Morgunblaðið - 30.03.2001, Síða 70
KOMIÐ er að úrslitum í spurninga-
keppni framhaldsskólanna, Gettu
betur. Í kvöld mun þorri landsmanna
sitja með augun límd við sjónvarps-
skjáinn og fylgjast með þegar elsti
skóli landsins, Menntaskólinn í
Reykjavík, mætir þeim yngsta, Borg-
arholtsskóla.
Menntaskólinn í Reykjavík
„Keppnin leggst skrambi vel í mig,“
segir Svanur Pétursson, sem ásamt
Hjalta Snæ Ægissyni og Sverri
Teitssyni myndar keppnislið MR,
sem sigrað hefur undanfarin átta ár.
Sverrir og Hjalti taka undir þetta.
„Við erum að fara að keppa á móti
skemmtilegu liði og svara skemmti-
legum spurningum.“
„Það ríkir væntanlega mikil eftir-
vænting innan Borgarholtsskóla,“
segir Hjalti. „Þau hljóta að vera
ánægð með að vera komin svona
langt, og við skiljum það vel, enda er
þetta gríðarlega góður árangur.“
Sverrir bætir við að lið Borgar-
holtsskóla sé sterkustu andstæðingar
sem þeir hafi mætt í ár: „Við vissum
það alveg frá upphafi, áður en keppn-
in hófst, að Borgarholt yrði sterkasti
andstæðingurinn.“
Borgarholtsskóli
Sæmundur Ari Halldórsson úr liði
Borgarholtsskóla segir keppnina
leggjast vel í sig. „Ég myndi ekki taka
þátt í þessu ef ég skemmti mér ekki
við þetta.“
Auk Sæmundar er lið Borgarholts-
skóla skipað þeim Páli Theódórs og
Hilmari Má Gunnarssyni.
Sæmundur segir liðsmenn ákaf-
lega ánægða með að hafa náð svo góð-
um árangri í keppninni: „Þetta er ár-
angur sem við stefndum að í upphafi,“
segir hann, og bætir við að nú sé liðið í
raun að uppskera afrakstur þjálfunar
undanfarinna fjögurra ára. „Við sett-
umst niður fyrir nokkrum árum og
tókum þetta föstum tökum. Við höf-
um kerfisbundið viðað að okkur þekk-
ingu og lært af öðrum skólum.“
Sæmundur segir nemendur skól-
ans einnig ákaflega ánægða með ár-
angurinn, en þessi vika hefur verið
einskonar Gettu betur-vika í Borgar-
holtsskóla. „Vel valið lið nemenda
keppti við kennara í spurninga-
keppni, skólinn er þakinn auglýsing-
um og við héldum pítsuveislu á
þriðjudaginn.“
Liðsmenn Borgarholtsskóla ætla
að sofa út á keppnisdaginn. „Við mæt-
um ekki í skólann og hittumst síðan
upp úr hádegi og förum út að borða
áður en við höldum í keppnina,“ segir
Sæmundur og segist ekki tauga-
óstyrkur fyrir kvöldið en bætir við að
það verði mikil viðbrigði þegar
keppninni er lokið og hann geti loks-
ins sleppt fram af sér beislinu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
„Af hverju gekk MR-ingurinn yfir götuna?“ Páll Theódórs hvíslar að
Sæmundi Ara Halldórssyni og Hilmari Má Gunnarssyni á æfingu í Borg-
arholtsskóla. Þeir etja kappi við lið MR-inga í úrslitaþættinum í kvöld.
Mun MR
falla í kvöld?
í Reykjavík mætast í úrslitum Gettu betur
Borgarholtsskóli og Menntaskólinn
Morgunblaðið/Ásdís
Svanur Pétursson, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson, liðsmenn
MR, eru hvergi bangnir. Þeir etja kappi við lið Borgarholtsskóla í kvöld.
FÓLK Í FRÉTTUM
70 FÖSTUDAGUR 30. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Bjórglös
kr. 1.550
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.
Hrein
sum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
alltaf á föstudögum
DIOR KYNNIR
NÝTT BYLTINGARKENNT
SERUM NO AGE
Verndar húðfrumurnar fyrir
ótímabærri öldrun og lengir
líftíma þeirra.
Sérfræðingur frá Dior verður í
verslun okkar í dag, föstudag, og
á morgun, laugardag, og veitir
faglega ráðgjöf.
Spennandi KAUPAUKI fylgir
öllum vörum frá Dior.
Verið velkomin.
Kringlunni
Russell Athletic - Jansport - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS - Muscletech - Labrada - Natures Best - Leppin - MLO - Freddy - Pure Lime
K
O
R
T
E
R