Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 34
Grásleppukarlar
ósáttir við verð
á hrognum
Ætla ekki
að hefja
veiðar
GRÁSLEPPUSJÓMENN á
Norðausturlandi ætla ekki að
leggja net sín við upphaf vertíð-
ar í dag vegna óánægju með
verðlagningu á grásleppuhrogn-
um. Kavíarframleiðendur hafa
boðið veiðimönnum 40 þúsund
krónur fyrir tunnuna af hrogn-
um. Á fundi grásleppuveiði-
manna á Bakkafirði og Vopna-
firði í gær var ákveðið að hefja
ekki vertíð í dag, eins og heimilt
er. Ástæða þess er að aðeins
tveir kavíarframleiðendur hafa
gefið út verð á grásleppuhrogn-
um fyrir vertíðina og það verð
telja veiðimenn óviðunandi.
Veiðimenn hafa áhyggjur af
því að hækki verðið ekki á þess-
ari vertíð geti það leitt til enn
meiri verðlækkunar á mörkuð-
um. Afleiðingar þess gætu orðið
til þess að grásleppuveiðum sem
atvinnugrein væri stefnt í
hættu.
Hátt í 30 bátar hafa leyfi til
grásleppuveiða á Bakkafirði og
Vopnafirði, auk þess sem grá-
sleppusjómenn á Raufarhöfn
hafa einnig samþykkt að leggja
ekki net sín en þar hafa um tíu
bátar grásleppuveiðileyfi.
Áki Guðmundsson, formaður
félags smábátasjómanna á
Bakkafirði, segir samstöðu með-
al grásleppusjómanna um að
hefja ekki veiðar og þeir vonist
til að í kjölfarið verði uppstokk-
un í verðlagsmálum. „Hér eru
allir tilbúnir til að hefja veiðar
og hingað streyma bátar víðs-
vegar að af landinu. Menn vilja
hins vegar ekki hefja veiðar fyr-
ir það verð sem er boðið,“ segir
Áki.
GREINARGERÐ
34 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL umræða hefur farið fram um
hið hörmulega flugslys sem varð í
Skerjafirði hinn 7. ágúst árið 2000,
þegar TF-GTI Cessna T210L-flugvél
í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen
fórst í Skerjafirði með sex manns
innanborðs, með þeim afleiðingum að
fimm hafa látist og einn liggur mikið
slasaður á sjúkrahúsi. Í þessari um-
ræðu hefur margt verið fullyrt um
Flugmálastjórn Íslands og starfsað-
ferðir hennar sem ekki hefur að fullu
verið svarað og því er þessi grein-
argerð tekin saman.
Samkvæmt lögum nr. 59/1996 fer
rannsóknarnefnd flugslysa (RNF)
með rannsókn þessa slyss eins og
annarra flugslysa. Á meðan á þeirri
rannsókn stóð var ekki eðlilegt að
Flugmálastjórn setti fram skoðanir á
þáttum tengdum slysinu, enda beind-
ist rannsókn RNF að hluta til að
starfsemi Flugmálastjórnar eins og
eðlilegt er.
Eftir að skýrsla RNF kom út hef-
ur orðið vart misskilnings í umræðu
um skýrsluna, varðandi starfsemi
Flugmálastjórnar, verklagsreglur
hennar og hvernig hún sinnir eftir-
litshlutverki sínu. Flugslys eru í
reynd ekki tíð á Íslandi og kann það
að vera ástæðan fyrir því að hug-
myndir almennings um hlutverk
stofnunarinnar eru etv. nokkuð á
skjön við raunveruleikann.
Starfsemi Flugmálastjórnar er
margþætt. Stofnunin sér um skrá-
setningu loftfara og útgáfu hvers-
konar skírteina vegna flugstarfsemi í
samræmi við lög um loftferðir, þ.m.t.
leyfi til flugrekstrar, skírteini til
flugliða og annarra starfsmanna við
flugrekstur eða starfsemi viðhalds-
stöðva. Þá rekur Flugmálastjórn alla
flugvelli á landinu, að Keflavíkur-
flugvelli undanskildum. Flugmála-
stjórn hefur eftirlit með því að lög-
um, reglugerðum og fyrirmælum um
flugstarfsemi sé fylgt, með sérstakri
áherslu á flugöryggi, og veitir alhliða
flugumferðar- og flugleiðsöguþjón-
ustu. Starfs- og þjónustusvæði Flug-
málastjórnar er Ísland og lofthelgi
landsins, stjórnarsvæðið sem Al-
þjóðaflugmálastofnunin eða erlend
ríki hafa falið Íslandi að veita þjón-
ustu og starfsstöðvar íslenskra flug-
rekenda erlendis.
Eftirlit með flugi er margháttað.
Meðal annars beitir Flugmálastjórn
úttektum og skoðunum til að fylgjast
með því að flugrekendur og við-
haldsstöðvar vinni eftir viðurkennd-
um reglum sem þeim eru settar. Þá
þurfa flugmenn, flugrekendur og við-
haldsstöðvar að endurnýja réttindi
sín með reglubundnum hætti. Flug-
menn þurfa t.d. að gangast undir
tiltekin próf með tilskildu millibili til
að viðhalda réttindum sínum.
Sú ímynd sem virðist vera í huga
almennings á eftirliti Flugmála-
stjórnar er í ætt við þá ímynd sem
fólk hefur á umferðarmálum bifreiða.
Þetta er á vissan hátt eðlilegt en
engu að síður er munur þarna á. Í
umferðinni gilda umferðarreglur, s.s.
um hámarkshraða, lög eru um út-
búnað bifreiða, reglubundna skoðun
þeirra o.s.frv. Lögreglan er á vegun-
um og fylgist með. Engu að síður
gerast slys í umferðinni.
Í fluginu eru reglur mun ítarlegri
og meiri ábyrgð er lögð á þá sem eru
í flugrekstri og flugi en í umferðinni.
Eftirlitskerfið byggist í raun á
trausti á því að allir aðilar geri það
sem til er ætlast af þeim og Flug-
málastjórn beitir síðan úttektum til
að fylgja því eftir. Það er gert með
því að lesa í gegnum gögn sem halda
á og með skoðunum. Stöðugt er unn-
ið að því að bæta reglurnar og á und-
anförnum árum hefur sérstakt átak
verið gert í þeim efnum í samvinnu
við Flugöryggissamtök Evrópu
(JAA).
Í þessari greinargerð verða rakin
afskipti Flugmálastjórnar af flugvél-
inni TF-GTI frá því hún kom til Ís-
lands og þar til hún fórst sem og af-
skipti stofnunarinnar af flug-
rekandanum, Leiguflugi Ísleifs
Ottesen. Þá verða skýrð út hugtök
sem notuð hafa verið í umræðunni en
ekki hefur alltaf verið nákvæmlega
farið með.
Nýjar verklagsreglur
Flugmálastjórn Íslands er aðili að
Flugöryggissamtökum Evrópu,
Joint Aviation Authorities (JAA).
Samtökin voru stofnuð árið 1990 með
það að markmiði að stuðla að auknu
flugöryggi í Evrópu. Tuttugu og tvö
ríki eru fullgildir aðilar að samtök-
unum. Á undanförnum áratug hefur
m.a. verið unnið að útgáfu reglna fyr-
ir viðhaldsstöðvar. Reglurnar fyrir
viðhaldsstöðvarnar kallast JAR-145
(Joint Aviation Requirements) og
tóku gildi hér með reglugerð 1. sept-
ember 1994.
JAR-145 reglurnar taka mið af
þeim reglum sem gilda fyrir við-
haldsstöðvar í Bandaríkjunum og
kallast FAR-145. Flugöryggissam-
tök Evrópu hafa hins vegar ákveðið
að ganga lengra með JAR-145 regl-
unum og byggja þær á lögmálum
gæðastjórnunar sem eiga að tryggja
innra eftirlit viðhaldsstöðva með
starfsemi þeirra. Viðhaldsstöðvar
verða að uppfylla ströng skilyrði til
að fá JAR-145 viðurkenningu og
Flugmálastjórn hefur síðan eftirlit
með því að unnið sé eftir reglunum.
JAR-145 viðurkenning gefur réttindi
til að sinna jafnt innlendum sem er-
lendum aðilum.
Innan JAA hefur á sama hátt verið
unnið að þróun nýrra reglna fyrir
flugrekendur sem kallast JAR-OPS
1. Fyrsta útgáfa af þessum reglum
var tilbúin í byrjun árs 1997 og voru
Íslendingar með þeim fyrstu til að
taka þær í gildi fyrir stærri flugrek-
endur með auglýsingu hinn 1. apríl
árið 1998. Þetta var í samræmi við
ýtrustu tillögur JAA og flugfélög
eins og MD, Atlanta, Flugleiðir og
Íslandsflug voru meðal fyrstu flug-
félaga í Evrópu til að fara eftir þess-
um reglum. Enn hafa mörg ríki í
JAA, einkum í mið- og suður Evrópu,
ekki tekið þessar reglur upp fyrir
neinn af sínum flugrekendum.
Undanfarin tæp tvö ár hefur verið
unnið með smærri flugrekendum við
að aðlaga rekstur þeirra JAR OPS 1
reglunum. Sú vinna er töluvert langt
á veg komin en hún felur m.a. í sér að
flugrekendur þurfa að semja alveg
nýjar flugrekstrarbækur. Sam-
kvæmt ákvörðun samgönguráðherra
sem birt verður í Stjórnartíðindum
munu JAR OPS 1 reglurnar taka
gildi fyrir smærri flugrekendur hinn
1. október n.k. og verður Ísland þá
fyrsta ríkið af JAA ríkjunum til að
innleiða reglurnar fyrir smærri flug-
rekendur.
Flugrekendum með léttari flugvél-
ar en 10 tonn eða sem flytja 19 far-
þega eða færri var heimilt þegar árið
1997 að hefja aðlögun að JAR-OPS 1
reglunum og þannig hafa t.d. reglur
um flug og vakttíma frá JAR-OPS 1
svo og reglur um útreikning massa
og jafnvægis tekið gildi fyrir alla
flugrekendur. (JAR OPS 1 Q og J
kaflar.)
Það er því alrangt eins og gefið
hefur verið í skyn í fjölmiðlum og í lið
4.4. í skýrslu RNF að ekkert hafi ver-
ið unnið að gæðamálum innan flug-
öryggissviðs Flugmálastjórnar.
Gæðastjórnun felur m.a. í sér að
menn tileinki sér ný viðhorf til starfa
og að ábyrgð er færð frá eftirlitsdeild
til þess sem vinnur verkið eða stund-
ar þjónustuna um leið og viðkomandi
er gert kleift að axla þá ábyrgð.
Þjálfun starfsfólks og viðhorfsbreyt-
ingar eru því eðlilega fylgifiskur
gæðastjórnunar. Undirstaða gæða-
kerfa eru verklagsreglur sem
tryggja að ljóst sé hvernig mál eru
unnin eða afgreidd og að það sé alltaf
gert með sama hætti en ekki eftir
geðþótta.
Í núverandi gæðakerfi flugörygg-
issviðs er stöðugt verið að bæta við
verklagsreglum. Starfsmenn hafa
verið sendir á námskeið í reglum
Flugöryggissamtaka Evrópu svo og í
gæðamálum einkum varðandi gæða-
úttektir bæði hérlendis og erlendis. Í
febrúar voru t.d. þrír starfsmenn á
viku gæðanámskeiði hjá breskum að-
ila um úttektir samkvæmt JAR-OPS
1.
Dæmigerð flugrekstrarhandbók
sem uppfyllir skilyrði JAR-OPS 1 er
300-350 blaðsíður auk áhafnahand-
bókar sem hjá stærri flugrekanda er
yfir 500 blaðsíður. Fyrir smæstu
flugrekendur sem starfa samkvæmt
JAR-OPS 1 er flugrekstrarhandbók
yfir 200 blaðsíður. Flugrekstrar-
handbók flugrekenda skal endur-
spegla hvernig flugrekandi hefur
stjórn á flugöryggismálum sínum í
flugrekstrinum. Þær skulu uppfylla
ákvæði reglugerða en gefa flugrek-
anda líka möguleika á að aðlaga slík-
ar bækur að rekstri sínum.
Fyrir utan að uppfylla ákvæði
flutningaflugsreglugerðar eins og
hún er á hverjum tíma þarf sá sem
hefur flugrekendaskírteini að upp-
fylla ýmsar aðrar kröfur. Þar vegur
þyngst auglýsing um gildistöku
reglna um viðhald loftfara í flutn-
ingaflugi, JAR 145, sem tók gildi hér
á landi 1994.
Til að fylgjast með því að skilyrði
fyrir flugrekendaskírteini séu stöð-
ugt fyrir hendi er viðkomandi flug-
rekandi heimsóttur, haldnir með
honum formlegir og óformlegir fund-
ir, gerðar skoðanir og síðast en ekki
síst úttektir. Á aðlögunartímabili eru
óformleg samskipti við flugrekanda
mikil þar sem hann fær leiðbeiningar
varðandi hinar nýju reglur meðan
hann er að vinna að gerð flugrekstr-
arhandbókar sinnar.
Gerð var úttekt á flugrekstri LÍO í
janúar 1998 og voru engar alvarlegar
athugasemdir gerðar. Þau atriði sem
gerðar voru athugasemdir við lag-
færði LÍO fljótlega. Í júlí 1999 voru
tvívegis höfð formleg afskipti af
rekstri LÍO og í þriðja skipti í októ-
ber sama ár. Á þessu tímabili voru
töluverð óbein afskipti af rekstrinum
vegna gerðar nýrrar flugrekstrar-
handbókar. Tvær úttektir voru gerð-
ar hjá tæknistjóra félagsins varðandi
viðhaldsmál á árinu 1999 svo og ein
árið 2000 sem úttektarlið JAA var
jafnframt með í. Á sama tíma gerði
JAA úttekt á flugöryggissviði Flug-
málastjórnar.
Flugöryggissvið hefur um nokkurt
skeið unnið við uppbyggingu innra
gæðakerfis síns í takt við þróun
starfseminnar og reglur JAA og tek-
ur þannig undir tillögur RNF. Rétt
er að benda á að með þessu er verið
að vinna brautryðjandastarf þar sem
engar kröfur eru í reglum Flugör-
yggissamtaka Evrópu né annarra al-
þjóðlegra stofnana um að flugörygg-
issvið viðkomandi þjóða hafi gæða-
G r e i n a r g e r ð
Flugmálastjórnar Íslands vegna
flugslyss í Skerjafirði 7. ágúst 2000
Morgunblaðið/Kristinn
Frá vettvangi þegar flugslysið varð í Skerjafirði þann 7. ágúst sl. Hér er verið að hífa flakið upp úr sjónum.
Sofnaði
undir stýri
FÓLKSBIFREIÐ fór út af
Suðurlandsvegi og valt við bæ-
inn Tún í Hraungerðishreppi.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Selfossi slapp
ökumaðurinn án meiðsla en
bíllinn er mikið skemmdur. Tal-
ið er að ökumaðurinn hafi sofn-
að undir stýri með þessum af-
leiðingum.
INNLENT
Verður póst-
inum bannað
að opna bóka-
sendingar?
HUGSANLEGT er að dómur
Hæstaréttar frá 15. mars sl.,
þess efnis að tollstjóra sé
óheimilt að opna bókasending-
ar að utan, leiði til þess að póst-
starfsmönnum verði einnig
bannað að opna pakka til að
sækja vörureikninga, en þeim
er það heimilt skv. 33. gr. laga
um póstþjónustu.
Fjármálaráðuneytið og sam-
gönguráðuneytið hafa að und-
anförnu átt í viðræðum til að
bregðast við dóminum þar sem
kannað er hvort þörf sé á reglu-
gerðarbreytingum sem taki
umræddar heimildir af póst-
starfsmönnum. Niðurstaðna úr
viðræðunum er að vænta síðar í
þessari viku. en það mun vera
mat starfsmanna beggja ráðu-
neyta að póstinum sé ekki stætt
á því að opna bókasendingar
frekar en tollstjóra í ljósi
Hæstaréttardómsins.