Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 30.03.2001, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                           !"   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í BRÉFI sem birtist í Morgun- blaðinu í febrúar sl. var farið laus- lega yfir kenningu dr. Helga Pjet- urss, er hann birtir í Nýal. Það gleymdist að geta þess, að frekari út- listun á kenningunni fyrir utan það að lesa Nýal, má fá með samtölum og eða á fræðslufundum sem haldnir eru öðru hverju. Fyrirheitin í Nýal eru stórkostleg, þroskamöguleikarn- ir óþrjótandi og lífið eilíft að mati dr. Helga. Ég vil að þessu sinni fjalla lít- illega um fyrirheit sem gefin hafa verið um land okkar og þjóð í spá- dómum. Þá er að finna, að vísu ekki víða, en nokkra þó, í bókinni Spá- dómarnir Miklu eftir Guðmund S. Jónasson, í kaflanum, Spádómar um Ísland. Spádómarnir ganga út á það að þjóðin gangi á guðs vegum í fram- tíðinni og landið verði farsældar frón með lystigörðum, veðri og gróðri suðurhafslanda. Það muni gerast þegar þjóðin, fólkið, fer að þjóna sín- um innri manni, sinna guðsneistan- um í sér, fer að sýna vináttu og eða kærleik í samskiptum við annað fólk. Þessi breyting á hugarfari, veldur jákvæðari hegðun og framkomu, sem aftur leiðir til enn frekari and- legs þroska og kærleiksviðmóts. Í riti sem heitir Ísland land framtíð- arinnar og er á mörkum þess að vera spárit, eða benda á orsök og afleið- ingu og er frá árinu 9́5. má sjá að guðlegar annarra hnatta verur, kall- aðar ljósverur, (orðið guð þýðir hinn bjarti) eru að mynda bandalag um veröld alla til að hafa hugarfarsleg áhrif á mannfólkið á jörðinni, til frið- samlegrar og kærleiksríkrar hegð- unar. Þar nýtur Ísland sérstöðu vegna þroska þjóðarsálarinnar sem til að mynda býr við það viðhorf að sýna náungakærleik í verki og gera ráð fyrir lífi eftir andlátið og viður- kenna að samband eigi sér stað á milli þeirra og okkar. Hinn frægi Nostradamus hefur látið frá sér spá- sagnir um Ísland, að talið er. „Ný heimssýn veldur umbrotum. And- legri fjöldahreyfingu vex ásmegin. Hinn guðdómlegi boðskapur kemur sem þruma úr heiðskíru lofti fyrir þá sem komast ekki lengur neitt áfram. Leyndardómur hvílir innra með þeim, er verða fyrir vitrun. Þau stefna fram á við og verða óstöðv- andi“ og fleira segir hann. Þegar þetta er umorðað lítur það þannig út: Guðdómlegur boðskapur lýstur þá sem búa yfir leyndardómi en hafa ekki náð árangri. Vitrunin veldur andlegri fjöldahreyfingu sem vex ás- megin og stefnir óstöðvandi fram á við. Fyrir þá er hafa lesið Nýal og skilið lögmálið sem þar er birt, er þetta augljóst þ.e.a.s., ef átt er við Ís- land í spánni. Það er freistandi að álykta sem svo, að þegar andatrúar- og dulhyggjumenn með þekkingu á framlífinu meðal annars (þ.e. lífinu eftir dauðann), ná ekki lengra í sín- um fræðum, brjóta odd af oflæti sínu, mun blasa við þeim víðáttur kenninga Nýals eftir dr. Helga og ekki ólíklegt að hin nýja heimsýn sem menn fá þar, verði að líkri fjöldahreyfingu og þegar andatrúin náði athygli fjöldans upp úr 1850. Einnig segir Nostradamus. „Hold án sálar verður ekki lengur fórnfært. Litið verður á dauðann sem upphaf nýs lífs.“ Velta má vöngum yfir því hver hin raunverulega merking er, en lesa má út úr þessum orðum, að framlífið muni vera efnislegt, sem það er í raunveruleikanum, því eitt af grunnlögmálum tilverunnar er end- urnýjunarþáttur lífs og líkama á öðr- um hnetti út í veraldarrúminu. Þannig verður dauði hér á jörðu upp- haf að nýju lífi á öðrum stað. Fleiri hafa spáð um landið eins og kemur fram í bókinni Hin mikla arfleifð Ís- lands sem fjallar um Spádóma Píra- mídans mikla. Þegar farið er yfir þær erlendu stefnur sem rekið hafa á fjörur Íslands í andlegum málum, sést ekkert í meðhöndlun þessa málaflokks sem við gerum betur en aðrar þjóðir svo neinu nemi, að það verði til eftirbreytni og að óstöðv- andi fjöldahreyfingu. Aðeins hin ís- lenska stefna, stefna lífsins, stefna þekkingar og stefna kærleikans er sú leið sem hægt er að fara og sem Nostradamus á við. Það gerist þegar fólk almennt fer að hugsa á íslensku og kynna sér kenningu dr. Helga Pjeturss um möguleika lífsins. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Spár um Ísland Frá Atla Hraunfjörð: MÉR er alveg fyrirmunað að skilja hvernig stendur á því að forseta- embættið er haft á sama stað og danskir landstjórar höfðu aðsetur með dýflissu til að pynta þá sem ekki vildu hlýða dönskum lögum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er hægt að finna betri stað fyrir for- setabústaðinn, t.d. er ég viss um að landeigandi á Gljúfrasteini myndi glaður selja embættinu landskika. Þá vil ég víkja máli mínu að Reykjavíkurflugvelli. Það er erfitt að finna staðsetningu fyrir flugvöll þar sem vindar og landslag eru hentugir og Kapelluhraun er t.d. mjög óhent- ugur staður fyrir flug. En svo við víkjum aftur að staðsetningu fyrir forsetaembættið, sem nú er þar sem mestu voðaverk Íslandssögunnar voru framin, eru Bessastaðir besta hugsanlega staðsetning fyrir innan- landsflug sem um getur, bæði út frá vindum og landslagi. Og til að koma upp byggð í Vatnsmýrinni sem myndi styrkja gamla miðbæinn og koma í veg fyrir að Reykjavík sem höfuðborg sé einungis ræma sem liggur frá vesturbænum uppá Kjal- arnes. Mér þykir það leitt en ég hef það á tilfinningunni að ég búi í ræmu en ekki borg. JÓN GUÐMUNDSSON, Skúlagötu 42, 101 Reykjavík, kt. 0505654329. Flugvöllur og forsetaembætti Frá Jóni Guðmundssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.