Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÁMSMENN eru flestir farnir að huga að sumarstarfi enda styttist óð- um í próf og langþráð sumar. Viðfangsefni stúdenta eru ólík og fara sumir ótroðnari slóðir en aðrir. Þetta gildir um stöllurnar Maríu Gestsdóttur, Árnýju Jónsdóttur, Önnu Dagbjörtu Þórðardóttur og Helen Garðarsdóttur sem ákváðu að setja á laggirnar tungumálanámskeið með nýstárlegu sniði fyrir börn og fullorðna í sumar. Fjórmenningarnir eru allar nemar í spænsku við Há- skóla Íslands og segja hugmyndina að námskeiðunum upphaflega hafa kom- ið frá lektornum sínum, Margréti Jónsdóttur, sem kastaði henni fram í tíma í vetur. „Við gripum hugmyndina á lofti og ákváðum að framkvæma hana enda þótti okkur tilvalið að vekja áhuga fólks á spænskunni á evrópsku tungu- málaári,“ segir Árný. „Á hverju ári fara þúsundir Íslend- inga til Spánar á sólarstrendur og mjög fáir þeirra geta talað við inn- fædda þar sem Spánverjar eru ekkert of fúsir til að tala ensku,“ segir María og bætir við að það sama gildi um þjóðir Suður-Ameríku. Allar hafa þær ferðast um spænskumælandi lönd og segja tungumálafærni skapa tækifæri til betri samskipta og skiln- ingur á tungumálum annarra þjóða auki virðingu fyrir fólki og menningu þess. „Það er svo miklu auðveldara að eiga samskipti við innfædda ef maður kann hrafl í tungumáli þeirra. Bara að geta bjargað sér á veitingastöðum, í verslunum og á hótelinu getur skipt sköpum,“ bætir Anna Dagbjört við. Námskeiðin eru hugsuð sem fyrstu skref fyrir byrjendur og er engrar kunnáttu krafist af þátttakendum. „Það er einmitt hugsunin að baki námskeiðunum. Við verðum annars vegar með vikulöng hraðnámskeið fyrir fjölskyldur á leið í fríið og hins vegar með tveggja vikna barnanám- skeið þar sem áherslan er lögð á að kenna spænskuna í gegnum leik,“ segir Helen. Búkolla baular með hreim Stúdínurnar segja undirbúning fyrir krakkanámskeiðið hafa verið sérstaklega skemmtilegan þar sem þær hafi viðað að sér ógrynnum af leikjum og söngvum sem spænsku- mælandi börnum eru töm. „Börn geta og vilja læra tungumál en það þarf ekkert endilega að láta þau sitja inni í skólastofu til þess,“ segir Árný.„Já, við ætlum þess vegna að hafa þetta skemmtilegt og fara í vettvangsferð- ir, t.d. í Húsdýragarðinn þar sem dýr- in fá splunkuný nöfn upp á spænsku,“ segir María. Hinar taka undir og fara að skellihlæja þegar í tal berst ólíkt „tungutal“ dýra. Það virðist nefnilega ekkert sjálfgefið að dýrin tali sama tungumál og kýr baula bara alls ekki eins alls staðar í heiminum. Spurðar um frekari áætlanir eru fjórmenningarnir fljótar til svars, þær langar einnig að setja á laggirnar unglinganámskeið og spænskunám fyrir eldri borgara. Fyrst í stað ætla þær þó að láta fjölskyldu- og barna- námskeiðin duga og hlakka til að leiða Íslendinga í ferðahug fyrstu skrefin til Spánar og Rómönsku-Ameríku. Frekari upplýsingar um námskeið- in er að finna á heimasíðunni: www.geocities.com/spaenska. Nýstárleg sumarvinna námsmanna SAMNINGAR tókust með samfloti sex bæjarstarfsmannafélaga og Launanefndar sveitarfélaga í gær- morgun eftir stíf fundarhöld síðustu daga. Samningurinn nær til starfs- manna í Kópavogi, Hafnarfirði, Akranesi, Árborg, Vestmannaeyjum og félagsmanna í Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Í fréttatilkynningu frá Launa- nefnd sveitarfélaga segir að hækk- anir í samningnum séu í samræmi við þá kjarasamninga sem launa- nefndin hefur gert undanfarið og eru sambærilegar og gilda á almennum vinnumarkaði. Þá er mikil áhersla lögð á sí- og endurmenntun í samn- ingnum auk þess sem fyrirhugað er að taka upp nýtt starfsmatskerfi við árslok 2002. Voru ekki með í samstarfi í kjarna Fyrr á árinu slitnaði upp úr sam- starfi 19 sveitarfélaga en þau áttu sameiginlega í viðræðum við launa- nefnd sveitarfélaga. Í kjölfarið skrif- aði launanefndin undir kjarasamn- ing við 13 starfsmannafélög sem voru aðilar að samstarfsvettvangin- um Kjarna. Þau sex starfsmannafélög sem nú skrifuðu undir samninga eru þau félög sem ekki tóku þátt í því sam- starfi. Samið við bæj- arstarfs- menn KOSIÐ var um tillögu samstarfs- nefndar Blönduósbæjar og Engi- hlíðarhrepps hvort sameina ætti Blönduóssbæ og Engihlíðarhrepp í Austur-Húnavatnssýslu síðastlið- inn laugardag. 660 manns voru á kjörskrá á Blönduósi og nýttu 329 atkvæðisrétt sinn sem er 49,85%. Samþykktur sameiningu var 301 eða 91,49% þeirra sem kusu, nei sögðu 23 og 5 at- kvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. Í Engihlíðarhreppi voru 52 á kjörskrá og neyttu 50 þeirra atkvæðisrétt síns. Sammála sam- einingu voru 29 eða 58%, 19 voru á móti og tveir seðlar voru ógild- ir. Þessi úrslit þýða það að frá og með næstu sveitarstjórnarkosn- ingum verða sveitarfélögin í A- Húnavatnssýslu 9 í stað 10. Sam- starfsnefndarmenn voru kátir að kosningum loknum og voru sam- mála um að niðurstaða kosning- anna væri mjög afgerandi og vonuðu að þessi sameining væri upphafið að frekari sameiningu sveitarfélaga í A-Húnavatnssýslu. 1. desember sl. voru búsettir í sveitarfélögunum báðum 999 íbú- ar, 929 á Blönduósi og 70 í Engi- hlíðarhreppi. Engihlíðarhreppur og Blönduós í A-Húnavatnssýslu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Samstarfsnefndarmenn Blönduósbæjar og Engihlíðarhrepps. Talið frá vinstri: Valgarður Hilmarsson Fremsta- gili, Ágúst Þór Bragason Blönduósi, Jakobína Halldórsdóttir Fagranesi og Skúli Þórðarson Blönduósi. „Sameinaðir stöndum vér“ var niður- staða sameiningarkosningar HALLDÓR Finnsson, fyrrverandi sparisjóðs- stjóri, oddviti og sveit- arstjóri á Grundarfirði, lést á Landspítalanum 7. apríl sl. Hann var 76 ára að aldri, fæddur 2. maí 1924. Halldór var for- göngumaður að ýms- um framfaramálum í Eyrarsveit og á Snæ- fellsnesi. Hann gegndi trúnaðarstörfum í fjölda nefnda og ráða á vettvangi sveitar- stjórnarmála, lands- mála, málefna sýslunnar, kirkju- mála í Eyrarsveit og á kirkjuþingi og í Lionshreyfing- unni. Halldór var sæmdur riddara- krossi íslensku fálka- orðunnar 1. desem- ber 1994 fyrir störf að félagsmálum. Eftirlifandi eigin- kona Halldórs er Pálína Gísladóttir. Þau eiga átta börn, Höllu, Gísla Karel, Jóhönnu Hallgerði, Jóhannes Finn, Hall- dór Pál, Guðrúnu, Sólrúnu og Svein- björn. Halldór lætur eftir sig 25 barnabörn og barna- barnabörn. Andlát HALLDÓR FINNSSON ÍSLANDSSÍMI setur fyrirfram- greidda farsímaþjónustu undir nafn- inu Rautt á markað í dag. Að sögn Magnúsar Árnasonar, verkefnis- stjóra hjá Íslandssíma, verður þjón- ustan ólík þeirri þjónustu sem Landssíminn og Tal bjóða upp á og kennd er við frelsi, að því leyti að hún verður fjölbreyttari. Talið er að um 75 þúsund farsíma- notendur nýti sér fyrirframgreidda þjónustu í dag, að stærstum hluta ungt fólk. Magnús sagði að Íslands- sími væri sérstaklega að reyna að höfða til unga fólksins. Í fyrstu yrði boðið upp á tal, SMS og ýmsa aðra þjónustuþætti en að á næstu vikum mætti búast við margvíslegum nýj- ungum, s.s skemmtiefni. Kortin verða m.a. seld á bensínstöðvum. Íslandssími eykur þjónustuna FINNUR Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaups, segir það alveg skýrt markmið hjá Baugi að vera í smásölu en ekki framleiðslu og af þeim sökum muni fyrirtækið ekki sjálft hefja sveppaframleiðslu hér á landi. Finnur gagnrýndi í Morgun- blaðinu sl. laugardag ofurtolla sem lagðir eru á innflutt grænmeti og benti á að á Íslandi væri einn aðili sem ræktar sveppi. Það þætti sjálf- sagt mál að íslenskir skattgreiðend- ur greiddu tugi milljóna í verndar- tolla til að vernda hagsmuni þessa eina manns. „Miðað við alla umræðuna sem hefur verið í gangi hlýtur þetta til- tekna mál einungis að vera hluti af hluti af tollamálinu í heild. Það hafa verið fluttir inn sveppir en það eru tollar sem koma í veg fyrir að hægt sé að halda því áfram,“ segir Finnur. Sveppir ekki fluttir inn vegna ofurtolla Á AÐALFUNDI Verndar – fangahjálparinnar 5. apríl sl. voru þau Axel Kvaran og frú Hanna Jo- hannessen kjörin heiðursfélagar. „Axel Kvaran var fyrsti fram- kvæmdastjóri Verndar en sam- tökin hafa starfað frá árinu 1960. Hann sat í stjórn Verndar til margra ára og jafnframt í hús- nefnd áfangaheimilis samtakanna á Laugateigi 19. Hefur hann verið samtökunum hollur og skjólstæð- ingar Verndar hafa átt hauk í horni þar sem hann er. Frú Hanna Johannessen er for- maður jólanefndar Verndar og hefur setið í þeirri nefnd frá 1963 og verið formaður hennar frá 1967. Jólanefndin undirbýr jóla- fagnað samtakanna sem hefur verið haldinn hin síðari ár í sam- vinnu við Hjálpræðisherinn og sóttu á annað hundrað manns fagnaðinn um síðustu jól. Hefur frú Hanna kostað kapps um að hafa jólafagnaðinn sem myndar- legastan og lagt mikla vinnu í að afla jólamatar og gjafa handa skjólstæðingum Verndar. Vernd – fangahjálpin vildu þakka þeim fórnfúst starf í þágu samtakanna með því að gera þau að heiðursfélögum. Samtökin voru stofnuð 1958 en tóku form- lega til starfa tveimur árum síð- ar,“ segir í frétt um aðalfundinn frá Vernd. Núverandi formaður Verndar er sr. Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna er Þráinn B. Farestveit. Heiðursfélagar Verndar, Hanna Johannessen og Axel Kvaran. Kjörin heiðurs- félagar í Vernd ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.