Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 27 TIL eru þrjár gerðir af efnahagssam- drætti. Í fyrsta lagi sú sem orsakast af miklu áfalli, til dæmis þegar styrj- öld brýst út eða olíuverð hækkar skyndilega mikið. Minnumst þess, að OPEC-olíuáföllin á áttunda áratugn- um leiddu tvisvar til heimskreppu. Önnur gerðin af efnahagssamdrætti verður af hendingu, til dæmis þegar traust neytenda minnkar, eða fyrir- tæki fá bakþanka og draga úr fjár- festingum og/eða minnka birgðir. Þetta var orsök samdráttarins í Bandaríkjunum í byrjun tíunda ára- tugarins. Þriðja gerðin af efnahagssam- drætti verður þegar ójafnvægi í hag- kerfinu magnast uns ekki er hægt að halda því lengur gangandi og spreng- ing verður. Þessi gerð samdráttar lýsir sér oft með gífurlegri skulda- söfnun (fyrirtækja eða einstaklinga) eða með svimandi spákaupmennsku, annaðhvort á hlutabréfa- eða pen- ingamarkaði sem á endanum hrynur til grunna. Það var einmitt svona eignablaðra sem „sprakk“ í Japan fyrir tíu árum, og landið hefur enn ekki náð sér eftir það. Það er ógerlegt, næstum sam- kvæmt skilgreiningu, að segja fyrir um samdrátt af fyrstu gerðinni. Sam- dráttur af annarri gerðinni er yfir- leitt smávægilegur og auðvelt að eiga við hann, ef ekki hreinlega komast hjá honum. Yfirleitt þarf ekki að gera annað en að lækka vexti eða hækka gengi lítillega. Efnahagssamdráttur af þriðju gerðinni er sá sem mestum áhyggjum veldur. Standa Bandaríkin nú frammi fyrir þess konar sam- drætti? Hvers eðlis verður næsti efnahags- samdráttur í Bandaríkjunum eigin- lega, það er, ef efnahagssamdráttur verður í Bandaríkjunum? Bjartsýnis- menn spá samdrætti af annarri gerð- inni; svartsýnismenn grunar að þriðja gerðin vofi yfir efnahagslífinu. Hver hefur rétt fyrir sér? Svarið fer næstum því algerlega eftir einum einasta þætti: framleiðsluaukningu í Bandaríkjunum í framtíðinni. Þegar verðbólga hefur verið tekin með í reikninginn kemur í ljós að hlutabréfaviðskipti í Bandaríkjunum um það bil þrefölduðust að verðgildi á tíunda áratugnum. Hlutabréfaverð tvöfaldaðist eiginlega miðað við hagnað. Sparnaðarhlutfall heimil- anna hefur breyst úr 5% af vergri innanlandsframleiðslu árið 1990 í núll árið 2000. Vöruskiptajöfnuður Bandaríkjanna – munurinn á inn- flutningi og útflutningi – er nú óhag- stæður sem nemur 3% af innanlands- framleiðslu. Endurspegla þessar tölur hættu- legt ójafnvægi eða eru þetta hefð- bundin merki um uppsveiflu? Ef hag- vöxturinn í Bandaríkjunum verður á næstu áratugum sá sami og hann hef- ur verið undanfarin þrjátíu ár er svarið einfalt og ógnvekjandi. Hluta- bréfaverð er þá allt of hátt. Heimilin eru þá rekin af fullkomnu ábyrgðar- leysi. Ytra ójafnvægi er þá óréttlæt- anlegt og verður reyndar ekki lengur við haldið. Ef árleg framleiðsluaukning í Bandaríkjunum reynist verða meiri á næstu þrjátíu árum en verið hefur á undanförnum þrem áratugum þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Hátt mat á hlutabréfum endurspeglar þá bjarta framtíð, heimilin eru þá rekin skynsamlega og það væri ráðlegt af Bandaríkjamönnum að hafa við- skiptahalla til að fjárfesta. Við slíkar kringumstæður ættu smávægilegar breytingar seðlabankans á vöxtum að leysa öll smávægileg vandamál; ef ekki, myndi skattalækkun nægja. Efnahagssamdráttur væri að öllum líkindum skammvinnur og takmark- aður. Hversu mikillar framleiðsluaukn- ingar geta Bandaríkjamenn vænst á komandi árum? Aukningin verður að öllum líkindum meiri en fyrir 1995. Það er ekki tilviljun að hún hefur rok- ið upp úr öllu valdi á undanförnum árum; hátæknisprengingin er raun- veruleg. Engu að síður óttast ég enn að umbætur í framleiðslu reynist minni en spámenn nýja hagkerfisins hafa lofað. Þessar horfur vekja mér mikinn ugg. Ekki er nóg með að framtíðin sé ef til vill ekki svo björt, sú aðlögun sem verða þarf þegar blá- kaldur veruleikinn blasir við gæti leitt til verri samráttar og þrálátari hægagangs í efnahagslífinu en nú er spáð. Efnahagssamdrátt- ur af þriðju gerð © Project Syndicate. eftir Olivier Blanchard Olivier Blanchard er forseti hagfræðideildar MIT í Boston í Bandaríkjunum. Ég óttast enn að um- bætur í framleiðslu reynist minni en spá- menn nýja hagkerfis- ins hafa lofað. YOSHIRO Mori, forsætisráðherra Japans, verst nú ásökunum um að hann hafi sýnt Noregskonungi ókurteisi með því að mæta ekki í veislu í boði konungsins á þriðju- dagskvöld og snæða þess í stað sushi með pólitískum banda- mönnum sínum. „Ég viðurkenni ekki að þetta geti verið þrætuefni,“ sagði Mori við blaða- menn. „Þið hlustið ekki á neinn og eruð bara eigingjarnir,“ bætti hann við og virtist vísa til þess að japanskir fjölmiðlar hafa reynt að knýja forsætisráðherrann til að segja af sér með æsifréttum um hvert víxlspor hans. Haraldur Nor- egskonungur og Sonja drottning, sem eru í vikulangri heimsókn í Japan, voru gestgjafar veislunnar og Akihito keisari var heiðurs- gestur þeirra. Mori hafði sagt að hann ætlaði að mæta í veisluna en embættismaður í utanrík- isráðuneytinu hringdi á síðustu stundu í norska sendiráðið til að skýra frá því að hann hefði hætt við það. „Ég tel að Noregskonungur telji þetta ókurteisi þegar hann kemst að sannleikanum og þetta er ekki síður ókurteisi við keis- arann og keisaraynjuna,“ hafði dagblaðið Mainichi Shimbun eftir blaðamanni sem fjallar um japönsku keisarafjölskylduna. Talsmaður stjórn- arinnar sagði að for- sætisráðherrann hefði þurft að hvíla sig eftir sex daga ferð til Bandaríkj- anna og Rússlands nýlega. „Mori hefur verið með bakverk eftir ferðalagið. Hann hefur verið í opinberum heim- sóknum í sex af síð- ustu átta dögum án þess að geta hvílt sig á laugardag og sunnudag. Hann var ef til vill úrvinda.“ Mori var þó fær um að snæða kvöldverð með bandamönnum sínum í Frjálslynda lýðræðis- flokknum á sushi-veitingastað í Tókýó kvöldið sem veisla kon- ungsins var haldin. Talið er að þeir hafi rætt áform flokksins um að kjósa nýj- an leiðtoga sem búist er við að taki við embætti forsætisráðherra á næstu vikum. Mori sakaður um að sýna Noregs- konungi ókurteisi Tókýó. Reuters, AFP. Yoshiro Mori ÓEIRÐIR blossuðu upp í borginni Lamerd í suðurhluta Írans í gær eftir hörð átök milli öryggissveita og borg- arbúa fyrr í vikunni. Stjórnarandstæðingar gengu ber- serksgang í borginni á þriðjudag, brenndu myndir af forystumönnum klerkastjórnarinnar og áttu í hörðum átökum við lögreglu, að því er íranska dagblaðið Kayhan greindi frá. Samkvæmt frásögn blaðsins, sem þykir íhaldssamt og draga að öllu jöfnu taum stjórnvalda, færðust óeirðirnar í aukana eftir að óeirðalög- regla reyndi að bæla þær niður með táragasi. Var meðal annars kveikt í stjórnarskrifstofum og mótmælendur lögðu flugvöll borgarinnar undir sig. „Tilraunir lögreglunnar til að dreifa mótmælendum gerðu ekki ann- að en að æsa þá upp með þeim afleið- ingum að stórfellt tjón varð á bygg- ingum og opinberum eigum,“ segir í blaðinu. Hefðu óeirðaseggir brennt helg rit sem og myndir af Ajatolla Ruholla Khomeini heitnum, leiðtoga klerkabyltingarinnar og öðrum for- ystumönnum írönsku klerkastjórnar- innar, svo sem Ali Khamenei æðsta- klerki og Mohammad Khatami forseta. Munu íbúar Lamerd vera stjórnvöldum gramir einkum vegna þess að hætt hafi verið við áform um að byggja gas- og olíuhreinsunarstöð við bæinn og þess í stað ákveðið að byggja hana við bæinn Mohr í stað- inn, sem er skammt frá Lamerd. Að sögn íranskra fjölmiðla voru 27 manns handteknir vegna átakanna á þriðjudag og til óeirða kom aftur í gær. Óeirðir í Íran Teheran. AFP. alltaf á miðvikudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.