Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 49
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 49
Ný verslun!
Framköllun
Myndavélar
Fylgihlutir
Viðgerðir
Vorum að opna nýja verslun með alhliða ljósmyndaþjónustu
Til fermingargjafa:
Vorum að taka upp úrval af
stafrænum myndavélum.
Einnig úrval af venjulegum vélum.
Laugavegur
Þjóðskjala-
safn
N
óatún
H
öfðatún
Á
sholt
Hlemmur
Viktoria Antik Síðumúla 34 Sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18
lau. kl. 11-17
sun. kl. 13-17
Antikhúsgögn og
gjafavörur
Gömul dönsk
postulínsstell
Ýmislegt
áhugavert fyrir
safnara
AÐ undanförnu hefur
umræða um uppbygg-
ingu menningartengdr-
ar ferðaþjónustu fengið
töluverða umfjöllun í
fjölmiðlum, enda ástæða
til miðað við þann fjölda
ráðstefna, funda og
námsstefna sem haldinn
er um þetta málefni.
Víða um land hafa aðilar
sem vinna að uppbygg-
ingu ferðaþjónustu og
menningar staðið að áð-
urnefndum samkomum í
þeim tilgangi að koma af
stað umræðum og vinnu
á sviði þessa málaflokks.
Ég tel að þetta sýni þá
grósku sem er með þeim sem vilja
heill ferðaþjónustunnar sem mesta
og þá kannski sérstaklega í hinum
dreifðu byggðum landsins, því eitt af
markmiðum menningartengdrar
ferðaþjónustu er að ítreka sérstöðu
hvers svæðis fyrir sig og gera úr
henni vöru sem laðar að ferðamenn.
Þann 10. mars sl. var haldin ráð-
stefna um menningartengda ferða-
þjónustu í Húnaþingi vestra að
Reykjum í Hrútafirði að tilhlutan
Hagfélagsins ehf., Byggðasafns
Húnvetninga og Strandamanna og
Ferðamálafélags Vestur-Húnvetn-
inga. Ráðstefnan bar nafnið AÐ
LÁTA STEINANA TALA og skír-
skotaði þannig til vísu eftir Guð-
mund Ketilsson, þann sem var í
hlutverki böðulsins við síðustu af-
tökuna á Íslandi og tók þar af lífi
banamenn Natans bróður síns. Vís-
an hljóðar þannig:
Þegar nafn mitt eftir á
allra þögn er falið,
Illugastaðasteinar þá
standið upp og talið.
Alls staðar blasir fortíðin og sag-
an við. Jafnvel steinarnir geyma
sína sögu og hefðu frá mörgu að
segja ef þeir gætu talað. Hvítserkur
er klettur, eða stór steinn, sem allir
þekkja. Og í raun er hann ekki bara
hvítflekkóttur klettadrangur við
brimsorfna strönd í botni Húna-
fjarðar. Hann á sér sína sögu því
samkvæmt gamalli þjóðsögu var
hann tröll, er bjó norður á Strönd-
um, og lagði í sína hinstu för til að
mölva kirkjuklukku okkar mann-
anna sem angraði hann mjög og stóð
á Þingeyrum. Djúpir álar Húnaflóa
töfðu hans för og dagaði hann uppi
austan við Vatnsnes, en Bárður son-
ur er einnig var í för með honum
varð að þekktum kletti vestan við
Vatnsnes.
Sögur sem þessi eru hluti af arf-
leifð okkar. Verðmæti á ýmsan hátt
sem við eigum að nýta okkur í hví-
vetna.
Á öldum áður var bókmenning og
sagnahefð á þessu svæði með meiri
blóma en kannski víða hér á landi.
Ekkert hérað státar af fleiri forn-
sögum og þáttum og nefna má að
Heiðarvígasaga, Kormákssaga,
Bandamannasaga, Odds þáttur
Ófeigssonar, Finnbogasaga ramma,
Þórðarsaga hreðu og Vatnsdæla-
saga eiga allar sögusvið að meira
eða minna leyti í Húnaþingi. Þá er
ótalin mesta hetjusaga tímabilsins,
saga Grettis Ásmundarsonar frá
Bjargi í Miðfirði. Mjög víða á svæð-
inu eru örnefni, og staðir sem tengj-
ast með beinum hætti
sögunni af Gretti.
Steinar sem við þurf-
um að láta tala fyrir
okkur.
Tilgangur ráðstefn-
unnar var að vekja
áhuga og vitund
heimamanna á þeim
möguleikum sem eru
til staðar í héraðinu á
sviði menningar-
tengdrar ferðaþjón-
ustu, gera þessum
þáttum skil og koma
þeim á framfæri til
þeirra sem ferðast og
vilja fræðast um leið.
Ég tel að það sé íbú-
um í Húnaþingi vestra til heilla að
binda trúss sitt við þessa tegund
ferðaþjónustu, því innan hennar og
með henni rúmast nákvæmlega þeir
þættir sem svæðið hefur upp á að
bjóða, nefnilega saga, menning, úti-
vist og heilnæm afþreying.
Meðal þess sem fram kom á ráð-
stefnunni var að forsendur byggða-
mynsturs eru háðar örum breyting-
um og þessar forsendur ráða hvaða
lausnir koma að gagni hverju sinni.
Að tækifæri landsbyggðarinnar liggi
aðeins að takmörkuðu leyti í eflingu
hefðbundinna frumvinnslugreina.
Ljóst er að nýsköpun í atvinnulífi
verður að koma til. Uppbygging
ferðaþjónustunnar er hröð og
byggðir landsins geta nýtt sér mun
betur þau tækifæri sem felast í vexti
hennar. Menningarferðaþjónusta er
mikilvægt byggðamál vegna þess að
hún stuðlar að jákvæðri byggðaþró-
un. Búferlaflutningar til höfuðborg-
arsvæðisins eru tiltölulega ný þróun
í sögu þjóðarinnar og af þeim sökum
er stóran hluta af fornminjum og
sögustöðum að finna utan höfuð-
borgarsvæðisins. Efling þessarar at-
vinnugreinar er liður í að styrkja
ímynd svæða og auka vitund og
áhuga íbúa á eigin sögu og menn-
ingu. Þá eykur hún fjölbreytni í at-
vinnulífi en það er forsenda stöð-
ugleika í byggðaþróun. Til þess að
menningartengd ferðaþjónusta nái
að verða öflug atvinnugrein þarf að
undirbúa grunninn vel og ígrunda
með hvaða hætti best sé að þróa
þessa vinnu þannig að hún nái að
festa sig í sessi og verði samfélaginu
arðbær.
Í Húnaþingi vestra er hafinn und-
irbúningur að verkefni á sviði menn-
ingartengdrar ferðaþjónustu sem
lýtur að Grettissögu Ásmundarson-
ar frá Bjargi í Miðfirði. Hvert sú
vinna mun stefna er enn ekki orðið
ljóst að öðru leyti en því að til stend-
ur að koma upp fræðslu- og menn-
ingarmiðstöð, helst á Laugarbakka í
Miðfirði, þar sem ímynd Grettis
sterka verður gerð eins sýnileg og
kostur er. Þetta verkefni ber vinnu-
heitið Grettistak og vísar þannig í þá
staði í Grettissögu sem bera þetta
nafn. Grettistakinu er ætlað að
skapa héraðinu ímynd, sérstöðu og
örva ferðamannastraum.
Þá má ekki gleyma því sem hvað
hæst ber á sviði menningartengdrar
ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra en
það er sumarhátíðin Bjartar nætur,
sem hefur verið starfrækt frá árinu
1994. Fjöldi menningartengdra við-
burða er á dagskrá Bjartra nátta á
hverju ári. Einn sá viðburður sem
hefur náð föstum sessi í menningar-
lífi okkar er matarhlaðborðið í Ham-
arsbúð, Fjöruhlaðborðið svokallaða,
sem húsfreyjurnar á Vatnsnesi
framreiða af mikilli snilld og kynna
þar með matargerð fyrri ára. Þá
hefur að jafnaði fjöldi listviðburða
einnig verið á dagskránni. Í máli
gesta kom fram að þessi hátíð sé
mikils virði og hafi náð að festa sig í
sessi í vitund manna. Þarna hafi
náðst að skapa verðmæti í menning-
arlegu tilliti.
Að ofangreindu má sjá að fjöl-
margt er á döfinni í Húnaþingi
vestra á sviði menningartengdrar
ferðaþjónustu. Ekki er séð fyrir
endann á þeirri vinnu sem má segja
að hafi hafist með undirbúningi ráð-
stefnunnar Að láta steinana tala,
auk þeirra verkefna sem þegar er
unnið að á einn eða annan hátt.
Að láta steinana tala
Þorvarður
Guðmundsson
Ferðaþjónusta
Uppbygging ferðaþjón-
ustunnar er hröð, segir
Þorvarður Guðmunds-
son, og byggðir landsins
geta nýtt sér mun betur
þau tækifæri sem felast
í vexti hennar.
Höfundur er ferðamálafulltrúi
Húnaþings vestra.
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Þakrennur
og rör
frá...
Þakrennur
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is