Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HYDRA-DETOX RAKAGEFANDI OG HREINSANDI HÚÐVÖRUR FYRIR KARLMENN FYRIR FRÍSKARI HÚÐ OG FALLEGRI HÚÐLIT Snyrtitaska fylgir þegar keyptir eru 2 hlutir ÚTSÖLUSTAÐIR: Andorra Hafnarfiðri, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ ur rákust karlinn og konan harka- lega saman með þeim afleiðingum að konan slasaðist talsvert, hlaut slæmt brot á hægri sköflungi og meiðsli á öxl. Leiddi þetta til þess að hún hef- ur verið metin til 25% varanlegrar örorku og var metinn 25% varanleg- ur miski. Engin vitni voru að slysinu en héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að karlinn hefði lagt síðar af stað af hæð þeirri sem fólkið hafði hvílst á og því megi telja víst að hann hafi skíðað hraðar en konan. Þar sem maðurinn kom á eftir hafi hann átt að sjá hvernig konan bar sig að í brekkunni og honum átti að vera ljóst að hann myndi taka fram úr henni. Héraðsdómur segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að konan hafi gert eitthvað sem skapaði sérstaka hættu fyrir aðra skíðamenn. Hvorki karlmaðurinn né konan kváðust hafa séð hvort annað áður en áreksturinn varð. Héraðsdómur hafði svonefndar FIS-reglur, sem eru alþjóðlegar reglur um hegðun og háttsemi skíðamanna í og við skíðabrekkur, til hliðsjónar við uppkvaðingu dóms- ins. Í þeim segir m.a. að sá sem er ofar í brekkunni verði að gæta þess að skapa ekki hættu fyrir þá sem eru á undan. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði lagt seinna af stað og því hafi hvílt á honum aðgæslu- skylda. Því verði að leggja alla sök af slysinu á hann. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Þegar slysið átti sér stað var konan 62 ára en karlmaðurinn 65 ára. Vitni báru að slysið hefði gerst í góðu veðri við bestu aðstæður, brekkan hafi verið þægileg og fátt fólk á ferð. Um var að ræða fjögurra manna hóp Íslendinga sem verið hafði á skíðum einhverja stund og áð á hæð á leið sinni niður að næstu lyftu. Stuttu eftir að þau lögðu af stað aft- Karlmaður sem skall á konu í skíðabrekku í Austurríki Dæmdur til að greiða 2,6 milljónir í bætur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann til að greiða konu tæplega 2,6 milljónir í bætur vegna skíðaslyss í skíðabænum Kitzbühel í Austurríki árið 1996. Konan stefndi manninum og Vá- tryggingafélagi Íslands hf. til rétt- argæslu. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni rúm- lega hálfa milljón í málskostnað. ERLINGUR Haraldsson, sem þarna ísar fisk á bryggjunni í Ólafsvík, hefur séð það betra um dagana því aflinn var heldur lélegur að þessu sinni. Tæplega 240 bátar voru á sjó um áttaleytið í gærkvöld, þar af um 100 stærri skip. Að sögn skipstjór- ans á línubátnum Sighvati GK 57 hefur verið dræm veiði hjá línuflot- anum að undanförnu enda flæðir loðnan yfir þannig að fiskurinn er veikur og tekur ekki krókana. Hann áætlaði að aflinn hafði verið í kringum fimm tonn á dag síðustu daga og taldi að svipaða sögu mætti segja af öðrum línubátum. Léleg veiði hjá línuflot- anum Morgunblaðið/RAX Vélstjóranum var sagt upp störf- um þegar bátnum var lagt árið 1998 og aflaheimildir hans færðar yfir á annan bát í eigu fyrirtæk- isins. Maðurinn var yfirvélstjóri á rækjubátnum Snæbjörgu ÓF-4 sem Þormóður rammi-Sæberg gerði út. Ráðning vélstjórans var ekki bundin við ákveðinn tíma en honum var sagt upp með þeim orð- um að fyrirtækið hefði ákveðið að hætta útgerð skipsins. Ekki var krafist frekara vinnuframlags en hann fékk greidda kauptryggingu út uppsagnartímann, þrjá mánuði. Jafnframt fékk hann greiðslu fyrir þrjá róðra sem hann fór á upp- sagnartímanum á öðrum bátum fyrirtækisins. Vildi vinna lögboðinn uppsagnarfrest Vélstjórinn taldi að fyrirtækið hefði rift ráðningarsamningi hans með ólögmætum hætti með því að leggja bátnum í stað þess að láta hann vinna lögboðinn uppsagnar- frest við fiskveiðar og krafðist hann bóta á grundvelli 25. gr. fisk- veiðilaga. Þessu hafnaði Hæsti- réttur, enda væru hvorki í sjó- mannalögum né kjarasamningi ákvæði sem takmörkuðu rétt út- gerðarmanna til uppsagnar að þessu leyti. Hins vegar var fallist á kröfu vélstjórans um greiðslu meðal- launa undanfarinna mánaða í stað kauptryggingar. Hæstiréttur taldi það andstætt almennum reglum vinnuréttar að samningsbundnum kjörum laun- þega væri breytt á uppsagnar- fresti líkt og fyrirtækið hefði gert. Þormóði ramma-Sæberg hefði ver- ið í lófa lagið að láta starfslok vél- stjórans falla saman við stöðvun á úthaldi skipsins til veiða. Réttinum þótti það óeðlilegt að vélstjórinn hefði þurft að þola skerðingu á launum með þessum hætti sem fyrirtækið greip til einhliða, sér til hagsbóta. Þormóður rammi-Sæberg var því dæmt til að greiða vélstjór- anum tæplega 200.000 krónur með dráttarvöxtum og 400.000 krónur vegna málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafði áður sýknað fyrirtæk- ið af kröfum vélstjórans. Mikill sigur Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, segir dóminn stærsta sigur í kjarabaráttu vél- stjóra og sjómanna í mörg ár. „Nú er liðin tíð að útgerðarmenn ráði til sín vélstjóra, leggi síðan skip- inu, flytji af því kvótann og sendi síðan vélstjórana heim á kaup- tryggingu. Þó nokkur brögð hafa verið að þessu frá því að kvótakerfið var sett á. Nú verða þeir að tryggja þeim hliðstæðar tekjur á þeim tíma sem þeir áttu þess kost að gera skipið út. Þetta er mikill sig- ur og kemur til góða fyrir alla sjó- menn,“ segir Helgi. Þormóður rammi-Sæberg hf. dæmdur í Hæstarétti í gær Greiði meðallaun í stað kauptryggingar HÆSTIRÉTTUR Íslands dæmdi í gær Þormóð ramma-Sæberg hf. til að greiða fyrrverandi yfirvélstjóra á rækjubáti fyrirtækisins með- allaun síðustu mánaða hans í starfi í stað kauptryggingar á uppsagn- arfresti. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, segir dóm- inn stærsta sigur í kjarabaráttu vélstjóra í áraraðir og koma til góða fyrir alla sjómenn. HÓLMABORG SU kom til hafnar á Eskifirði síðdegis í gær með fyrsta kolmunnafarm ársins, alls um 1.600 tonn. Aflann fékk Hólmaborg SU suðaustur af land- inu, á Þórsbanka og í svoköll- uðum Rósagarði. Að sögn Ómars Sigurðssonar stýrimanns var töluvert að sjá af kolmunna á miðunum en þó var engin veiði á nóttinni. Þeir fengu hinsvegar 200 til 300 tonn í kasti yfir birtu- tímann. Skipið var fjóra sólar- hringa að veiðum en varð að koma inn til löndunar í gær vegna veðurs. Ómar átti ekki von á öðru en að skipið héldi á ný á kolmunnaveiðar í dag og yrði að veiðum fram að boðuðu verkfalli sjómanna 1. apríl nk. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fyrsta kolmunna ársins landað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.