Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 30

Morgunblaðið - 30.03.2001, Side 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frum- sýnir í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 á litla sviðinu í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ gamanleikinn „Á svið“ eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Ingrid hélt fjögurra vikna nám- skeið í framsögn og spuna fyrri hluta vetrar og í framhaldi af því var hafist handa við æfingar á áð- urnefndu leikriti. Leikrit þetta gerist í félagsheim- ili úti á landi. Þar er leikfélag stað- arins að æfa verk eftir nýbakað leikskáld. Verkið heitir Hið fúla fólskumorð, magnþrungið saka- málaleikrit að sögn höfundarins, Sigdísar Magnfreðsdóttur, sem María Guðmundsdóttir leikur. Leikstjóri Hins fúla fólskumorðs er Guðríður Dagmarardóttir sem leik- in er af Gunnhildi Sigurðardóttur. Sú hefur starfað um árabil með leikfélaginu við leikstjórn og leik. Prímadonna leikfélagsins, Pála Brynjólfsdóttir, sem leikin er af Dóru Wild, leikur að sjálfsögðu stórt hlutverk og á án efa eftir að koma áhorfendum sínum enn einu sinni á óvart með glæsilegum leik. Önnur sýning verður nk. sunnu- dag. Þá verða sýningar 6. og 8. apr- íl. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Dóra Wild og Gunnhildur Sigurðardóttir í hlutverkum sínum. Gamanleikur um leikrit í Mosfellsbæ „MAÐUR upplifir fyrst gamanleik- inn til fulls þegar hann er fluttur fyr- ir áhorfendur,“ segir Baldur Trausti Hreinsson, en hann leikur aðalper- sónuna Pierre, á móti Þórhalli Sig- urðssyni, Ladda, sem leikur skatt- heimtumanninn Francois Pignon. „Vandinn við gamanleikrit er sá að maður verður mjög samdauna húm- ornum í gegnum æfingaferlið. Í fyrsta samlestri emjuðum við til dæmis úr hátri en síðan hætta hlut- irnir að vera fyndnir og maður verð- ur að telja sjálfum sér trú um að, jú, víst sé þetta fyndið. Á generalpruf- unni fann maður hins vegar þessa fyndni aftur, en á tímabili komust við varla áfram fyrir hlátrasköllum í áhorfendum,“ bætir Baldur við, og María og Laddi taka undir. Þau eru sammála um að uppfærsla leikritsins hafi verið ákaflega skemmtileg, ekki síst þar sem um mjög vel skrifað gamanverk sé að ræða. „Fífl í hófi er gamanleikrit, en ekki farsi sem gengur út á það að detta á rassinn. Persónurnar og aðstæðurnar sem skapast eru í raun svo fyndnar í sjálfum sér, að það þarf engan sér- stakan fíflagang til að fá áhorfendur til að hlæja. Það mæðir einnig mikið á túlkuninni á persónunum, enda er þetta mjög fínn leikarahópur,“ segir María Sigurðardóttir, leikstjóri verksins. Leikritið heitir á frummálinu Le Diner de Cons og hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu, Frakk- landi. Þar var það sýnt samfleytt í þrjá ár, en hefur síðan farið sigurför um heiminn. Höfundurinn Francis Veber hefur skrifað fjölmörg leikrit, en á síðari árum hefur hann einbeitt sér að skrifum á kvikmyndahandrit- um og leikstjórn og starfar hann beggja vegna Atlantshafsins. Gerð hefur verið samnefnd kvikmynd eftir leikritinu, og vann hún til fjölmargra César-verðlauna. Fífl í hófi er sett upp hér á landi á vegum Sagnar efh., en Kristján Þórður Hrafnsson þýddi verkið yfir á íslensku. Auk Baldurs Trausta Hreinssonar og Þórhalls Sigurðs- sonar fara með hlutverk í leikritinu þau Laufey Brá Jónsdóttir sem leik- ur eiginkonuna Christine, Elva Ósk Ólafsdóttir sem leikur ástkonuna Marlene, Ari Matthíasson sem leik- ur skattrannsóknarmanninn Cheval og Björn Ingi Hilmarsson sem fer með hlutverk fyrrverandi ástmanns Christine. Leikmynd og búninga annaðist Helga I. Stefánsdóttir og hönnun ljósa er í höndum Halldórs Arnar Óskarssonar. Kvikindisleg kvöldverðarboð Gamanleikurinn Fífl í hófi segir frá útgefandanum Pierre sem hefur komið sér vel fyrir í lífinu. Hann býr í íbúð sem lýsir velgengni og siðfág- un, á huggulega eiginkonu og líflega hjákonu. Eitt af því sem vinahópur Pierres gerir sér til dægrastyttingar er að halda kvöldverðarboð þar sem hver meðlimur hópsins býður með sér gesti sem hann telur vera mjög „fíflalegan“. Er þar gjarnan um að ræða menn sem hafa undarleg áhugamál og eru helteknir af þeim. Þannig skemmtir vinahópurinn sér með því að gera grín að boðsgest- unum og efna til keppni um hvaða „fífl“ talar mest um sitt áhugamál. Boðsgestirnir eru fullkomlega grun- lausir um tilgang klúbbsins, enda telja þeir sig ansi heppna að hafa lent í svo fínum félagsskap. Í upphafi leikritsins stendur til að halda eitt slíkt boð, og Pierre telur sig hafa fundið öruggan sigurvegara, skatt- stofustarfsmannninn Francois Pign- on, sem smíðar módel af sögufræg- um mannvirkjum úr eldspýtum. Pierre býður Pignon í drykk heim til sín til að hita örlítið upp, en á óvenju- legt kvöld í vændum. „Uppinn“ og ríkisstarfsmaðurinn Höfundur leikritsins mun hafa sagt það byggt á „sannsögulegum“ atburðum, en matarboð sem þessi voru nokkuð vinsæl um tíma í París. Verður athæfið að teljast nokkuð kvikindislegt og lék blaðamanni for- vitni á að vita hvort vinahópurinn komist upp með það í leikritinu. Við- mælendur benda þá á að höfundur verksins taki á vissan hátt upp hanskann fyrir „fíflið“ í leikritinu sem birtist ekki síst í því að Pierre fer mjög flatt á fyrirætlunum sínum. „Leikritið gengur í raun út á það hvernig þetta snýst við í höndunum á Pierre,“ segir María. „Þar mætast dæmigerður nýríkur „uppi“ og venjulegur maður sem vinnur hjá ríkinu. Sem sagt fullkomnar and- stæður,“ segir María og bætir því við að eftir því sem líður á verkið minnki þetta bil milli Pierres og „fíflsins“. Þannig fylgist áhorfandinn í raun með því hvernig Pierre er í upphafi fullur yfirlætis gagnvart Pignon og ætlar að gera lítið úr honum. „En smám saman tekur heimurinn að hrynja í kringum Pierre,“ segir Baldur en meðal þeirra hörmunga sem dynja yfir Pierre er hrottalegt þursabit, eiginkonan yfirgefur hann og hann lendir í skattrannsókn. „Við sjáum til dæmis hvernig Pierre lifir eftir ákveðinni ímynd velgengni, en hann starfar sem útgefandi. Þegar fíflið kemur í heimsókn tekur þessi ímynd smám saman að liðast í sund- ur.“ María tekur undir þetta og bendir á að fyrsta gríman falli í raun þegar eiginkonan yfirgefur Pierre. Þursabitið gerir hann síðan ósjálf- bjarga og varnarlausan gagnvart Pignon, og er hann lentur í þeirri stöðu að þurfa að leita til „fíflsins“ um hjálp. „Það kaldhæðnislega er að þegar Pierre missir frá sér konuna er hann í raun kominn í sömu stöðu og Pign- on, sem hefur gengið í gegnum sams konar reynslu,“ bætir Laddi við og bendir á að þegar Pignon reynir að hughreysta Pierre vilji sá síðar- nefndi sem minnst kannast við hlið- stæðuna milli sín og „fíflsins“. „Það má ekki heldur gleyma því að eiginkonan fer frá Pierre vegna þess að hún hefur fengið nóg af sjálfhverf- unni í honum, en henni ofbjóða alger- lega þessi matarboð,“ segir María. „Hann lendir einnig í skattrannsókn- inni, vegna þess að hann er svo vit- laust að bjóða skattheimtumanni heim til sín,“ bætir hún við. Hvert er fíflið? Segja má að höfundur gaman- leiksins spili ekki síður með vænt- ingar áhorfenda í framsetningu sinni á „fíflinu“ í leikritinu. „Þegar Pignon kemur inn á sviðið skilgreina áhorf- endur hann þegar í stað sem „fíflið“ sem á að verða næsti boðsgestur Pierres,“ bendir Baldur á. „Hann virðist í fyrstu vera mjög vitlaus en á endanum reynist hann sá sem áhorf- andinn fær mesta samúð með,“ segir Laddi. „Þannig snúast áhorfendur smám saman á sveif með Pignon, eft- ir að hafa hlegið að honum í fyrstu,“ bætir María við. Baldur og Laddi benda auk þess á að höfundur forðist í raun að gera lít- ið úr Pignon. Þegar á líður komi til dæmis í ljós að hann njóti mun meiri lífsfyllingar en Pierre, þótt sá síð- arnefndi hafi í raun allt til alls. Þetta birtist ekki síst í áhugamálum „fífl- anna“ sem boðsgestirnir hafi svo mikinn áhuga á. „Pignon hefur sitt áhugamál, sem er að búa til módel úr eldspýtum, og virðist nokkuð ánægður með lífið,“ segir Laddi og bætir því við að út- reikningar Pignons á burðarþoli hengibrúa beri þess merki að hann sé eldklár. Baldur bendir í framhald- inu á að Pierre hafi í raun engin áhugamál og virðist ekkert sérlega hamingjusamur. „Það er kannski þess vegna sem hann hefur svo mik- inn áhuga á „fíflunum“. Sjáfur gæti Pierre áreiðanlega farið í kvöldverð- arboð og talað alveg látlaust um vit- leysingana og áhugamál þeirra. Það má því í raun spyrja hver stendur uppi sem fíflið í lokin,“ segir Baldur. María segir að lokum að ef leik- ritið feli í sér einhvern boðskap, þá sé hann sá að maður skyldi aldrei koma fram við nokkurn mann sem fífl. „Í atburðanna rás er einnig velt upp spurningum um það hvernig fólk eigi að koma fram hvert við annað,“ segir María. Hún bætir því við að leikritið eigi ekki síður erindi við Ís- lendinga en Parísarbúa og hafi fallið mjög átakalaust inn í hið íslenska samhengi. „Fátt í leikritinu kallaði til dæmis á staðfæringu, enda eigum við nóg til af persónum á borð við hinn nýríka Pierre og opinbera starfsmanninn Pignon,“ segir María að lokum. Fífl í hófi verður frumsýnt í húsi Íslensku óperunnar kl. 20 í kvöld. Baldur Trausti Hreinsson og Þórhallur Sigurðsson í hlutverkum Pierre og „fíflsins“ Pignons. Christine (Laufey Brá Jónsdóttir) reynir að hugga eiginmann sinn sem er illa haldinn vegna þursabits. Pignon gleðst mjög þegar hon- um er boðið í hóf með Pierre. „Maður skyldi aldrei koma fram við annan mann sem fífl“ Franski gamanleikurinn Fífl í hófi verður frumsýndur í Íslensku óperunni í kvöld. Heiða Jóhannsdóttir hitti leikstjórann Maríu Sigurðardóttur og leikarana Baldur Trausta Hreinsson og Þórhall Sigurðsson eftir lokaæfingu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ari Matthíasson í hlutverki góð- vinar og samstarfsmanns Pign- ons. heida@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.