Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 14

Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 14
LANDIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ísafirði - Á pálmasunnudag tóku Ísfirðingar í notkun nýja skíða- lyftu í Tungudal og telja að nýja skíðasvæðið í dalnum sé orðið jafn- gott hinu frábæra skíðasvæði, sem var á Seljalandsdal fyrir snjóflóð. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra var viðstaddur opnunina og voru honum færðar sérstakar þakkir fyrir að bregðast fljótt við beiðni um lagningu vegar að nýju lyftunni á síðasta hausti. Án framtaks hans hefði fram- kvæmdin tafist að minnsta kosti um eitt ár. Við þetta tækifæri færðu hjónin Sigríður Brynjólfsdóttir og Ásgeir Guðbjartsson útgerðarmaður bæj- arsjóði eina milljón að gjöf til framkvæmdanna. Nú er kominn nægur snjór í skíðalöndin og með tilkomu nýju lyftunnar er hægt að skíða allt að tveim kílómetrum í einu rennsli. Nýja lyftan, svokölluð Hauganes- lyfta, kemur almennum skíðaiðk- endum og börnum að mestum not- um, auk þess að standa hærra í hlíðinni og nýtast betur í snjólétt- um árum. Tvær lengri lyfturnar, sem eru tæpur kílómetri hvor, geta flutt samtals 3.000 manns á klukkutíma. Skíðavikan sett á morgun Skíðavikan verður svo formlega sett á miðvikudag á Silfurtorgi, en afar fjölbreytt dagskrá verður daglega til og með páskadags. Þar má nefna gönguskíðaferðir frá Hesteyri í Jökulfjörðum til Að- alvíkur, tvíkeppni í rennsli með sneiðingum og 120 skrefa hlaupi í anda fyrstu skíðakeppni á Vest- fjörðum, sem haldin var í Önund- arfirði 1910. Þá má nefna furðu- fatadag og skíðanótt. Mikil dagskrá verður í gangi um páskana og hápunktur hennar er flutningur Sálumessu Mozarts í Ísafjarðarkirkju á föstudaginn langa. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna, Hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar ásamt óperusöngv- urunum Guðrúnu Jónsdóttur, Ing- unni Ósk Sturludóttur, Snorra Wium og Ólafi Kjartani Sigurðs- syni flytja. Hefð er fyrir því að brottfluttir Ísfirðingar hópist vestur á Skíða- viku og eru nokkrar aukaferðir vegna þess hjá Flugfélagi Íslands, en með bættum vegum og stórauk- inni þjónustu Vegagerðarinnar í snjómokstri fer þeim mjög fjölg- andi sem keyra. Fengu eina milljón króna í nýja skíðalyftu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sturla Böðvarsson og Ásgeir Guðbjartsson við opnun skíðalyftunnar. Hnappavöllum - Brúarvinnuflokkur Sveins Þórðarson- ar úr Vík er fyrir nokkru byrjaður að styrkja tvo stöpla á brúnni yfir Skeiðará. Er það gert með því að reknir eru niður nokkrir steyptir staurar beggja meg- in við gamla sökkulinn, síðan eru steyptir nýir og stærri sökklar utan um og svo steypt utan um stöpl- ana. Við þetta verk var notaður nýinnfluttur niður- rekstrarkrani sem allur er vökvaknúinn. Reyndist hann vel og mun meðfærilegri en eldri tæki þótt hann vegi um 50 tonn. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Brúin yfir Skeiðará styrkt Stykkishólmi - Guðmundur Benja- mínsson í Stykkishólmi hætti vöru- flutningum þann 1. apríl sl. Vöru- flutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir í Grundarfirði yfirtók rekst- urinn. Allir starfsmenn Vöruflutn- inga Guðmundar fá starf hjá nýjum rekstraraðilum. Guðmundur Benjamínsson hóf vöruflutninga á milli Stykkishólms og Reykjavíkur árið 1977 í samstarfi við Höskuld Höskuldsson. Samstarf þeirra hætti átta árum síðar og síðan þá hefur Guðmundur rekið öflugt flutningafyrirtæki. Hann hefur verið með allt að fjóra flutningabíla í för- um. Daglegar ferðir hafa verið á milli Reykjavíkur og Stykkishólms. Svona rekstur er mjög viðkvæmur því markaðssvæðið er hvorki stórt né fjölmennt. Flutningur hans hefur byggst mikið á fiski en á síðari árum hefur orðið mikill samdráttur, eink- um á flutningi á rækju. Þá ákvað 10- 11, eina matvöruverslunin í Stykk- ishólmi, ekki alls fyrir löngu að bjóða út flutninga fyrir verslunina og treysti Guðmundur sér ekki að flytja á því verði sem þar var í boði. Allt þetta hefur hjálpað til að gera rekst- urinn erfiðari. Vöruflutningar Ragnars og Ás- geirs færa enn út kvíarnar með til- komu sinni í Hólminn. Er það orðið eina vöruflutningafyrirtækið á norð- anverðu Snæfellsnesi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Starfsmenn Vöruflutninga Guðmundar Benjamínssonar hafa fengið nýja vinnuveitendur. Á myndinni eru þeir fyrir framan einn af flutn- ingabílum fyrirtækisins síðasta vinnudaginn: Steingrímur Guðmunds- son, Þorgrímur Kristinsson, Guðmundur Benjamínsson, Ingibjörg Gúst- afsdóttir og Sigurður Skagfjörð. Eina vöruflutninga- fyrirtækið hættir Fagradal - Ferðaþjónustubændur héldu aðalfund sinn á Hótel Höfðabrekku í Mýrdal nýlega. Að sögn Sævars Skaftasonar, fram- kvæmdastjóra ferðaþjón- ustubænda, voru mættir 60–70 fulltrúar víðsvegar af landinu til að ræða sín mál og voru fund- armenn almennt bjartsýnir á komandi sumar. Við þetta tækifæri var opnuð heimasíða samtakanna. Það var Árni Johnsen, alþingismaður og formaður samgöngunefndar al- þingis, sem fyrstur kveikti á vefnum en þar er að finna mynd- ir og upplýsingar um þjónustu og afþreyingu á um 120 sveitabæjum sem eru með ferðaþjónustu, vef- fangið er www.sveit.is Á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir: „Aðalfundurinn beinir því til samgönguyfirvalda að uppbyggingu þjóðvega yfir há- lendið um Sprengisand og Kjöl verði flýtt sem kostur er. Jafn- framt skorar fundurinn á rík- isstjórn Íslands að beita sér fyrir bættum lánakjörum íslenskrar ferðaþjónustu í dreifbýli.“ Ferðaþjón- ustubændur netvæðast Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Árni Johnsen, alþingismaður og formaður samgöngunefndar al- þingis, kveikti á vefnum. Grindavík - Fegurðasamkeppni Suðurnesja 2001 var haldin í Festi í Grindavík. Svanhildur Björk Her- mannsdóttir, 18 ára Grindavík- urmær, bar sigur úr býtum í þess- ari keppni sem var sú fimmtánda í röðinni. Það þótti vel við hæfi að halda þessa keppni í fyrsta skipti í Grindavík þar sem sex af fjórtán keppendum voru úr Grindavík og keppnin aldrei verið haldin þar áð- ur. Grindvísku stúlkurnar sópuðu að sér verðlaunum og áttu að sjálf- sögðu salinn en troðfullt hús var þetta kvöld. Í öðru sæti var Grindavíkur- mærin Hrund Óttarsdóttir en í þriðja sæti var Hulda María Jónsdóttir úr Keflavík en hún var einnig kosin K-sport stúlkan. Ljósmyndafyrirsætan var líka úr Grindavík og heitir Gerður Björg Jónasdóttir en hún hreppti einnig titilinn Stúdíó Huldu-stúlkan. Oroblu-stúlkan var Þóra Jónsdóttir en eins og kynnir kvöldsins, Freyr Sverrisson, orðaði það „hún er með fallegustu fótleggina“. Vinsælasta stúlkan var kosin Margrét Rut Sörensen. Gallery förðun-stúlkan og net-stúlkan var kosin Svanhildur Björk Hermannsdóttir. Grindvík- ingar eiga því þrjár stúlkur í keppninni ungfrú Ísland en auk þeirra þriggja efstu keppir sú sem var ljósmyndafyrirsæta einnig um þann titil. Systirin fegurðar- drottning Íslands Það er óhætt að fegurðin sé í ættinni hjá Svanhildi því systir hennar Guðbjörg Hermannsdóttir var ungfrú Ísland 1998 og var þá líka 18 ára að verða 19 ára. Þegar fréttaritari hafði samband við Svanhildi daginn eftir fegurðarsamkeppnina og spurði um líðan fegurstu stúlku Suðurnesja var hún að gera sig tilbúna í fermingarveislu. „Bara mjög vel, það er heilmikið að gera í kringum þetta, margar æfingar og líklega enn meira í ungfrú Ísland sem er í maí. Nei, ég var ekki stressuð en kærastinn, Grétar Lárus Matthíasson, tók út stressið fyrir okkur bæði og er rosalega stoltur af mér eins og fjölskyldan reyndar öll. Ég er frekar feimin og hafði því mjög gott af þessu. Þetta var frábær hópur og við allar sigurvegarar,“ sagði Svanhildur. Svanhildur Björk Hermannsdóttir valin fegurst Morgunblaðið/GPV Grindavíkurmærin Sigríður Anna Ólafsdóttir, fegurðardrottning Suð- urnesja 2000, krýnir Svanhildi Björk Hermannsdóttur, fegurðardrottn- ingu Suðurnesja 2001. Fegurðarsamkeppni Suðurnesja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.