Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 31
Í NORRÆNA húsinu verður opn-
uð dagskrá á morgun, laugardag
kl. 19, til kynningar á menningu
frá Norðurbotni í Svíþjóð. Dag-
skráin hefur yfirskriftina Að
brjóta ísinn og stendur til 6. apríl.
Norðurbotnslén er milli Hels-
ingjabotns, Finnlands og Noregs.
Norðurbotn, og nyrsti hlutar
Norðurlanda, hafa borið ýmis
nöfn í aldanna rás. Bjarmaland,
Lappland, Finnmörk, Samaland,
Norðurkolla, og Barentshafs-
svæðið. Áður fyrr þótti þessi
heimshluti hinn ógnvænlegasti í
Evrópu. Þar bjuggu óvættir og
tröll, galdramenn og hirðingjar.
Á Norðurbotnsdögum verður
fjölbreytt dagskrá. Þar verður í
boði myndlistarsýningar, eld-
skúlptúr, tónleikar, bókmennta-
dagskrá, kvikmyndasýningar,
matarkynningar og barnadag-
skrá.
Tónrænn skúlptúr fyrir
slagverk og eld
Á myndlistarsýningunni, sem
opnuð verður í dag, eiga verk
Erik Holmstedt, Lena Ylipää,
Eva-Stina Sandling, Rose-Marie
Huuva og Brita Weglin. Þar eru
grafíkverk, ljósmyndir, textílverk,
skúlptúrar og innsetningar. Sýn-
ingarstjóri er Bertil Sundstedt.
Um kvöldið, kl. 21.30 fer fram
gjörningur utanhúss þar sem teflt
er saman slagverki og eld-
skúlptúr undir heitinu „Slagsíða“.
Hugmyndina og skúlptúrinn eiga
Dan Lestander, Ricky Sandberg
og Jan-Erik Falk. Slagverk og
tónlist er í höndum Anders Astr-
and.
Á sunnudaginn kl. 13 verður
sérstök kynnig á Luleå, höfuð-
borg Norðurbotnsléns. Þar verð-
ur m.a. dagskrá fyrir börn og
sýnd mynd um kirkjuhverfið í
Gammelstad, sem er á lista
UNESCO yfir sameiginlega
menningararfleifð mannkyns.
Dagskránni á sunnudag lýkur
með tónleikum þjóðlagahljóm-
sveitarinnar J. P. Nyström.
Á þriðjudag kl. 12 verður kynn-
ing á hafnarborginni Piteå. Þar
verður áhersla lög á mat og
drykk. Miðvikudaginn 4. apríl
verður kynning á Kirunaborg,
sem er norðan við heimskauts-
baug, og opnuð ljósmyndasýning
á safni ljósmynda þaðan. Þjóð-
lagasveitin Giron heldur tónleika
um kvöldið, en tónlist þeirra er
blanda af samískum þjóðlögum,
rokki og djassi.
Fyrirlestrar
Per Erik Svensson frá Film-
pool Nord mun halda fyrirlestur
um kvikmyndagerð í Norðurbotni
fimmtudaginn 5. apríl og þann
dag munu verða sýndar stutt-
myndir og heimildarmyndir í
Norræna húsinu.
Rithöfundurinn Bengt Pohj-
onen heldur fyrirlestur föstudag-
inn 6. apríl sem hann nefnir
„Norðurbotn – þjóð án landa-
mæra“ og mun m.a. fjalla um rit-
höfundinn Eyvind Johnson, sam-
starf innan Barentssvæðisins og
þýðingu tungumála minnihluta-
hópa.
Í tengslum við fyrirlesturinn
verður sett upp sýning á verkum
Eyvind Johnson.
Dagskráin er skipulögð af Nor-
ræna húsinu í samvinnu við
landsþingið í Norðurbotnsléni
auk sveitarfélaganna Luleå, Piteå
og Kiruna.
Eldur og list á
Norðurbotnsdögum
Skúlptúr Evu-Stinu Sandling, en hún er ein af myndlistarmönnunum
sem sýna verk sín á Norðurbotnsdögum í Norræna húsinu.
KÓR Víkurkirkju og kór Digranes-
kirkju halda sameiginlega tónleika í
Digraneskirkju á morgun, laugar-
dag, kl. 17.
M.a. flytur kór Víkurkirkju
Messe bréve nr. 7 í C-dúr eftir
Charles Gounod sem hefur ekki áð-
ur verið flutt í heild sinni á Íslandi.
Stjórnandi Víkurkórsins er Kriszt-
ína Szklenár.
Kórarnir syngja hvor í sínu lagi
og síðan sameiginlega nokkur lög
en stjórnandi Digraneskirkjukórs-
ins er Kjartan Sigurjónsson.
Víkurkór-
inn frum-
flytur Messe
bréve
Fagradal. Morgunblaðið.
„SÖFNUN – söfnuður – safn“,
heitir sýning Sigríðar Erlu Guð-
mundsdóttur sem hún opnar í
Galleríi Sævars Karls á laugar-
dag kl. 14.
Sigríður Erla kýs að hafa ekki
mörg orð um sýninguna. Gestir
þurfi að setja sig inn í hana á
eigin forsendum.
„Hugmyndir að verkum nálgast
ég í grundvallaratriðum á tvenn-
an hátt. Annars vegar í gerð
nytjahluta úr leir sem er meg-
inefni í verkum mínum. Til-
gangur nytjahluta er í eðli sínu
hógvær, sá að þjóna og létta fólki
lífið. Hins vegar vinn ég gjörn-
inga eða innsetningar þar sem
nytjahlutir gegna stóru hlutverki.
Í verkum mínum fjalla ég gjarn-
an um sögur. Myndgeri augnablik
sem eiga sér bæði fortíð og fram-
tíð. Sýningin hér er sett þannig
fram. Þetta er innsetning. Einfalt
verk úr flóknu ferli. Ég leita
gjarnan eftir einfaldleikanum,“
segir Sigríður Erla.
Nálgunin lengi að
vefjast fyrir mér
Hún segir hugmyndina hafa
skotið upp kollinum síðastliðið
haust og hún sé þannig gerð, að
þegar slíkt gerist þurfi hún að
koma þeim fljótt frá sér.
„Það má segja að hugmyndin
hafi sprottið fram fullsköpuð, en
nálgunin var lengi að vefjast fyr-
ir mér og ég hef farið ansi djúpt í
pælingarnar við þessa sýningu,
hringnum hefur þó verið lokað.“
Sýningunni lýkur fimmtudag-
inn 19. apríl.
Hugmyndin
spratt fram
fullsköpuð
Verk eftir Sigríði Erlu Guðmundsdóttur.
Swing í
Borgarnesi
BJÖRN Thoroddsen gítarleikari,
Jón Rafnsson kontrabassaleikari og
vestur-íslenski trompetleikarinn
Richard Gillis leika swing á veitinga-
staðnum Búðarkletti í Borgarnesi í
kvöld, föstudagskvöld, kl. 23.
Úr djúp-
unum í
Bessastaða-
kirkju
TÓNLISTARDAGSKRÁ með
ljóða- og lausamálstextum að stofni
til byggð á lögum sömdum af gyð-
ingum í útrýmingarbúðum og gettó-
um síðari heimsstyrjaldar verða
fluttir í Bessastaðakirkju á sunnu-
dagskvöld kl. 20.30. Dagskráin hef-
ur yfirskriftina Úr djúpunum og
hefur verið flutt í kirkjum á Suður-
landi undanfarnar vikur. Flytjendur
eru Hilmar Örn Agnarsson sem
leikur á orgelharmoníum, Hjörtur
Hjartarson leikur á klarinett,
Sveinn Pálsson á gítar, Ingunn
Jensdóttir flytur söngva, Eyvindur
Erlendsson fer með ljóð og laust
mál.
Gallerí Reykjavík
Sýningu Dereks Mundells í
Gallerí Reykjavík, Skólavöru-
stíg 16, lýkur á morgun laug-
ardag. Derek sýnir vatnslita-
myndir, flestar af módelum og
uppstillingum.
Opið er í dag frá kl. 13–18, og
á morgun frá kl. 11–16.
Í húsi Landsbanka
Íslands, Laugavegi 77
Sýningu Garðars Jökuls-
sonar lýkur á þriðjudag. Á sýn-
ingunni eru 40 landslags- og
náttúrumyndir.
Sýningin er opin alla daga
frá kl. 13–18.
Sýningu
lýkur