Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í LJÓSI þess að um 90% Íslendinga horfa á sjónvarp daglega og eyða að jafnaði um tveimur klukkustund- um fyrir framan sjón- varpið hefur orðið vart mikils áhuga hérlendis á stafrænu (digital) sjónvarpi. Þó að staf- rænt sjónvarp sé enn ekki valkostur fyrir ís- lenska áhorfendur er stafrænt gagnvirkt sjónvarp farið að njóta mikilla vinsælda í lönd- unum í kringum okkur. Sem dæmi má nefna að rétt um 25% Breta og Frakka hafa aðgang að stafrænu gagnvirku sjónvarpi og um 90% not- enda nýta sér gagnvirknina reglu- lega. Stafræn útsending og stafræn einkarás Í fyrri greininni sem birtist um stafrænt sjónvarp var fjallað um muninn á stafrænu sjónvarpi ann- arsvegar og stafrænu gagnvirku sjónvarpi hinsvegar sem getur verið stafræn útsending með bakaleið eða stafræn einkarás með bakaleið. Fjallað var stuttlega um þá þjónustu sem notendur geta haft aðgang að í gegnum gagnvirkt sjónvarp svo sem tugi eða hundruð sjónvarpsrása, ýmsa sjónvarpsleiki sem þeir geta spilað við aðra sjónvarpsnotendur, aðgang að Interneti, bankaþjónustu og verslun í gegnum sjónarp auk gagnvirkra auglýsinga svo eitthvað sé nefnt. Stafrænt gagnvirkt sjón- varp hvort heldur sem um er að ræða stafræna útsendingu með bakaleið eða stafræna einkarás býður því upp á margskonar þjónustu sem ekki hefur verið aðgengileg í sjónvarpi í núverandi mynd. Nágrannaþjóðir okkar hafa nú flestar gefið út dagsetningu sem seg- ir til um hvenær sjónvarpsstöðvar eiga að slökkva á hliðrænu útsend- ingum og hefja einvörðungu staf- rænar útsendingar. Margar erlend- ar sjónvarpsstöðvar hafa því hafið stafrænar útsendingar á sjónvarps- efni sínu og bjóða sumar upp á gagn- virkni fyrir notendur. Sjónvarps- stöðvar í nágrannalöndunum hafa fengið nokkur ár til að undirbúa sig Stafrænt gagn- virkt sjónvarp og nýir mögu- leikar II Davíð Gunnarsson Sjónvarp Allir þeir nýju mögu- leikar sem skapast með stafrænni tækni, segja Elfa Ýr Gylfadóttir og Davíð Gunnarsson, munu án efa fá marga Íslendinga til að skipta yfir í stafrænt gagnvirkt sjónvarp í náinni framtíð. Elfa Ýr Gylfadóttir SÆLL Árni. Fyrir þremur árum skrifaði ég stuttan pistil í Sunnlenska frétta- blaðið um lýsingu á Hellisheiði. Tilefnið var samþykkt á aðalfundi Sambands umferðarör- yggisnefnda á Suður- landi. Þar varpaði ég fram nokkrum spurn- ingum, sem ég hef ekki fengið svar við ennþá. Vegna áhuga þíns á að vegurinn yfir Hellis- heiði verði lýstur upp geri ég ráð fyrir að þú getir svarað mér strax ef ég endurtek nokkrar spurningar núna. Hvað hafa orðið mörg alvarleg slys á Hellisheiði sem lýsing hefði komið í veg fyrir? Hvað eru margir dagar á ári sem lýsing yki öryggi umferðar yfir Hellisheiði? Ég er ekki að spyrja um hvort lýsingin flýtir fyrir umferð. Hvað marga daga á ári eru að- stæður þannig að lýsing skapaði hættu af of hröðum akstri við afleitar aðstæður? Þær aðstæður eru til dæmis þegar fer saman snjókoma og mikill skafrenningur. Þá sæjust ljósin en ekki snjóskaflarnir og bíl- arnir sem eru fastir í þeim. Hvað sjást bílljós í þoku miklu fyrr í vega- lýsingu en í myrkri? Er einhver sönnun komin fyrir því að al- varlegum umferðar- slysum hafi fækkað á Reykjanesbrautinni eftir að lýsingin kom þar? Hvað er gert ráð fyr- ir að reksturinn á ljósa- dýrðinni muni kosta á ári? Væri því fé ekki betur varið í aukna löggæslu á þess- ari leið? Ég vil að þú íhugir nokkur atriði áður en þú keyrir þetta mál áfram í trássi við álit Vegagerðarinnar, en talsmenn hennar hafa hingað til ekki talið þetta forgangsverkefni. Fyrir örfáum dögum fjallaði framkvæmda- stjóri Umferðarráðs í Ríkisútvarpinu um of mikinn ökuhraða miðað við að- stæður. Það er mjög líklegt að lýsing á Hellisheiði myndi einmitt skapa þær aðstæður. Opið bréf til Árna Johnsen Þorsteinn Ólafsson EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga í um- fjöllunum um skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) um flugslysið í Skerjafirði hinn 7. ágúst sl., hafa flugrekstraraðilinn, Leiguflug Ísleifs Otte- sen (LÍO), og við- haldsaðili flugvélar- innar, Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigurgeirs- sonar, sýnt af sér óaf- sakanlegt kæruleysi í starfsemi sinni. Eigandi flugvéla- verkstæðisins er jafnframt tækni- stjóri LÍO, svo og fjölda annarra flugrekstraraðila, og ber því tví- hliða ábyrgð. Svo alvarlegar ávirð- ingar á starfsemi þessara aðila koma fram í skýrslu RNF að þær hljóta að leiða af sér sviptingu rekstrarleyfa beggja aðilanna. Báð- ir starfa þeir undir eftirliti Flug- málastjórnar Íslands, en í 1. grein, reglugerð nr. 441/1997 um flug- málastjórn, skipulag og verkefni segir: ,,Flugmálastjórn hefur eftir- lit með því, að lögum, reglugerðum og fyrirmælum um flugstarfsemi sé framfylgt, með sérstakri áherslu á flugöryggi.“ Flugöryggissvið flug- málastjórnar, áður loftferðaeftirlit, hefur m.a. eftirlit með viðhaldi og skráningu flugvéla og skírteinaút- gáfu, svo og með flugrekstri. Í meginniðurstöðu skýrslu RNF, tillögum í öryggisátt, er m.a. þeim tilmælum beint til flugmálastjórnar að bæta sig varðandi skráningu notaðra loftfara; að koma á gæða- kerfi fyrir starfsemi flugöryggis- sviðs stofnunarinnar; að flugörygg- issvið bæti sig varðandi formlegar úttektir á flugrekendum og fram- kvæmi þær samkvæmt viðurkennd- um aðferðum gæðastjórnunar; að flugmálastjórn bæti eftirlit sitt með viðhaldsaðilum og að hún efli eft- irlit sitt með mannflutningum í tengslum við þjóðhátíðina í Vest- mannaeyjum. Ljóst má vera af þessu að flugmálastjórn hefur gjör- samlega brugðist í hlutverki sínu. Hvað skráningu flugvélarinnar varðar, þá hafa bæði flugmála- stjóri og fram- kvæmdastjóri flugör- yggissviðs ítrekað haldið því fram í fjöl- miðlum að öll gögn sem lágu til grundvall- ar skráningu óhappa- flugvélarinnar, TF– GTI, hafi verið í stak- asta lagi. Annað kemur fram í skýrslu RNF. Undirritaður hefur undir höndum öll umrædd gögn sem útgáfa lofthæfiskír- teinisins grundvallað- ist á utan log-bækur flugvélarinnar, en þeim mun hafa verið skilað til eiganda. Við athugun á þeim koma í ljós fjölmörg atriði sem alls ekki voru í lagi og verða þau kynnt sér- staklega. Það er alveg sama hversu oft talsmenn flugmálastjórnar halda því fram að skráningargögn TF–GTI hafi veri í fullkomnu lagi – sannleikurinn er annar. Hvað varð- ar eftirlit með Vestmannaeyjaflugi um þjóðhátíð er ljóst að a.m.k. sjö manns frá flugmálastjórn, sumir hátt settir, voru að störfum í Eyj- um um síðustu verslunarmanna- helgi. Hvað voru þeir að gera? Kannski brekkusöngur formanns samgöngunefndar hafi truflað hjá þeim athyglina. Í Morgunblaðinu 27. mars sl. og Kastljósi sama dag vísa talsmenn flugmálastjórnar og flugmálastjóri allri gagnrýni frá sér og segja í raun að flugmálastjórn treysti í blindni á að allir sem koma að flug- rekstri á Íslandi starfi samkvæmt reglum og það sé ekki á hennar könnu að fylgjast með að þeir geri það í raun og veru, öðruvísi en með því að taka þá út öðru hvoru (form- leg úttekt á LÍO fyrir flugslysið var síðast gerð í janúar 1998, þ.e. 2,5 árum fyrir slys, sbr. skýrslu RNF bls. 10). Sem dæmi um starfshætti flugmálastjórnar má nefna að í skýrslu RNF segir orðrétt (liður 1.17.3.2, bls. 10): ,,RNF áleit fljót- lega að hverjar svo sem orsakir slyssins kynnu að vera þá hefðu komið í ljós vísbendingar um ákveðin atriði í flugrekstrinum sem tafarlaust þyrfti að bregðast við. Flugöryggissvið flugmálastjórnar var látið vita af þessu með símtali hinn 11. ágúst 2000.“ Flugmála- stjórn brást við með því að senda flugrekstrarstjórum landsins bréf þar sem þeir voru áminntir að fara nú að reglum... Flugmálastjórn stærir sig síðan af því að hún sé undir eftirliti erlendra aðila og hafi hlotið bestu einkunn. Fyrir hvað? Er ekki bara einfaldast að sam- gönguráðherra drífi í að láta JAR- OPS 1 reglurnar um minni flug- vélar taka gildi, og við treystum síðan bara öll því að allir fari að þeim ströngu reglum. Þá er hægt að leggja niður stóran hluta flug- málastjórnar og nota fjármunina í eitthvað þarfara, t.d. heilbrigðis- kerfið. Þar veitir ekki af meiri fjár- munum. Það færi vel á því að flugmála- stjóri gerði nú þjóðinni grein fyrir því hvað hann telji hann sjálfan og flugmálastjórn eiga að gera til að sinna hlutverki sínu sbr. tilvitnun í reglugerð 441/1997 hér að framan. Ég vil minna hann á að það eru borgaraleg réttindi þegna þessa lands að geta treyst því að eftirlit með öllu sem kemur að flugrekstri á Íslandi sé með þeim hætti að menn geti sest upp í flugvél sæmi- lega vissir um að komast heilu og höldnu á leiðarenda. Um leið vil ég minna hann á að 5 borgandi farþeg- ar TF–GTI gerðu það að kvöldi 7. ágúst sl. Ég gerði það þegar sonur minn bað leyfis til að fara á þjóðhá- tíð í Eyjum. Ljóst má vera að það sleifarlag sem var á rekstri LÍO, meðal ann- ars hvað varðar rekstur flugvélar- innar TF–GTI þann rúma mánuð sem hún var í rekstri á Íslandi, er ekkert einsdæmi. Ekki heldur sú staðreynd að önnur flugvél LÍO flutti of marga farþega í a.m.k. einni ferð sinni milli Eyja og Sel- foss sama dag og slysið varð þrátt fyrir 7 eftirlitsmenn frá flugmála- stjórn á flugvellinum. Svo virðist að a.m.k. sumir í flugrekstri á Íslandi meti stöðuna þannig að þeir geti hegðað sér eins og þeim sýnist; lítil sem engin hætta sé á að flugmála- stjórn verði þess vör. Eftirlit henn- ar sé þess eðlis. Eftir höfðinu dansa limirnir. Eftir höfð- inu dansa limirnir Jón Ólafur Skarphéðinsson Flugslys Það eru borgaraleg rétt- indi þegna þessa lands að geta treyst því að eftirlit með öllu sem kemur að flugrekstri á Íslandi, segir Jón Ólafur Skarphéðinsson, sé með þeim hætti að menn geti sest upp í flugvél sæmilega vissir um að komast heilu og höldnu á leiðarenda. Höfundur er prófessor og faðir fórnarlambs flugslyssins í Skerjafirði. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum 24 stunda dag- og næturkrem fyrir þurra og viðkvæma húð Þú ert örugg með BIODROGA BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.