Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 25 NORSKI landkönnuð- urinn og rithöfundur- inn Helge Ingstad lést á sjúkrahúsi í Ósló í fyrrinótt, 101 árs að aldri. Helge Ingstad setti fram kenningar sínar um að Vínland Leifs Ei- ríkssonar væri við strendur Nýfundna- lands eftir fornminja- fundi á Grænlandi og rannsóknir á Íslend- ingasögum. Hann fór í margar rannsóknar- ferðir til að sanna þetta og þær báru að lokum árangur. Í þessum rannsóknum fundust norrænar mannvistarleif- ar frá því um 1000 e.Kr. nyrst á Nýfundnalandi þar sem nú heitir L’Anse aux Meadows. Var það tal- ið sannað að norrænir menn hefðu siglt til Ameríku um það bil 500 ár- um á undan Kólumbusi. Þessi forn- leifafundur vakti heimsathygli og Menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, taldi hann með merkustu fornleifafundum síð- ari tíma. Helge Ingstad taldi þennan forn- leifafund sanna að frásagnir Íslend- ingasagna af ferðum norrænna manna til Ameríku, eða „Vín- lands hins góða“, hafi verið byggðar á stað- reyndum. Eiginkona hans, fornleifafræðingur- inn Anne Stine Ing- stad, tók þátt í þess- um rannsóknum. Á meðal annarra þátttakenda var dr. Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður og síðar forseti Íslands. Ingstad fæddist í Meråker 30. desember 1899. Hann tók emb- ættispróf í lögfræði 1922 og rak lögmannsstofu í Levanger í fjögur ár en ákvað að selja eigur sínar og gerast veiðimaður meðal indíána í Kanada. Ingstad bjó um skeið á Græn- landi og var landstjóri á Svalbarða í mörg ár. Hann rannsakaði loð- dýraveiðar og lífshætti Apache- indíána í Bandaríkjunum og Mexíkó á árunum 1936-38. Hann stundaði einnig rannsóknir á lífs- háttum eskimóa í Alaska um hríð. Ingstad fór ásamt eiginkonu sinni til Vestur-Grænlands árið 1953 til að rannsaka norrænar mannvistarleifar og það starf varð til þess að hann hóf fornleifarann- sóknirnar á austurströnd Kanada árið 1961. Þær stóðu í átta ár. Ingstad ritaði fjölda bóka um ferðir sínar og rannsóknir. Marg- ar þeirra hafa selst í tugum þús- unda eintaka. Haraldur Noregskonunugur af- hjúpaði minnismerki um Ingstad og eiginkonu hans á Víkingaskipa- safninu í Ósló í janúar síðastliðn- um. Áður hafði Ingstad verið sæmdur stórkrossi orðu Ólafs helga í Noregi og hann fékk einnig gullmerki Konunglega jarðfræði- félagsins í Bretlandi sem viður- kenningu fyrir rannsóknirnar. Ósló. Morgunblaðið. Helge Ingstad Helge Ingstad látinn TIMOTHY McVeigh valdi Alfred P. Murrah-bygginguna í Oklahóma- borg sem skotmark sprengjuárásar sinnar 1995 vegna þess að öflug sprengja myndi verða mörg hundruð manns að bana og fréttamyndirnar frá atburðinum yrðu sláandi, að því er fram kemur í viðtali við tvo frétta- menn sem sjónvarpa átti í Banda- ríkjunum í gærkvöldi. McVeigh vildi valda sem mestu tjóni til að umfjöllun fjölmiðla yrði sem mest. Tilræðið varð 168 manns að bana og um 500 slösuðust. Tveir fréttamenn sem tóku samtals um 70 klukkustunda löng viðtöl við McVeigh hyggjast gefa út bók um málið í næsta mánuði. Er þetta í fyrsta sinn sem McVeigh ræðir op- inberlega um tilræðið. „Hann vissi að þessum myndum yrði sjónvarpað um allan heim,“ sagði annar frétta- mannanna. „Hann vildi ... hann dró enga dul á það ... hann var virki- lega búinn að þaul- hugsa þetta.“ Eftir að hafa lagt bílaleigubílnum, troð- fullum af sprengiefni, fyrir framan bygg- inguna og tendrað kveikiþráðinn setti McVeigh eyrnatappa í eyrun og hljóp í burtu. Einhver óvænt töf varð á sprengingunni og hann hugleiddi að snúa við og setja spreng- inguna af stað með byssuskotum, að því er fréttamenn- irnir segja. En þegar McVeigh skoðaði síðar á sjónvarpsskjá það sem hann hafði gert lét hann í ljósi vonbrigði með að hafa ekki jafnað bygginguna alveg við jörðu. „Fjandinn, ég rústaði ekki húsið, ég náði því ekki öllu.“ Hann lét aldrei í ljósi iðrun vegna verksins. „Ég veit hvernig þeim leið í Okla- hóma. Ég hef enga samúð með þeim.“ „Mikill fórnarkostnaður“ Eina iðrunin sem McVeigh lét í ljósi í viðtölunum við fréttamennina var vegna barnanna 19 sem fórust í sprengingunni. „Ég vissi fyrir fram að einhverjir myndu kannski koma með börnin sín með sér í vinnuna. En ef ég hefði vitað að það var heill leik- skóli þarna þá hefði ég kannski hugsað mig um og leitað að öðru skot- marki.“ McVeigh mun hafa bætt við: „Þetta var mikill fórnarkostn- aður.“ Að sögn saksóknara lagði McVeigh á ráðin um sprengjutilræðið í hefndarskyni við bandarísk yfirvöld fyr- ir þá félaga í trúarsöfn- uði Davids Koresh sem féllu í umsátri alríkis- lögreglumanna um bú- garð söfnuðarins í Waco í Texas 1993. „Það sem bandarísk yfirvöld gerðu í Waco og Ruby Ridge var sóðalegt. Og ég svaraði í sömu mynt í Okla- hóma,“ sagði McVeigh við frétta- mennina. Í Ruby Ridge í Idaho-ríki féllu eiginkona og sonur Randys Weav- ers, sem var hvítur aðskilnaðarsinni, í umsátri alríkislögreglumanna. McVeigh segir að áður en hann ákvað að sprengja Murrah-bygg- inguna í loft upp hafi hann hugleitt ýmsa aðra möguleika, t.d. að ráða af dögum kjörna embættismenn. En hann valdi sprengjutilræði m.a. vegna sjónrænna áhrifa og valdi Murrah-bygginguna vegna þess að í henni voru alríkislögreglumenn og mikið gler var í framhlið hennar sem gerði að verkum að hún var veikari fyrir en ella. Áætlað er að McVeigh verði tek- inn af lífi í alríkisfangelsinu í Terre Haute í Indiana-ríki 16. maí nk. fyrir sprengjutilræðið, sem er mannskæð- asta hryðjuverk sem unnið hefur verið í Bandaríkjunum. Terry Nich- ols, sem lagði á ráðin með McVeigh, var fundinn sekur um samsæri og manndráp af gáleysi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Bók byggð á viðtölunum við McVeigh er væntanleg í næsta mán- uði og heitir „American Terrorist: Timothy McVeigh and the Oklahoma City Bombing.“ (Bandarískur hryðjuverkamaður: Timothy Mc- Veigh og sprengjutilræðið í Okla- hómaborg). Höfundarnir eru Lou Michael og Dan Herbeck. Formaður Oklahóma-minningar- sjóðsins, sem stofnaður var í kjölfar tilræðisins, segir að sjóðurinn muni ekki taka við ágóða af sölu bókarinn- ar, því að það myndi ganga gegn markmiðum sjóðsins. „Í hvert sinn sem McVeigh eða Nichols fá tæki- færi til að tala um hvað varð til að þeir gerðu það sem þeir gerðu er verið að gefa þeim frekari tækifæri til að ná markmiði sínu, að ég tel, sem er að verða þjóðarpíslarvottur.“ McVeigh segir ekkert hæft í því að erlendir eða innlendir hryðjuverka- menn hafi hjálpað sér við tilræðið. „Sannleikurinn er sá, að ég sprengdi Murrah-bygginguna í loft upp,“ seg- ir hann, „og er það ekki dálítið skelfi- legt að einn maður geti valdið þess- um hörmungum?“ Timothy McVeigh ræðir sprengjutilræðið í Oklahóma Börnin voru „mikill fórnarkostnaður“ AP Alfred Murrah-byggingin í Oklahóma eftir sprenginguna 19. apríl 1995. New York, Buffalo. AFP, AP. McVeigh ÍBÚAR Kína voru 1.265 millj- ónir í lok síðasta árs en veru- lega dró úr mannfjölguninni á síðasta áratug, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu fyrsta manntalsins í Kína í áratug. Kínverskir embættismenn sögðu niðurstöðuna benda til þess að ráðstafanir til að tak- marka barneignir hefðu borið góðan árangur. Zhu Zhixin, framkvæmda- stjóri kínversku hagstofunnar, sagði að íbúum Kína, fjölmenn- asta ríkis heims, hefði fjölgað um 11,6%, eða 132 milljónir, frá 1990. Mannfjölgunin var 1,07% að meðaltali á ári, eða 0,4 pró- sentustigum minni en á níunda áratug síðustu aldar. Meðal- mannfjölgunin í heiminum öll- um er um 1,3% á ári, sam- kvæmt skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu út fyrr á árinu. Vestrænir sérfræðingar voru þó efins um að nið- urstöður manntalsins væru áreiðanlegar. Þeir sögðu að margir Kínverjar kynnu að hafa verið tregir til að svara rétt af ótta við að þeim yrði refsað fyrir brot á þeirri reglu að hver hjón mættu aðeins eiga eitt barn. Manntalið leiddi ennfremur í ljós að 653 milljónir Kínverja, eða 52%, voru karlmenn og 612 milljónir konur. Þá kom í ljós að munurinn á fæðingarhlutfalli kynjanna hefur aukist verulega frá 1990. Á þessu tímabili fæddust 117 drengir á hverjar 100 stúlkur en fyrir tíu árum var þetta hlutfall 111:100. Í heiminum öllum er hlutfallið 106 drengir á hverjar 100 stúlkur. Zhu rakti þennan mun til þess að ekki væri skýrt frá öll- um fæðingum stúlkubarna og algengt væri að kvenkyns fóstrum væri eytt vegna regl- unnar um að hjón mættu ekki eiga fleiri en eitt barn. Margir Kínverjar vilja frekar eignast dreng en stúlku. Stjórnin hefur reynt að leysa þetta vandamál með því að banna notkun úthljóðatækja til að ákvarða kyn fóstra og heim- ila hjónum í nokkrum sveita- héruðum og á svæðum minni- hlutahópa að eignast tvö eða fleiri börn. Íbúar Kína 1.265 milljónir Peking. AFP. NÝTT í skálastærðum A/B, C/D, DD/E Undirfataverslun, 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 SUNDFÖT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.