Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 24
ÚR VERINU
24 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
leit með
Sérstakur leitarhnappur er á öllum
vefjum mbl.is þar sem hægt er að leita í
nokkrum söfnum.
FRÉTTABANKI mbl.is
Á mbl.is er hægt að leita í Fréttabanka
mbl.is að fréttum sem birst hafa á Netinu.
Í bankanum eru nú yfir 130.000 fréttir og
bætist stöðugt við.
GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS
Allar greinar og fréttir Morgunblaðsins
frá 1987.
HA.IS
Yfir 1.500.000 skráðar síður.
SIMASKRA.IS
Öll skráð símanúmer hjá
Landssímanum.
mbl.is
EKKI er enn ljóst hvort Íslend-
ingar fái undanþágu til að flytja inn
sjávarafurðir til Rússlands en sl.
mánudag settu Rússar innflutn-
ingsbann á matvæli frá Evrópu
vegna gin- og klaufaveiki í álfunni.
Norðmenn eru í sömu sporum og
Íslendingar og Evrópusambandið
hefur reynt að fá banninu aflétt án
árangurs.
Jón Egill Egilsson, sendiherra
Íslands í Moskvu, segir að mikið
hafi verið gert til að gera grein fyr-
ir stöðu Íslands í málinu. Hann átti
fund með starfsmönnum rússneska
utanríkisráðuneytisins í gær en
segir að ekki hafi fengist nein nið-
urstaða varðandi sérstöðu Íslands.
Í dag vonar hann að hann nái fundi
með yfirdýralækni Rússlands, en á
það hefur verið bent að gin- og
klaufaveiki sé ekki á Íslandi.
Rússar hafa heimilað innflutning
á sjávarafurðum sem fóru af stað
áður en tilskipunin tók gildi. Málið
skiptir Norðmenn sérstaklega
miklu máli en þeir fluttu meira en
200.000 tonn af fiskafurðum til
Rússlands í fyrra. Jón Egill segir
að viðskipti Íslendinga með sjáv-
arafurðir í Rússlandi virtust hafa
verið að taka við sér eftir að hafa
verið lítil undanfarin ár og því skapi
bannið ákveðið öryggisleysi, þó
ekki hafi orðið neinn skaði af því
ennþá, en áfram verði haldið að
vinna að lausn málsins.
Íslenskar sjávarafurðir
til Rússlands
Málið
ekki í
höfn
HINN árlegi kynningar- og nemendamótsdagur
Vélskóla Íslands, Skrúfudagurinn, verður haldinn
á morgun, laugardag, kl. 13–16.30 í Sjómanna-
skólanum. Á sama tíma heldur Stýrimannaskól-
inn í Reykjavík árlegan kynningardag sinn.
Á Skrúfudeginum gefst væntanlegum nem-
endum og öðrum þeim sem áhuga hafa á vél-
stjóramenntuninni kostur á að heimsækja skólann
og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Nem-
endur og kennarar munu veita upplýsingar um
kennsluna og kynna búnað og tæki í verklegum
deildum. Á bókasafni Sjómannaskólans verður
sýning á bókum og tímaritum sem tengjast námi
og störfum vélstjóra og vélfræðinga. Kl. 14.30
mun Ögmundur Einarsson, framkvæmdarstjóri
Sorpu, halda erindi um umhverfisvæna orku eða
hauggas og kl. 15.10 mun Örn Arason, vélfræð-
ingur og öryggisstjóri hjá Landsvirkjun, flytja er-
indi um framtíðaráætlanir og öryggismál Lands-
virkjunar. Í Vélasal skólans má sjá nýja og gamla
tímann mætast þar sem þar verða í gangi nýtísku
vélarúmshermir og ein af fyrstu bátavélunum
sem notuð var á Íslandi. Í rafmagnsdeild skólans
verður meðal annars í gangi fjarviðhaldskerfi
sem er árangur Temafis-verkefnisins sem skólinn
tók þátt í.
Ýmis fyrirtæki á sviði vél- og tæknibúnaðar
kynna vörur sínar og þjónustu á Skrúfudeginum,
auk þess sem ýmis félagasamtök og stofnanir sem
tengjast vélstjórastarfinu kynna starfsemi sína í
skólanum. Hollvinasamtök Sjómannaskólans og
Eftirmenntun vélstjóra verða með kynningu á
starfsemi sinni. Kvenfélögin Keðjan og Hrönn
verða með kaffisölu í matsal Sjómannaskólans.
Þyrla Landhelgisgæslunnar munkoma í heimsókn
og er áformað að hún lendi kl.14.
Nýr siglingahermir til sýnis
Á kynningardegi Stýrimannaskólans í Reykja-
vík verður starfsemi skólans kynnt, ásamt tækj-
um og kennslugögnum, m.a. hið nýja sjónsiglinga-
tæki tengt siglingasamlíki (hermi) Stýrimanna-
skólans. Þá munu fjölmörg fyrirtæki og stofnanir
kynna starfsemi sína og þjónustu. Í Hátíðarsal
Sjómannaskólans hefst dagskráin með því að
skólameistari Stýrimannaskólans, Guðjón Ár-
mann Eyjólfsson, og formaður Nemendafélagsins
Halldór Guðjón Halldórsson, flytja ávörp.
Slysavarnarskóla sjómanna verða afhentar 1,5
milljónir króna úr Björgunarsjóði Stýrimanna-
skólans í Reykjavík til kaupa á útbúnaði til sjó-
setningar á lokuðum björgunarbáti við Slysa-
varnaskólann Sæbjörgu.
Keppni í vírasplæsingum hefst klukkan 15:00
og einnig verður sýnd verkleg sjóvinna á lóð Sjó-
mannaskólans. Kl. 15.30 flytur Hjálmar Vil-
hjálmsson fiskifræðingur fyrirlestur um loðnuna
– hegðun hennar og göngur.
Kynning í Vélskólanum
og Stýrimannaskólanum
Stúlkum hefur fjölgað í Vélskólanum og hér
er Þórunn Ágústa Þórsdóttir, sem lýkur 4.
stigs námi nú í vor, við viðhaldsvinnu á dís-
ilvél í vélasal skólans.
ÁGÆT loðnuveiði var í gær um
4 sjómílur út af Beruvík á Snæ-
fellsnesi. Þannig fékk Ingunn
AK um 900 tonna kast í fyrra-
kvöld og tvö 300 tonna kost í
gærmorgun. Í gærkvöldi voru 8
skip á miðunum og voru þau
flest komin langt með að fylla
sig.
Viðar Karlsson, skipstjóri á
Víkingi AK, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að aðeins
veiddist hængur á þessum tíma
og útilokaði ekki að hægt yrði
að veiða einhverja daga í við-
bót. „Það kom mikið af loðnu í
Víkurál, á eftir stóru göngunni í
vetur, sem flotinn náði lítið að
sinna vegna veðurs. Nú hefur
þessi loðna komið upp að land-
inu til hrygningar. Loðnan hef-
ur því greinilega hrygnt víða og
það eru góðar fréttir. Þetta er
stór og falleg loðna og því er
maður bjartsýnn á að hrygn-
ingin hafi tekist vel. Væntan-
lega fer þessi loðna af stað
norður eftir og vonandi kemur
þá eitthvað meira upp undir
landið. Þetta gengur venjulega
svona fyrir sig í vertíðarlokin,
hængurinn kemur í fjörurnar
og við veiðum hann þegar hann
fer til baka. Það er lítið lýsi í
loðnunni á þessum tíma og það
gengur hægt að dæla henni um
borð í skipin. Þetta er hinsveg-
ar mjög mjölmikill fiskur og því
er sjálfsagt að halda áfram
veiðum eftir hrygningu,“ sagði
Viðar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Samtökum fiskvinnslustöðva
hafa borist um tæp 866 þúsund
tonn af loðnu á land af íslensk-
um skipum á sumar-, haust- og
vetrarvertíð og því um 53 þús-
und tonn eftir af heildarkvót-
anum.
Ennþá
kropp á
loðnunni