum varpað skammt frá þeim; í um 300 metra fjarlægð. Skömmu síðar hófst óvænt sprengjuárás á þorpið Krivenik sem er um þrjá km frá landamærunum. Blaðamaður Morgunblaðsins var þar á ferð tveimur dögum fyrr og var allt með kyrrum kjörum þótt íbúunum þætti óþægilegt að heyra sprengju- gnýinn hinum megin landamæranna. Fjöldi KFOR-hermanna sáust í og við þorpið og þar höfðu sömuleiðis sést tveir menn í einkennisbúningi skæruliða. Allir þrír sem féllu voru ungir karlmenn, einn þeirra bresk-tyrk- neskur sjónvarpsmaður frá AP- fréttastofunni. Bíll sem hann var í varð fyrir sprengju en tökumaður hafði rétt stigið út úr til að mynda. Átök hers og skæruliða hafa einkum verið við makedónska þorpið Grac- ane um 5 km suður af Krivenik. Í gær var skotið á bifreið AFP-frétta- stofunnar sem komist hafði að Grac- ane. Enginn særðist og ekki er vitað hverjir voru að verki. Hækkerup, yfirmaður SÞ í Kos- ovo, kemur í dag til Makedóníu til að ræða við forsætisráðherra landsins, Ljubco Georgevski, um stöðuna á landamærunum sem eru enn lokuð. Hvatti Hækkerup makedónska her- inn til að halda aftur af árásunum og báðar fylkingar að binda endi á átök- in. Átök Makedóníuhers og albanskra skæruliða berast út fyrir landamærin Sprengjum rignir yfir þorp í Kosovo og bana þremur Skopje. Morgunblaðið.  Stormur í aðsigi/39 GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær myndu vinna með bandamönn- um lands síns að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og hann myndi beita sér fyrir því að orkuþörf Banda- ríkjanna væri að meira leyti svarað með jarðgasi – en brennsla þess skapar minni los- un slíkra lofttegunda en olía. Forsetinn lagði hins vegar mikla áherzlu á, að hann myndi ekki samþykkja neinar aðgerðir sem skaða myndu efnahagslega hagsmuni Bandaríkjanna. Bush átti viðræður við Ger- hard Schröder, kanzlara Þýzka- lands, í gær en þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Bush tók við embætti. Á blaðamanna- fundi sagði Schröder, að þeir hefðu verið sammála um „nærri því allt“ en greint á um Kyoto- bókunina við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lýsti Schröder óánægju með þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að ætla að hundsa bókunina. Þýzkaland hefur verið fremst í flokki Evrópusambandsríkja er viljað hafa byggja aðgerðir heimsbyggðarinnar gegn hitnun loftslags á jörðinni á Kyoto-bók- uninni sem ekkert iðnríki hefur þó staðfest til þessa. Þótt and- staða Bandaríkjastjórnar við að undirgangast skuldbindingar bókunarinnar hafi lengi verið kunn virtist yfirlýsing stjórnar- innar á miðvikudag koma mörg- um á óvart og vakti ákvörðunin hörð viðbrögð víða um heim. Bandaríkin losa um fjórðung alls koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Bush kveðst vilja samstarf  Alþjóðleg /26 Washington. AFP, Reuters. WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, skoraði í gær á for- sætisráðherrann Tony Blair að fresta kosningum í byrjun maí vegna gin- og klaufaveikifaraldursins í landinu. Boðað hefur verið til sveitarstjórn- arkosninga í Bretlandi 3. maí næst- komandi og talið er víst að Blair stefni á að þingkosningar fari þá einnig fram. Margir hafa varað við því að kosningaslagur kunni að draga at- hygli stjórnvalda frá lausn gin- og klaufaveikivandans, auk þess sem það gæti aukið á útbreiðslu veikinnar að margir komi saman á kjörstað í land- búnaðarhéruðunum. Hague heimsótti í gær svæði í Yorkshire í norðurhluta Englands þar sem veikin hefur komið upp. Krafðist hann þess, í fyrsta sinn síðan faraldurinn hófst fyrir 38 dögum, að kosningunum yrði frestað, ella væru „flokkshagsmunir teknir fram yfir hag þjóðarinnar“. Stjórn Blairs virðist hins vegar ekki ætla að hvika. Margaret Beckett, foringi þingflokks Verkamanna- flokksins í neðri deildinni, hefur gefið til kynna að sveitarstjórnarkosning- arnar fari fram á tilsettum tíma og þykir það benda til þess að Blair muni hunsa kröfur íhaldsmanna og boða þá einnig til þingkosninga. Nýjustu skoðanakannanir eru heldur ekki til þess fallnar að draga úr leiðtogum Verkamannaflokksins. Samkvæmt könnun sem birt var í The Times í gær fengi flokkurinn 50% at- kvæða og er með 19% forskot á Íhaldsflokkinn. Þess er vænst að Blair kunngeri ákvörðun um kosningarnar eftir helgi. Skorar á Blair að fresta kosn- ingum London. AFP, The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.