Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ getum forðast þær villigötur sem við höfum séð aðra rata í. Við erum frá upphafi meðvituð um að slá hvergi af vísindalegum kröfum um fag- mennsku og gæði og sú vinna hefur farið vel af stað.“ Mikilvægt að fá viðurkenningu í heimalandinu Dr. Magnús Már Halldórsson tölv- unarfræðingur lauk doktorsprófi frá Rutgers University í New Jersey ár- ið 1991. Hann starfaði að því loknu við rannsóknir í Japan en kom heim 1995 og gegndi rannsóknarstöðu við Raunvísindastofnun Háskólans til ársloka 2000, auk þess að kenna við tölvunarfræðiskor skólans. Rann- sóknir Magnúsar hafa einkum verið á því sviði fræðilegrar tölvunarfræði sem fjallar um flækjustig reiknirita fyrir erfið reikniverkefni, sér í lagi svokölluð netverkefni. Hann hefur að áliti dómnefndar verið mjög afkasta- mikill vísindamaður á þeim áratug sem liðinn er frá því hann birti sína fyrstu vísindagrein. Hann hefur hasl- að sér völl á alþjóðavísu sem virtur fræðimaður og haldið uppi árangurs- ríku, alþjóðlegu samstarfi, en með- höfundar að ritverkum hans skipta tugum og koma úr öllum heimshorn- um. „Það eru einkum hæfileikar Magnúsar til þess að halda uppi þróttmiklum rannsóknum í samstarfi við vísindamenn út um allan heim sem gera hann verðugan þess að hljóta Hvatningarverðlaun Rannís að þessu sinni,“ sagði í umsögn dóm- nefndar. „Ég er nú eiginlega að jafna mig og á enn eftir að gera mér grein fyrir raunverulegu gildi þessara verð- launa,“ sagði Magnús Már Halldórs- son við Morgunblaðið að verðlauna- afhendingunni lokinni. „En það er alltaf mikilvægt að fá að vita að verk manns séu metin, sérstaklega í heimalandinu. Manni finnst stundum í þessu þjóðfélagi, þar sem peningar eru helsta mælistikan, að þessir hlut- ir lendi til hliðar.“ Magnús Már vinnur á sviði sem hérlendis er fremur fámennt, eðli málsins samkvæmt. „Ísland er erfitt að því leyti að sökum fámennis vinna óhjákvæmilega fáir á sérsviði manns. Flestir samstarfsmenn mínir eru úti í heimi, um þessar mundir eru það helst menn í Ísrael, Japan, Noregi og Bandaríkjunum, auk eins Íslend- ings.“ Magnús Már bendir á að tölvunar- fræði sé ungt svið hér á landi og þar séu breytingar hraðar. „Þetta krefst þess að við vísindamennirnir þurfum að fylgjast vel með, en einnig gerir þetta að verkum að fólk á oft erfitt með að átta sig á því um hvað þessar rannsóknir snúast. Fólki hættir til að tengja þær við þá tölvunotkun sem nú gerist sífellt útbreiddari, en tölv- unarfræði snýst alls ekki um að búa til vefsíður eða teikna myndir með músum. Hún snýst ekki um tölvurnar sjálfar, heldur um þann grunn sem allir notkunarmöguleikarnir eru byggðir á. Hún á þannig meira skylt við stærðfræði en rafmagnsverk- fræði, enda snýst tölvunotkun um vinnslu og geymslu upplýsinga. Að- ferðirnar stúderum við með abstrakt líkönum og reynum að fá lausnir sem nýtast svo á ólíkum sérsviðum.“ Að sögn Magnúsar Más er til fjöld- inn allur af mikilvægum verkefnum sem ekki er hægt að leysa fullkom- lega með tölvum, og á því sviði hefur hann ekki síst látið til sín taka. „Þar felst vinnan í því að sætta sig við tak- markanirnar og hanna út frá því að- ferðir sem gefa eins góðar lausnir og mögulegt er.“ Dæmi um slíkt verk- efni er að finna stærsta hóp fólks þar sem hverjir tveir þekkjast, eins kon- ar tengslanet – eða klíku – á hvers- dagslegra máli. Slíkt verkefni er aldrei hægt að leysa fullkomlega með tölvutækni en fyrsta grein Magnúsar Más gaf aðferð til þess sem enn hefur ekki verið bætt að honum vitandi. Hann kveðst vona að sviðið sem hann starfar á eigi eftir að stækka hér heima og bendir á að víða erlend- is hafi verið hrundið í framkvæmd stórum átaksverkefnum á sviði tölv- unarfræði. „Þetta er að mínu áliti lykilatriði, að ýta undir grunnrann- sóknir í tölvunarfræði. Hér á landi hefur vantað mikið upp á að þetta svið sé litið sömu augum og erlendis, án þess að ég kunni á því skýringu. En það er vonandi að þessi verðlaun gefi vísbendingu um að það sé að breytast. Ég lít á þau sem viðurkenn- ingu á tölvunarfræði sem alvöru fræðasviði,“ sagði Magnús Már sem í ársbyrjun skipti um starfsvettvang og gerðist yfirmaður upplýsingasviðs líftæknifyrirtækisins UVS. HVATNINGARVERÐLAUN Rannsóknarráðs Íslands 2001 voru veitt í gær á ársfundi ráðsins. Verð- launahafarnir eru tveir fræðimenn af yngri kynslóð, hvor á sínu sviði, þeir dr. Magnús Már Halldórsson tölvun- arfræðingur og dr. Orri Vésteinsson, sagn- og fornleifafræðingur, en dóm- nefnd reyndist ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Valið var úr hópi ungra vísinda- manna á hug- og raunvísindasviði og sjónum sérstaklega beint að gæðum og afköstum í rannsóknum, ekki síst að loknu formlegu námi. Hvatning- arverðlaun Rannís nema einni millj- ón króna á mann auk viðurkenning- arskjals, en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaun- in. Dómnefnd skipuðu sem fyrr verð- launahafar fyrri ára, en þeir eru nú orðnir fjórtán talsins. Um margt gott að vera ungur vísindamaður á Íslandi Dr. Orri Vésteinsson lauk doktors- prófi í sagnfræði frá University of London 1996 en hafði áður lokið mastersgráðu í fornleifafræði. Sam- hliða doktorsnámi vann hann ötul- lega að þeim verkefnum sem leiddu til stofnunar Fornleifastofnunar Ís- lands sem að mati dómnefndar er „gagnmerkt frumkvöðulsverkefni sem lýsir miklu áræði og stórhug“ og hefur stofnuninni „tekist að gjör- breyta á stuttum tíma landslagi ís- lenskrar fornleifafræði- og starf- semi“. Orri hefur í orði og verki fylgt þeirri sannfæringu sinni að stórefla þurfi fornleifarannsóknir í landinu, ekki síst til þess að unnt reynist að varpa nýju og skýru ljósi á tímabilið fyrir ritöld. „Það er þessi samtvinnun traustrar fræðimennsku og nýstár- legrar frumkvöðulsstarfsemi sem gerir hann sérstaklega verðugan þess að hljóta Hvatningarverðlaun Rannís að þessu sinni,“ sagði í um- sögn dómnefndar. Í samtali við Morgunblaðið kvað Orri verðlaunin vissulega myndu verða sér til hvatningar, eins og í heiti þeirra fælist. Ennfremur liti hann á verðlaunin sem viðurkenn- ingu á starfi sínu og félaga sinna við uppbyggingu Fornleifastofnunar Ís- lands. „Lykillinn að þeim árangri er samstarf. Við erum sjálfsagt óvenju- legir að því leyti að við störfum í hóp, en það hefur skilað okkur miklum ár- angri auk þess sem það er ólíkt skemmtilegra vinnulag. Annars lít ég líka á þessi verðlaun sem viðurkenningu fyrir íslenska fornleifafræði og hvatningu til þess að standa að enn frekari eflingu hennar. Vísindasamfélagið sýnir hér með viðurkenningu og skilning á mikilvægi vísinda fortíðarinnar, en við „fortíðarfræðingarnir“ höldum því einmitt fram að framtíðin verði ekki skilin nema þekkja til fortíðar- innar. Kannski vekur þetta líka áhuga fleiri stúdenta á námi í forn- leifafræði, en skortur á fagfólki hefur einmitt staðið vexti í greininni fyrir þrifum hér á landi.“ Hann sagði að þótt ævinlega væru not fyrir aukin fjárframlög til rann- sókna væri um margt gott að vera ungur vísindamaður á Íslandi. Forn- leifastofnun Íslands væri dæmi um verkefni sem ekki hefði átt mögu- leika við þær aðstæður sem víða eru erlendis. „Þar myndu ýmsir í okkar sporum þurfa að vinna fyrir sér með þjónustuverkefnum og ekki eiga færi á því að byggja upp sjálfstæða rann- sóknarstofnun.“ Hann tók fram að á liðnum árum hefði stofnunin fengið góða styrki frá Rannís. „Þeir styrkir hafa skipt máli, þótt þeir geri það ekki í eins miklum mæli í dag þar sem upphæðirnar eru ekki það háar. En í þessum styrkjum hefur falist viðurkenning á því að við séum að vinna alvöru vísindaverkefni og það hefur meðal annars hjálpað við öflun styrkja erlendis frá.“ Þróun fornleifafræði sem atvinnu- greinar hefur hingað til verið hæg á Íslandi að mati Orra, en líf færist nú óðum í tuskur. „Kosturinn við að vera eins seinir við þessa uppbyggingu og raun ber vitni er reyndar sá að við Tveimur ungum vísindamönnum veitt Hvatningarverðlaun Rannís 2001 Morgunblaðið/Kristinn Dr. Magnús Már Halldórsson og dr. Orri Vésteinsson taka við Hvatning- arverðlaununum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Mikilvægt að verkin eru metin Athyglin beindist að fortíð og framtíð þegar Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs Ís- lands 2001 voru afhent í gær. Sigurbjörg Þrastardóttir fylgdist með þegar fornleifa- fræðingur og tölvunarfræðingur veittu verðlaununum viðtöku. sith@mbl.is EINS hreyfils flugvél hlekktist á þegar flugmaður hennar var að snúa henni á flugvellinum á Skógarsandi á sunnudagsmorgun. Skipta þurfti um skrúfu á vélinni en litlar skemmdir urðu að öðru leyti. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hafði maðurinn ætlað sér að snertil- enda vélinni á vellinum, sem er mal- arvöllur. Í lendingunni fann flug- maðurinn hins vegar að völlurinn var blautur og ákvað því að lenda vélinni. Þegar hann var að snúa henni við sökk nefhjól vélarinnar niður í sand- inn en við það rakst skrúfan í jörðina og vélin lagðist á annan vænginn. Lögreglan á Hvolsvelli telur völlinn í raun ónothæfan, hann sé bæði gljúp- ur og laus í sér. Flugvél hlekktist á VÉLSLEÐAMAÐUR slasaðist al- varlega þegar hann kastaðist af sleða sínum í Þjófahrauni við Klukkutinda sunnan Skjaldbreiðs á laugardagskvöld. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti mann- inn og flutti hann meðvitundarlaus- an á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi. Í gær lá hann enn á gjör- gæsludeild spítalans og hafði ekki komið til meðvitundar. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, var í hópi vélsleðamanna. Félagar í Björgunarfélagi Árborgar komu á slysstað skömmu eftir slysið en þeir voru þá á heimleið úr æfingaferð. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynn- ing frá þeim kl. 20.44 og var þyrla Landhelgisgæslunnar þegar kölluð út. Jafnframt lögðu lögreglu- og sjúkraflutningabílar af stað til mannanna. Þeim var snúið við þegar ljóst var að þyrlan yrði fljótari í för- um. Þyrlan lenti við slysstaðinn klukkustund eftir að tilkynning barst og var komin að Landspítalan- um um klukkan hálf ellefu. Slasaðist alvarlega í vélsleðaslysi NETARALL Hafrannsókna- stofnunarinnar stöðvaðist fyr- ir helgi vegna þess að Sjó- mannasamband Íslands og LÍÚ drógu undanþágu frá verkbanni til baka. Í gær veitti LÍÚ svo aftur undan- þágu fyrir sitt leyti að beiðni Hafrannsóknastofnunar en Sjómannasambandið hyggst ekki veita undanþágu á ný nema sjávarútvegsráðherra gefi út reglugerð um netarall- ið, eins og til stóð. Stofnmæling þorsks með netum, svokallað netarall, þar sem sjónum er sérstaklega beint að hrygningarslóð þorsks, hófst hinn 2. apríl sl. og átti því að ljúka 15. apríl nk. Áður en togararallið hófst í vetur óskaði Hafrannsókna- stofnun eftir undanþágu frá verkfalli og verkbanni hjá öll- um hagsmunaaðilum vegna netarallsins og fékk hana, en fyrir helgi drógu Sjómanna- sambandið og LÍÚ undanþág- una til baka til að knýja á um hrygningarstopp. LÍÚ hefur hins vegar veitt undanþágu frá verkbanninu að nýju, að beiðni Hafrannsóknastofnun- arinnar. Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambands Ís- lands, segir sambandið hafa afturkallað undanþáguna vegna þess að þar hafi verið blandað saman kjarabaráttu og stjórnvaldsaðgerðum að undirlagi vísindamanna. „Við, ásamt öðrum hagsmunasam- tökum, studdum tillögur Haf- rannsóknastofnunarinnar um netarallið. Ráðherra ákveður síðan einhverra hluta vegna að gefa reglugerðina ekki út. Við hins vegar teljum engin efnisleg rök fyrir því að gefa reglugerðina ekki út. Ég hef hins vegar heimild fyrir því að veita undanþáguna um leið og reglugerðin verður gefin út,“ segir Sævar. Segir slæmt að dragast inn í verkfallsátök Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, segist harma að verið sé að stefna mikilvægri rannsókn í voða. „Það er slæmt að við skulum dragast inn í verk- fallsátök með þessum hætti. Þessar rannsóknir hafa meðal annars verið gerðar að frum- kvæði sjómanna og gagnast þeim ekki síst. Ég vonast hins vegar til þess að menn nái að sjá þessi mál í öðru ljósi og í víðara samhengi,“ segir Jó- hann. Hlé á neta- rallinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.