Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆÐI bandamenn og gagnrýnendur Banda- ríkjanna, ríkisstjórnir sem og ýmis umhverf- isverndarsamtök, létu ríkisstjórn George W. Bush heyra það í gær, daginn eftir að hún lýsti því yfir að hún myndi ekki staðfesta Kyoto-bókunina við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna, um aðgerðir til að hamla gegn hitnun loftslags á jörðinni. Vöruðu gagnrýnendur Bandaríkjastjórnar við því að þessi ákvörðun hennar gæti orðið til þess að skaða milli- ríkjatengsl Bandaríkjanna og lofts- lagsþróun almennt í heiminum. Margot Wallström, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), lýsti miklum áhyggjum yfir ákvörðuninni og sagði að sérskipuð sendinefnd ESB myndi halda til Washington í næstu viku til viðræðna við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um málið. „Við verðum að gera bandarísk- um stjórnvöldum það ljóst, svo ekki verði um villzt, að hér er ekkert jað- armál á ferðinni sem hægt er að leiða hjá sér eða gera lítið úr,“ sagði Wallström. Bandaríkin voru meðal ríkja sem undirrituðu Kyoto-bókunina fyrir fjórum árum, er Bill Clinton var við völd í Hvíta húsinu. Alls hafa 84 ríki undirritað hana. Í bók- uninni er kveðið á um að 38 þróuðustu iðnríki heims skuldbindi sig til að minnka losun svo- kallaðra gróðurhúsa- lofttegunda, fyrst og fremst koltvísýrings, um sem nemur 5,2% fram til ársins 2012, miðað við losun ársins 1990. Bókunin tekur þó ekki gildi fyrr en að minnsta kosti 55 ríki, sem eru ábyrg fyrir að minnsta kosti 55% koltvísýringslosunar iðnríkja heims árið 1990, hafa löggilt hana. Enn sem komið er hefur aðeins eitt ríki stað- fest bókunina, en einkum Evrópu- sambandsríkin og Japan hafa litið svo á, að hún sé sá rammi fyrir al- þjóðlegar aðgerðir gegn gróður- húsaáhrifunum sem vinna verði eft- ir; annað væri ábyrgðarleysi. Bandaríkin losa um fjórðung alls koltvísýrings, sem fer út í andrúms- loftið. Aðeins mestu olíuframleiðslu- ríkin við Persaflóa teljast losa meira magn gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa en Bandaríkin. Sagt skapa hættu á „loftslagsstórslysi“ Sænska stjórnin, sem gegnir for- mennskunni í ESB þetta misserið, lýsti ákvörðun Bush-stjórnarinnar hneykslanlega og alþjóðlegu um- hverfiverndarsamtökin Vinir jarðar- innar (Friends of the Earth) sögðu hana skapa hættu á „loftslagsstór- slysi“. Dominique Voynet, umhverfisráð- herra Frakklands, sagði ákvörðun Bush-stjórnarinnar „algjörlega ábyrgðarlausa ögrun“ og varaði stjórnvöld í Washington við því að „halda slíkri skemmdarverkastarf- semi áfram“, ef Bandaríkin ætluðu sér að vera stikkfrí á meðan önnur ríki væru að leggja sig fram um að axla skuldbindingar Kyoto-bókun- arinnar. Talsmenn japönsku stjórnarinnar sögðust myndu efla um allan helm- ing tilraunir sínar til að telja Banda- ríkjastjórn á að sjá að sér. Og Ástr- alir vöruðu við því að Kyoto- bókunin væri „dauð“ án þátttöku Bandaríkjanna. ESB tjóar ekki að reyna að beita Bandaríkin þrýstingi Kanadíski umhverfisráðherrann David Anderson tjáði AFP að hann væri vonsvikinn yfir þessu, en það kæmi sér samt ekki sérstaklega á óvart að Bush-stjórnin skyldi velja þessa stefnu. Gagnrýndi Anderson ráðamenn ESB fyrir meinta hættu- lega róttæka afstöðu í umhverfis- málum. Evrópumenn hefðu trúað því að þeir gætu „þvingað Banda- ríkjamenn til að spila með“ ef þeir beittu þá þrýstingi. „Síðasti Evr- ópumaðurinn sem reyndi það var Georg III [konungur Bretaveldis], og það var fyrir 230 árum,“ sagði Anderson. Viðbrögð við ákvörðun stjórnar Bush um að hundsa Kyoto-bókunina Alþjóðleg óánægjubylgja skellur á Bandaríkjunum Margot Wallström                                             !               "                          ! " $  %## &'# ( ) *+,-+ *+,.* /*,.0 /*,.0 /*,+. //,1/ //,1/ //,0. /+,00 /+,*0 2,12 /3,*- ..,+1 3+,// 3-,*3 /4,-* /-,04 #$%&' () *&+,%&-. , /0$.1 2*3 *   4  5() 6        578896 /3,*0 *-,+/ *3,.0  Washington, París. AFP, Reuters. UM 1.900 tonn af olíu fóru í sjó- inn í fyrrinótt eftir árekstur olíu- skips og flutningaskips um 12 sjó- mílum sunnan við dönsku eyjuna Falstur. Talsmaður danska hers- ins sagði að þetta væri líklega mesta olíumengunarslys sögunnar við strendur Danmerkur. Um 30.000 tonn af olíu voru í tankskipinu Baltic Carrier, sem er skráð á Marshall-eyjum, þegar það rakst á flutningaskipið Tean sem er skráð á Kýpur. Olíuskipið var á leið frá Eistlandi til Gauta- borgar. Sex skip frá Danmörku, Þýska- landi og Svíþjóð sigldu á staðinn til að reyna að koma í veg fyrir að olíubrákin bærist að strönd- inni. Hreinsunarstarfið gekk erf- iðlega vegna hvassviðris og öldu- gangs en talsmenn danska sjóhersins sögðust þó vera bjart- sýnir á að hægt yrði að verja fiskimið í Eystrasalti og fugla sem taldir voru í hættu. Olíubrákin var allt að 20 km löng í gær og hluti olíunnar streymdi í átt að siglingaleiðinni við norðurhluta Falsturs. Ekki var vitað í gær hvað olli árekstrinum. 20 m² gat kom á ol- íuskipið eins og sést hér á mynd- inni. Flutningaskipið skemmdist hins vegar lítið og hélt til þýsku hafnarborgarinnar Rostock í gær. Reuters Olíumengunarslys í Eystrasalti FARMUR geislavirks úrgangs, sem sendur var af stað frá endurvinnslu- stöð kjarnorkueldsneytis í Norður- Frakklandi á mánudag, komst loks í gær á áfangastað í geymslustöðinni í Gorleben við Saxelfi, sem er eini geymslustaðurinn fyrir geislavirkan úrgang sem starfræktur er í Þýzka- landi. Úrgangurinn er leifar af not- uðu eldsneyti hinna 19 kjarnorku- vera Þýzkalands. Herskáum kjarn- orkuandstæðingum hafði tekizt að tefja flutningana um heilan sólar- hring en þúsundir lögreglumanna sáu til þess að mótmælendum tókst ekki að hindra flutningana á síðasta áfanga leiðarinnar, 20 km vegar- spotta frá lestarstöðinni í smábæn- um Dannenberg til Gorleben. Um 18.000 lögreglumenn voru á vakt í kringum síðustu áfanga leið- arinnar sem farmurinn fór um, fyrst á flutningalest og síðan á vörubílum, en alls voru um 30.000 þýzkir lög- reglumenn viðriðnir öryggisgæzlu í kringum flutningana á 500 km löngu ferðalagi hins umdeilda farms frá landamærum Frakklands og Þýzka- lands til Gorleben. Yfir 60 tonn af kjarnorkuúrgangi voru í hinum sex svokölluðu Castor-gámum. Þrýstivatnsdælubílar, brynvarðir óeirðalögreglubílar og óeirðalög- reglumenn í „fullum herklæðum“ röðuðu sér upp sitt hvoru megin við veginn frá umhleðslustöðinni í Dan- nenberg í geymslustöðina í Gorleb- en. Talsmenn lögreglunnar viður- kenndu að hafa verið nokkuð hissa á því hve vel gekk að koma farminum þessa síðustu 20 kílómetra. Í þetta sinn tók það um 80 mínútur en um fjóra tíma þegar slíkir flutningar fóru síðast fram árið 1997 – hindr- unaraðgerðir kjarnorkuandstæð- inga ollu því. „Það var útilokað að stöðva Castorana án þess að beita of- beldi. Við vorum slegnir úr leik,“ sagði einn mótmælendanna. Aðrir talsmenn mótmælenda voru þó sáttir; höfuðmarkmið mótmæl- anna hefðu náðst með þeirri töf sem róttækum liðsmönnum kjarnorku- andstæðinga tókst að valda með því að festa sig við járnbrautarsporið með keðjum og jafnvel steinsteypu, en ekki síður þó með því að hleypa kostnaðinum við flutningana upp. Að sögn lögreglu lætur nærri, að kostn- aðurinn við öryggisgæzluna eina nálgist andvirði 4,5 milljarða króna. Litlar trufl- anir á loka- kaflanum Gorleben. AFP, Reuters. Geislavirkur úrgangur kominn á áfangastað E-TÖFLUR vinna skaða á þeim hluta heilans sem gerir fólki kleift að muna hvað það á að gera næst, samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þeir sem neyta efnisins í stórum stíl eiga á hættu að gleyma hlutum eins og að greiða sér á morgnana, loka útihurðinni, renna upp buxnaklaufinni eða hringja mikilvægt símtal. Þrír sálfræðingar, Tom Heff- ernan, Andrew Scholey og Jon- athon Ling, kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar á þingi breska sálfræðingafélagsins í Glasgow á miðvikudag. Þeir rannsökuðu 40 fullorðna ein- staklinga, sem neyttu e-taflna að minnsta kosti tíu sinnum í mánuði, og báru þá saman við 39 manna hóp fólks sem ekki hafði notað efnið. Niðurstöður rannsóknarinn- ar benda til þess að neysla e- taflna skaði svæði framarlega í heilanum sem stjórnar minni er varðar óorðna hluti. Könnuð voru áhrif á þrjár tegundir minnis, í fyrsta lagi varðandi hluti eins og að muna eftir að læsa bílnum, í öðru lagi varðandi hluti eins og að muna eftir að flytja skilaboð og í þriðja lagi varðandi atvik á borð við það þegar maður kem- ur inn í herbergi og gleymir hvað maður ætlaði að gera eða segja. Allir þátttakendurnir í rannsókninni höfðu upplifað einhvers konar minnisbresti en þeir sem neyttu e-taflna reynd- ust eiga í töluvert meiri erfið- leikum með allar þrjár ofan- greindar tegundir minnis. E-töflur skaða minnið The Daily Telegraph.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.