Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 55
Kveðja frá Bridge-
sambandi Íslands
Það mun hafa verið
á síðastliðnu hausti að
ég kom einu sinni sem
oftar í húsnæði Bridgesambands
Íslands í Þönglabakka og var mér
þá starsýnt á eldri og virðulegri
mann. Ég kom honum ekki fyrir
mig í fyrstu en þóttist kannast við
hann frá fyrri tíð. Fas þessa
manns og framkoma var látlaust,
hann bar sig vel og bauð af sér
mikinn þokka. Síðar þetta sama
kvöld var ég kynntur fyrir honum
og kom þá í ljós að þarna var kom-
inn Hallur Símonarson.
Kynnin gáfu mér tilefni til að
rifja upp þá tíma er ég var að stíga
mín fyrstu spor í bridgeíþróttinni,
en þá var einmitt nafn Halls Sím-
onarsonar eitt af goðsögnunum í
bridgeheiminum. Á árunum 1958–
74 var vart haldið mót án þess að
hann sigraði eða væri í toppbarátt-
unni.
Um hæfileika hans og árangur
þarf ekki að fara mörgum orðum
og nægir þar að nefna að hann var
sex sinnum Íslandsmeistari í
sveitakeppni og átti á sínum tíma
fast sæti í landsliði Íslands. Hallur
Símonarson var mikill keppnis-
maður og það sem hann tók sér
fyrir hendur gerði hann af lífi og
sál. Ólíkt mörgum afreksmönnum
bar hann ávallt virðingu fyrir and-
stæðingum sínum jafnt sem mót-
spilurum og sýndi þeim fyllstu
kurteisi þegar þeir komu að spila-
borðinu. Hann sýndi þeim hins
vegar enga vægð þegar kom að
sögnum og úrspili. Hallur hafði
einstakt lag á að gera það mjúk-
lega án nokkurs hávaða eða átaka.
Fyrir utan það að spila vann
hann ötullega að því að breiða út
bridge með skrifum sínum. Hallur
var blaðamaður alla sína tíð á
löngum ferli og naut mikillar virð-
ingar innan stéttarinnar. Hann
skrifaði meðal annars reglulega
um bridge í Tímann, Dagblaðið og
DV. Á árunum 1957–59 gaf hann
út bridgeblaðið „Bridge“ með
félaga sínum, Agnari Jörgensen,
og er á engan hallað þegar því er
haldið fram að ritið hafi verið eitt
það besta sem litið hefur dagsins
ljós um bridge á Íslandi.
Þeir sem þekktu til Halls, vita
að þar er genginn drengur góður
sem þekktur var fyrir ljúfmennsku
og fágaða framkomu við spilaborð-
ið. Aldrei heyrðist hann halla
styggðaryrði að spilafélaga sínum
og gilti þá einu hver sat á móti
honum. Minning hans á lengi eftir
að lifa í hugum íslenskra bridge-
spilara.
Þegar Hallur var farinn að spila
keppnisbridge á ný rifjaðist upp
fyrir mér það sem kínverski leið-
toginn Deng Sjá Ping sagði eitt
sinn: „Þegar kínverska þjóðin sá
mig synda fullvissaði hún sig um
að ég væri líkamlega heilbrigður
en þegar hún sá mig spila bridge
var hún þess fullviss að ég væri
andlega heilbrigður.“ Ég vil fyrir
hönd Bridgesambands Íslands
senda eiginkonu og aðstandendum
hennar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Ágústsson,
forseti.
Vinur okkar á DV til margra
ára, Hallur Símonarson, er látinn
og sakna margir góðs vinar. Hér á
DV og hjá forverum þess blaðs,
Vísi og Dagblaðinu, starfaði Hallur
í meira en þrjátíu ár, en þar áður á
HALLUR
SÍMONARSON
✝ Hallur Símonar-son fæddist í
Reykjavík 16. ágúst
1927. Hann lést í
Landspítalanum í
Fossvogi miðviku-
daginn 21. mars síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Dóm-
kirkjunni 29. mars.
Tímanum og Alþýðu-
blaðinu og skilaði
hálfrar aldar starfi við
blaðamennsku. Störf
Halls Símonarsonar á
þeim vettvangi voru
bæði mikil og góð.
Það var 23. septem-
ber 1969 sem Hallur
Símonarson skrifaði
fyrstu grein sína um
ensku knattspyrnuna
fyrir dagblaðið Vísi.
Eftir það skrifaði
hann árum saman
vikulegar greinar um
fótboltann í Englandi
sem vöktu mikla athygli og voru
víðlesnar. Þær greinar ásamt
fleiru urðu til þess að hefja Vísi
aftur til vegs og virðingar eftir
slæmt gengi um langt árabil. Síðar
tók Hallur að sér fleiri störf við
blaðið og tók loks við starfi
íþróttaritstjóra blaðsins vorið
1971.
Haustið 1975 var Hallur í hópi
þeirra manna sem fóru frá Vísi og
stofnuðu Dagblaðið – DB. Þar
reyndist Hallur ötull baráttumaður
og glóðheitur í andanum. Við sam-
runa Vísis og DB var Hallur áfram
við stjórnvölinn á íþróttadeildinni
hjá DV. Á níunda áratugnum tók
DV upp það nýmæli að bjóða les-
endum að hringja í Fréttaskot
blaðsins, sjálfvirka símaupptöku
eða beina línu til blaðamanns. Um
þetta leyti skipti Hallur um starfs-
vettvang, lauk glæsilegum ferli
íþróttafréttamanns, og tók í fóstur
þessa nýjung í fréttaöflun. Ljóst er
að Hallur vann mikið og gott verk
á þessum vettvangi.
Auk þessa stýrði Hallur öflugri
sveit fréttaritara blaðsins um land
allt, tugum ágætismanna og
-kvenna sem vaka yfir fréttunum
fyrir DV. Ég get fullyrt að þegar
ég sem þessar línur skrifa tók við
af Halli fyrir hálfu öðru ári, þá tók
ég við afar góðu búi. Og fréttarit-
arar sáu eftir Halli þegar hann
lauk störfum, kominn á áttræð-
isaldurinn, án þess að það mætti á
honum sjá. Þeir efndu til góðs
fagnaðar og kvöddu með kurt og pí
sinn yfirmann og kennara til
margra ára.
Hallur Símonarson var vinsæll
maður á vinnustað, lipur og prúður
í umgengni, enda þótt hann hefði
vissulega ríka skaphöfn þegar á
þurfti að halda. Hann var traustur
starfsmaður og vann verkin skipu-
lega og af miklu öryggi. Afköst
hans í starfi voru mikil og gæðin
eftir því, enda var Hallur vand-
virkur svo af bar.
Hallur bjó yfir áratuga langri
reynslu í blaðamannsstarfinu og
kunni öll töfrabrögðin í faginu.
Þegar ég var að fyrst að fitla við
blaðamennsku fyrir Þjóðviljann
forðum daga, reyndist Hallur mér
sannarlega vel. Hann reyndist
óspar á hollráðin og ábendingar
um það sem betur mætti fara þeg-
ar fundum okkar bar saman í stúk-
unni á íþróttavellinum. Hann var
ótrúlega tillögugóður og lá ekki á
hollráðunum. Góðir bridgespilarar
sýna ekki spilin sem þeir hafa á
hendi, en þarna hafði Hallur aðra
siði, hann naut þess að uppfræða
aðra. Hafa fleiri blaðamenn sagt
þetta sama um Hall, hann gaf þeim
góð ráð sem dugðu vel.
Mér var það sannur heiður að
taka við störfum Halls Símonar-
sonar vinar míns þegar hann hvarf
frá DV eftir langa og dygga þjón-
ustu. Það er svo allt annað mál
hvort mér tekst að komast nálægt
árangri Halls, en ég reyni. Ég vil
að leiðarlokum þakka Halli fyrir
allt okkar samstarf fyrr og síðar.
Ég sendi Stefaníu konu hans og af-
komendum öllum djúpar samúðar-
kveðjur. Veit ég að félagar mínir á
ritstjórn DV munu allir sem einn
taka undir framanrituð orð um
okkar góða félaga.
Jón Birgir Pétursson.
Mig langar að minnast góðs vin-
ar míns og vinnufélaga með nokkr-
um orðum. Ég átti því láni að
fagna að kynnast Halli Símonar-
syni þegar ég kom til starfa á DV
árið 1987. Með okkur tókust strax
mikil og góð kynni, enda voru
áhugamál okkar að flestu leyti
sameiginleg. Íþróttir voru alla tíð í
miklum metum hjá Halli og knatt-
spyrna þar ofarlega á blaði. Hann
var mikill eldhugi í þeim efnum og
gaman að rökræða við hann um ís-
lenska og erlenda knattspyrnu, var
hafsjór af fróðleik í þeim efnum,
enda starfaði hann í áraraðir sem
íþróttafréttaritari. Fjölmargir af
starfandi íþróttafréttariturum
landsins njóta þess að hafa lært af
vinnubrögðum Halls. Af honum
lærðu þeir afkastamikil og vönduð
vinnubrögð.
Hallur var þannig gerður að
hann hafði sérstakt lag á því að ná
árangri í því sem hann tók sér fyr-
ir hendur. Megináhugamál hans
var ástundun bridgeíþróttarinnar
og þar náði hann svo sannarlega
árangri. Hann státar af aragrúa
Íslandsmeistaratitla í faginu og
var margsinnis í landsliði Íslands á
Norðurlanda- og Evrópumótum.
Hann ákvað að hvíla sig á spila-
mennskunni á miðjum áttunda ára-
tugnum, þegar hann tók virkan
þátt í stofnun Dagblaðsins (DB).
Hallur helgaði blaðinu alla krafta
sína og starfaði á DB og síðar DV
allt fram til ársins 2000. Það er til
marks um hæfni Halls, að forráða-
menn Frjálsrar fjölmiðlunar buðu
honum að vinna áfram á blaðinu,
löngu eftir að hann komst á aldur.
Ástæðan var ekki hollusta gagn-
vart Halli eftir áralanga þjónustu,
heldur fyrst og fremst sú að þeir
gátu vart án starfskrafta hans ver-
ið.
Hallur var alltaf boðinn og búinn
að gefa góðar ráðleggingar í blaða-
mennskunni og lærði ég, ekkert
síður en aðrir starfsfélagar hans,
mikið af samskiptunum við hann.
Hann hafði einstakt lag á því að ná
fram öllu því besta úr viðmæl-
endum sínum. Það tókst honum á
tiltölulega auðveldan máta með því
að koma fram við alla viðmælendur
sína af virðingu og annálaðri kurt-
eisi, enda taldi Hallur það vera
lykilinn að góðum samskiptum.
Á síðari árum hafði Hallur gam-
an af því að grípa í bridge og sýndi
þá og sannaði að hann hafði engu
gleymt. Greinilegt var að spila-
mennskan á efri árum veitti hon-
um mikla ánægju og hann hafði
gaman af því að keppa með góðum
árangri eftir langt hlé frá spila-
mennsku.
Eitt er víst að ég lærði mikið af
samskiptunum við Hall Símonar-
son. Kurteisi hans, bæði til vinnu
og við spilaborðið, var til fyrir-
myndar og aldrei upplifði ég það
að sjá Hall skipta skapi. Ég á eftir
að sakna mikið allra stundanna
sem ég átti með góðum vini mínum
og félaga.
Ísak Örn Sigurðsson.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
4
&
&3
5 1 31
5
%
%
*,8*+,-+.
.;;+
5%
!
!( 2@)
*
! / &/ %
/!
!%* % <&% 5
/ % ("* %
(
!< * %
<& %
5%
( % )
)
%
%
0
8 ;
:
.;; = DC
( &
&
! !!"
* 5%
!
6 * 3 %
! 5%* 5!
%
* * 1
%
*& 8 * / % %
* !* % /! /!
' '" !' ' '" )
(
)
$ /8,/)/9.80
"
6%
!!"
= (" %
0 ("/"
E
/"
/"
/" )
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og
í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina