Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 1

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 1
84. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. APRÍL 2001 BANDARÍSKA njósnaflugvélin var stillt á sjálfstýringu þegar hún rakst á kínversku herflugvélina í síðustu viku, sagði háttsettur embættismað- ur bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins, Pentagon, í samtali við CNN í gær. Þetta stangast á við framburð kín- verska flugmannsins sem var vitni að árekstrinum og sagði bandarísku vélina hafa sveigt skyndilega og því átt sökina á slysinu. Heimildarmenn CNN í Pentagon segja einnig að áhöfn njósnavélarinnar segi kín- versku flugmennina ekki hafa flogið beint heldur sýnt ýmsar kúnstir. Ekkert benti til þess í gær að kín- versk stjórnvöld myndu víkja frá þeirri kröfu sinni að Bandaríkja- menn biðjist afsökunar á árekstri bandarísku njósnaflugvélarinnar og kínversku herflugvélarinnar í síð- ustu viku. Talsmaður Hvíta hússins, Ari Fleischer, ítrekaði í gær þá af- stöðu Bandaríkjastjórnar að hún myndi ekki ganga lengra en að „harma“ atburðinn, en bæði George W. Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafa gert það opinberlega. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins, Zhu Bang Zao, sagði í gær að yfirlýsingar Bandaríkja- manna gengju ekki nægilega langt og Kínverjar væru „mjög óánægð- ir.“ Bandarískir embættismenn heimsóttu áhöfn njósnaflugvélarinn- ar í fjórða skipti í gær, en henni hef- ur verið haldið fanginni á Hainan- eyju í Kína síðan hún neyddist til að nauðlenda í kjölfar árekstrarins á sunnudag í síðustu viku. Samband ríkjanna í hættu Bush sagði í gær að tími væri kominn til að kínversk stjórnvöld létu áhöfn njósnaflugvélarinnar lausa. Hann varaði við því að frekari töf gæti spillt fyrir tengslum Banda- ríkjanna og Kína, sem eru stirð fyr- ir. „Hver dagur sem líður eykur möguleikann á að tengsl okkar við Kína versni,“ sagði Bush. Gengur hvorki né rekur í deilu Kína og Bandaríkjanna Njósnavélin sögð á sjálfstýringu Haikou, Washington. AP, AFP. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti fund með Jacques Chirac, for- seta Frakklands, í Élysée-höllinni í París í gær, þar sem þeir ræddu tví- hliða samskipti landanna, Evrópu- mál, öryggis- og varnarmál og fleira. Davíð tjáði Morgunblaðinu eftir fundinn, að í viðræðum þeirra hefði m.a. komið fram að Chirac væri vel að sér um innihald og stöðu samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæð- ið. Forsetinn teldi að samningurinn hefði sannað gildi sitt. „Hann ... sæi ekki annað en að okkar hagsmunum væri afar vel borgið með því fyrir- komulagi sem við hefðum,“ sagði Davíð. Chirac sagði á fundinum að áhyggjur um að fyrirætlanir Evr- ópusambandsins í varnarmálum veiktu Atlantshafsbandalagið væru ekki á rökum reistar. Morgunblaðið/RAX Vel fór á með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jacques Chirac Frakklandsforseta er þeir hittust í Élysée-höll í París í gær. Sigríður Á. Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, fylgist með leiðtogunum heilsast en þeir ræddu tvíhliða samskipti landanna, Evrópumál og fleira. Skilningur á Evrópu- stefnu Íslands  Chirac telur/39 ÍSRAELSKIR og palestínskir embættismenn frestuðu í gær fyrir- huguðum fundi sínum. Mikil spenna er enn í samskiptum leiðtoga Ísraela og Palestínumanna vegna skotárás- ar Ísraela á bílalest embættismanna Palestínumanna þegar þeir voru á leið frá fundi með Ísraelum í síðustu viku. Ariel Sharon skrifaði utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Colin Pow- ell, bréf í gær þar sem hann harmaði atvikið og sagði það „óheppilegt“. Nokkurra klukkustunda átök brutust út á milli Ísraela og Palest- ínumanna í þorpinu Beitunia, milli Jerúsalem og Ramallah, í kjölfar þess að ísraelski herinn skaut Pal- estínumann til bana. Palestínumenn vörpuðu sprengjum í grennd við landnemabyggð á Gaza-svæðinu, enginn særðist en óttast er að ísra- elski herinn grípi til hefndaraðgerða. Umdeild ummæli Ummæli leiðtoga Shas-flokksins, rabbínans Ovadia Yosef, um araba vöktu hörð viðbrögð í Ísrael í gær. „Það er bannað að vera miskunn- samur við þá, maður verður að senda eldflaugar á þá … útrýma þeim,“ sagði Yosef. Yosef er einn valda- mesti stjórnmálamaður í Ísrael. Hann er fyrrverandi yfirrabbíni og stofnandi Shas-flokksins, sem er flokkur strangtrúaðra gyðinga og þriðji stærsti flokkurinn í ísraelska þinginu. Ráðherrar í ríkisstjórn Ísraels fordæmdu ummælin. Mikil spenna í Ísrael Fundi frestað Jerúsalem. AFP, AP. UMBÓTASINNAR í Íran sögðu í gær að fráleitt væri að meðlimir Frelsishreyfingarinnar, hreyfingar frjálslyndra andófsmanna, hefðu í hyggju að steypa klerkastéttinni úr stóli eins og fulltrúar hennar héldu fram um helgina. Þá voru 42 með- limir Frelsishreyfingarinnar hand- teknir samkvæmt fyrirskipun dómstóla þar sem íslamskir harð- línumenn ráða lögum og lofum. Andófsmenn segja markmiðið með handtökunum eingöngu vera að styrkja stöðu æðstaklerks Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fyrir vænt- anlegar forsetakosningar. Handtökurnar eru talsvert áfall fyrir forseta Ír- ans, Mohammad Khatami, sem er umbótasinni. Hann hefur ekk- ert vald yfir dóm- stólunum, sem lúta stjórn klerkastéttarinn- ar. Khatami hvatti Írana til hófsemi í gær. „Öfgar eru slæmar og það eru hófsemi og réttlæti sem munu leiða okkur á rétta braut,“ sagði Khatami. Ummæli Khatamis féllu stuttu eftir að þingið, þar sem umbótasinn- ar eru í meirihluta, kölluðu Ali Yunesi, ráðherra leyniþjónustunnar, á sinn fund til að fá nánari upplýs- ingar um handtökurnar um helgina. Hann verður spurður að því í þinginu í dag hvort honum hafi verið kunnugt um handtökurnar. Ættingjar þeirra sem voru hand- teknir sögðu að dómstólarnir neit- uðu þeim um upplýsingar um hvar mönnunum væri haldið föngnum eða að færa sönnur á sekt þeirra. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem meðlimir Frelsishreyf- ingarinnar eru handteknir en dóm- stólar bönnuðu hreyfinguna í síðasta mánuði. Handtökurnar gætu orðið afdrifa- ríkar en óðum styttist í forsetakosn- ingar í Íran. Þær fara fram í júní og að sögn stjórnmálaskýrenda er talið að í þeim muni stuðningsmenn um- bóta Khatamis og harðlínumenn tak- ast á. Khatami hefur enn ekki til- kynnt hvort hann muni bjóða fram í kosningunum eður ei, en talið er að hann eigi sigurinn vísan geri hann það. Dómstólar lögðu í gær einnig bann við útgáfu fjögurra umbóta- sinnaðra dagblaða. Áfall fyrir Khatami Íransforseta Teheran. AP. 42 íranskir andófsmenn handteknir af dómstólum undir stjórn klerkastéttar Mohammad Khatami RÚMLEGA fjórðungur allra karl- manna á breskum vinnumarkaði tekur ekki alla þá frídaga, sem hann á rétt á. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu en höfundar hennar segja, að það sé ekki aðeins, að vinnufíklarnir misbjóði eigin heilsu, heldur sé vinnusýkin til mestu óþurftar fyrir efnahagslífið. Í könnuninni kom fram, að karl- menn eru líklegri til þess en konur að sleppa frídögunum og hafa það gjarnan að yfirvarpi, að það sé svo mikið að gera. „Breskar konur og konur almennt eru að þessu leyti skynsamari en karlmenn. Þær vita, að eðlilegur frítími skiptir sköpum fyrir frammistöðu þeirra og lík- amlega og andlega vellíðan. Ör- þreytt og útbrunnið fólk afkastar litlu,“ segir Cary Cooper, sálfræði- prófessor við Stjórnunarskólann í Manchester. Vinnusýki vond fyrir efnahagslífið London. Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.