Morgunblaðið - 30.03.2001, Page 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 45
undir breytinguna eftir að stefnu-
mótun hefur farið fram um úthlutun
á tíðni. Misjafnlega hefur gengið að
fá sjónvarpsstöðvar til að hefja staf-
rænar útsendingar og sem dæmi má
nefna að aðeins 180 af þeim 1.600
sjónvarpsstöðvum sem starfræktar
eru í Bandaríkjunum hafa hafið staf-
rænar útsendingar. En samkvæmt
áætlunum eiga allar sjónvarpsstöðv-
ar sem fjármagna sig með auglýs-
ingum að vera orðnar stafrænar í
maí á næsta ári. Nú er ljóst að sú
dagsetning mun ekki standast.
Þegar hefur verið hafinn undir-
búningur að stafrænu sjónvarpi á Ís-
landi. Enn er þó ekki farið að úthluta
tíðnisviði fyrir stafrænar útsending-
ar í loft og engin dagsetning hefur
enn verið gefin út um það hvenær
allar útsendingar í sjónvarpi verði
stafrænar á Íslandi.
Næsta tæknibyltingin
í Evrópu
Nú eru um það bil 16 milljónir not-
enda áskrifendur að stafrænu gagn-
virku sjónvarpi í Evrópu en það eru
helmingi fleiri notendur en fyrir ári
síðan. Evrópubúar eru komnir fram
úr Bandaríkjamönnum, en aðeins
tæplega 5 milljónir heimila í Banda-
ríkjunum hafa aðgang að gagnvirku
sjónvarpi sem er minna en 5% af
þjóðinni. Gagnvirkt sjónvarp er því
orðið að raunhæfum valkosti fyrir
milljónir Evrópubúa á meðan gagn-
virkt sjónvarp er rétt að komast af
stað í Bandaríkjunum. Því hefur ver-
ið talað um gagnvirkt sjónvarp sem
næstu tæknibyltingu Evrópu þar
sem Evrópuþjóðir munu verða leið-
andi í þróun.
Ný viðskiptatækifæri
Þrátt fyrir mikla lækkun á gengi
hlutabréfa í tæknifyrirtækjum síð-
astliðið ár hefur gengi eins stærsta
fyrirtækis Evrópu sem býður upp á
stafrænt gagnvirkt sjónvarp,
BSkyB, hækkað um 40% á sama
tíma. Í ljósi þess að notendur staf-
ræns gagnvirks sjónvarps eins og
t.d. viðskiptavinir Canal+ eru að
eyða helmingi meira í afþreyingu en
áhorfendur hliðræns sjónvarps er
ljóst að fyrirtæki sjá margskonar
viðskiptatækifæri í þessum miðli.
Kannanir hafa enn fremur sýnt að
gagnvirkar auglýsingar virðast skila
sér mun betur í gagnvirku sjónvarpi
en auglýsingar í hefðbundnu hlið-
rænu sjónvarpi, meðal annars vegna
þess að hægt er að höfða til mark-
hópa á mun skilvirkari hátt en nú er
gert. Auk þess eru fyrirtæki eins og
Woolworths og Domino’s Pizza að
gera sér grein fyrir því að salan er
hlutfallslega mun meiri í gegnum
gagnvirkt sjónvarp heldur en á Int-
ernetinu og því binda fyrirtæki sem
hafa reynslu af gagnvirku sjónvarpi
miklar vonir við þennan nýja miðil.
Gagnvirkt sjónvarp
á Íslandi
Ljóst er að gagnvirkt sjónvarp
nýtur sívaxandi vinsælda í ná-
grannalöndum okkar og er búist við
mikilli aukningu á gagnvirkum sjón-
varpsnotendum á næstu árum. Sem
dæmi má nefna að spár gera ráð fyr-
ir að að bæði Spánn og Ítalía munu
ná Frökkum í gagnvirkri sjónvarps-
notkun innan tveggja ára. Eins eru
bundnar miklar vonir við Norður-
löndin þar sem þau eru leiðandi í
margskonar tækninýjungum auk
þess sem íbúar hafa aðgang að öfl-
ugum dreifikerfum. Allur sá fjöldi
sjónvarpsrása sem í boði verður og
allir þeir nýju möguleikar sem skap-
ast með stafrænni tækni munu án
efa fá marga Íslendinga til skipta
yfir í stafrænt gagnvirkt sjónvarp í
náinni framtíð.
Elfa Ýr er yfirmaður viðskipta-
mótunar og Davíð er tæknistjóri
hjá GMi Digital.
EFTIR heldur
óburðugan inngang
greinar sinnar um
ólympíska hnefaleika
fellur Ó. Hergill í þá
gryfju sem margan
hendir sem haldinn er
fordómum. Hann full-
yrðir að þjóðir sem
leyfa hnefaleika leggi
þá ekki niður vegna
þess að miklir peningar
séu í húfi. Það eru engir
peningar á bak við
ólympíska hnefaleika,
sem eru áhugamanna-
íþrótt. Það er greinilegt
að upplýsingar Ó.
Hergils, sem hann
hermir upp á nafngreinda lækna, eru
ekki fengnar frá rannsóknum á þeim
sem iðkað hafa hnefaleika eftir
ólympískum hnefaleikareglum enda
kemur það hvergi fram. Þetta virðast
vera almennar rannsóknir á heila-
skaða almennt í sambandi við áverka
vegna heilahristings af ýmsum orsök-
um.
Þó tekur hann eitt dæmi í grein
sinni. Hann skrifar: „Dauðsföll verða
í áhugamannahnefaleikum (Cowart
1989). Patricia Quinn, 19 ára stúlka,
var nemi í lögregluskóla í New Jers-
ey í Bandaríkjunum árið 1988. Í skól-
anum tók hún þátt í tveimur æfinga-
leikjum í áhugamannahnefaleikum
og var slegin niður fimm sinnum.
Patricia dó skömmu síðar. Krufning
leiddi í ljós áverka á heila vegna höf-
uðhögga.“ tilvitnun lýkur.
Mér er spurn, hefur Ó. Hergill
kynnt sér reglur þær sem þjálfað og
keppt er eftir í ólympískum hnefa-
leikum? Þetta hefði aldrei gerst í
slíkri keppni.
Þessi lýsing á reglum lögregluskól-
ans í New Jersey á ekkert skylt við
ólympíska hnefaleika, því í þau örfáu
skipti sem menn falla í slíkri keppni
getur það ekki gerst nema einu sinni í
hverjum leik, það eru reglur.
Ath. Patricia dó skömmu síðar
o.s.frv. Þeir sem hafa verið dómarar
við þessa keppni hafa ekki verið starfi
sínu vaxnir. Þeirra er skömmin.
Þetta einstaka dæmi
er ekki dæmi um
keppni í ólympíuíþrótt,
heldur hefur þarna far-
ið fram einhver amer-
ískur lögguleikur.
Athygli vert er að
læknirinn Ó. Hergill
skuli ekki benda á dæmi
um sams konar slys í
ólympískum hnefaleik-
um, þar sem umræðan
snýst um að leyfa þá.
Trúlega er það vegna
þess að slík óhöpp er
ekki að finna þar.
En þegar Ó. Hergill
bendir á dómaramistök
í íþróttum er auðvelt að
benda á að hámenntaðir fagmenn
gera mannleg mistök í starfi, og þol-
endum þeirra hafa verið dæmdar
skaðabætur, en engum dettur í hug
að dæma alla læknastéttina seka.
Þegar menn eða konur eru að
skrifa andmæli gegn ólympíuíþrótt
dettur mér í hug íslenski málshátt-
urinn: „Þeir segja mest frá Ólafi kon-
ungi sem hvorki hafa heyrt hann eða
séð“.
Ég gæti af eigin reynslu sagt
margt um kosti þess er ég sem 15 ára
unglingur hóf að æfa hnefaleika sem
ég geri enn í dag. Ég hef í 67 ár
stundað þessa þroskandi íþrótt af
kappi. Borið saman við aðrar íþróttir
sem ég hef stundað um æfina bera
hnefaleikar af fyrir þjálfun líkamans
á þann hátt sem eðlilegast er hvað
varðar líkamshreyfingar, sökum þess
hversu eðlilegar þær eru líkams- og
vöðvabyggingu mannsins.
Ég ráðlegg Ó. Hergli að kynna sér
rannsóknir sérfræðinga Karolinska
spítalans í Stokkhólmi sem þeir hófu
1980 og stóðu yfir í 5 ár á 50 hnefa-
leikamönnum, 25 knattspyrnumönn-
um, 25 frjálsíþróttamönnum og 25 al-
mennum borgurum.
Eftir því sem ég les út úr niður-
stöðum þeirrar könnunar koma þess-
ir svokölluðu almennu borgarar
einna verst út, einkanlega vegna
hreyfingarleysis. En þeir eru einmitt
sá hópur manna sem mest skrifa á þá
lund sem Ó. Hergill gerir, ekki ein-
ungis um hnefaleika, heldur um allt
milli himins og jarðar, og sanna ótví-
rætt fákunnáttu sína þótt þeir telji
sig vita allt betur en aðrir. Þar sann-
ast hið fornkveðna, „það er mikil
skynsemi í þögninni“.
Finnst ykkur ekki sagan um Patri-
ciu Quinn sannfærandi?
Það voru stundaðir hnefaleikar hér
á landi frá 1917 til og með 1956. Öll
helstu íþróttafélögin höfðu æfingar
og keppni í hnefaleikum. Fyrsta ís-
landsmótið fór fram 1936. Á svoköll-
uðum stríðsárum frá 1940 – 1946 voru
haldin hér hnefaleikamót og sýningar
í hnefaleikum, viku- og hálfsmánað-
arlega, ýmist á vegum íþróttafélag-
anna eða hers Englendinga eða
Bandaríkjamanna. Þar á eftir komu
Norðmenn og Danir til að keppa við
okkar pilta, seinast 1953. Þar á meðal
í einu tilfelli hnefaleikari í þungavigt
sem náð hafði að vera nr. 4 á heims-
listanum yfir atvinnumenn og þar áð-
ur orðið ólympíumeistari. Það var
1948 sem ég boxaði við hann í Austur-
bæjarbíói fyrir fullu húsi áhorfenda.
Seinna komu tveir Evrópumeistar-
ar og samtímis 4 danskir hnefaleika-
kappar sem kepptu við okkar pilta.
Þrátt fyrir þetta og úrtölur af ýmsu
tagi finnast engin dæmi um slys í
hnefaleikum í skýrslum ÍSÍ og ekk-
ert komið fram síðar um skaða af
þeirra völdum. Þó voru ekki til höf-
uðhlífar sem nú eru notaðar við
keppni í ólympískum hnefaleikum.
Enn um hnefaleika
Guðmundur
Arason
Hnefaleikar
Ég ráðlegg Ó. Hergli að
kynna sér rannsóknir
sérfræðinga, segir
Guðmundur Arason,
Karolinska spítalans.
Höfundur er fyrrverandi formaður
hnefaleikaráðs Reykjavíkur.
Það er líklegt að alvarlegum slys-
um muni fjölga, einkum alvarlegum
ákeyrslum, vegna þess að aðstæður
eru iðulega þannig á Hellisheiði að
þar er blindur skafrenningur. Við
þær aðstæður geta ljósastaurarnir
sést án þess að ökumenn sjái bíla sem
hafa fest í snjóskafli og afleiðingarn-
ar geta orðið skelfilegar. Skafla gæti
dregið yfir veginn út frá ljósastaur-
unum og valdið truflun á akstri. Þó að
ljósastaurarnir verði af þeirri gerð að
þeir eigi að valda sem minnstri hættu
ef keyrt verður á þá eru engir staur-
ar þannig að ekki verði tjón ef stjórn-
laus bíll skellur á þeim. Þannig getur
meinlaus útafakstur í hálku eða
krapa orðið að stórslysi. Bíllinn sem
skall á staurnum getur skemmst og
farþegar slasast. Staurinn getur lent
inni á hálum veginum og valdið mik-
illi hættu þar fyrir aðvífandi öku-
menn. Ljósastaurarnir munu verða
fyrir snjóruðningstækjum og tefja
fyrir þeim.
Veglýsing á Hellisheiði yrði ein-
hver alvarlegasta ljósmengun sem
hugsast getur á Íslandi. Það er alltof
sjaldan sem þéttbýlisbúar geta notið
þess að sjá stjörnur og norðurljós.
Það tækifæri gefst þegar ekið er yfir
Hellisheiði. Lýsing á Hellisheiði væri
sóun á almannafé sem kæmi fáum að
gagni í mjög fáar klukkustundir á ári.
Lýsing á rétt á sér nálægt þéttbýli
og þar sem von er á umferð gangandi
og hjólandi fólks og hestamanna.
Þannig umferð er ekki á Hellisheiði.
Að lokum Árni. Telur þú það rétt-
lætanlegt að nota tæpar 300 milljónir
króna af almannafé í aðgerð sem þú
viðurkenndir sjálfur í fréttum RÚV
að hefði lítið að gera með umferð-
aröryggi, en kæmi sér vel fyrir þá
sem eru hræddir við að aka í myrkri?
Væri þá ekki betra að leggja féð í
heilbrigðisþjónustuna og bjóða fólki
meðferð við myrkfælni?
Þú berð því við að 3.000 manns hafi
skrifað undir áskorun um lýsingu á
Hellisheiði. Ég vil benda á að þar var
einnig verið að skora á yfirvöld að
gera vegabætur á þessari leið. Ég hef
ástæðu til þess að ætla að fleiri hefðu
skrifað undir þessa áskorun ef beiðn-
inni um lýsingu hefði verið sleppt.
Við skulum taka höndum saman
um að það verði gerðar þær endur-
bætur á leiðinni austur fyrir fjall að
það dragi úr slysum, en þú ættir að
hætta að eyða kröftum þínum og
skattfé almennings í aðgerð sem
verður engum til góðs og gæti valdið
óbætanlegum skaða.
Lýsing
Lýsing á Hellisheiði
væri sóun á almannafé,
segir Þorsteinn Ólafs-
son, sem kæmi fáum
að gagni í mjög fáar
klukkustundir á ári.
Höfundur er dýralæknir og
íbúi á Selfossi.