Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 4

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Honda CRV RVI, mars 1999, ekinn 36 þ. km, 5 dyra, ssk., svartur. Verð 1.720.000 þ. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra reifaði á ársfundi rannsókn- arráðs Íslands í gær tillögur sem hann hefur lagt fram í tengslum við endurskoðun á lögum um ráðið. Gera þær ráð fyrir að stefnumótun í vísindum og tækni verði í höndum gjörbreytts rannsóknarráðs Íslands, sem starfi undir formennsku for- sætisráðherra með þátttöku hóps ráðherra, vísindamanna og fulltrúa atvinnulífs. Undir þessu stefnumót- andi rannsóknarráði Íslands starfi tvær stjórnarnefndir, önnur á veg- um menntamálaráðuneytis og hin iðnaðarráðuneytis. Þessar nefndir úthluti styrkjum og veiti lán á grundvelli umsókna. Rannsóknarráð heyrir nú undir menntamálaráðuneyti og í því sitja tólf starfsmenn að tillögu ríkis- stjórnar, háskóla, rannsóknastofn- ana og atvinnulífsins. Samkvæmt lögum um rannsóknarráð Íslands bar að endurskoða þau innan fimm ára frá því, að þau tóku gildi hinn 1. júlí 1994. Á ársfundi rannsóknarráðs sagð- ist hann hafa kynnt þeim þessa hug- mynd og við úrvinnslu hennar hefði hann haft að leiðarljósi að stefna í vísindum, rannsóknum og þróun setji ótvíræðan svip á almenna stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum. Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir því að rannsóknarráð Íslands móti stefnu í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Litið verði til þess, hvert sé gildi starfs á þessu sviði fyrir allt efnahagslíf þjóðarinn- ar. Stefnu ráðsins fylgi fram- kvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun þar sem meðal annars verði tekin af- staða til starfsemi opinberra rann- sóknastofnana og opinberra úthlut- unarsjóða. Þá skili ráðið ríkisstjórn árlega skýrslu um horfur í vísinda- og tæknimálum. Þá er gert ráð fyrir að Vísindasjóður og Tæknisjóður verði sameinaðir í einn sjóð. Styrkj- um verði úthlutað til einstaklinga og fyrirtækja þeirra en ekki til stofn- ana eða ríkisaðila. Þá er gert ráð fyr- ir að í stað skrifstofu rannsóknar- ráðs Íslands komi stofnun án stjórnsýsluhlutverks til að annast úttektir á rannsóknum, upplýsinga- öflun um rannsóknir, ráðgjöf til rannsóknaraðila og skýrslugjöf, kynningu á vísinda- og rannsókna- störfum og e.t.v. umsýslu fyrir stjórnarnefndirnar. „Þessi nýja skipan felur það í sér, að af hálfu menntamálaráðuneytis- ins verði höfuðáherslan lögð á að styrkja grunnrannsóknir og stuðla að menntun ungra vísindamanna. Hlutverk ríkisins á þessu sviði yrði samkvæmt því annars vegar að fjár- magna öfluga sjóði til að styrkja grunnrannsóknir og hins vegar að stuðla að meistara- og doktorsnámi á háskólastigi. Aðrir þættir rann- sókna- og þróunarstarfs mundu hvíla á herðum einkaaðila eða sjóða, sem veita fé til nýsköpunar, vöruþróunar og áhættufjárfestinga. Þar er lagt til að starfi sjóður, sem styrki frumkvöðla við nýsköpun og vöruþróun hvers konar. Reynslan hefur sýnt að vaxandi þörf er á stuðningi sem brúar bilið frá því að grunnrannsókn er lokið og þar til áhættufjárfestar koma beint til sög- unnar,“ sagði Björn ennfremur. Ráðherrar setjist í breytt Rannsóknarráð Morgunblaðið/Kristinn Björn Bjarnason menntamálaráðherra flytur mál sitt á ársfundi Rann- sóknarráðs Íslands á Hótel Loftleiðum í gær. Fantur er þó varla réttnefni og lík- ast til er þessi illvígi svipur Fants bara dulargervi svo hann fái að hlaupa og leika sér óáreittur. FANTUR heitir labrador-hundur sem var í banastuði á Þingvöllum á dögunum og naut þess að kljást við greinar og annað sem tönn á festi. Morgunblaðið/Ingólfur Fantur í banastuði FULLTRÚAR ASÍ verða í nefnd landbúnaðarráðuneytis sem leita skal sátta um leið til að tryggja hag- stætt verð grænmetis til neytenda og koma því þannig fyrir að þeir við- skiptahættir sem hafa tíðkast verði ekki til frambúðar. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna ASÍ og land- búnaðarráðherra í gær. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, segist hafa lýst áhyggjum sín- um við ráðherra um það hvernig mál í grænmetisiðnaði hafa þróast. „Við erum mjög óhressir með það ástand sem nú blasir við. Þrátt fyrir að við höfum verið að reyna að gera kjarasamninga sem taka tillit til stöðugleikans í þjóðarbúinu horfum við upp á það að þarna til hliðar eru aðilar sem hafa þá viðleitni okkar að engu og nánast ræna fólk fengnum,“ sagði Halldór. Leyfa þarf frjálsan innflutning „Það þýðir lítið að vera að hlífa mönnum af því þeir eru bændur ef þeir eru að fara í svona viðskipta- hætti eins og þarna virðast hafa við- gengist. Við höfum því gert athuga- semdir við það verðlag sem verið hefur á þessari neysluvöru. Skilyrðið er að lækka tollana og leyfa innflutn- ing frjálsan allt árið án þessarar miklu tollaverndar – það verður að finna einhverja aðra leið en ofurtolla til að vernda íslenskan landbúnað.“ Á fundinum var sú krafa ASÍ kynnt ráðherra að þegar verði tekin ákvörðun um niðurfellingu á vernd- artollum vegna innflutnings á græn- meti. Þá leggur Alþýðusambandið áherslu á að tryggt verði að virkri samkeppni við verðlagningu og sölu á grænmeti og ávöxtum í heildsölu og smásölu verði komið á hér á landi. Halldór Björnsson eftir fund með landbúnaðarráðherra Skilyrði að lækka tolla á grænmeti RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 8 kílóum af amfetamíni til landsins. Mennirnir eru 22–23 ára gamlir. Einum þeirra er gefið að sök að hafa skipulagt innflutninginn. Sam- kvæmt ákæru lét hann hinum mönn- unum tveimur í té farareyri og lofaði þeim greiðslu fyrir verkið. Hann hafi séð um að útvega fé til fíkniefna- kaupanna og skipulagt flutning þeirra til landsins. Maðurinn hefur ávallt neitað sök í málinu. Hann sat í gæsluvarðhaldi í sex vikur eftir að hann var handtekinn en dómstólar mátu það svo að ekki hefðu komið fram nægileg rök til að halda honum lengur inni og var honum því sleppt. Hinir mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa að undirlagi mannsins og gegn loforði um fjögurra milljóna króna þóknun keypt rúmlega átta kíló af amfetamíni í Amsterdam. Efnið földu þeir í hátölurum sem þeir fluttu til Hamborgar og sendu þaðan til landsins með hraðsending- arþjónustu. Mennirnir hafa játað aðild sína að málinu. Þeir sitja enn í gæsluvarð- haldi. Þrír ákærðir fyrir innflutning á átta kílóum af amfetamíni Lofað fjór- um milljón- um í þóknun STEFANÍA Magnúsdóttir var kjör- in nýr varaformaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur (VR) á fundi stjórnar félagsins í gærkvöldi og hlaut hún sjö atkvæði gegn einu atkvæði Péturs A. Maack, fram- kvæmdastjóra og fyrrverandi vara- formanns félagsins. Sjö atkvæði voru auð og ógild. Þá var Elín Elíasdóttir kjörin ritari og Edda Kjartansdóttir gjaldkeri. Stjórnarkjörið í gær kom í kjölfar deilna sem staðið hafa milli Magn- úsar L. Sveinssonar, formanns félagsins og Péturs undanfarna daga. Að sögn Magnúsar snerust deilurnar um ýmis mál er varða eignir félagsins og greiðslur félagsins í lífeyrissjóð vegna Magnúsar. Á fundinum var, samkvæmt tillögu formanns, ein- róma kosin nefnd til að fara yfir og meta þá þætti í starfsemi VR sem deilan hefur staðið um á undanförn- um dögum. Lögð er áhersla á að þessari vinnu verði lokið sem fyrst og niðurstöður birtar. Ástæða þess að ráðist var í stjórnarkjör nú er sú að stjórnin átti eftir að skipta með sér verkum eftir aðalfund félagsins 26. mars síðastliðinn, en ár er síðan Magnús var kjörinn formaður til tveggja ára. Framkvæmdastjórastaðan mál morgundagsins Að sögn Magnúsar liggur ekkert fyrir um stöðu Péturs sem fram- kvæmdastjóra innan félagsins annað en að hann muni gegna því starfi áfram enda hafi fundurinn í gær ein- göngu tekið á kjöri í embætti innan stjórnarinnar. „Ég vona að hann [Pétur] dragi einhvern lærdóm af þeirri alvöru sem yfir okkur hefur dunið og að hann átti sig á því að trúnaður þarf að ríkja á milli manna.“ Þá segist Magnús vona að bjartari tímar séu framundan. „Ég vona að öldurnar lægi innan félagsins því það er búið að skaða félagið óskaplega mikið að mál voru ekki kláruð innan stjórnarinnar heldur hefur einhver farið með þetta í fjölmiðla.“ Pétur segist vera ósköp sáttur við niðurstöðu fundarins í gærkvöldi og segist geta vel við unað. „Niðurstað- an er að það var kosinn nýr varafor- maður og óska ég henni velfarnaðar í starfi. Hins vegar ákváðum við að skipa nefnd til að fara yfir þessi deilu- mál sem ég og formaðurinn höfum átt í og það er ég mjög sáttur við.“ Hann segist ekki geta dæmt um það hvort niðurstaða fundarins muni hafa áhrif á stöðu sína sem framkvæmda- stjóra félagsins og segir það vera mál morgundagsins. Hann segist þó ekki upplifa kosninguna sem vantraust á sig. Nýr varaformað- ur kjörinn í VR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.